Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 24
24 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 1980 1985 1990 1995 2000 2005 11,8 11,3 8,3 9,2 „Að þrífa aldrei of vel,“ segir Grímur Atlason, bæjarstjóri Bolungarvíkur spurður um húsráð. „Því þá venjumst við sambúðinni með bakteríum og slíku og verðum þannig mun sterkari á svellinu.“ Hvaðan hann hafi þetta góða húsráð svarar Grímur: „Ég hef þróað þetta með mér. Ég áttaði mig á þessu með tímanum. Kostirnir eru að þá fær maður minna af flensum og svoleiðis og svo er náttúrulega annar kostur að geta verið meira saman.“ GÓÐ HÚSRÁÐ ÞRÍFUR EKKI OF VEL ■ Að þrífa ekki of vel er besta ráðið sem Grímur Atlason, bæjarstjóri Bol- ungarvíkur, getur gefið, því þá verðum við sterkari á svellinu. Orkusparnaðardagurinn verður haldinn á Ítalíu á morgun. Þannig á að vekja athygli almennings á umhverfis- og orkumálum, sporna við hlýnun jarðar og efla þátttöku og aðgerðir í umhverfisvernd. Nokkrar þjóðir nota þessa aðferð til að hvetja stofnanir og heimili til að draga úr orkuneyslu. Eygerður Margrétardóttir hjá Umhverfissviði Reykjavík- urborgar vekur athygli á deginum. ,,Okkur finnst þetta spennandi og ég tel að við ættum að feta í fótspor þeirra,“ segir Eygerður. Enginn slíkur dagur er þó í bígerð hér á landi. Árið 2005 var þessi dagur fyrst haldinn á Ítalíu, en vinsæll útvarpsþáttur þar á landi kom með hugmyndina sem var svo sett í framkvæmd. Síðast þegar orkusparnaðardagurinn var haldinn var slökkt á ljósum sem lýsa upp nokkur helstu minnismerki Ítala. Þúsundir veitingahúsaeigenda kveiktu á kertum og buðu upp á kvöldverði sem krefjast lítillar orku við matreiðslu eins og kemur fram á netsíðu Umhverfissviðs. - áf Ítalir reyna að spara orku á orkusparnaðardegi hinn 15. febrúar: Orka spöruð gegn hlýnun jarðar EYGERÐUR MARGRÉTARDÓTTIR Finnst hugmynd Ítala um orkusparnaðardag góð. ■ Nota sparperur ■ Þíða ísskápa reglulega ■ Ekki setja húsgögn fyrir framan ofna. ■ Ekki láta hleðslutæki vera í sambandi áfram eftir notkun. ■ Slökkva ljós í herbergjum sem enginn er í. ■ Stilla tölvuna á hvíld ef hún stendur ónotuð í tíu mínútur. ■ Of lítið loft í dekkjum eykur eldsneytisneyslu. ■ Vera oftar samferða öðrum í einkabílum. Kynna sér almenningssamgöngur og nota þær meira. Ganga oftar eða hjóla styttri vega- lengdir og hvíla bílinn. SPARNAÐARRÁÐ Útgjöldin > Neysla á eggjum á hvern íbúa, í kílóum talið. Farsímanotanda af yngri kynslóðinni er best borgið hjá SKO, samkvæmt verð- könnun Fréttablaðsins. Mest þarf hann að borga hjá Vodafone og Símanum. Fimmtíu prósenta munur er á hæsta og lægsta verði. SKO býður upp á ódýrustu far- símaþjónustuna fyrir dæmigerð- an notanda af yngri kynslóðinni. Dýrust er þjónustan hjá Vodafone og Símanum. Þetta er niðurstaðan í verðkönnun Fréttablaðsins. Verðskrár hjá fjarskiptafyrir- tækjum geta verið æði flóknar og gert neytendum erfitt um vik að bera saman verð á þjónustu milli fyrirtækja. Til að einfalda saman- burðinn í verðkönnun Fréttablaðs- ins var búinn til ímyndaður far- símanotandi, sem notast jafnt við SMS sem símtöl til að vera í sam- bandi við aðra og er með fyrir- framgreitt frelsiskort í stað hefð- bundins símreiknings. Notandinn hringir úr farsíman- um sínum í tíu mínútur á dag, og er hvert símtal að meðaltali tvær mínútur að lengd. Það gerir sam- tals 150 símtöl á mánuði, þar sem hann talar í 300 