Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 6

Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 6
6 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR VIRKJANAMÁL „Við gerum ráð fyrir því að hún liggi fyrir eftir svona hálfan mánuð,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, um skýrslu um áhættumat vegna virkjana í Neðri- Þjórsá. Niðurstöður áhættumatsins voru hins vegar kynntar í Flóa- hreppi fyrir rúmum fimm mánuð- um. Niðurstaða þess var að bygg- ing mannvirkja leiddi ekki til aukinnar hættu á svæðinu. „Það orkar tvímælis að nú, tæpu hálfu ári eftir að niðurstöðurnar eru kynntar, er enn verið að vinna vinnuna sem þær byggja á,“ segir Jón Árni Vignisson, bóndi í Skálm- holti. „Þótt búið sé að reikna og niður- stöður liggi fyrir er heilmikil úrvinnsluvinna eftir, til dæmis að gera grein fyrir fræðilegum for- sendum, aðferðum og slíku,“ segir Dóra Hjálmarsdóttir, verkfræð- ingur hjá VST, sem vann áhættu- matið. „Hafa þarf í huga að áhættu- matið er unnið fyrir allar virkjan- irnar þrjár í Neðri-Þjórsá,“ segir Þorsteinn Hilmarsson. Hann segir að það hafi verið að ósk Flóa- hrepps sem ákveðið var að kynna hreppsbúum niðurstöður áhættu- mats vegna Urriðafossvirkjunar svo snemma. „Við töldum að í kynningunni lægju fyrir fullnægjandi gögn til þess að taka ákvörðun um að virkj- unin færi á aðalskipulagið og sáum enga ástæðu til að efast um þau,“ segir Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, spurð hvort forsendur og rannsóknir áhættumatsins hafi legið fyrir þegar ákvörðun sveitarfélagsins var tekin. - ingimarkarl@frettabladid.is Skýrslu um hættumat Þjórsárvirkjana ólokið Gagnrýnt er að hálft ár sé liðið frá því niðurstöður áhættumats vegna Urriða- fossvirkjunar voru kynntar, en engin skýrsla komin. Eðlilegt, segir skýrsluhöf- undur. Flóahreppur krafðist þess að niðurstöður yrðu kynntar snemma. VIRKJUNARÁFORMUM MÓTMÆLT Gagnrýnt er að skýrsla um áhættumat vegna Þjórsárvirkjana liggi ekki fyrir þótt niðurstöður hafi verið kynntar vegna Urriðafoss fyrir næstum hálfu ári. MYND/SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON Zsuzsanna heiðruð Ungverski píanóleikarinn Zsuzsanna Budai hefur fengið heiðursviðurkenn- ingu Menningarsjóðs Borgarbyggðar fyrir árið 2008. Zsuzsanna flutti til Íslands árið 1991 og í Borgarnes 1997. Hún er sögð hafa fært andrúmsloft ríkrar tónlistarmenningar Mið-Evrópu með sér til Íslands. BORGARBYGGÐ Úthafskarfaveiði óbreytt Íslenskum skipum verður heimilt að veiða alls 21.083 tonn af úthafskarfa árið 2008 og er það sama heildaraflamark og í fyrra. Reglugerð þessa efnis hefur verið gefin út og er sett á grunni samkomulags fiskveiðiríkja um stjórnun veiðanna. SJÁVARÚTVEGUR INNFLYTJENDAMÁL Jóhanna Sigurð- ardóttir, félags- og trygginga- málaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefn- um innflytjenda. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Jóhanna fól innflytjendaráði að semja framkvæmdaáætlunina í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og samþykkta stefnu um aðlögun innflytjenda. Meðal helstu verkefna áætlun- arinnar er að samin verði löggjöf um aðlögun innflytjenda, að inn- flytjendur njóti sömu kjara, rétt- inda og vinnuverndar og aðrir, upplýsingaöflun, rannsóknir um innflytjendamál og miðlun upp- lýsinga til innflytjenda verði efld, skráningar dvalar- og atvinnu- leyfa verði einfaldaðar og sam- ræmdar og að réttur til túlkaþjón- ustu verði skýrður. Fyrirmyndir að móttökuáætl- unum sveitarfélaga verða samd- ar og hlutverk ríkis og sveitarfé- laga í málaflokknum skýrð, mat og viðurkenning á erlendri starfs- menntun og námi verður einfald- að, efnt verður til átaks gegn for- dómum og mismunun og íslenskukennsla og samfélags- fræðsla verður efld. Framkvæmdaáætlunin verður endurskoðuð að tveimur árum liðnum í kjölfar skýrslu um árangurinn og að þá verði ný áætlun til fjögurra ára lögð fyrir Alþingi. - ghs Félags- og tryggingamálaráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar: Framkvæmdaáætlun í mál- efnum innflytjenda tilbúin SAMÞYKKT AF RÍKISSTJÓRNINNI Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamála- ráðherra, hefur lagt fram tillögu um framkvæmdaáætlun sem samþykkt er af ríkisstjórninni. SVÍÞJÓÐ Leit stendur yfir í sænska bænum Stjärnsund að tíu ára stúlku sem hvarf sporlaust á laugardag á leið sinni heim af fótboltavelli. Stúlkan var á reiðhjóli sem fannst síðar í vegarkanti um hálfan kílómetra fá heimili hennar. Samkvæmt dagblaðinu Dagens Nyheter leikur grunur á að stúlkunni hafi verið rænt. Faðir hennar er búsettur á Spáni og hafði Interpol hafið leit að honum í gær. Lögreglan í Stjärnsund tók þó fram að faðirinn væri ekki grunaður um aðild að hvarfi stúlkunnar. -vþ Mannshvarf í Svíþjóð: Tíu ára stúlka hvarf sporlaustBANDARÍKIN, AP Lögregla í Texas-fylki fór í gær inn í búgarð sértrúarsafnaðar og fjarlægði þaðan tæplega tvö hundruð konur og börn. Rökstuddur grunur hafði vaknað um að innan safnaðarins tíðkaðist að gifta barnungar stúlkur fullorðnum karlmönnum. Lögreglunni höfðu borist ábendingar um að sextán ára stúlka hefði verið beitt kynferðis- legu ofbeldi á búgarðinum. Talið er að hún hafi verið gift fimmtugum manni og að hún hafi eignast barn fimmtán ára gömul. Samkvæmt lögum Texas- fylkis mega stúlkur undir sextán ára aldri ekki ganga í hjónaband, jafnvel þótt þær hafi samþykki foreldra sinna. Söfnuðurinn nefnist Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og klofnaði út frá mormónatrú fyrir rúmri öld. Ein af meginkenningum safnaðar- ins er sú að karlmenn verði að taka sér hið minnsta þrjár eiginkonur til þess að komast til himnaríkis. Leiðtogi safnaðarins, Warren Jeffs, situr í fangelsi eftir að hann var dæmdur fyrir aðild að nauðgun 14 ára stúlku. - vþ Bandarískur sértrúarsöfnuður: Um 200 konur og börn flutt á brott MEÐLIMIR SÉRTRÚARSAFNAÐARINS Lögregla fylgist með þegar safnaðarmeðlimir yfirgefa búgarðinn í Texas. Er kominn vorhugur í þig? Já 78,7% Nei 21,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú tekið lán í erlendri mynt? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.