Fréttablaðið - 24.04.2008, Síða 89

Fréttablaðið - 24.04.2008, Síða 89
FIMMTUDAGUR 24. apríl 2008 57 FÓTBOLTI Martin O‘Neill, knatt- spyrnustjóri Aston Villa, viður- kennir að framtíð fyrirliðans Gareth Barry sé óljós en leikmað- urinn hefur átt frábært tímabil í ár og verið orðaður við stórliðin Chelsea og Liverpool upp á síðkastið. „Við munum gera okkar allra besta til þess að halda Gareth á Villa Park en hvort það tekst er ómögulegt að segja,“ sagði O‘Neill en samkvæmt heimildum Sky Sports mun O‘Neill þegar vera með mögulegan eftirmann Barry undir smásjánni. Það ku vera Steve Sidwell, miðjumaður Chelsea, sem hefur lítið fengið að spila með Lundúnaliðinu eftir félagsskipti hans frá Reading og talið er að leikmaðurinn sé falur fyrir um fimm milljónir punda. Barry á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Aston Villa. Sögusagnir hafa birst í breskum fjölmiðlum um að Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, sé þegar búinn að spyrjast fyrir um Barry og að tilboð upp á fjórtán milljónir punda sé á borðinu. - óþ Martin O‘Neill, Aston Villa: Óljós staða með Gareth Barry EFTIRSÓTTUR Barry hefur nýverið verið orðaður við bæði Chelsea og Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Alexand- er Hleb hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal á þessu tímabili eftir að hann var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir óíþrótta- mannslega hegðun í leik gegn Reading. Hleb sló þá til Graeme Murty, fyrirliða Reading. „Dómari leiksins sá ekki athæfi Hleb í leiknum en eftir að hafa horft á upptökur frá atvikinu hefur viðkomandi dómari tjáð aganefnd enska knattspyrnusam- bandsins að hann hefði gefið Hleb beint rautt ef hann hefði séð atvikið,“ segir í yfirlýsingu aganefndarinnar. Leikmaðurinn hefur undanfarið stöðugt verið orðaður við félagaskipti frá Arsenal. Sam- kvæmt breskum fjölmiðlum er Hleb undir smásjá stórliða á borð við AC Milan og Barcelona en hann kvaðst á dögunum afar ánægður hjá Arsenal. Hleb skrifaði undir fjögurra ára samning þegar hann gekk til liðs við Arsenal í lok júní árið 2005. - óþ Alexander Hleb í leikbann: Leiktímabilið búið hjá Hleb Í BANN Hleb getur sjálfum sér um kennt að fá ekki að spila meira með Arsenal á þessu tímabili. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Handknattleikskapp- inn Valdimar Fannar Þórsson stendur í ströngu þessa dagana við að finna sér nýtt félag eftir tímabil vonbrigða með HK Malmö sem féll eins og kunnugt er úr sænsku úrvalsdeildinni. Valdimar skrifaði undir tveggja ára samning við HK Malmö á síð- asta ári en telur best fyrir báða aðila að hann fari til annars félags. „Staðan er einfaldlega þannig að HK Malmö vill fá ákveðna upphæð fyrir mig þar sem ég er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð og áhugasöm félög verða því að semja við forráða- menn HK Malmö um kaupverð- ið. Ég hef aftur á móti leyfi frá forráðamönnum félagsins til þess að tala við önnur félög þar sem þeir vita að ég hef takmarkaðan áhuga á því að spila í næstefstu deild í Svíþjóð. Þá þyrfti ég líka að breyta samningi mínum og ég er ekki tilbúinn til þess. Það er því í raun líka þeirra hagur að losna við mig þar sem þeir hafa lítið fjármagn undir höndunum eftir að hafa fallið úr deildinni og geta ekki haldið öllum núverandi leikmönnum sínum út af launa- kostnaði og öðru,“ sagði Valdi- mar sem hefur verið sterklega orðaður við að snúa heim til Íslands og leika fyrir sitt gamla félag HK. „Það er ekkert launungarmál að ég hef verið í viðræðum við HK og það er í raun eina liðið sem ég vil fara til á Íslandi ef út í það fer að ég komi heim. Ég var líka alveg kominn á það að spila heima en nú veit ég ekki hvernig þetta fer,“ sagði Valdimar og kvaðst óviss með framhaldið. „Þetta virðist ætla að taka lengri tíma en ég hélt í fyrstu og maður sér eins og er ekki fyrir endann á þessu öllu saman. Það hafa verið einhverjar þreifingar og nokkrar fyrirspurnir um mig en það fer allt í gegnum HK Malmö. Ég vonast bara til að þetta klárist ekki seinna en um miðjan næsta mánuð þannig að ég geti farið að gera mig kláran fyrir næsta tímabil, hvar sem ég á eftir að spila,“ sagði Valdimar. - óþ Valdimar Þórsson er samningsbundinn HK Malmö út næsta tímabil en vill ólmur losna frá sænska félaginu: HK eina íslenska liðið sem ég vil fara til ÓVISSA Valdimar væri til í að leika á fornum slóðum með HK. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.