Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 66
34 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Skærasta nýstirnið í popp- heiminum það sem af er ársins 2008 er án efa velska soulpopp-undrið Duffy, en fyrsta platan hennar, Rockferry, mokast út þessa dagana. Trausti Júlíusson skoðaði Duffy. Það er greinilegt að velska söng- konan Duffy hefur eitthvað sem fólk kann að meta. Smáskífulagið hennar Mercy fór beint á toppinn í Bretlandi áður en smáskífan sjálf kom í verslanir og fyrsta stóra platan hennar, Rockferry, hefur á þeim fáu vikum sem eru liðnar frá því að hún kom út selst í yfir millj- ón eintökum. Frá krummaskuði í Norður-Wales Aimee Anne Duffy er fædd 23. júní 1984 í Gwynedd í Wales. Hún ólst upp í smábænum Nefyn í Norður-Wales sem er það afskekkt- ur að þangað berast plötur seint og illa. Sagan segir að Duffy hafi í æsku horft mikið á myndbands- spólur sem pabbi hennar átti með Ready Steady Go! tónlistarþáttun- um sem voru vinsælir í Bretlandi á sjöunda áratugnum. „Þar sá ég Bítlana, Stones, Walker Brothers, Sandy Shaw og Millie að syngja My Boy Lollipop,“ segir Duffy, en þættirnir höfðu mikil áhrif á hana. Kynnt fyrir Bernard Butler Þegar Duffy var fimmtán ára hóf hún að syngja með hinum og þess- um hljómsveitum í Nefyn. Hún tók þátt í velskum Idol-þætti árið 2003 og lenti í öðru sæti. Ári seinna hitti hún núverandi umboðsmann sinn, Jeannette Lee, sem er einn af eigendum og stjórnendum Rough Trade-plötufyrirtækisins, en var áður tónlistarmaður og m.a. með- limur í Public Image Ltd. Jeannette sá strax mikla hæfi- leika í Duffy og kynnti hana í ágúst 2004 fyrir fyrrum Suede- gítarleikaranum Bernard Butler. Butler hreifst líka af stelpunni og úr varð að hann samdi með henni nokkur lög og stjórnaði upptökum á stórum hluta af Rockferry-plöt- unni. „Hin nýja Amy“ Duffy gerði samning við Polydor- fyrirtækið og fyrsta smáskífan, Rockferry, kom út í nóvember sl. Í sama mánuði kom hún fram í sjón- varpsþætti Jools Holland, Later og eftir frammistöðuna þar var hún orðin sjóðandi heit, fékk m.a. viðurnefnið „hin nýja Amy (Wine- house)“ í bresku pressunni. Sjálf er hún ekkert sérstaklega hrifin af þeirri samlíkingu. Hún mundi frekar vilja fá viðurnefnið „hin nýja Dusty Springfield“. 60’s stemning Tónlist Duffy er bjart og vel unnið soul-popp og reyndar mjög ólík tónlist Amy Winehouse. Það er mikil 60’s stemning yfir Rock- ferry-plötunni. Hún minnir í senn á Motown-soul, stelpupoppið hans Phil Spector og fyrrnefnda Dusty Springfield. Duffy hefur skæra og sterka söngrödd sem setur sterk- an svip á tónlistina. Hljómurinn á plötunni er mjög flottur og það sama má segja um útsetningarnar sem stundum vísa beint í soul- popp smelli sjöunda áratugarins. Duffy hefur hæfileika, á því leik- ur enginn vafi. Tíminn sker svo úr um það hvernig henni tekst að nýta þá. Einstök söngrödd Morðingjarnir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir aðra plötu sína, Áfram Ísland! Hún kom nýverið út hjá Kimi Records á Akureyri og er full af borðleggjandi partípönki. Textarnir eru berorðir og blátt áfram og fjalla um fremur pönkaða hluti eins og eiturlyfjasjúklinga og græðgi. Haukur Viðar Alfreðsson, söngvari og gítarleikari, er þó lítið ógnvekjandi dags daglega. „Æi, ég er bara þessi steríótýpa af íslenskum hljómsveitargaur og starfa á leikskóla,“ segir hann. „Ég veit að þetta er voða mikið 1997- eitthvað, en þetta er bara svo skemmtileg vinna. Konurnar eru ánægðar með hljómsveitina og það er enginn að tuða yfir nafninu. Fólk náttúrlega sér mann ekki sveittan og æpandi.“ Morðingjarnir halda útgáfutónleika sína í kvöld í Iðnó. Einnig koma fram Sudden Weather Change og Reykjavík! Herlegheitin hefjast um kl. 22. Platan verður á tilboði sem og bolir með textabrot- um Morðingjanna. „Á einum stendur „Áfram Ísland! Sýnum hvað í okkur býr“ en hinn er rosalega dónalegur. Á honum stendur „Hvítt rusl, svona gerist þegar maður ríður systur sinni“. Þessi dónalegi hefur verið miklu vinsælli til þessa. En það er deginum ljósara að ég mæti ekki í honum í vinnuna.“ Haukur segir hljómsveitina ætla að spila sem mest í sumar. „Það er samt eiginlega ekki hægt að segja neitt kúl um okkur eins og er. Einn okkar er að fara að eignast barn og annar er að fara að gifta sig. Hann ætlar reyndar að gera það í Las Vegas svo það er smá kúl.