Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 56
36 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Landbúnaðarsýningin á Hellu hefst í dag, en hún er haldin í tilefni af hund rað ára afmæli Búnaðarsam- bands Suðurlands. Sýningin, sem verður ein sú stærsta sinnar tegundar hér á landi, stend- ur fram á sunnudag. Hlutverk henn- ar er að sýna fram á þróun og tækni í landbúnaði, ásamt því að kynna hlut- verk og stöðu íslensks landbúnaðar í þjóðfélaginu. Jóhannes Hr. Símonar- son, framkvæmdastjóri sýningarinn- ar segir sýninguna fyrst og fremst vera fjölskyldusýningu. „Fjölskyldan öll getur komið og kynnt sér íslenskan landbúnað frá a-ö. Við verðum með til sýnis allar tegundir búfjár sem til eru í landinu. Dagsskráin okkar er fjöl- breytt. Við verðum meðal annars með töltmót, skeiðkeppni, hrútaþukl, lita- sýningu sauðfjár og kúa- og kálfasýn- ingu. Á henni munu bændur leiða fram kýr sínar og keppa um hver þeirra sé best. Börnin teyma fram kálfana til að sýna hversu vel þau hafa staðið sig í að temja þá,“ segir Jóhannes. Sölu- og kynningarbásar verða einn- ig á sýningunni. „Hér verða bæði fyrir tæki sem þjónusta bændur og fyrir tæki sem vilja ná til þeirra. Hér verður líka heljarinnar vélasýning á eins hektara svæði,“ segir Jóhannes. Skipulagðir leikir verða fyrir börnin og möguleiki á að veiða í tjörninni. Rúmlega tuttugu ár eru síðan sam- bærileg sýning var haldin hér á landi, en það var í Víðidal árið 1987. „Í tilefni sjötíu ára afmælis Búnaðar- sambandsins, árið 1978, var líka haldin vegleg landbúnaðarsýning á Selfossi, og svo hafa minni sýningar verið haldnar inn á milli,“ segir Jóhannes. Að sögn hans hófst undirbúningur- inn að sýningunni um áramótin. „Ég fékk leyfi frá störfum og byrjaði sem framkvæmdastjóri sýningarinnar í janúar. Vinnan hefur farið sívaxandi og varð að fullu starf í júlí,“ segir Jó- hannes, en hann vinnur sem ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Landbúnaðarsýningin á Hellu verð- ur haldin í Reiðhöllinni þar sem Lands- mót hestamanna var haldið í sumar og opnar í dag klukkan tvö. Þeim sem vilja kynna sér dagskrána betur er bent á heimasíðuna www.landbunadar- syning.is klara@frettabladid.is LANDBÚNAÐARSÝNING: BÚNAÐARSAMBAND SUÐURLANDS HUNDRAÐ ÁRA Allar tegundir búfénaðar JÓHANNES HR. SÍMONARSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SÝNINGARINNAR, lofar glæsilegri sýningu þar sem fjölskyldan verður í fyrirrúmi. MYND/GUÐMUNDUR KARL MERKISATBURÐIR 1864 Tólf þjóðir skrifa undir fyrsta Genfarsáttmál- ann og Rauði krossinn er stofnaður. 1902 Theodore Roosevelt ekur fyrstur Bandaríkjaforseta í bifreið. 1943 Um átta hundruð marsvín rekur á land við Búlands- höfða á Snæfellsnesi og í nágrenni hans. 1950 Althea Gibson tekur þátt í alþjóðlegri tenniskeppni, fyrst þeldökkra kvenna. 1992 Vestnorrænu kvennaþingi á Egilsstöðum lýkur með því að hlaðin er varða úr grjóti frá Grænlandi, Fær- eyjum og Íslandi. 1993 Kristján Helgason, 19 ára, verður heimsmeistari í snóker í flokki 21 árs og yngri á móti í Reykjavík. ÞÝSKA KVIKMYNDAGERÐARKONAN LENI RIEFENSTAHL FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1902 „Ég er hugfangin af því sem er fallegt, sterkt, heilbrigt og lif- andi. Ég leitast eftir jafnvægi.