Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 4
4 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Forsætisráðherra í frí Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra mun gegna starfi forsætisráðherra meðan Geir H. Haarde verður erlendis í sumarleyfi frá 21. júlí til 31. júlí. STJÓRNARRÁÐIÐ SAMGÖNGUR Ólafur F. Magnússon borgarstjóri tekur ekki undir sjón- armið Gísla Marteins Baldursson- ar, fulltrúa Reykjavíkur í stjórn Strætós, um að bjóða eigi allan akstur Strætós út. Hann minnir á að frá því að fyrirtækið var stofn- að, í tíð R-listans, hafi einkaaðilar séð um hluta akstursins. „Ég hef lengi barist fyrir efl- ingu almenningssamgangna og mér finnst að sveitarfélögin eigi að eiga aðkomu að þessum vist- væna ferðamáta. Ég man eftir því þegar vilji var til að einkavæða Strætó fyrir árið 1994. Borgarbú- ar vildu það ekki þá og þeir vilja það ekki nú og ég ekki heldur,“ segir Ólafur. Ármann Kr. Ólafsson, stjórn- arformaður Strætós, lýsti því yfir við Fréttablaðið á sunnudag að skynsamlegast væri að bjóða allan akstur Strætós út. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Reykjavíkur í stjórninni, tók undir orð hans og sagðist vildu stefna að því í fram- tíðinni að það yrði gert. Báðir ítrekuðu þó að það væri ekki tíma- bært nú. Af öðrum fulltrúum í stjórn Strætó er Kristján Sveinbjörns- son, fulltrúi Álftaness, sá eini sem leggur áherslu á að hið opinbera haldi einhverjum hluta eftir í akstri. Hann segist vilja láta fyrir- hugað útboð ráða ferðinni. Gangi það vel megi auka hlut einkaaðila, þó ekki nema í 70 til 80 prósent. Sigrún Edda Jónsdóttir, fulltrúi Seltjarnarness, segir ekkert því til fyrirstöðu að bjóða allan akstur- inn út og þróunin eigi að vera í þá átt. Sveitarfélögin muni samt koma að rekstrinum. Erling Ásgeirsson í Garðabæ segir það endanlegt markmið í rekstri Strætó að bjóða allan reksturinn út. „Ég vil sjá allan reksturinn í höndum verktaka. Það er þegjandi samkomulag um það í stjórninni að þetta sé ekki tímabært nú, fyrst þurfi að ná tökum á öðrum hlutum,“ segir Erling. Hafsteinn Pálsson, fulltrúi Mos- fellsbæjar. segir frekari útboð ekki fýsilegt á þessum tímapunkti. „Það væri hins vegar virkilega spennandi kostur að geta komið akstrinum í hendur einkaaðila. En það er ekki komið að því nú,“ segir Hafsteinn. Hafnfirðingurinn Guðmundur Rúnar Árnason segir að skoða eigi þann möguleika að bjóða allan aksturinn út. „Ég hef enga trúar- afstöðu, hvorki með né á móti þessu. Við eigum að taka afstöðu á hverjum tímapunkti fyrir sig, en ekki í eitt skipti fyrir öll, og velja hagkvæmasta kostinn,“ segir Guð- mundur. kolbeinn@frettabladid.is Borgarstjóri á móti einkavæðingu Strætós Allir í stjórn Strætós vilja auka akstur einkaaðila. Aðeins fulltrúi Álftaness ger- ir kröfu um að hið opinbera haldi eftir hluta. Borgarstjóri vill ekki bjóða allt út. STRÆTÓ Ekki er sátt innan meirihlutans í Reykjavík um að stefna eigi að því að bjóða allan akstur hans út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓLAFUR F. MAGNÚSSON VIÐSKIPTI „Þeir sem sækja um veit- ingaleyfi geta falið lögreglustjóra að afla umsagna frá umsagnarað- ilum eins og heilbrigðiseftirlitinu og byggingafulltrúa,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Framkvæmdastjóra Kaffitárs tók nýlega yfir hundrað vinnu- stundir að afla leyfa fyrir nýjasta kaffihús fyrirtækisins. Forstjóri fyrirtækisins segir að ný lög sem tóku gildi síðasta sumar hafi ekki náð tilgangi sínum um að einfalda ferlið sem veitingamenn ganga í gegnum þegar nýtt útibú frá starf- andi fyrirtæki er opnað. „Alþingi hefur nýlega samþykkt lög til einföldunar og miða að því að útgáfa leyfa sé á einni hendi kjósi umsækjendur það,“ segir Björn. „Nú þarf einungis að fara til lögreglustjóra og unnt er að óska þess, að embætti hans sjái til þess að safna þeim umsögnum, sem þarf til útgáfu leyfis.“ Björn segir augljóst að fleiri en lögregla þurfi að koma að málum þegar nýtt veitingahús er opnað. „Lögregla gefur ekki út heil- brigðisvottorð, slökkvilið verður að skoða eldvarnir og bygginga- fulltrúi húsnæði, svo ekki sé minnst á hlut sveitarfélaganna sjálfra sem ákveða skipulag og þar með aðsetur veitingastaða.