Tíminn - 10.04.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.04.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. apríl 1981 7 Bygging flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli: , ,Framhald á aöskilnað- arsamningi frá 1974” „Eðlilegt og sjálfsagt að Bandaríkjamenn leggi fram sinn skerf vegna hans” — sagði Ólafur Jóhannesson á Alþingi JSG — Þó mesta athygli viö flug- stöðvarumræðuna i efri deild Al- þingis á miðvikudag hafi vakið örlög tillögunnar um að veita lánsfjárheimild vegna flug- stöðvarinnar á þessu ári, stuðningur utanrikisráðherra við tillöguna, yfirlýsing fjármála- ráðherra um brot á stjórnarsátt- málanum og hugsanleg áhrif þessa máls á framtið stjórnar- samstarfsins, þá komu einnig fram við umræðuna nokkur at- hyglisverð efnisatriði um flug- stöðvarmálið, sem vörpuðu nýju ljósi á það og afstöðu manna til þess. Vafin hernaðar- framkvæmdum Eftir að Lárus Jónsson hafði fylgt tillögu sinni og Karls Stein- ars Guðnasonar um heimild til 20 milljóna lántöku vegna flug- stöðvarbyggingarinnar úr hlaði, steig Ragnar Arnalds i ræðustól og kvað Alþýðubandalagiö ein- dregið mótfallið tillögunni svo og byggingu flugstöðvarinnar ,,á þeim grunni sem unnið hefur verið að”. Fyrir þessari afstöðu væru margar ástæður, sagði Ragnar, en sér i lagi sú hvernig hugmynd- in væri að standa að fjármögnun framkvæmdanna. „Við teljum ekki rétt að fjármögnunin verði vafin með einum eða öðrum hætti inn i hernaðarumsvif Bartda- rikjamanna”, sagði hann. Af< öðrum ástæðum nefndi hann að hugmyndin væri að flugstöðin yrði til „afnota fyrir farþega einn daginn en Bandarikjamenn ann- an daginn, eftir þvi sem þeim sýnist”, að ekki hefði verið fjallað um bygginguna i Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og að þróun millilandaflugs á næstu árum væri i óvissu. Þá væru mörg önnur verkefni á sviði flugmála sem biðu úrlausn- ar, s.s. lagning varanlegs slitlags á helstu flugvelli landsins, og ekki væri hægt að gera allt i einu. Um það hvaða verkefni ættu að hafa forgang þyrfti Flugráð að fjalla, sagði fjármálaráðherra. Þá vék Ragnar Arnalds að skýrslu um reksturshorfur nýrrar flugstöðvar, sem Fjárlaga og hagsýslustofnun hefurgert. Hann kvað Timann hafa greint villandi frá niðurstöðu þessarar skýrslu, þegar hann sagði að verulegur tekjuafgangur yrði af rekstri stöðvarinnar. Stofnunin hefði i þessari skýrslu gefið sér ákveðn- ar forsendur ,,án efa i samráði við utanrikisráðuneytið”, og tekjuforsendurnar væru sérlega gagnrýnisverðar. Gert væri ráð fyrir að flugstöðin nyti tekna af lendingargjöldum, og flugvallar- skatti sem nú rynnu beint i rikis- sjóð svo og af nettóhagnaði Fri- hafnarinnar, sem nú rynni til Ferðamálaráðs. Væri þessum tekjuliðum sleppt minnkaði hinn árlegi afgangur á rekstrar- áætluninni úr 2,7 milljónum i 216 þúsund krónur. Til viðbótar væri ekki gert ráð fyrir neinu i fjár- magnskostnað en væri hann tek- inn með yrði 1860 milljóna árleg- ur halli af rekstri flugstöðvarinn- ar. Eðlilegur skerfur Ölafur Jóhannesson, utanrikis- ráðherra tók til máls næstur á eft- ir Ragnari og svaraöi nokkrum athugasemdum hans. Ólafur sagði að flugráð hefði þegar lýst sig fylgjandi byggingu flug- stöðvarinnar, þó það hefði haft þann fyrirvara á aðhún hefði ekki forgang fram yfir aðrar fram- kvæmdir i flugmálum. Það væri hins vegar rétt aö óvissa væri um framtið millilandaflugsins og það gæti vissulega sett strik i áætlanir um flugstöðina. Þó nokkuð væri vist að alltaf yrði eitthvert milli- landaflug frá landinu. Með þessu yrði að fylgjast á þessu ári. Ólafur visaði á bug athugasemd Ragnars við að fjármagns- kostnaði væri sleppt i rekstrar- áætluninni, slikt væri^algild regla i þess konar áætlunum. Hann myndi ekki betur en að sem sam- gönguráðherra hefði Ragnar sjálfur látið gera rekstraráætlun um Keflavikurflugstöðina þar sem ekki var reiknað með fjár- magnskostnaöi. Þá taldi hann „útilokað” að