Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 88
52 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hefur bundið enda á vangaveltur um framtíð sína með því að fram- lengja samning sinn við sænska félagið Sävehof. Núverandi samningur Hreiðars við félagið átti að renna út í sumar en hann hefur nú skrifað undir nýjan og betri árs samning við félagið. „Það er mjög gott að vera búinn að ganga frá þessum málum og geta horft til framtíðar,“ sagði Hreiðar við Frétta- blaðið í gær en hann hefur farið á kostum með Säve- hof í vetur og fær því eðlilega betri samning en hann var með. „Ég er mjög sáttur við nýja samninginn og það er einhver hækkun. Svo á ég að fá stærri íbúð og bíl og eitthvað. Ég get ekki kvartað.“ Hreiðar hefur undanfarnar vikur verið orðaður við félög í Þýskalandi en af því verður ekki að þessu sinni að hann fari þangað. „Það voru nokkur lið í Þýskalandi sem og í Danmörku sem sýndu áhuga en aldrei neinar alvöru viðræður. Ég held líka að það sé gott fyrir mig að taka eitt ár áfram í Svíþjóð þar sem ég fæ að spila reglulega og held þá vonandi áfram að bæta mig. Eg fram- lengdi aðeins um eitt ár þar sem ég vil skoða þann mögu- leika að fara hugsanlega yfir til Þýskalands eftir næsta vetur,“ sagði Hreiðar, sem telur sig hafa valið rétt er hann ákvað að fara til Sävehof. „Já, ég er ekki frá því. Hér hef ég fengið mikið að spila og um leið tækifæri til þess að bæta mig sem markmann. Ég tel mig geta gert enn betur og því nauðsynlegt að spila áfram næsta vetur í stað þess að taka áhættuna á að lenda á bekknum í Þýskalandi. Þess utan verður næsta tímabil mjög spennandi enda komum við til með að halda sama liði og eflaust bæta eitthvað við okkur. Við ættum því að geta gert harða atlögu að titlinum,“ sagði Hreiðar en Sävehof er í þriðja sæti sænsku deildarinnar sem stendur. Liðin fyrir ofan Sävehof eru Hammarby og Ystad en Sävehof hefur gengið vel með þau í vetur og gæti gert góða hluti í úrslitakeppninni. HREIÐAR LEVÝ GUÐMUNDSSON: BÚINN AÐ FRAMLENGJA SAMNING SINN VIÐ SÆNSKA FÉLAGIÐ SÄVEHOF Hreiðar tekur eitt ár í viðbót í Svíþjóð FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið vann öruggan 2-0 sigur á Pól- landi í fyrsta leik sínum á Algarve Cup í Portúgal í gær. Dóra Stef- ánsdóttir og Margrét Lára Viðars- dóttir gerðu mörkin í seinni hálf- leik. Dóra skoraði fyrra markið með þrumuskoti á 58. mínútu eftir sendingu Margrétar og Margrét Lára skoraði síðan seinna markið á 81. mínútu eftir að hafa sloppið ein í gegn. Margrét Lára skoraði þarna í fimmta landsleiknum í röð og varð jafnframt fyrsti A-lands- liðsleikmaður Íslands til þess að skora þrjátíu mörk fyrir landslið- ið. „Þetta er fín byrjun en stelpurn- ar voru svolítið værukærar í fyrri hálfleik og ekki að finna taktinn. Ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn þar sem við náðum að setja tvö mörk og það er mjög jákvætt að halda hreinu,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson lands- liðsþjálfari. Hann gaf ungum stelpum strax tækifæri í hálfleik og þær Rakel Hönnudóttir og Sara Björk Gunn- arsdóttir áttu sinn þátt í að rífa upp leik íslenska liðsins í seini hálfleik. „Við gáfum leikmönnum tæki- færi strax í hálfleik og Sara Björk og Rakel komu þá inn og stóðu sig mjög vel. Seinni hálfleikurinn var miklu betri en sá fyrri, sem er kannski eðlilegt því þetta var fyrsti grasleikurinn og leikmenn því aðeins ryðgaðir,“ segir Sigurð- ur. Guðbjörg Gunnarsdóttir lék þarna sinn fyrsta leik í íslenska markinu síðan hún tók við stöðu Þóru Bjargar Helgadóttur sem aðalmarkvörður liðsins. „Guðbjörg greip mjög vel inn í, kláraði það sem hún þurfti að gera og átti fínan leik,“ sagði Sigurður og bætti við: „Við