Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.05.2008, Blaðsíða 24
24 24. maí 2008 LAUGARDAGUR KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar LAUGARDAGUR, 17. MAÍ. Sjálfsnám í skóla lífsins Letilíf. Lauk við að lesa „Empire des Loups“ (Veldi úlfanna) eftir Jean-Christophe Grangé sem skrifaði „Purpuralitar ár“ og „Flug storkanna“. Þetta er fjórða bókin sem ég þrælast gegnum eftir kall- inn – og tilheyrir sjálfsnámi mínu í franskri tungu. Ég er ekki eini heimilismaður- inn sem stunda sjálfsnám óháð skólapensúmi. Litla Sól er staðráð- in í að læra að blístra og ég er að reyna að segja henni til eftir mætti. Um er að ræða tvenns konar blístur. Annars vegar hátt og hvellt áherslublístur sem maður notar á tilfinningaþrungnum augnablikum og hins vegar er svo tónlistarblístur. Frökenin og ég stöndum því á blístri flesta daga svo að hún er á réttri leið í blístursnáminu eins og ég í frönskunni, en bæði eigum við töluvert langt í land með að verða fullnuma. SUNNUDAGUR, 18. MAÍ. Stjórnarandstæðingur eða stjórna-andstæð- ingur Heimsóttum Lenu og Árna. Hjá þeim var stödd skólasystir Lenu, Alla. Þær voru saman í bókmennta- námi við Moskvuháskóla á sjötta áratug síðustu aldar og bundust vináttuböndum sem ekki hafa rofnað síðan, enda er Lena vinföst með afbrigðum og þeir sem eign- ast vináttu hennar hafa eignast eitthvað sem er gulli betra. Frændi minn og vinur Össur Skarphéðinsson, sem er með gleggstu mönnum, tekur soldið skakkan pól í hæðina þegar hann kallar mig „stjórnarandstæðing“ á blogginu sínu í dag og segir m.a.: „Þráinn er uppreisnarmaður í eðli sínu og svo þver og þrjóskur að stöðugar fyrirbænir mínar og reglulegar handayfirlagnir breyta engu um það að hann er harðasti – kanski eini – stjórnarandstæðing- urinn nú á dögum sem nær ein- hverju máli.“ Það er rétt hjá Össuri að hvorki heilun né handayfirlagnir duga til að breyta því að ég er á móti ríkis- stjórninni. Maður á ekki að espa þá upp sem sitja í ráðherrastólum með því að hrósa þeim heldur reyna að róa þá niður og hafa vit fyrir þeim. Með öðrum orðum þá vil ég held- ur standa utan við tjaldið og pissa inn heldur en að híma inni í tjald- inu og pissa út. Reyndar er ég ekki „stjórnar- andstæðingur“ eins og Össur segir heldur „stjórna-andstæðingur“ því að í hjarta mínu er ég á móti öllum ríkisstjórnum. Mesta samúð hef ég þó með þeim ríkisstjórnum sem eru dug- litlar og virðast ekki hafa neina forystu, svo að andstaða mín við þá stjórn sem nú situr er í lág- marki. Ég óttast mest athafnasamar stjórnir, því að ævilöng reynsla mín af ríkisstjórnum er sú að stjórnmálamenn haldi að ríkið samanstandi af fyrirtækjum sem þurfi að hjúkra af árvekni og helst að næra þau á mannfórnum. MÁNUDAGUR, 19. MAÍ. Jarðskjálftar og Vorið 68 Andri sem er tíu ára er í stífum próflestri þessa dagana. Á morgun er náttúrufræðipróf og þar geta hugsanlega komið spurningar eins og „hvað veldur jarðskjálftum“. Mikið er ég feginn að vera búinn að ljúka mínu skólanámi og þurfa ekki að fara eldsnemma á fætur til að svara svona spurningum. Fór í bókabúð og keypti mér „Maí 68“ eftir Einar Má Jónsson (ekki Guðmundsson) sem stýrir einhverj- um skemmtilegasta penna á íslensku nú um stundir; þetta eru innblásnar greinar frá „Vorinu 68“ sem óskandi væri að endurfæddist í einhverri mynd á okkar sálardrep- andi peningaplokkstímum. Annars vorkenndi ég löggunni alltaf soldið þegar óánægja ungs fólks með stjórnmálamenn braust út í því að henda grjóti í lögregluna. Hérna lenti fólk í stimpingum við prúðmennið Bjarka Elíasson lög- regluvarðstjóra vegna þess að ráð- herrar höfðu vit á að láta ekki sjá sig á almannafæri. ÞRIÐJUDAGUR, 20. MAÍ. Eurovision og tilgangur lífsins Átti fund með mínum ágæta rit- stjóra, Jóni Kaldal. Við hittumst á Kjarvalsstöðum og skoðuðum saman skemmtilegt verk eftir Mörtu Schwartz, Aluminati, en það er svart box á stærð við Köbuna í Mekka sem maður fer inn í og skoð- ar inn í annan svartan kassa sem fóðraður hefur verið með krumpuð- um álpappír. Mjög, hmm, athyglis- vert! Til þess að höfða til sem flestra kjósenda hefur Samfylkingin tekið upp þá pólitísku jafnréttisstefnu að bjóða upp á tvær andstæðar skoðan- ir í senn þannig að öllum sé gert til hæfis á sama tíma og hafa boð verið látin út ganga um að formaðurinn sé á móti hvalveiðum í ríkisstjórn en fylgjandi þeim á alþjóðavettvangi. Þetta mun eflaust