Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 20
 24. maí 2008 LAUGARDAGUR U tanríkisráðherra valdi í vikunni Ellisif Tinnu Víðisdóttur, aðstoðarlögreglu- stjóra á Suðurnesjum, úr hópi 26 umsækjenda til að gegna starfi forstöðu- manns nýrrar Varnarmálastofnunar. Ellisif Tinna er maður vikunnar að þessu sinni. Ellisif fæddist í Reykjavík en flutti sex ára til Danmerkur og bjó þar næstu átta ár. Þegar heim var komið lauk hún grunnskóla, gekk síðan í Mennta- skólann við Hamrahlíð og fór að því loknu í mannfræðinám við Háskóla Íslands. Það var þá sem hún kynntist fyrst störfum við löggæslu, þegar hún vann sem tollvörður samhliða náminu. Eftir að hafa búið í London um tíma ákvað hún að söðla um og fara í laganám við Háskóla Íslands. Ellisif reis tiltölu- lega hratt til metorða í löggæslunni eftir að laganáminu lauk og varð fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli árið 2001. Hún hafði skrifað lokaritgerð um efni sem tengdist starfinu, landamæra- vörslu og flóttamenn, sem ber vott um áhuga hennar á starfssviðinu. Hún varð staðgengill sýslumanns árið 2004 og aðstoðarlögreglu- stjóri við skipulags- breytingar árið 2007. Hún þykir hafa foringjaeðli, og því kom það viðmælend- um ekki á óvart að hún skyldi velja sér starfa við löggæslu. Hún hefur enda haft gaman af starfinu og þótt metnaðarfull fyrir hönd vinnustaðarins. Flestir eru sömuleið- is sammála því að hún sé sem sniðin í nýja starfið sitt sem forstöðumaður Varnarmálastofnunar. Hún hafi starfað náið með herliðinu áður en það hvarf á braut, þekki vel til borgara- legra stofnana og sé vel kunnug starfsemi Schengen og NATO á sviði varnarmála og landamæravörslu. Auk þess stýrði hún breytingum á Ratsjár- stofnun síðasta haust, en verksvið hinnar nýju Varnarmálastofn- unar er að stórum hluta það sama og Ratsjárstofnunar. Þá er það mat manna að mannfræðimenntunin veiti henni mikilvæga jarðtengingu til að takast á við stjórnunarstörfin. Dugnaður er fyrsta orðið á vörum allra viðmæl- enda þegar þeir eru inntir eftir áliti á Ellisif – og flestir nota það ítrekað. Hún þykir skipulögð og óhrædd að takast á við hið óþekkta, kraftmikil og eljusöm. Dugnaðurinn braust fram með hvað mest áberandi hætti þegar hún hellti sér út í fimm ára laganám, einstæð móðir með þrjú ung börn. Og hún lét sér ekki nægja að klára það með hefðbundnum glans, heldur lauk hún námskeiðum fjórða og fimmta árs á einu ári. Það tók á, en eftir að fyrri önnin hafði unnist á tvöföldum hraða sá hún fátt því til fyrir- stöðu að endurtaka leikinn eftir áramótin. Vinum Ellisifjar ber saman um að henni sé mjög umhugað um að hafa allt fínt og flott í kringum sig. Ef það á að gera eitthvað – eða kaupa eitthvað – á annað borð, þá skal það vera almennilegt. Einn viðmælandi grípur til orðsins „pjattrófa“, en dregur það snögglega til baka og segir það kannski helst til neikvætt. „Fagurkeri“ sé nærri lagi. Hún eyðir peningum, en þó ekki í hvað sem er, og hefur til dæmis aldrei haft áskrift að Stöð 2. Hún er „lúxuspía“ , vill hafa huggulegt í kringum sig og býður sjálfri sér og öðrum eingöngu upp á það vandaðasta og flottasta. „Ef hún heldur matarboð þá gerir hún það með stæl,“ segir viðmælandi. Þegar hún var í laganámi bauð hún til dæmis fjór- menningum í mat á heimili sitt, og þá dugði ekkert minna en að hafa á staðnum bæði þjón og kokk. Og Ellisif gerðist snemma vandlát. Þannig fór hún helst ekki í klippingu nema á uppáhaldshár- greiðslustofuna sína í Kaupmannahöfn fyrst eftir að hún flutti heim til Íslands. Það þarf því ekki að koma á óvart að lífskúnstnerinn Ellisif hafi mikið dálæti á hinum klassískum kúnstum. Hún er hrifnæm og listfeng mjög eins og foreldrar hennar, sem gáfu barnabörnunum listaverk í skírnargjöf til snemmbúinnar innrætingar. Þá er Ellisif mikill óperu- unnandi, sækir óperuna á Íslandi reglulega og þegar gesti ber að garði er ekki óalgengt að tónarnir taki á móti þeim alla leið út á bílaplan. Hún giftist enda óperusöngvara og átti með honum þrjú börn. Ellisif lætur ekki vaða yfir sig og þykir hörð í horn að taka eins og