Tíminn - 28.11.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.11.1981, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. nóvember 1981 15 Guðbjörn Sigurjónsson frá Króki Safamýri 93, Reykjavík f. 17.9.1896 d. 21.11.1981 t dag er til moldar borinn frá Selfosskirkju Guðbjörn Sigur- jónsson Safamýri 93 i Reykjavik. ÞóttleiðirokkarGuðbjörns hafi ekki legið saman fyrr en fyrir fá- um árum, var maöurinn slikur og vinátta hans i m inn garð svo mik- il að ég get ekki látið hjá h'ða að minnast hans og heimilis hans nokkrum orðum þegar leiðir skilja. Guðbjörn fæddist 17. september 1896 í tjaldi úti á túni á bænum Sölvholti við Selfoss. Jarð- skjálftarnir miklu á Suðurlandi höfðu þá nýgengið yfir og fólk þorði ekki að vera innan dyra. 1 jarðskjálftunum létust hjónin á bænum Selfossi og Guðrún og Ambjörn þegar þau urðu undir baðstofuþekjunni þegar hún hrundi og var Guðbjörn látinn heita eftir þeim. GiAbjörn var sonur hjónanna Sigurjóns Steinþórssonar og Þor- bjargar Einarsdóttur. Auk Guð- björns eignuðust þau eina dóttur sem nú er látin. Sigurjón og Þor- björg bjuggu lengst af i' Króki i Hraungerðishreppi, þar ólst Guð- björn upp og þar hóf hann sinn búskap. 17. júli 1921 kvæntist Guðbjörn eftirlifandi konu sinni Margréti Ingibjörgu Gissurardóttur frá Byggðarhorni i Sarídvikurhreppi f. 26. júli 1897, dóttir hjónanna þar Gissurar Gunnarssonar og Ingi- bjargar Siguröardóttur. Þau Margrét og Guöbjörn hófu sinn búskap á Króki en fljótlega keyptu þau jörðina Jórvik i Sand- vikurhreppi. Sú jörð var i mikilli niðumiðslu og lá mikið verk fyrir höndum ef þar átti að búa góðu búi. Hafist var handa af fullum krafti en margt fer ööruvisi en ætlað er. Þau höfðu nýlokið við að byggja upp jörðina, þegar Guð- bjöm fór að kenna sjUkdöms og þoldi ekki erfiðisvinnu. Þau uröu þvi að selja jöröina og flytja á Selfoss. Siðar náði Guðbjörn full- um bata af þessum sjúkdómi á undraverðan hátt, þegar hann var orðinn svo langt leiddur að hann gat ekki lengur stundaö al- menna vinnu, en það er ekki ætlun mín aö segja þá sögu hér. A Selfossi byggðu þau Margrét og Guöbjörn af stórhug og myndar- skap húsið að Austurvegi 36, sem nú er dagvistunarheimili bæjar- ins. Hvorugt lá á liði sinu, hann við bygginguna en hún við ' saumaskap. Margrét byrjaði sem unglingur að fást við að sauma is- lenska búninga. Það hefur hún gert siðan af þeirri snilld að landsþekkter, hvort heldur umer að ræða peysuföt, upphlut, skaut- búning eða möttul. Til Reykjavikur fluttu þau hjón siðan um 1960 og hafa búið þar siðan í Safamýri 93. A Selfossi fór Guðbjörn að vinna viö mUrverk og eftir að hann flutti til Reykja- vikur vann hann við þau störf hjá Mjólkursamsölunni þar til hann varð að hætta vegna gldurs- marka. Það var Guðbimi ekki að skapi né likt hans venju að sitja með hendur i'skauti og vegna vin- skapar fékk hann vinnu i Stálvik h/f i Garðabæ þar sem hann gat fengið að haga sinni viiinu eftir þörfum og getu. Margrétog Guðbjörn eignuöust tvö börn, Sigrúnu og Sigurjón. Sigrún er bUsett i Reykjavik. Maður hennar Valdimar Karl Þorsteinsson lést fyrir aldur fram nú I haust. Sigurjón er kvæntur Gunnlaugu Jónsdóttur, bUsettur i Njarðvik. Auk þeirra systkina ólu þau Margrét og Guðbjörn upp tvær fósturdætur, Rögnu Pálsdóttur gifta Gunnari Ingvarssyni, búsett i Mosfellssveit og Guðrúnu Guð- mundsdóttur gifta Sigurði Jóns- syni búsett i Asgerði Hruna- mannahreppi. Barna- og barna- barnabörnin eru orðin mörg og hafa oftkomið i heimsókn i Safa- mýrina. Ég kynntist þeim hjónum fyrir rúmum 10 árum siðan, þegar ég kom til Reykjavikur til náms og fékk leigt herbergi hjá þeim. Ekki græddu þau mikið á