Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 22
● lh hestar 22. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 Á tjánda Landsmóti hestamanna lauk með magnþrunginni keppni í A-flokki gæðinga sjötta júlí síðastliðinn. Það var gleðilegt að líta yfir mótssvæðið á Gaddstaðaflötum þar sem litskrúðugt mann- hafið breiddi úr sér í brekkunni og hyllti hrossin og knapa þeirra ákaft í lokin. Það er mikil sæmd hverjum hestamanni að koma gæðingi sínum á Landsmót. Að baki liggur margra ára þrotlaus vinna, seigla og ein- beitni. Á Landsmótum skipa knapar og hross fyrsta sess í gríðarlega umfangsmikilli sýningu og keppni sem í dag er stærsti íþróttaviðburð- ur landsins. Draumur margra ræktenda rættist á Landsmótinu á Hellu og óska ég þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Ein- hverjir urðu að vonum vonsviknir en mæta vonandi til leiks á ný með áræðnina í farteskinu á Vindheimamela í Skagafjörð árið 2010. Þrátt fyrir að íslenski gæðingurinn skipi ávallt höfuðsess á Lands- mótum hefur þetta fjölsótta mót margar aðrar hliðar. Hestamennskan er í senn atvinnugrein og kaupmennska, en er að sama skapi fjölskyldu- væn íþrótt þar sem ungir jafnt sem aldnir taka þátt. Landsmótin bera keim af þessu og hafa yfir sér skemmtilegan blæ íþróttarinnar í bland við sölu- og markaðsmál, útihátíðarstemningu og fjölþjóðleika. Metaðsókn var á Landsmót hestamanna í þetta skiptið og það er sannfæring mín að þessi viðburður eigi mikla möguleika á að vaxa og dafna enn frekar hestamennskunni í landinu til framdráttar. Landsmótið í ár er hið fjórða í röðinni sem rekið er undir merkjum einkahlutafélags. Mikil og dýrmæt reynsla hefur safnast á þessum árum og tel ég nauðsynlegt að staldrað verði við, litið yfir farinn veg og sýn mótuð inn í framtíðina. Þannig vinnum við enn betur að ævintýrum íslenska hestsins á Vindheimamelum árið 2010. Ég þakka hestamönnum og öllum hlutaðeigandi frábært samstarf á Gaddstaðaflötum 2008. Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts 2008. Að loknu landsmóti Svo virðist sem hliðgæsla og almenn gæsla á LM2008 hafi ekki verið sem skyldi. Aðal- hlið voru ekki mönnuð allan sólarhringinn eins og venja er á Landsmótum. Hópar ung- linga sem ekki keyptu sig inn á mótið komust óáreittir inn á tjaldstæðin og ollu þar nokkr- um usla. STJÓRNUNIN BRÁST „Það var skýr stefna mótsstjórn- ar að tjaldstæðin áttu aðeins að vera fyrir gesti Landsmóts,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Landsmóts. „Sú breyting var gerð á skipulagi svæð- isins að keppnis- og sýningarsvæð- ið var girt af, en tjaldstæðin höfð áfram á sínum stað fyrir utan. Það er skýrt kveðið á um það í samningi við Flugbjörgunarsveitina á Hellu að aðeins gestir með armband LM2008 hefðu aðgang að tjaldstæð- unum. Ég vil taka það fram að við berum mikla virðingu fyrir óeigin- gjörnu starfi björgunarsveitanna í landinu. En í þessu tilviki erum við að greiða háar fjárhæðir fyrir þessa þjónustu. Því miður virð- ist eitthvað hafa farið úrskeiðis í stjórnun gæslunnar að þessu sinni og það olli mér og öðrum veruleg- um vonbrigðum. Þegar bæði fram- kvæmdastjóri og mótsstjóri finna sig knúna til að taka sér stöðu í hliðgæslu þá er eitthvað að.“ FJÁRHAGSLEGT TJÓN HUGSANLEGT LH Hestar hafa öruggar heimild- ir fyrir því að aðalhliðið var ekki mannað allan sólarhringinn og fólk fór um hliðið í einhverjum mæli óáreitt. Er ekki ljóst að einhverjir hafa komist inn á svæðið án þess að borga og að LM hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni? „Það er of snemmt að fullyrða nokkuð í þessu sambandi. Við erum með þetta mál til skoðunar og erum að safna saman upplýs- ingum. Auðvitað er það fjárhags- legt tjón ef margir komast inn án þess að kaupa miða. En það er ekki síður tjón fyrir ímynd Landsmóts- ins að unglingar skuli geta hreiðr- að um sig á tjaldstæðunum og verið þar með