“ - glh Morðingi vinnur á leikskóla ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í IÐNÓ Í KVÖLD Morðingjarnir. Haukur lengst til hægri. HIN NÝJA DUSTY SPRINGFIELD Velska soul-popp stjarnan Duffy á framtíðina fyrir sér. > Plata vikunnar Moby – Last Night ★★★ „Á Last Night er Moby búinn að kveðja stemnings- fulla stofupoppið og kominn aftur út á dansgólfið á ágætri plötu sem sækir í danstónlist síðustu tveggja áratuga.“ TJ Vandi tónlistarheimsins í kjölfar stafrænu byltingarinnar er öllum ljós. Fólk, sérstaklega í yngri kantinum, er hætt að kaupa tónlist á löglegan hátt og halar henni þess í stað niður af netinu. Geisladiskabúðum fer ört fækkandi víða um heim og úrvalið minnkar um leið. Samt sem áður hefur útgáfa tónlistar sjaldan eða aldrei verið meiri. Stafræna byltingin hefur skapað önnur tækifæri til að hagnast á tónlist en geisladiska- sala heldur samt áfram að dragast saman. Fyrr í vikunni birti Fréttablaðið grein um aukna vínylútgáfu hjá íslenskum tónlistarmönnum. Það er auðvitað frábært að fjölbreytni sé í íslenskri tónlistarútgáfu og að menn sjái hag sinn í því að gefa út bæði á vínyl og plastdiski. En fyrst að vínyl- plötusala er alltaf að glæðast á sama tíma og geisla- diskasala dvínar, markar það dauða geisladisksins? Sjálfur er ég af þeirri kynslóð sem var alin upp í þeirri trú að geisla- diskurinn væri besta uppfinning sögunnar. Ég hóf samt sem áður að safna vínylplötum strax í grunnskóla. En er þeim var öllum stolið úr félagsmið- stöðinni minni ákvað ég að snúa mér eingöngu að geisladiskum (auk þess var ég farinn að hallast meira að rokktónlist og plötur með Korn voru ekki beint aðgengilegar á vínyl). Ég sé enn í dag eftir þessari ákvörðun. Samt hef ég aldrei aftur ákveðið að hefja aftur vínylsöfnun. Mér þótti það einfaldlega of dýrt. Nú veit ég hins vegar ekki hvað ég á að gera. Plötuspilarar sem hægt er að tengja við tölvu eru komnir á markað, allir eru farnir að gefa út aftur á vínyl og svo má auðvitað ekki gleyma því hversu svalt það er að hlusta á vínyl. Og um það snýst auðvitað tónlistarsöfnun, að vera svalur. Ekki satt? Síðan er önnur spurning. Mun geisladiskurinn einhvern tímann fá retro- stimpilinn á sig? Verður þá allt í einu aftur svalt að eiga geisladiska? Jú, ég held að það sé bara málið að smella sér á einn USB-plötuspilara og hefja vínylsöfnun á ný, með tilheyrandi ferðum í Kolaportið og þvíumlíku. Ég mun þó enn halda í geisladiskinn. Mikilvægast af öllu er þó að halda lífi í plötusöluna (og söfnunina), alveg sama af hvaða meiði hún er. Reyndar er hún miklu skemmtilegri á föstu formi en sem eitthvert skjal í tölvu. En kaupum nú tónlist og höldum henni á lífi. Vandi plötusafnarans The Edge, gítarleikari U2, ætlar að gefa tvo Gibson-gítara auk muna úr einkasafni sínu til góðgerðarsamtakanna Music Rising. The Edge átti þátt í stofnun samtakanna, sem hafa það að markmiði að verða sér úti um hljóðfæri í stað þeirra sem týndust eða eyðilögðust í fellibylnum Katrina. „Það er ákveðinn kraftur sem fylgir því að tónlist- armenn gefi hljóðfæri sín á uppboð til að hjálpa öðrum tónlistarmönnum sem eiga erfitt uppdráttar,“ sagði The Edge, sem heitir réttu nafni David Evans. The Edge stofnaði samtökin árið 2005 ásamt upptökustjóranum Bob Ezrin og Henry Juszkiewiz, stjórnarformanni Gibson, eftir að Katrina gekk yfir New Orleans. „Margir tónlistarmenn þurftu að yfirgefa borgina og skilja hljóðfærin sín og plötusöfn eftir,“ sagði The Edge. Hingað til hafa samtökin safnað hljóðfærum og ýmsum öðrum búnaði fyrir 2.700 atvinnu- tónlistarmenn og fimmtíu þúsund nemend- ur og kirkjusöfnuði. Upptökur á næstu plötu U2 standa nú yfir í Írlandi en óvíst er hvenær hún kemur út. The Edge gjafmildur THE EDGE OG BONO The Edge stofnaði góðgerðar- samtökin Music Rising árið 2005. > Í SPILARANUM Flight of the Conchords - Flight of the Conchords The Last Shadow Puppets - The Age of the Understatement The Ruby Suns - Sea Lion Ýmsir - Rokkland 2007 Supergrass - Diamond Hoo Ha FLIGHT OF THE CONCHORDS SUPERGRASS Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Sextán og þú skalt sjá mig í bíó...“ - 16, Grafík, Höf: Helgi Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.