leigjandan- um, þvi fljótlega gerðist hann heimaalningur og þáði bæði mat og drykk af húsráðenda hálfu eins og heimaalninga er siður. Og gott var að fá að horfa á sjónvarp eða fylgjast með Margrétivið sauma og spjalla við Guöbjörn um liðna daga eða atburði liðandi stundar. Þau tóku mérstrax sem einum Ur fjölskyldunni og þótt námi lyki og ég flytti úr herberginu hef ég ásamt fjölskyldu minni alltaf verið velkominn til þeirra og þar hef ég hagaö mér eins og heima hjá mér. ófáar flatkökusneiðarn- ar, pönnukökurnar eða sUpudisk- ana hef ég þegið Ur eldhúsi þeirra hjóna ogþess eins krafist af mér að ég stæði ekki svangur upp frá borðum.Þeir sem til þekkja, vita að hér er ekkert ofsagt. HeimQið þeirra eins og ég þekkti það var einstakt rausnarheimili, þar voru allir velkomnir, þar rikti á allan hátt sá hugsunarháttur að sælla er að gefa en þiggja. Þótt Guð- björn sé nú fallinn frá og ekki lengur til að spjalla við gesti, heldur Margrét enn heimili og þar munu áfram rikja sömu gæðin og fyrir voru. Fyrirum árisiðan fór Guðbjöm að kenna þess sjúkdóms sem aö lokum dró hann til dauða. Um siðustu jól þegar ég heimsótti þau sagðist hann ekki hafa komið þvi i verk að skreyta jólatréð. ,,Ég held að það boði aö við hjónin eig- um ekki eftir að halda fleiri jól saman”sagði hann. Þarreyndist hann sannspár eins og svo oft fyrr. 1 byrjun mai lagðist hann inn á sjUkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Aður haföi hann veriö heima og notið þar ein- stakrar umönnunar konu sinnar sem siðan heimsótti hann hvern dag á spitalann. Margrét sýndi i veikindum manns sins sitt mikla þrek og persónuleika sem að- dáunarverður er. Guöbjörn var hægur i fasi og fjarri honum aö skipta sér af hög- um annarra, en trygglyndur og vinafastur. Hann var skarp- greindur og langminnugur og taldi sig m.a. muna örugglega eftir atviki frá þvi aö hann var tveggja ára. Ósjaldan fræddi hann mig um tíðarfar og bU- skaparhætti fyrri ára eða hann sagöi mér frá stjórnmálaum- ræðum og kosningabaráttu liöinna daga. Hann fylgdist vel meö allri þjóömálaumræðu og hafði á þeim ákveönar skoðanir. Guðbjörn las mikið og hafði yndi af þjóðlegum fróðleik hvort heldur það væru sagnaþættir, ævisögur, kveðskapur eða gátur. Hann var mikið náttúrubarn og ég held að hann hafi alltaf saknað sveitarlifsins. Ahugi hans á skepnum og allt sem að hirðingu þeirra laut var honum hugleikið. Fram á siðasta dag fylgdist hann með veðri og vildi fá fréttir af sauðburði og heyskap,göngum og réttum. 1 veikindum sinum sýndi hann staka ró og æðraðist ekki. Andlegri heilsu hans hrakaði aldrei og hann gerði sér fulla grein fyrir þvi aö hverju dró. Ég vil þakka honum samveruna og vináttuna. Hann gaf mér margt það sem ég annars hefði ekki fengiö og ég er maður að meiri eftir okkar kynni. — Hvil þU kæri vinur í guðs friði. Ég og min fjölskylda vottum öllum ættingjum Guðbjöms okk- ar dýpstu samUÖ. Margrét min, þinn ermissirinnsárasturen eftir lifir minningin um góðan eigin- mann. Megi góður guð gefa þér styrk í sorginni. Niels Ami Lund t 28. nóvember veröur Guðbjörn Sigurjónsson jarösunginn frá Sel- fosskirkju. Kynni okkar voru ekki löng aðeins einn áratugur, þaö er ekki mikið af heilli mannsæfi en þaö var ánægjulegur timi og lær- dómsrikur, svo heilsteypt og for- dómalaust voru þau bæöi gagn- vart lifinu. Ég var þá viö nám i þjóðbúningasaum hjá konu hans Margréti Gissurardóttur, einni af færustu saumakonum okkar islendinga á þvi sviöi. Guðbjörn var fæddur í Sölva- holti i Hrunamannahreppi jarö- skjálftaárið mikla. Þá höföu bæjarhUs viöa hruniö, fólk og fén- aöur orðiö undir og látiö lifið. Mannfólkið haföist þvi við aö mestu i tjöldum um nætur. For- eldrar Guöbjörns.Sigurjón Stein- þórsson og Þorbjörg Einarsdóttir höföu veriö á prestsetrinu Stóra- Hrauni þar sem að Sigurjón var ráðsmaöur hjá prestinum Ólafi Helgasyni.er skipaöur hafði verið kennari heyrnardaufra og mál- lausra 20.8. 