höfum ekki enn fengið á okkur mark í opnum leik í Evrópukeppninni. Það segir okkur að vörnin okkar sé mjög sterk.” Fram undan er leikur gegn Írlandi á morgun. „Írska liðið er sterkt, við gerðum 1-1 jafntefli við þær í fyrra í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Þær eru með vaxandi lið og ég á von á hörkuleik á föstudaginn. Mótið mun nýtast okkur mjög vel. Við ætlum aðeins að breyta hlutum fyrir næsta leik og prófa okkur áfram. Það er gott að hafa svona stutt á milli leikjanna því það eru sex mánuðir síðan við spiluðum síðast,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. - óój Íslenska kvennalandsliðið vann 2-0 sigur á Póllandi í fyrsta leik sínum á Algarve Cup í Portúgal í gær: Stelpurnar komust í gang í síðari hálfleik MARKASKORARARNIR Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir skoruðu mörk- in gegn Póllandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Meistaradeild Evrópu: Real Madrid-Roma 1-2 0-1 Rodrigo Taddei (73.), 1-1 Raul (75.), 1-2 Mirko Vucinic (90.+2). Chelsea-Olympiacos 3-0 1-0 Michael Ballack (5.), 2-0 Frank Lampard, 3-0 Salomon Kalou (48.). Porto-Schalke 1-4 í vítum (1-0) 1-0 Lisandro (86.) Enska úrvalsdeildin: Liverpool-West Ham 4-0 1-0 Fernando Torres (8.), 2-0 Fernando Torres (60.), 3-0 Fernando Torres (81.), 4-0 Steven Gerrard (83.). Iceland Express-deild kvk: KR-Keflavík 59-90 Stig KR: Candace Futrell 23, Hildur Sigurðar- dóttir 8, Sigrún Ámundadóttir 8, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 6, Helga Einarsdóttir 5, Lilja Oddsdóttir 3. Stig Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsdóttir 19, Susanne Biemer 17, Rannveig Randversdóttir 11, Margrét Sturludóttir 11, Birna Valgarðsdóttir 10, TaKesha Watson 7, Hrönn Þorgrímsdóttir 6, Hall- dóra Andrésdóttir 5, Ingibjörg Vilbergsdóttir 4. Haukar-Grindavík 87-73 Stig Hauka: Victoria Crawford 42 (10 frák., 5 stoðs.), Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Ragna Mar- grét Brynjarsdóttir 10, Telma Björk Fjalarsdóttir 7 (9 frák.), Hanna Hálfdanardóttir 6, Unnur Tara Jónsdóttir 4, Kristín Fjóla Reynisdóttir 3, Bára Fanney Hálfdanardóttir 2. Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 21 (10 frák.), Joanna Skiba 18 (9 stoðs.), Petrúnella Skúladóttir 17 (5 þristar), Jovana Lilja Stefánsdóttir 8, Helga Hallgrímsdóttir 4, Ólöf Helga Pálsdóttir 3, Ingi- björg Jakobsdóttir 2. Hamar-Valur 81-66 ÚRSLIT ÓLYMPÍULEIKAR Kínverjar hafa ekki í hyggju að veita frægustu íþróttamönnunum, á komandi Ólympíuleikum í Peking í haust, einhverja sérmeðferð í Ólympíu- þorpinu. Málið hefur verið tekið upp í fjölmiðlum í kjölfar þess að Roger Federer efaðist um að hann gæti búið með löndum sínum frá Sviss. Federer kvartaði mikið yfir öllu því ónæði sem hann varð fyrir í Aþenu fyrir fjórum árum. „Í Ólympíuþorpinu eru allir jafnir og það sama gildir um alla,“ sagði Yu Debin, yfirmaður Ólympíu- þorpsins. Nýkjörinn besti knattspyrnu- maður heims, Kaká, mun spila með Brasilíu á leikunum og mun búa í Ólympíuþorpinu og þeir eru fleiri sem verða ekki bara undir smásjánni í sjálfri keppninni heldur einnig hjá „minna“ þekktum íþróttamönnum í Ólymp- íuþorpinu. - óój Ólympíuþorpið í Peking: Frægir fá enga sérmeðferð > Sigrar hjá Flensburg og Gummersbach Flensburg vann verulega góðan sigur á útivelli, 24-28, gegn Lemgo í gær í þýsku deildinni. