Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. apríl 2008 11 Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Fagnaðu sumrinu með Siemens A T A R N A Á morgun, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við bjóðum, m.a. þráðlausa síma, eldunartæki, kæli- og frystitæki, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, smátæki, ýmsar gerðir lampa, rofa- og tenglaefni og dyrasímabúnað frá Siedle. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Ríflegur staðgreiðsluafsláttur. Skoðið öll Tækifæristilboðin á www.sminor.is. á morgun frá 10 til 16 Sölusýning Raftæki frá Siemens í miklu úrvali R N R N R N R NN R N RRRRRRRRRRR AAAAAAAA T AA TTTT A T A T A T A TTT AAAAAAAAA AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA FINNLAND, AP Finnar standa fyrir málstofu í þessari viku með andstæðum fylkingum súnnía og sjíamúslima í Írak til að reyna að finna lausn á ofbeldinu í landinu. Málstofan er framhald af leynifundum sem haldnir voru fyrir luktum dyrum í Finnlandi í september þegar fulltrúar súnnía og sjía í Írak komust að sam- komulagi um leiðir til friðar. Þeir samþykktu þá að hittast aftur. Finnski miðlunarhópurinn, sem leiddur er af Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseta Finnlands, segir að fulltrúar nokkurra landa muni koma saman nú til að skoða mismunandi leiðir til þess að hjálpa stríðshrjáðum löndum að halda áfram. - ghs Málstofa í Finnlandi: Fylkingar þinga um frið SRÍ LANKA, AP Ein harðvítugustu átök stjórnar- hersins og uppreisnarmanna á Srí Lanka síðustu árin voru háð í gær. Stjórnarherinn og Tamíltígrar skiptust á skotum á norðanverðri eyjunni. Að bardögum loknum lágu 52 skæruliðar og 28 hermenn í valnum, að sögn stjórnarinnar, en uppreisnarmenn segjast hafa fellt meira en hundrað stjórnarhermenn en aðeins misst sextán úr eigin röðum. Þessi hörðu átök þykja ekki góðs viti fyrir ríkisstjórnina, sem hefur heitið því að sigrast fyrir fullt og allt á Tamíltígrunum fyrir lok þessa árs. Eins og venjulega, þegar barist er á þessum slóðum, hafa Tamíltígrarnir allt aðra sögu að segja en stjórnvöld. Rasiah Ilanthirayan, talsmaður uppreisnar- sveitanna, segir að stjórnarherinn hafi átt upptökin að átökunum: „Þeir reyndu að nálgast bækistöðvar okkar. Þá hófust bardagar,“ sagði hann. Stjórnarherinn segir hins vegar að bardag- arnir hafi byrjað skömmu fyrir dögun þegar skæruliðar fóru yfir víglínuna á hinu hrjóstr- uga Muhamalai-svæði á Jaffnaskaga. Tamíltígrar hafa síðan 1983 barist vopnaðri baráttu fyrir því að stofna sjálfstætt ríki Tamíla, sem eru í minnihluta á eyjunni. Átökin hafa kostað meira en 70 þúsund manns lífið. - gb Tugir manna falla í hörðum átökum Tamíltígra og stjórnarhersins á Srí Lanka: Ein harðvítugustu átök síðustu ára SÉRSVEITARMENN Á SRÍ LANKA Átökin í gær voru þau mannskæðustu sem orðið hafa á eyjunni um áraraðir. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Fyrirtækið Álfasteinn ehf., sem framleiðir sérunnar gjafavörur, var í Héraðsdómi Austurlands dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni, Dmitrijs Martinovs, ríflega 585 þúsund krónur í skuld. Kröfur Dmitrijs um full dagvinnulaun fyrir ákveðið tímabil, orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót voru sam- þykktar. Vinnuveitandi taldi starfsmanninn ekki hafa verið í fullri vinnu á tímabilinu. Kröfum fyrirtækisins um kostnað við umferðaróhapp og nettengingu var hafnað. Þá var talið óheimilt hjá fyrirtækinu að hækka húsaleigu einhliða í tvígang og draga af launum. - kóp Fyrirtækið Álfasteinn dæmt: Greiðir starfs- manni skuld SVÍÞJÓÐ Nýtt eiturlyf verður stöðugt vinsælla í heiminum. Lyfið er ofskynjunarlyf sem heitir Bromo-Drekafluga, skammstafað BDF og ABDF og stundum kallað „Bromo“. Talið er að það komi frá Kína, að sögn sænska dagblaðsins Expressen, en ekki er vitað hverjir standa að framleiðslu lyfsins. Drekaflugan er stórhættuleg því að einstaklega auðvelt er að taka of stóran skammt af lyfinu auk þess sem hún hefur þannig áhrif að aflima hefur þurft suma þeirra sem neyta hennar. Sænsk og dönsk stjórnvöld hafa lyfið á bannlista sem eiturlyf. Lyfið er einkum selt á netinu. - ghs Eiturlyf kallað „Bromo“: Þurft hefur að aflima fólk FLUG Icelandair og Finnair hafa samið um samstarf félaganna á flugleiðum milli Íslands og Helsinki og milli Helsinki og Varsjár í Póllandi. Gengið var frá samningum þar að lútandi á fimmtudag. Icelandair flýgur fjórum sinnum í viku til Helsinki í sumar, en í maí verða tvær ferðir í viku. Samkvæmt fréttatilkynningu hefur Finnair mjög góðar tengingar í leiðakerfi sínu við Asíumarkaði og Rússland, en Icelandair býður upp á mikla tíðni til Bandaríkjanna og Evrópu. Báðir aðilar sjá því hag í þessu markaðssamstarfi. - kg Samstarf á flugmarkaði: Icelandair til Finnlands Í HELSINKI Icelandair flýgur fjórum sinn- um í viku til Helsinki í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.