mínútur. Fjöldi símtala hefur áhrif á upphafs- gjald, sem er einn af kostnaðar- liðunum. Símtölin skiptast jafnt á milli farsíma og heimasíma; notandinn hringir í 150 mínútur á mánuði í farsíma og 150 mínútur í heima- síma. Símtöl í farsíma skiptast þannig að helmingurinn er í far- síma innan sama kerfis, eða 75 mínútur, og hinn helmingurinn í farsíma utan kerfisins. Af mínút- unum 75 sem eru í farsíma innan kerfis eru 25 þeirra þó í skráða farsímavini. Þess utan sendir notandinn tíu SMS á dag, eða 300 á mánuði. Í verðskrám fjarskiptafyrirtækj- anna er ekki gerður greinarmunur á SMS-sendingum innan og utan kerfis. Miðað við þessa notkun er mán- aðargjaldið lægst hjá SKO, eða 6.241 króna. Næstlægst er það hjá Nova, eða 7.606 krónur. Næst á eftir kemur Síminn með 9.275 krónur, og að lokum Vodafone með 9.459 krónur sem er hæsta verðið. Til að einfalda verðsamanburð- inn var ekki tekið tillit til sértil- boða sem gilda fyrir ákveðna dag- setningu. Aðeins var farið eftir verðskrá fyrirtækjanna miðað við notkun dæmigerðs notanda. Ekki var heldur gerður greinar- munur á símtölum í Nova-farsíma og símtölum í aðra farsíma utan kerfis, en Síminn og Vodafone rukka meira fyrir símtöl í farsíma í Nova-kerfinu. salvar@frettabladid.is Frelsið ódýrast hjá SKO DÆMIGERÐ NOTKUN Viðskiptavinur af yngri kynslóðinni Mínútur á mánuði 300 - Í heimasíma 150 - Í farsíma utan kerfis 75 - Í farsíma innan kerfis 75 - Þar af í farsímavin 25 SMS á mánuði 300 7.606 kr.8.000 6.000 4.000 2.000 0 SÍMINN VODAFONE SKO NOVA ■ Upphafsgjald ■ Símtöl í farsíma innan kerfis ■ Símtöl í farsíma utan kerfis ■ Símtöl í heimasíma ■ SMS VERÐSAMANBURÐUR Á FARSÍMAÞJÓNUSTU Mánaðarlegur kostnaður miðað við dæmigerða notkun 9.275 kr. 9.459 kr. 6.241 kr. HEIMILDIR: VERÐSKRÁR SÍMFYRIRTÆKJANNA ÓHEIMILT ER AÐ VÍSA TIL VERÐKÖNNUNAR FRÉTTABLAÐSINS Í AUGLÝSINGUM NEMA MEÐ LEYFI Af vef Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Bestu kaupin eru án efa íbúðin mín. Við keyptum hana fyrir nokkrum árum þegar markaðurinn átti eftir að hækka allveru- lega en þar að auki tókst mér að draga litlu fjölskylduna mína úr Hlíðunum og aftur í Vesturbæinn þar sem okkur líður afskaplega vel,“ segir Tinni Sveinsson, ritstjóri Húsa og híbýla. „Frá íbúðinni er stutt í skóla og skemmtilegur andi í hverfinu. Það er allt fullt af göngustígum og þótt hverfisbúð- um fari fækkandi eru þær nokkrar eftir þarna og nóg að gera í þeim. Ég átti verulega erfitt með að hugsa um verstu kaupin. Ég hef ekki keypt nein bjánaleg tæki í gegnum tíðina sem ég nota ekki. Tevélina mína fékk ég gefins og get því ekki tiltekið hana og eggjasuðuvélina nota ég þannig að hún telst varla sem slæm kaup. Það dót sem ég kaupi en nota ekki mikið eru annars vegar bækur og hins vegar Play- station-leikir. Ég stenst mjög sjaldan mátið þegar ég sé girnilega bók en hún fer bara í staflann, sem fer því ört stækkandi. Um leikina er því þannig farið að þar sem ég er nú gamall tölvuleikjahundur reyni ég að fá börnin mín í lið með mér. Ég kippi því oft ódýrum leikjum með heim og fæ þau með í leikjastund en þær enda því miður yfirleitt þannig að þau segja bara kurteislega: „Pabbi minn, halt þú bara áfram að leika þér“ og skilja mig einan eftir við tölvuna.“ NEYTANDINN: TINNI SVEINSSON, RITSTJÓRI HÚSA OG HÍBÝLA Eggjasuðutækið kemur í góðar þarfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.