Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 22
 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR 19 Karlar Konur 68 nám, fróðleikur og vísindi Kjarni málsins > Fjöldi framhaldsskólanema sem lærðu ítölsku skólaárið 2006 til 2007. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Íslenskunemar halda Mímisþing, málþing í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna, laugardaginn 16. febrúar. Mál- þingið verður haldið á 4. hæð JL-hússins við Hringbraut. Dagskrá stendur frá klukkan 12.00 til 18.00, með tveimur hléum, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og kaffi. Meðal þess sem verður í boði er erindi Sigrúnar Amm- endrup um flámæli á 19. öld. Heimir Freyr Viðarsson mun velta upp þeirri spurningu hvort þágufallssýki hafi einnig verið að finna í forníslensku og Ásta Sigurjónsdóttir fjallar um samspil sögumanns, lesenda og Sturlu í skáldsögunni Sendiherrann eftir Braga Ólafsson. Fundar- stjóri er Kristín Þóra Pét- ursdóttir. ■ Málþing Íslenskunemar halda Mímisþing Ný rannsókn sýnir að kennarar af erlendum upp- runa hafa jákvæð viðhorf til skólans. Áhyggjur af íslenskuframburði geta valdið streitu. Kennararnir geta einangrast og sam- skipti milli kennara verið yfirborðskennd og slitrótt. Upplifun flestra grunnskólakenn- ara af erlendum uppruna af íslenskri skólamenningu er jákvæð við fyrstu kynni. En hinir, sem í byrjun höfðu neikvæða upp- lifun af starfinu, geta síðar upplif- að einangrun í starfi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem Björk Helle Lassen, kennari við Ingunnarskóla í Reykjavík, hefur gert. Björk kynnti rannsókn sína á fyrirlestri í Kennaraháskóla Íslands í gær og fjallaði þá um reynslu og upplifun kennara af erlendum uppruna af því að starfa í grunnskólum á Íslandi. Björk tók viðtöl við 84 grunnskólakenn- ara af erlendum uppruna á árun- um 2005-2006 og fylgdi síðan eftir persónulegum frásögnum 29 kennara. „Segja má að fyrstu erfiðleikar í starfi hafi verið tungumálið en það var einstaklingsbundið hve fljótt kennararnir náðu tökum á því. Það var hins vegar erfitt að rekja einangrun í starfi eða vönt- un á félagsskap utan vinnunnar til áhrifa af fyrstu kynnum. Þetta bar lítið á góma. Það var frekar að munur milli tungumála hefði meiri áhrif á kennarana og dæmi voru um streitu vegna framburðar,“ segir Björk. Lítið var minnst á samstarf innan skólans umfram hefðbundna verkaskiptingu. „Kennararnir töldu sig njóta faglegs sjálfstæðis en þeir söknuðu meiri samvinnu milli kennara og að meiri virðing væri borin fyrir starfinu. Sérstak- lega var talað um að meiri faglega umræðu milli kennara vantaði og að samskipti þeirra væru yfir- borðskennd og slitrótt. Sumir kennaranna upplifðu einangrun og jafnvel að þeir væru misskildir. Þrátt fyrir það höfðu allir jákvætt viðhorf til íslensks skóla samfélags, töldu það opið og bjóða upp á tæki- færi til að bæta og þróa.“ Flestir kennaranna höfðu reynslu af kennslu barna af erlendum uppruna en sumir höfðu efasemdir um getu skólasamfé- lagsins til að sinna þörfum þeirra. „Þeir lögðu áherslu á móður- málskennslu erlendu barnanna samhliða íslenskukennslu og sumir töldu blöndun í bekk vera betri kost en sérkennslu. Kennar- arnir töldu erlend áhrif jákvæð fyrir íslenskt samfélag en sumir höfðu áhyggjur af því að þau gætu leitt til stéttaskiptingar,“ segir Björk. ghs@frettabladid.is Streita vegna framburðar SÖKNUÐU MEIRI SAMVINNU Björk Helle Lassen kennari kynnti niðurstöður viðtals- rannsóknar sinnar í gær. Hún segir að grunnskólakennararnir, sem hún talaði við, hefðu talið sig njóta faglegs sjálfstæðis en saknað meiri samvinnu milli kennara og að meiri virðing væri borin fyrir starfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR „Það er veikleikamerki ef íslensk- an er að verða ónothæf í vísinda- samfélaginu á Íslandi,“ segir Har- aldur Bernharðsson málfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar. Hann er einn frummælenda á málþingi Íslenskrar málnefndar sem haldið verður á morgun, föstudag, þar sem fjallað verður um stöðu íslenskunnar í vísinda- samfélaginu. „Framtíð og staða tungumáls ræðst ekki af fjölda þeirra sem tala málið, heldur að tungumálið sé notað á öllum sviðum samfé- lagsins,“ segir Haraldur og telur vísindasamfélagið vera þar mikil- vægt svið. Sem dæmi nefnir Haraldur að skrif fræðimanna séu minna metin í vinnumatskerfi Háskóla Íslands, séu þau skrifuð á íslensku. Þá þurfi að huga að því þegar verið sé að bjóða upp á kennslu á ensku. „Þar er Háskólinn á Bifröst að stíga nýtt skref með því að bjóða upp á námsbraut á ensku,“ segir Haraldur. „Það er ákveðinn skilningur á því að íslenskir háskólar séu að laða að sér erlenda sérfræðinga og erlenda nemend- ur, en hið sjálfgefna svar virðist að kenna þá á ensku. Það er ekki hugað að því að erlendir nemendur eða sérfræðingar hafi áhuga á því að læra íslensku.“ Hann bendir meðal annars á að þegar erlendir sérfræðingar komi hingað til starfa, verði vinnumálið enska, en sérfræðingunum sé ekki mark- visst boðið upp á að læra íslensku. „Ef Háskóli Íslands ætlar sér að verða alþjóðlegur háskóli, þarf að taka íslenskuna með í þeirri útrás,“ segir Haraldur. Málþingið verður haldið í stofu 101 í Háskólatorgi Háskóla Íslands og stendur frá klukkan 14.00 til 17.00. - ss Málnotkun í íslenskum fræðum og vísindum: Veikleikamerki að nota ekki íslensku HARALDUR BERNHARÐSSON Segir mikilvægt að íslenska sé notuð á öllum sviðum, líka í vísindasamfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.