1891. Jarðskjálftarnir urðu meðal annars til þess aö miklum óhug slóá fólk og þaö var hvergi óhult innan dyra. Þorbjörg Einarsdótt- irflUöi þviheim til foreldra sinna aöSölvaholtiogólþar fyrsta barn sitt i tjaldi á þessum köldu haust- dögum. Það var drengur og hlaut hann nafniö Guöbjörn eftir hjón- unum Guörúnu og Ambimi sem höfðu búið á bænum Selfossi og látiö bæði li'fiö þegar aö bæjar- húsin hrundu yfir þau. Vorið eftir flutti Guöbjörn meö foreldrum sinum að Lambastöö- um og siðar að Króki i Hraun- geröishreppi þarsem hann ólst upp viö ástriki foreldra sinna og systur, er bar nafnið SigrUn en er nú látin. Guðbjörn naut aöeins farskóla kennsluiæsku. Hann var flokkstarf Aðalfundur framsóknarfélags Njarðvikur verður haidinn i framsóknarhúsinu i Keflavik laugardaginn 28. nóv. 1981 kl. 14.00. Gestur fundarins verður Jóhann Einvarðsson alþingismaður. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþingið 3. önnur mál Stjórnin Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna verður haldið sunnud. 29. nóv. nk. kl. 10.00 fyrir hádegi i Snekkjunni (Skiphóll) Hafnarfiröi. Venjuleg aðalfundarstörf og ræður flytja: Jóhann Einvarðsson Guömundur G. Þórarinsson Skorað er á formenn félaga að tryggja mætingu kjörinna fulltrúa. notaö af Selfossbúum fyrir dag- vistun barna, megi andi glað- væröar rikja þar um ókomin ár. Guðbjörn haföi góða söngrödd og starfaði alla tið i kirkjukórnum áSelfossi. Aheimili þeirra var oft glatt á hjalla, þau voru bæði gest- risin, en umfram allt góöar og hjálpsamar manneskjur sem ■, máttu ekkert aumt sjá. Tvær litl- ar telpur tóku þau i fóstur og ólu upp sem sin börn til fulloröins ára, þær eru Ragna Pálsdóttir og Guörún Guðmundsdóttir. Sjálf eignuðust þau tvö böm Margréti Sigrúnu fædda 28.12. 1921. HUn var gift Karli Þorsteins- syni er andaðist fyrir tæpum mánuði og er þvi þungur harmur hjáf jölskyldunum er tveir ástvin- irfalla frá á svo skömmum tima. Þau áttu fjórar dætur. Sonur Guðbjörns og Margrétar heitir Sigurjón fæddur 30.6. 1937. Kona hans er Gunnlaug Jónsdótt- ir þau eiga þrjú börn. A sjöunda áratugnum bauðst Guðbimi fóst vinna sem i'augum aldamótakyn- slóöarinnar veitti heimilinu örugga afkomu. Þetta var hjá Mjólkursamsölunni i Reykjavik og átti hann að annast viðhald og viðgerðir. Þau kvöddu þvi' As- heima og Selfossbúa með söknuði og settust að í Safamýri 93, þar sem eftirlifandikona hans býr nú. Guðbjörn var vel látinn i starfi og hélt þvi svo lengisem aldurinn leyfði. Vinnuþrekið var þó ekki búið og hann fékk starf hjá Jóni Sveinssyni i Stálvik. Margrét kona hans var sem hann og hefur haldið vinnuþreki fram á þennan dag. 82ja ára varð hann þó að láta undan si'ga vegna lasleika, sem að ágeröist og sið- ustu mánuöina hefur hann legiö þungt haldinn á Landakots- spitala. Hann andaðist 20.11. Við hjónin vottum Margréti, börnum þeirra og ástvinum öllum innilega samúð og biöjum guð aö blessa þeim minninguna um mætan mann. Hulda Pétursdóttir, Útkoti. Jón Konráð Stefánsson Klemenzson fæddur 1. júni. 1889. dáinn 18. nóvember 1981. Kveðja frá dóitturdóttur Mig langar i fáum oröum aö minnast afa mins Jóns Konráðs Garöhúsum Skagaströnd, hann var fæddur 1. júni 1889 aö Kurfi á Skagaströnd, hann var sonur hjónanna Þórunnar Björnsdóttur og Klemenz Olafssonar út- vegsbónda. Hann var næst yngstur af 8 börnum þeirra hjóna. Hann var kvæntur Ólinu Margréti Sigurðardóttur en