óspektir og drykkjulæti. Okkur þykir mjög leitt að þetta skyldi henda og ég vil biðja þá sem í hlut eiga velvirðingar fyrir hönd Landsmóts,“ segir Jóna Fanney að lokum. Brestir í gæslu á Landsmóti 2008 Séð yfir hluta tjaldstæðanna á Gaddstaðaflötum. Það eru hins vegar tjaldbúðir víkinganna í Rimmugýgi sem eru í forgrunni. MYND/JENS EINARSSON „Landsmótið tókst í megin- atriðum vel,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH. „Dagskráin hélst í skorðum, keppni og sýningar fóru vel fram og fólk skemmti sér vel. En eins og gengur voru nokkur atriði sem hefðu mátt betur fara.“ NOKKUR GRUNDVALLARATRIÐI „Það eru nokkur grundvallar atriði sem verða að vera í lagi á svona stórum útisamkomum svo allir verði ánægðir. Fólk verður að hafa greiðan aðgang að veitingum á viðunandi verði. Ég held að flest- ir hafi verið sáttir við þann þátt. Í öðru lagi þarf fólk að geta verið öruggt með að fá næði til að hvíl- ast, geta verið öruggt á sínu tjald- stæði. Í þriðja lagi eru það salernis- málin og í fjórða lagi veðrið.“ ÓFYRIRSÉÐAR UPPÁKOMUR „Við urðum fyrir ófyrirséðum óþægindum á þessu móti. Í fyrsta lagi var veðrið ekki alveg upp á það besta fyrri part vikunnar og tvisvar gerði hreinlega storm í nokkra klukkutíma þannig að allt ætlaði um koll að keyra. Í öðru lagi fengum við óboðna gesti inn á tjaldstæðin, sem komu í þeim eina tilgangi að vera með ófrið og drykkjulæti. Þetta raskaði ró okkar fólks. Sumir urðu fyrir verulegri truflun og óþægindum. Í þriðja lagi sköpuðust biðraðir við salerni á mestu álagstímum; vandamál sem ætti að heyra for- tíðinni til. Þessi mál verða tekin til rækilegrar skoðunar og verða örugglega rædd á ársþingi LH í haust. Að sjálfsögðu getum við ekki ráðið við veðrið, en skipulag- ið getum við bætt,“ segir Harald- ur Þórarinsson. Í meginatriðum gott Haraldur Þórarinsson ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við setningu Landsmóts 2008. MYND/JENS EINARSSON Málgagn Landssambands hestamannafélaga Útgefandi: Landssamband hestamannafélaga Heimilisfang: Íþróttamiðstöðin, Engjavegi 6, 104 Reykjavík Netfang: lh@isisport.is Sími: 514-4030 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jens Einarsson Netfang: jenseinars@simnet.is Sími: 862-7898 Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson sími: 512-5435, GSM 822-5062 HELSTU SAMSTARFSAÐILAR LH ERU: lh hestar ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL „Nánast hver einasti einstakling- ur á tjaldstæðunum var með arm- band LM2008. Þeir sem komu í sjúkraskýli og þeir sem lögregla þurfti að hafa afskipti af voru með armband,“ segir Svanur Sævar Lárusson, formaður Flug- björgunarsveitarinnar á Hellu, sem sá um gæslu á Gaddstaða- flötum. „Að okkar mati og lögreglunn- ar fór þessi fjölmenna samkoma mjög vel fram. Sögur um skríls- læti utanaðkomandi hópa sem borguðu sig ekki inn eiga ekki við rök að styðjast nema að mjög litlu leyti. Engin alvarleg slys urðu á fólki og engar kærur bár- ust vegna meintra brota. Tjaldstæðin voru hins vegar ekki vel skipulögð. Ólíkir hópar voru of nálægt hverjir öðrum. Það eru alltaf nokkrir sem fara offari í að skemmta sér. En ég kalla það ekki skrílslæti að syngja og spila á gítar. Það heldur vissu- lega vöku fyrir fólki sem ætlar að fara snemma að sofa í næsta tjaldi. En við getum ekki geng- ið tjald úr tjaldi og sagt fólki að fara í háttinn klukkan eitt. Það voru líka mistök að vera ekki með aðalhliðið út við veg eins og verið hefur. Að lokum þá tel ég rétt að geta þess að fulltrú- ar Landsmóts ehf. lögðu mikla áherslu á að halda starfsfólki okkar í lágmarki. Okkur tókst að hífa þá tölu aðeins upp. En tveir til fjórir menn í gæslu á tjald- stæði sem er nokkrir hektarar að stærð dugar engan veginn. Það sjá allir,“ segir Svanur Sævar Lárusson. Skipulagsleysi fremur heldur en skrílslæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.