leiðtogum sæmir. Þannig sópar að henni hvert sem hún fer og jafnan er eftir henni tekið og um hana rætt. „Hún er eins og stormsveipur,“ segir einn vandamað- ur, „nagli“ segir annar. Og þrátt fyrir að flestir sem hana þekkja séu sammála um að hún sé afar hlý manneskja, barngóð og heilsteypt, þá getur ákveðið fasi hennar stundum orðið til þess að hlýjan dylst mönnum við fyrstu kynni. Hún vill þó opinberast þeim sem kynnast henni betur, segja kunnugir, en einn bætir við að hann vildi ekki eiga hana fyrir óvinkonu. Mislíki henni eitthvað eða misbjóði á hún það til að rjúka upp, verða óðamála og orðhvöss, og þótt full ástæða sé þá til að taka mark á því sem sagt er gengur stormurinn jafnan fljótt yfir. MAÐUR VIKUNNAR Eljusamur fagurkeri ELLISIF TINNA VÍÐISDÓTTIR ÆVIÁGRIP Ellisif Tinna Víðisdóttir fæddist í Reykjavík hinn 18. septemb- er 1965. Hún flutti ung að árum til Danmerkur og ólst þar upp á meðan foreldrar hennar voru við nám. Þeir eru Víðir Hafberg Kristinsson sálfræðingur og Hulda Guðmundsdóttir sállæknir. Ellisif á eina yngri systur, Kolbrúnu Hrund. Yngri bróðir hennar, Börkur Hrafn, lést af slysförum árið 2002. Ellisif var gift Tómasi Tómassyni óperusöngvara í þrettán ár og á með honum þrjú börn: Kolfinnu og tvíburana Björn og Víði. Hún bjó með Tómasi í London um tíma en flutti til Íslands þegar þau skildu og býr nú í Hlíðahverfi, í nábýli við foreldra sína. Ellisif útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1986 og lauk síðan mannfræðinámi við Háskóla Íslands árið 1992. BA-ritgerð hennar fjallar um mannfræðinginn Margaret Mead, ævi hennar og helstu verk. Þegar hún kom heim frá London hóf hún laganám sem hún lauk árið 2001. Lokaritgerð hennar fjallar um landamæra- vörslu og flóttamenn. Með námi vann Ellisif fyrst sem tollvörður hjá sýslumann- sembættinu á Keflavíkurflugvelli. Eftir laganámið var hún ráðin sem fulltrúi hjá embættinu og árið 2004 varð hún staðgengill sýslumanns. Við skipulagsbreytingar á lögreglu- embættum árið 2007 var hún ráðin aðstoðarlögreglustjóri á Suðurnesjum. Ellisif var fengin til að stýra breytingum á Ratsjárstofnun síðastliðið haust og var nýlega valin úr hópi 26 umsækjenda í starf forstöðumanns nýrrar Varnarmálastofnunar. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Lauk embættisprófi í lögfræði á fjórum árum í stað fimm á sama tíma og hún sinnti ein, með aðstoð vina og vanda- manna, uppeldi á þremur ungum börnum. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Hún er eins og Villi spæta, maður setur hana á nýtt tré og hún goggar það alltaf niður á methraða. Hún hefur alltaf fengið fleiri og fleiri steina í bakpokann, en það hægir ekkert á henni í fjallgöngunni.“ Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar faste ignasö lur eru sjálfs tætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 165. T ölublað - 6. ár gangur - 18. m aí 2008 FRAMÚ RSKAR ANDI S ÖLUFU LLTRÚ AR FRAMÚ RSKAR ANDI Á RANG UR bls. 12 ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS S. 512 5426 - vip@365.is S. 512 5441 - hrannar@365.is Matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Maí 2008 VSYKRUÐ SÆLUVÍMA GÆSALIFRARTERRINE MEÐ KRYDÍSTERTA MEÐ MÖNDLUM SUMARLEG Veislur Veislur fyrir börn Ævintýraleg afmæliErla Guðmundsdóttir Sumarlegir réttir Nanna Rögnvaldardóttir skrifar Ofnbakaður fiskur – ljúffengur í veisluna Uppskriftir að ljúffengum réttum sem henta við hátíðleg tækifæri Chris, börnin og Kabbala Gwyneth Paltrow í viðtali við Fréttablaðið. Vilja skipta út náttúrunni fyrir eigin framleiðslu Bandaríski vísindamaðurinn Jeffrey Smith varar við erfðabreyttum matvælum, þar sem þau geta verið okkur skaðleg. Hann segir líftæknifyrirtæki einungis stjórnast af peningum en ekki hugsjón- um. Matur fylgir Fréttablaðinu á sunnudag: Ævintýralegar afmælisveislur + Sykruð sælu- víma, léttir sumarréttir, möndluskreytt ísterta, gæsalifrarterrine með kryddjurtum, Eldað ofan í erlenda gesti. Matarpistill Nönnu Rögnvaldar- dóttur. ...ég sá það á visir.is „...fyrst á visir.is“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.