“ Aðspurður segist Björn ekki telja að nýju lögin verði endur- skoðuð í bráð. „Þessi lög hafa nýlega verið sett og ég þekki ekki hvernig ástandið var áður.“ - ht Dómsmálaráðherra segir álit margra þurfa til þegar nýtt veitingahús er opnað: Lögreglustjóri afli umsagna DÓMSMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarnason segir augljóst að fleiri en lögregla þurfi að koma að málum þegar nýtt veitinga- hús er opnað. Leiðrétting Í frétt um aflraunakeppni í Þórshöfn var talað um Íslenska kraftlyftinga- sambandið í stað Íslenska kraftlyft- ingafélagsins Metal. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhoven Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 21° 24° 23° 23° 17° 21° 20° 24° 19° 20° 16° 24° 19° 27° 29° 31° 21° 9 14 18 Á MORGUN 3-8 m/s FIMMTUDAGUR 5-10 m/s 10 13 16 12 14 12 12 12 5 5 8 10 6 5 7 6 6 6 5 11 18 18 1313 14 19 18 14 MIKIL HLÝINDI EYSTRA Í dag á ég von á að hitinn á Austurlandi og Austfjörðum nái allt að 22 gráðum og framundan eru mildir dagar Norðanlands og Austan. Á landinu sunnan- og vest- an-verðu verður nokkuð svalara en þó tveggja stafa hitatölur víðast hvar. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Um tuttugu félagar í samtökunum Saving Iceland mótmæltu við álverið og járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga um miðjan dag í gær. Mótmælendurnir stöðvuðu umferð að Grundartanga með því að hlekkja sig saman og mynda vegatálma. Með mótmæl- unum vildu samtökin meðal annars mótmæla fyrirhuguðu álveri og súrálsverksmiðju fyrirtækisins Century í Vestur- Kongó, og afleiðingum námu- graftar og súrálsframleiðslu á Jamaíka. Century rekur álverið á Grundartanga. - þeb Meðlimir í Saving Iceland: Mótmæltu á Grundartanga TYRKLAND, AP Þrír þýskir fjall- göngumenn sem kúrdískir uppreisnarmenn í PKK-samtök- unum rændu 8. júlí í austurhluta Tyrklands voru látnir lausir í gær. Með ráninu hugðust uppreisnar- mennirnir þvinga Þjóðverja til að láta af aðgerðum gegn PKK. Ekki er ljóst hvort PKK-menn létu gíslana sjálfviljugir af hendi. PKK hefur barist fyrir sjálfstjórn Kúrda í Suðaustur- Tyrklandi síðan 1984. Tugir þúsunda hafa látist í baráttu þeirra. Tyrkland, Evrópusam- bandið og Bandaríkinn skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. - gh Kúrdískir uppreisnarmenn: Þrír Þjóðverjar látnir lausir ÞÝSKU FJALLGÖNGUMENNIRNIR Angela Merkel, kanslari Þýskalands, þakkaði tyrkneskum yfirvöldum fyrir þeirra þátt í lausn gíslanna. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í tvö hús í Garðabæ og eitt hús í Hafnarfirði milli klukkan eitt og fimm í gærdag. Var talsverðu magni af heimilistækjum og persónulegum munum stolið úr öllum þremur húsunum. Lögregla handtók fjóra síðdegis. Eru þeir grunaðir um aðild að öllum þremur innbrotunum. Þeir bíða nú yfirheyrslu hjá lögreglu. Þá fékk lögregla tilkynningu um að verið væri að brjótast inn í hús við Hraunbæ í Árbæ upp úr klukkan tvö í gærdag. Lögreglu- bíll kom á staðinn og handtók aðilann. Hann var yfirheyrður í gær og honum hefur verið sleppt. - kg Talsvert um innbrot í gær: Grunaðir um þrjú innbrot ÍRLAND, AP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ræddi í gær við írska stjórnmálamenn um framtíð Lissabon- sáttmálans. Lissabon- sáttmálanum var ætlað að auka skilvirkni í stjórnsýslu ESB og auka lýðræðislegt umboð sam- bandsins. Írar felldu sáttmálann í þjóðarat- kvæðagreiðslu fyrr í sumar. Sarkozy hefur hvatt ríki til að fullgilda sáttmálann, þrátt fyrir höfnun Íra. Hann sagðist hins vegar vera á Írlandi til að hlusta á Íra, ekki til að þvinga þá til neinnar niðurstöðu. - gh Lissabon-sáttmálinn ræddur: Sarkozy talar fyrir framtíð sáttmálans NICOLAS SARKOZY GENGIÐ 21.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,8205 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 78,19 78,57 156,06 156,82 123,95 124,65 16,613 16,711 15,413 15,503 13,126 13,202 0,7323 0,7365 127,76 128,52 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.