Fréttablaðið - 22.07.2008, Síða 26

Fréttablaðið - 22.07.2008, Síða 26
● lh hestar 22. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Stóðhesturinn Glotti frá Sveinatungu stóð efstur í röð sex vetra stóðhesta á LM2008 með 8,58 í aðaleinkunn, þar af 8,88 fyrir kosti. Faðir hans, Gustur frá Hóli, var bestur stóðhesta á sama stað fyrir fjórtán árum. Ræktendur Glotta eru Jósef Val- garð Þorvaldsson á Víðivöllum fremri og Þorvaldur Jósefsson, kenndur við Sveinatungu. Eig- andi er Sigurður V. Ragnarsson í Keflavík. Móðir Glotta er Sonnetta frá Sveinatungu, sem á að öfum þá Gust frá Sauðárkróki og Borg- fjörð frá Hvanneyri. Glotti var fyrst sýndur fjögurra vetra og fékk þá 7,67 fyrir sköpulag. Hann hefur braggast mikið síðan og heldur nú á 8,11 fyrir þann þátt. Hann hefur alltaf sýnt af sér einstaka geðprýði og vilja til að þóknast knapanum, fær 9,5 fyrir vilja og geðslag, sem og skeið. Knapi á Glotta var Jakob Sig- urðsson. Hann sýndi mörg úrvals góð hross á mótinu, meðal ann- arra bræðurna Arð og Auð frá Lundum í Borgarfirði, sem vöktu mikla athygli og eru stjörnu- hestar í stóðhestum. Jakob fékk viðurkenningu Félags tamninga- manna á Landsmótinu fyrir góða reiðmennsku. Jakob og Glotti á toppinn Jakob fagnar sigri á Glotta frá Sveinatungu. MYND/JENS EINARSSON Blesastaðir 1A var kosið besta ræktunarbúið á LM2008 úr hópi tólf búa sem þar komu fram með hross sín í sérstakri sýningu ræktunarbúa. Áhorfendur kusu í GSM símakosningu. Í hópnum frá Blesastöðum voru sjö úrvals tölthross. Mörg hver hafa feng- ið 9,0 eða 9,5 fyrir tölt í kynbóta- dómi. Þar á meðal stóðhestarnir Krummi, Krákur og Möller frá Blesastöðum 1A. Ræktendur á Blesastöð- um 1A eru Magnús Svavars- son og Hólmfríður Björnsdótt- ir. Þau hafa náð afar góðum ár- angri í sinni ræktun á tiltölulega skömmum tíma. Þau hafa lagt áherslu á að rækta hágeng, flott og viljug tölthross. Það hefur þeim tekist, eins og dæmin sanna. Blesastaðir 1A ræktunarbú LM2008 Hólmfríður Björnsdóttir og Magnús Svavarsson á Blesastöðum 1A taka við viður- kenningu fyrir besta ræktunarhópinn á LM2008. MYND/JENS EINARSSON Ný kennslubók í tamningu og þjálfun hesta var kynnt til sögunnar í markaðstjaldinu á LM2008. Höfundur bókarinnar er Benedikt Líndal tamninga- meistari. Ber hún nafnið Samspil. Benedikt hefur áður gefið út kennslumyndböndin Frumtamning og Þjálfun, sem bæði fengu mjög góðar viðtökur. Bókin Samspil er beint og óbeint framhald af mynd- böndunum og er lokakaflinn í þeirri þrennu. Vísar textinn í bókinni oftar en ekki í myndböndin. Tónninn í bókinni er líkur og í myndunum. Ekki of fræðilegur, ekki of formleg- ur. Lesandinn upplifir sig sem þátt- takanda í spjalli við vin og kunn- ingja sem hefur góð ráð undir rifi hverju en er alls ekki að þröngva sínum skoðunum upp á aðra. VIRÐING FYRIR HESTINUM Virðing Benna fyrir hestinum er rauður þráður í gegnum þessi þrjú verk. Allt hans líf snýst um hesta og flest sem þeim tengist. En það er „samspil“ manns og hests sem alltaf situr í fyrirrúmi. Bókin Samspil er um 150 síður. Hún er prýdd fjölda fallegra mynda eftir Friðþjóf Helgason ljósmyndara. Friðþjófur var einnig á bak við kvikmyndavélina við gerð mynd- bandanna tveggja. Bókaútgáfan Uppheimar á Akranesi gefur bók- ina út. Samspil Benedikts Líndal Benedikt áritar bók sína í markaðstjaldinu á LM2008. MYND/JENS EINARSSON Rúnir rist- ar í stein Framkvæmdanefnd Landsmóts tekur við gjöf víkinganna. MYND/JENS EINARSSON FRÉTTAMIÐLAR: www.eidfaxi.is www.hestafrettir.is www.847.is www.horse.is STOFNANIR: www.feif.org www.lhhestar.is www.holar.is www.landsmot.is www.worldfengur.is www.tamningamenn.is www.fhb.is HROSSABÚ SÝNISHORN: www.strandarhofud.is www.akurgerdi.is www.arabaer.is www.armot.is www.austurkot.is Hestamenn á netinu Víkingafélagið Rimmugýgur sló upp tjaldbúðum á Lands- móti hestamanna. Sýndu þeir þar forna háttu forfeðra okkar, bardagalist og handverk. Í mót- slok færðu þeir Landsmóti stein að gjöf, ristan rúnum. Koma víkinganna vakti mikla lukku á Landsmótinu. Sýning- ar þeirra voru áhugaverðar og straumur fólks var í tjaldbúðirn- ar. Sýningar Rimmugýgjar eru ekkert plat. Þar er eldur í smiðju, lambsskrokkar á teini, mynt- slátta í gangi, skartgripir í smíð- um og fleira og fleira. Bardaga- sýningarnar njóta ávallt mikilla vinsælda en mörgum þykja þær helst til raunverulegar. Vopnin eru ekta og eru smíðuð að fyrir- mynd frægra áhalda úr fornsög- unum. Víkingarnir færðu Lands- mótinu gjöf í kveðjuskyni, eins og þeirra er háttur. Er það steinn sem er rúnum ristur. Þar stend- ur: Landsmót var haldið hér á Gaddstaðaflötum. Söðlasmiðurinn Mosó, Kjarna, Þverholt 2, 270 Mosfellsbæ opnar eftir sumarfrí kl. 11:00 þann 8. ágúst Kjarna • Þverholt 2 • 270 Mosfellsbæ www.icesaddle@icesaddle.net • Sími 566 7450

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.