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í leikn- um og Logi Geirsson þrjú fyrir Lemgo. Flensburg er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Kiel. Gummers- bach lagði svo Montpellier í Meistaradeildinni, 30-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson tvö. Gum- mersbach er jafnt Ciudad Real á toppi riðilsins en hefur leikið einum leik meira. KÖRFUBOLTI Keflavík tryggði sér deildarmeistaratitilinn með glæsibrag þegar liðið vann 31 stigs stórsigur á KR, 90-69, í DHL-Höllinni í gærkvöldi. Keflavíkurliðið er greinilega að koma upp á réttum tíma því í leiknum á undan vann liðið 48 stiga sigur á Haukum í Keflavík. KR var eina liðið sem átti möguleika á að ná Keflavík en KR-stúlkur geta nú einbeitt sér að úrslitaleiknum um 2. sætið við Grindavík í lokaumferðinni. Pálína Gunnlaugsdóttir sem var að verða deildarmeistari þriðja árið í röð átti mjög góðan leik í liði Keflavík en annars var það góður varnarleikur, jöfn stigas- korun og góð liðsheild sem lagði grunn að frábærum sigri. Það skipti ekki máli að Kesha Watson skoraði aðeins 7 stig í leiknum ekki síst þar sem Susanne Biemer og Rannveig Randversdóttir voru mjög sterkar í fyrri hálfleik. Candace Futrell skoraði 19 stig í fyrri hálfleik og hélt KR inn í leiknum á stórum stundum en skorti úthald til að klára leikinn af sama krafti. Haukar unnu á sama tíma 14 stig sigur á Grindavík, 87- 73, þar sem Victoria Crawford var með 42 stig, 10 fráköst og 5 stoðsend- ingar í sínum fyrsta leik og Haukaliðið vann öruggan sigur á bikarmeist- urunum. - óój Iceland Express-deild kvenna: Keflavík deild- armeistari FÓTBOLTI Chelsea, Roma og Schalke tryggðu sér sæti í átta liða úrslit- um Meistaradeildar Evrópu í gær. Þar með hafa sjö lið tryggt sér þáttökuseðil á meðal þeirra átta bestu en Liverpool og Inter bítast um lokafarseðilinn á Ítalíu þann ellefta þessa mánaðar. Leik Real Madrid og Roma á Santiago Bernabeau var beðið með talsverðri eftirvæntingu. Roma vann fyrri leikinn frekar óvænt, 2- 1, og spurning hvernig Rómverj- um myndi reiða af í gryfjunni á Santiago Bernabeau í Madrid gegn geysisterku liði Real. Það er skemmst frá því að segja að Rómverjar héldu sínu og rúm- lega það. Fyrri hálfleikur var frek- ar tíðindalítill og markalaust í leikhléi. Fjörið byrjaði af alvöru er 20 mínútur lifðu leiks. Þá fékk Pepe, leikmaður Real Madrid, sitt annað gula spjald og þar með það rauða. Rómverjar voru fljótir að nýta sér liðsmuninn og tóku forystuna tveim mínútum síðar með marki Taddei og Real í vondum málum. Heimamenn gáfust ekki upp og Raul jafnaði leikinn tveim mínút- um eftir mark Taddeis. Síðustu 15 mínútur leiksins voru fjörugar, Real sótti af kappi en gáf færi á sér í vörninni. Það nýtti Mirko Vucinic sér til fullnustu í uppbótartíma er hann skoraði sigurmark Roma í leikn- um. Magnað afrek hjá Rómverj- um. Eins og búist var við lenti Chel- sea ekki í neinum vandræðum með Olympiacos á Brúnni. Ball- ack kom þeim yfir eftir 5 mínútur og Ballack kláraði rimmuna með öðru marki á 25. mínútu. Kalou bætti marki við í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Porto varð að vinna upp 1-0 tap gegn Schalke á heimavelli í gær og það gerði Lisandro á 86. mínútu þó svo Porto væri manni færri eftir að hafa missti Fucile af velli átta mínútum fyrir leikslok. Það varð því að framlengja rimmuna. Dauðþreyttir heimamenn gáfu sig alla í þær mínútur sem voru eftir og náðu að knýja fram víta- spyrnukeppni. Þar var Manuel Neuer, mark- vörður Schalke, hetjan er hann varði tvö víti á meðan Schalke skoraði úr öllum sínum spyrnum. henry@frettabladid.is Roma sló út Real Madrid Roma kom skemmtilega á óvart í Meistaradeildinni í gær með því að slá Spán- armeistara Real Madrid úr keppninni með sigri á Santiago Bernabeau. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiacos. Dramatík var hjá Porto og Schalke. GLEÐI Rodrigo Taddei fagnar hér marki sínu gegn Real Madrid innilega ásamt félaga sínum Juan. Roma er komið í átta liða úrslit keppninnar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.