utanrikisráðú- neytið heföi átt nokkurn þátt i for- sendum fyrir rekstraráætlun Fjárlaga og hagsýslustofnunar. Hvað varðaði hneykslun manna yfir þvi að ætlunin væri að Banda- rikjamenn tækju þátt i kostnaði við bygginguna kvaðst Ólafur ekki geta tekið undir hana. Hér væri um að ræða framhald og fullnustu á samningi sem gerður hefði verið við Bandarikjamenn árið 1974 um aðskilnað á starf- semi herliðsins og innlendri starf- semi. „Mér finnst eðlilegt og sanngjarnt að Bandarikjamenn Ragnar Arnalds. leggi fram sinn skerf til að þessu verði náð. Þvi ættu þeir sem virkilega hafa áhuga á þessum aðskilnaði ekki að vera and- stæðir”, sagði Ólafur. Að þessu leyti væri bygging flugstöðvar- innar sambærileg við byggingu flugturnsins. Ólafur Jóhannesson Algert skilyrði aðskilnaðar Framkvæmdin sjálf yrði hins vegar að öllu leyti islensk sagði utanrikisráðherra og flugstöðin islensk eign sem við þyrftum sjálf að sjá um viðhald á. A nýjustu teikningum sæist að ekki væru nokkur hernaöarmannvirki tengd við hana. „Bygging nýrrar flugstöðvar er algert skilyrði fyrir aðskilnaði farþegaflugs og hernaðarflugs. Það er ekkert skemmtileg aö- koma á flugvöll, að þurfa þar að fara i gegnum herstöð. Með til- komu flugstöðvarinnar yrði her- stöðvarsvæðið hins vegar alger- lega girt af”. Stuðning sinn við tillögu um lánsfjárheimild til flugstöðvar- byggingu á þessu ári byggði Ólafur Jóhannesson á þvi að með samþykkt tillögunnar hefði Al- þingi „sýnt lit” og „vottað vilja sinn og ætlun fyrir að ráðast i þessa framkvæmd”, þó litið yrði gert á þessu ári. Aðrir þingmenn Framsóknarflokksins i efri deild lýstu sig efnislega sammála þvi að ráðist yrði i bygginguna en töldu ástæðulaust að auka við lánsfjárheimildir á þessu ári vegna hennar. Leikfélag Húsavikur: Hallelúja frelsar ekki heiminn en er öllum til skemmtunar Hallelúja Höfundur: Jónas Árnason Leikstj.: Maria Kristjánsdóttir. Mikið var hlegið i leikhúsinu á Húsavik i gær. Þá sýndi Leikfé- lag Húasavikur gamanleikinn Hallelúja, eftir Jónas Árnason. Leikritið er nýdropið af penna höfundarins og hefur leikfélagi Húsavikur hlotnast sá heiður að frumflytja það. Heiðurinn er þó gagnkvæmur. Leikfélag Húsavikur hefur oft sýnt hvers það er megnugt og nú fær- ir það á svið þetta leikrit Jónas- ar Árnasonar með þeim ágæt- um, að höfundurinn, leikararnir og leikstjórinn mega vera stoltir af. Leikhúsgestir fá tækifæri til að skemmta sér konunglega. Leikurinn er gamanleikur, honum er ekki ætlað að frelsa Frúin, eiginkona forsetaefnis, Anna Ragnarsdóttir, kosninga- stjórinn, Ingimundur Jónsson. heiminn, heldur einungis að skemmta fólki. Skopast er að tiltektum manna við að velja sér forseta, annað tveggja hér á íslandi, eða i Bandarikjum Norður-Ameriku, nema að hvortveggja væri. Hvernig Bréfsneffar eru kjörnir kemur ekki fram i þessu leikriti. Leikfélag Húsavikur hefur að þessu sinni tjaldað til flestum af sinum bestu leikurum: Ingi- mundi Jónssyni, Sigurði Hall- marssyni, Guðnýju Þorgeirs- dóttur, önnu Ragnarsdóttur, Hrefnu Jónsdóttur og enn fleir- um. Alls koma 18 leikarar fram i sýningunni. Leikstjórinn, Maria Kristjánsdóttir, hefur náð að fá alla leikarana, til að gera vel og skapa skemmtilega sýningu, án hnökra. Mikilli tæknikúnst og annarri list er beitt við' sviðsetningu og gerð leikmyndar. Sýningin end- P.B. forsetaefni, Sigurður Hallmarsson, Tony, kosningastjóri, Ingimundur Jónsson, Magister Matthildur, Guðný Þorgeirs- dóttir. ar með dálitið sérstæðum hætti, frambjóðandinn og frú hans ganga prúðbúin fram i sviðs- ljósið og þá fá leikhúsgestir það hlutverk að taka þátt i sýning- unni með þvi að hylla þau. Að frumsýningunni lokinni, var leikurum, leikstjóra og höf- undi fagnað með lófataki og blómum. Einar Njálsson er ritstjóri leikskrár, sem fylgir sýning- unni. I henni er m.a. viðtal við Jónas Árnason og getið um Mariu Kristjánsdóttur. Þorm. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.