auka traust manna á bæði formanni Samfylk- ingarinnar og utanríkisstefnu Íslands. Hugsanlega væri þó hægt að toppa þetta með því að vera fylgj- andi hvalveiðum á nóttunni en á móti þeim á daginn. Eða öfugt. Þegar leið að kvöldmatartíma spurði frú Sólveig hvort ég ætlaði að horfa á Eurovision. Stundum er eins og eins og þessi yndislega kona skilji ekki alveg hver er tilgangur- inn með lífinu. Sigmar lýsti Evróvisjón-keppn- inni af svo mikilli snilld að ég geri fastlega ráð fyrir að hann verði munstraður sem næsta borgar- stjóraefni Flokksins og Gísli Mart- einn verði endurráðinn að Sjónvarp- inu. Eitthvert afturhvarf til tíma Gleðibankans virðist hafa átt sér stað í Evrópu. Búningarnir eru margir mjög leikhúslegir, og flutn- ingur sumra laga minnir frekar á leikhús en tónleika. Ísland kom hvergi við sögu í kvöld svo að ég hélt með frændum okkar Írum í okkar stað því að frá þeim höfum við þegið skáldskapargáf- una. Írar hafa auk þess allra þjóða oft- ast unnið Eurovision en í kvöld brást þeim bogalistin þegar keppandi þeirra, kalkúninn Dustin, féll úr keppni, þrátt fyrir ljómandi góðan söngtexta sem sannar skyldleika Íra og Íslendinga. Eitt erindið í ljóðinu var til dæmis svona: „Hello Abba, hello Bono, hello Helsinki Ola Prague, hello sailor, se la vie Alvida sein Mama Mia, and god save the Queen Bon joir Serbia, good day Austria You know what I mean?“ Þetta kalla ég dýrt kveðið. Meira að segja James Joyce hefði verið stoltur af þessu ljóði. MIÐVIKUDAGUR, 21. MAÍ. Sigur réttlætisins og leðjan í Moskvu Annan daginn í röð var kvöldmatn- um flýtt svo að ég gæti horft á sjón- varpið. Það er þýðingarlaust að reyna að lýsa þeirri upplifun að sjá ofur- menninu John Terry skrika fótur í leðjunni á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu og klúðra mikilvægustu vítaspyrnu 21. aldar – og Man Unit- ed vinna Evrópumeistaratitilinn fyrir framan rauðbólgið nefið á kærum vini íslenskra mikilmenna, billjónungnum Róman Abramó- vitsj, á hans heimavelli. Stundum efast maður ekki um æðri forsjón og sigur réttlætisins. Reyndar var ég soldið veikur fyrir Chelsea meðan Eiður var þar innanbúðar. FIMMTUDAGUR, 22. MAÍ. Dillibossakvöld Ríkisstjórnin er búin að ferðast fyrir 95 milljónir á einu ári meðan borgarstjórn Reykjavíkur rétt slef- ar í 12 milljónir – og hefði ég þó haldið að borgarfulltrúar hefðu meiri tíma til að skemmta sér en önnum kafnir ráðherrar. Verst að þetta lið skuli ekki geta ferðast á kústsskafti eins og Harry Potter og fleira gott fólk. Ólafur borgarstjóri er bara búinn að ferðast fyrir 0 krónur, enda gerði minnihlutinn duglega grín að þeim heimóttarskap borg- arstjórans að bera sig ekki eftir frímiðum og dagpeningum eins og alvöru stjórnmálamaður. Mikið er ég stoltur af því að þjóðin mín skuli vera svo dugleg að borga skatta að mikilmenni þurfi ekki að neita sér um nokkurn skapaðan hlut. Það er að verða fullt starf hjá mér að horfa á sjónvarpið. Ísland er komið í úrslitakeppnina í Eurov- ision. Þetta var nú meira dillibossa- kvöldið – og ekki allt búið enn. Það liggur við að maður fari að sakna skrímslanna úr Lordi. Dillibossakvöld eftir kvöld Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um sjálfsnám í blístri og frönsku, írsk-íslenska skáldskapargáfu, heilun og handayfirlagn- ir. Einnig er vikið stuttlega að ferðalögum á kústsskafti, tilgangi lífsins og dillibossakeppni í Eurovision. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S A M SE TT M YN D S A M SE TT M YN D /K ID D I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S A M SE TT M YN D S A M SE TT M YN D /K ID D I Samkaup Úrval Borgarnesi Samkaup Úrval við Hyrnutorg óskar eftir verslunarstjóra ATVINNA Starfssvið: Ábyrgð á rekstri verslunarinnar Dagleg stjórnun og starfsmannahald Samskipti við viðskiptavini Birgðahald og önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur: Reynsla af verslunarstörfum skilyrði Frumkvæði og metnaður í starfi Góð framkoma og rík þjónustulund Reynsla af stjórnun rekstri. Um áhugavert starf er að ræða hjá ört stækkandi fyrirtæki. Góð laun í boði fyrir drífandi og kraftmikinn einstakling. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri Dómhildur Árnadóttir í síma 4215400 eða á netfangið domhildur@samkaup.is. Umsóknarfrestur er til 30.maí og umsóknir berist á sama netfang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.