hún lést i mai áriö 1962. Þau eignuðust 5 dætur og eru þær, talið frá elstu dótturinni, Sigurunn gift Guöna Bjarnasyni og búa þau i Hafnarfiröi. ólöf gift ólaf Samúelsen og búa þau i Færeyjum. Sigriöur, en hún er látin og var hún gift Sigurjóni Ólafssyni sem nú býr i Sandgerði en þau bjuggu mörg ár á Reykja- nesvita. Þá er það Guöveig Ingi- björg móöir þeirrar er þetta ritar, en maöur hennar var Björgúlfur Kristjánsson, og býr hún i Reykjavik. María gift Jóni Þór- geirssyni, og bUa þau á Skaga- strönd. Afi var mikill dugnaöarmaöur, forkur bæöi til sjós og lands og mikils metinn af öllum sem til hans þekktu, hann var sjálf - menntaður og hagyröingur góður, hann hafði sterka skapgerö og var sannorða maður, enn fremur hafðihann mjög mikla kimnigáfu og var sannur vinur vina sinna, og með afbrigðum góður barna- börnum sinum, en þau urðu alls 43, og hafði hann þurft að sjá á. bak 5 þeirra fyrir handan móð- unar miklu einnig á hann heilan hóp af barnabarnabörnum og enn fremur varð hann langalangafi fyrir nokkrum árum. Þegar ég minnist afa mins, er svo margs að minnast. Þau voru afar samhent hjón, afi minn og amma min og var fráfall hennar honum mikill harmur, hann brá ekki búi og bjó einn til æviloka. Afi var alltaf svo kátur og hress þegar við heimsóttum hann á sumrin og þegar hann var aö fara með kvæði fyrir mig, þessi löngu kvæöi og visur þá var ég oft hissa hvað hann mundi þetta vel og meira segja þegar við hjónin fórum noröur eina helgina núna I haust, en þá var hann lagstur sina siöustu legu, samt var hann það léttur I lund að hann fór meö fullt af visum fyrir mig og gerði að gamni sinu. Þaö má með sanni segja að hann var einstakur mað- ur hann afi minn og hvað hann var alltaf duglegur að hugsa um sig sjálfur svona háaldraður eins og hann var orðinn. Já, söknuðurinn er mikill hjá dætrum hans og okkur öllum sem að honum standa, en viö vitum aö honum liður betur núna, þvi hann var búinn að þrá aö fá að fara, enda hefði hann illa þolaö það að þurfa að liggja i rúminu. Já, ég veit að amma og barna- barnabörnin og dóttir þeirra Sigrlöur, sem látin eru koma og taka á móti honum fagnandi. Ég biö almáttugan guð aö styrkja móöur mina og systur hennar og alla aðstandendur og vini afa. Eskulegur afi minn verður jarösunginn frá Hólaneskirkju á Skagaströnd i dag laugardaginn 28. nóvember. Aö lokum þakka ég afa fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti meö honum er ég heimsótti hann. Far þú i friöi, friður guös þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigrún Björgúlfsdóttir. viljugur og verkhagur og kom það sér vel siðar á æfinni. 17.7. 1920 gekk hann að eiga Margréti Ingi- björgu Gissurardóttur frá Byggðarhorni i Sandvikurhrepp, Gunnarssonar og Ingibjargar Siguröardóttur frá Langholti i Hraungeröishrepp. Ingibjörg og Gissur eignuöust 16 börn sem öll komust til manns. Guöbjörn flutti brúöi sina heim að Króki, þarsem þau bjuggu fyrstu árin og þarfæddist fyrsta barn þeirra. - Siðarfhittu þau að Jórvik I Flóa en eftir 5 ára veru þar yfirgáfu þau sveitina og settust að á Sel- fossi, þar sem mikið lifsstarf liggur eftir Guðbjörn. t félagi við múrarameistara lagöi hann fyrir þá iðn og má segja að þó svo aö hann vantaöi skólagönguna skorti ekkert á hæfni, verklægni eða vandvirkni hans i starfi. Sem dæmi má nefna aö honum var fal- ið múrverk viö kirkjuna á Sel- fossi, sem ekki var vandalaust starf. Ótaldar byggingar á Sel- fossi og Ut um nærliggjandi sveit- ir bera vitni um handbragö Guð- * björns. Er þó ótalið hús það er hann byggöi yfir f jölskyldu sína og ber nafnið Asheimar og er nU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.