“ Leni var fræg fyrir nýjungagirni í sinni kvikmyndagerð, en hún vann einnig sem dansari og leikkona. Frægasta mynd hennar er áróðurs- myndin Triumph of the Will sem hún gerði árið 1934, en hún var góð vin- kona Adolfs Hitler. Leni lést 101 árs gömul árið 2003 í Þýskalandi. SJÓMINJASAFNIÐ Dagskrá hefst klukkan 12 á morgun. Á þessum degi árið 1858 var þró- unarkenning Darwins fyrst gefin út í tímaritinu The Journal of the Proc- eedings of the Linnean Society of London, ásamt svipuðum kenn- ingum Alfred Russel Wallace um sama efni. Kenningar þeirra félaga vöktu litla athygli þegar tímaritið kom út og í uppgjöri yfir árið 1858 sagði forseti Linnean félagsins að ekki hefðu verið gerðar neinar mark- verðar uppgötvanir né rannsókn- ir á árinu. Darwin vann hart að því að klára bók sína, On the Origin of Species by Means of Natural Sel- ection, or The Preservation of Favoured Races in the Struggle for Life, sem kenningar þær er birt- ust í tímaritinu voru byggðar á. Bókin kom út í nóvember 1859. Bókin varð, öllum að óvörum, metsölubók og fyrsta upplagið seldist upp. Í bókinni setur Darwin fram rök um nýstárslega þróunarkenningu mannsins ásamt nákvæmum athugunum og ályktun- um. Charles Robert Darwon fæddist tólfta febrúar 1809 í Englandi. Hann var náttúrufræðingur, jarðfræðingur og mikill safnari. Hann fékk áhuga á náttúrufræði þegar hann var í lækn- isfræði við háskólann í Edinborg og síðar við guðfræðideildina við Cam- brigde háskóla. Fyrir utan bók sína On the Origin of Species gaf hann út bækurn- ar The Descent of Man, and Selection in Relation to Sex og The Expression of the Emotions in Man and Animals. Einnig gaf hann út nokkrar bækur um rannsóknir sínar á plöntum. ÞETTA GERÐIST: 22. ÁGÚST 1858 Þróunarkenning Darwins gefin út AFMÆLI Söngkonan Tori Amos er 45 ára í dag. Þórarinn Eld- járn rithöfund- ur er 59 ára í dag. Nafn: Guðrún Linda Péturs- dóttir. Starf / skóli: Nemi í Verzló. Hverfi: Helgarhverfi á Völlunum í Hafnarfirði og hef verið að taka mikið af afleysingum. Hvað hefur þú starfað lengi sem blaðberi? Bara í sumar. Lest þú Fréttablaðið? Já. Ertu í þessu fyrir hreyfinguna eða launin? Bæði, þetta er fínn peningur fyrir smá göngutúr. Ertu ein í þessu eða ertu með aðstoðarmann/menn? Mamma hjálpar nú stundum. Hver voru þín viðbrögð þegar þér var tilkynnt að þú værir blaðberi mánaðarins? Ég fór bara að hlæja, fannst það fynd- ið. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur séð/upplifað á meðan þú berð út? Það er svolítið fyndið þegar hundar rífa blöðin úr lúgunni. Hefur þú áður hlotið verð- laun fyrir útburð á Frétta- blaðinu? Nei, en ég hef unnið í lottói. Áhugamál? Körfubolti og að vera með Gumma, kærastan- um mínum. BLAÐBERI MÁNAÐARINS: GUÐRÚN LINDA PÉTURSDÓTTIR Fyndið þegar hundar rífa blöðin úr lúgunni Í tengslum við menningar- nótt verður dagskrá í Sjó- minjasafninu á morgun. Hún hefst klukkan 12 á við Félags- miðstöðina Aflagranda 40 með söng og súpu í hádeginu. Söguganga verður gengin frá Örfirisey eftir Grandagarði en forstöðukona Sjóminja- safnsins, Sigrún Magnús- dóttir, mun leiða gönguna. Fjörugt bryggjuball verður haldið niðri á Óðinsbryggju og tekið verður á móti gest- um í varðskipinu Óðni. Hægt verður að bragða á skrínu- kosti eyrarkarla eða rúg- brauði með púðursykri og svörtu kaffi. Dagskráin er sniðin fyrir alla fjölskylduna. Bryggjuball Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Guðný Grendal Magnúsdóttir Krossnesi, lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, þriðjudaginn 19. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Jóhannes Magnús Þórðarson Kolfinna Jóhannesdóttir Magnús Skúlason, Jóhann Helgi Jóhannesson Ragnheiður Helen Eðvarðsdóttir Sigrún Grendal Jóhannesdóttir Magnús Jóhannesson Þorsteinn Jóhannesson Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Andrew Gosling og barnabörn. Elskulegi eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ámundi Reynir Gíslason Lækjarsmára 8, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ mið- vikudaginn 20. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Inga Lovísa Guðmundsdóttir Guðlaug Anna Ámundadóttir Snorri Böðvarsson Gunnar Þorsteinsson Ásdís Ámundadóttir Kjartan H. Bjarnason Guðmundur Ámundason Elísabet Siemsen Ámundi Ingi Ámundason Hanna G. Daníelsdóttir Reynir Ámundason Guðrún H. Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.