Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 26
● lh hestar 22. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Stóðhesturinn Glotti frá Sveinatungu stóð efstur í röð sex vetra stóðhesta á LM2008 með 8,58 í aðaleinkunn, þar af 8,88 fyrir kosti. Faðir hans, Gustur frá Hóli, var bestur stóðhesta á sama stað fyrir fjórtán árum. Ræktendur Glotta eru Jósef Val- garð Þorvaldsson á Víðivöllum fremri og Þorvaldur Jósefsson, kenndur við Sveinatungu. Eig- andi er Sigurður V. Ragnarsson í Keflavík. Móðir Glotta er Sonnetta frá Sveinatungu, sem á að öfum þá Gust frá Sauðárkróki og Borg- fjörð frá Hvanneyri. Glotti var fyrst sýndur fjögurra vetra og fékk þá 7,67 fyrir sköpulag. Hann hefur braggast mikið síðan og heldur nú á 8,11 fyrir þann þátt. Hann hefur alltaf sýnt af sér einstaka geðprýði og vilja til að þóknast knapanum, fær 9,5 fyrir vilja og geðslag, sem og skeið. Knapi á Glotta var Jakob Sig- urðsson. Hann sýndi mörg úrvals góð hross á mótinu, meðal ann- arra bræðurna Arð og Auð frá Lundum í Borgarfirði, sem vöktu mikla athygli og eru stjörnu- hestar í stóðhestum. Jakob fékk viðurkenningu Félags tamninga- manna á Landsmótinu fyrir góða reiðmennsku. Jakob og Glotti á toppinn Jakob fagnar sigri á Glotta frá Sveinatungu. MYND/JENS EINARSSON Blesastaðir 1A var kosið besta ræktunarbúið á LM2008 úr hópi tólf búa sem þar komu fram með hross sín í sérstakri sýningu ræktunarbúa. Áhorfendur kusu í GSM símakosningu. Í hópnum frá Blesastöðum voru sjö úrvals tölthross. Mörg hver hafa feng- ið 9,0 eða 9,5 fyrir tölt í kynbóta- dómi. Þar á meðal stóðhestarnir Krummi, Krákur og Möller frá Blesastöðum 1A. Ræktendur á Blesastöð- um 1A eru Magnús Svavars- son og Hólmfríður Björnsdótt- ir. Þau hafa náð afar góðum ár- angri í sinni ræktun á tiltölulega skömmum tíma. Þau hafa lagt áherslu á að rækta hágeng, flott og viljug tölthross. Það hefur þeim tekist, eins og dæmin sanna. Blesastaðir 1A ræktunarbú LM2008 Hólmfríður Björnsdóttir og Magnús Svavarsson á Blesastöðum 1A taka við viður- kenningu fyrir besta ræktunarhópinn á LM2008. MYND/JENS EINARSSON Ný kennslubók í tamningu og þjálfun hesta var kynnt til sögunnar í markaðstjaldinu á LM2008. Höfundur bókarinnar er Benedikt Líndal tamninga- meistari. Ber hún nafnið Samspil. Benedikt hefur áður gefið út kennslumyndböndin Frumtamning og Þjálfun, sem bæði fengu mjög góðar viðtökur. Bókin Samspil er beint og óbeint framhald af mynd- böndunum og er lokakaflinn í þeirri þrennu. Vísar textinn í bókinni oftar en ekki í myndböndin. Tónninn í bókinni er líkur og í myndunum. Ekki of fræðilegur, ekki of formleg- ur. Lesandinn upplifir sig sem þátt- takanda í spjalli við vin og kunn- ingja sem hefur góð ráð undir rifi hverju en er alls ekki að þröngva sínum skoðunum upp á aðra. VIRÐING FYRIR HESTINUM Virðing Benna fyrir hestinum er rauður þráður í gegnum þessi þrjú verk. Allt hans líf snýst um hesta og flest sem þeim tengist. En það er „samspil“ manns og hests sem alltaf situr í fyrirrúmi. Bókin Samspil er um 150 síður. Hún er prýdd fjölda fallegra mynda eftir Friðþjóf Helgason ljósmyndara. Friðþjófur var einnig á bak við kvikmyndavélina við gerð mynd- bandanna tveggja. Bókaútgáfan Uppheimar á Akranesi gefur bók- ina út. Samspil Benedikts Líndal Benedikt áritar bók sína í markaðstjaldinu á LM2008. MYND/JENS EINARSSON Rúnir rist- ar í stein Framkvæmdanefnd Landsmóts tekur við gjöf víkinganna. MYND/JENS EINARSSON FRÉTTAMIÐLAR: www.eidfaxi.is www.hestafrettir.is www.847.is www.horse.is STOFNANIR: www.feif.org www.lhhestar.is www.holar.is www.landsmot.is www.worldfengur.is www.tamningamenn.is www.fhb.is HROSSABÚ SÝNISHORN: www.strandarhofud.is www.akurgerdi.is www.arabaer.is www.armot.is www.austurkot.is Hestamenn á netinu Víkingafélagið Rimmugýgur sló upp tjaldbúðum á Lands- móti hestamanna. Sýndu þeir þar forna háttu forfeðra okkar, bardagalist og handverk. Í mót- slok færðu þeir Landsmóti stein að gjöf, ristan rúnum. Koma víkinganna vakti mikla lukku á Landsmótinu. Sýning- ar þeirra voru áhugaverðar og straumur fólks var í tjaldbúðirn- ar. Sýningar Rimmugýgjar eru ekkert plat. Þar er eldur í smiðju, lambsskrokkar á teini, mynt- slátta í gangi, skartgripir í smíð- um og fleira og fleira. Bardaga- sýningarnar njóta ávallt mikilla vinsælda en mörgum þykja þær helst til raunverulegar. Vopnin eru ekta og eru smíðuð að fyrir- mynd frægra áhalda úr fornsög- unum. Víkingarnir færðu Lands- mótinu gjöf í kveðjuskyni, eins og þeirra er háttur. Er það steinn sem er rúnum ristur. Þar stend- ur: Landsmót var haldið hér á Gaddstaðaflötum. Söðlasmiðurinn Mosó, Kjarna, Þverholt 2, 270 Mosfellsbæ opnar eftir sumarfrí kl. 11:00 þann 8. ágúst Kjarna • Þverholt 2 • 270 Mosfellsbæ www.icesaddle@icesaddle.net • Sími 566 7450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.