Fréttablaðið - 17.07.2008, Side 52

Fréttablaðið - 17.07.2008, Side 52
32 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Lengi vel hef ég verið áhuga- maður um stangveiði þótt undan- farið ár hafi ég lítið stund- að þá iðju. En síðustu vikur hefur áhuginn blómstrað og fer ég reglulega í vötn í nágrenni Reykjavíkur og ætla mér stóra hluti. Ég gróf upp stöngina mína og skundaði á Þingvöll ásamt bróður mínum sem er mikill veiðimaður og einn þolinmóðasti einstakling- ur heims. Það fyrsta sem maður þarf að berjast við þegar gengið er að vatninu eru blessaður krí- urnar sem geta reitt margan góðan drenginn til reiði með öskr- um sínum og lágflugi. En um dag- inn gerði hettumávur aðsúg að okkur bræðrunum og varð brátt í brók á bróður minn. Á þeirri stundu mátti mávurinn þakka fyrir að við vorum í stangveiði en ekki skotveiði þennan umrædda dag. En þolinmæði og rólegheit bróður míns sýndi mátt sinn og gekk hann rólegur að veiðistaðn- um og veiðin hófst. Ekki er hægt að segja að veiðin hafi verið merkileg því hver titt- urinn á fætur öðrum kom á land og þolinmæði mín var á þrotum eftir að ég losaði titt númer tuttugu af flugunni. Ég vann öll mín framhaldsskóla- og háskóla- ár á leikskóla, eða samanlagt sjö ár, og sú vinna krafðist mikillar þolinmæði af manni. En hana var ekki að finna á þessari stundu á Þingvöllum og ég vildi komast heim sem allra fyrst. Að veiða titti eru jafnmikil vonbrigði og að reyna að slá heimsmet í 800 metra skriðsundi í sturtunni heima. Í næstu ferð minni á Þing völl mun ég nota veiðiaðferð Krókó- díla-Dundee sem samanstóð af slatta af dýnamíti og árabát. Sú aðferð gæti auðveldlega slegið á óþolinmæði mína og ég færi loksins heim með eitthvað annað en titti. STUÐ MILLI STRÍÐA Veiði þarfnast þolinmæði MIKAEL MARINÓ RIVERA FÓR NÝLEGA AÐ VEIÐA É máekki smsa í tíma É máekki smsa í tíma É máekki smsa í tíma Ekkert fjölgar zér jafnhratt og ryk! Ég þarf vopn! Etzo! Powercleaning! Fjarlægir fitu, bakteríur og óhreinindi af hvers kyns efnum! Jawohl? Æ, æ, æ. Þarna höfum við aumt lítið grey! Sem ber reyndar með sér ferskan barrilm ... Palli, lækkaðu í tónlistinni eða settu á þig heyrnartól! Heyrirðu hvað ég segi, ungi maður!? Ég skal ... Hann er með heyrnartól. Gott, hann kann að taka tillit til annarra. Lalli, rakaði Ólafur þinn ekki saman öllum laufunum og henti þeim í fyrra líka? Jú. Lærir hann aldrei? TIL HAMINGJU, Ha? Við gerðum morgunmat fyrir þig! Hafragraut, pönnukökur og safa ... ... og blóm í vasa! - geiiiisp!- En sætt af ykkur! Ég sá um matinn, og Hannes sá um að stilla vekjaraklukkuna svo við vöknuðum snemma. Ég vissi ekki einu sinni að klukkan fjög- ur um morgun væri til, vissir þú það? Ég veit það núna.MAMMA!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.