Fréttablaðið - 12.07.2008, Page 22

Fréttablaðið - 12.07.2008, Page 22
[ ] Borið hefur á því undanfarið að dekkjum og felgum bíla hafi verið stolið en ýmislegt er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þess háttar uppákomur. „Við erum með læsingarrær og -bolta,“ segir Arnar Tryggvason, sölustjóri N1 í Fellsmúla. „Þetta virkar þannig að á hverju hjóli á bílnum er skipt út bolta og rám og settar rár sem eru afmyndaðar svo það pass- ar bara upp á þær sérstakur lykill sem fylgir settinu. Á boltanum er sérstakt mynstur sem bara þessi lykill passar á.“ Arnar segir að ekki sé hægt að nálgast lykil að sett- inu auðveldlega og að fá eins sett séu búin til og dreif- ast víða um heim. Hann segir það þó hafa komið fyrir að lyklar týnist. „Við höfum í flestum tilvikum getað útvegað nýjan lykil,“ segir hann og bætir við að það sé krafa af hálfu N1 að viðskiptavinurinn geti sýnt fram á lásbolta og -ráaeign sína. Að sögn Arnars hefur ótrúlega lítið verið spurt um þessi sett í vor þótt fréttir hafi borist af felguþjófnuð- um. „Fyrst á vorin hefur vanalega verið spurt um þetta því þá er oft alda af þjófnuðum undan bílum en það hefur verið ótrúlega lítið núna.“ Aðrar leiðir eru einnig færar til þess að verja bílinn gegn felgu- og dekkjaþjófum. „Við eigum til þjófa- varnir sem hægt er að tengja inn á hallanema,“ segir Guðmundur Ragnarsson, eigandi Nesradíó. „Kerfið virkar þannig að um leið og búið er að setja það á og einhver reynir að tjakka bílinn upp þá fer það í gang.“ Guðmundur upplýsir að um leið og hallinn á bílnum breytist um minnstu gráðu fari kerfið í gang. Hann segir að hallanemaþjófavörnin sé hluti af stærra þjófa- varnarkerfi og viðbót við það. „Það hefur verið spurt aðeins um þetta kerfi eftir að stolið var frá Páli Stefánssyni ljósmyndara,“ segir Guð- mundur og bætir við að fáir séu þó með hallavörnina eins og er. martaf@frettabladid.is Varnir gegn felguþjófum Arnar Tryggvason segir þá selja læsingarrær og -bolta til að verja felgurnar fyrir þjófum. FR ÉTTA B LA Ð A Ð /A U Ð U N N FR ÉT TA B LA Ð A Ð /A U Ð U N N Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi, býður nú upp á marga metanbíla og eru horfur á að úrval þeirra fari vaxandi. Guðmundur Ragnarsson býður upp á þjófavarnar- kerfi með hallanema. KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 í dag klukkan 13.00 við Kvartmílubrautina Kapelluhrauni. www.kvartmila.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.