Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 70
50 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabla- HANDBOLTI Margir leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa verið að spila frábærlega á Ólympíuleikunum og þessi aukna breidd í sókninni auk góðs varnarleiks á mikinn þátt í að Ísland á möguleika á verðlaunum. Þetta kemur vel fram í tölfræði fyrstu sex leikjanna en Kínverjar halda saman ítarlegri tölfræði um þróun mála í leikjunum. Ísland á bæði markahæsta leikmanninn (Snorri Steinn Guðjónsson) sem og þann sem hefur gefið flestar stoðsendingar (Arnór Atlason). Auk þeirra eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson báðir meðal átta marksæknustu leikmanna leikanna það er leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum annaðhvort með því að skora þau eða eiga stoðsendingu. Alexander Petersson kemst einnig á listann en hann er í 25. sæti en allir þessir fimm leikmenn eru að skora meira en þrjú mörk að meðaltali í leik. Snorri Steinn Guðjónsson hefur skorað flest mörk á mótinu eða 38 í sex leikjum en hann deilir reyndar efsta sætinu með Þjóðverjanum Michael Kraus. Guðjón Valur Sigurðsson er í fjórða sæti fimm mörkum á eftir þeim félögum. Alexander Petersson kemst einnig inn á topp tíu lista markahæstu manna en hann er í 8. sætinu. Arnór Atlason hefur gefið flestar stoðsendingar ásamt Frakkanum Nikola Karabatic eða 27 í 6 leikjum en Ólafur Stefánssonn, sem hefur átti 17 stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum, kemur í 3. sæti aðeins einni stoðsendingu á eftir þeim félögum. Karabatic er efstur á listanum yfir marksæknustu leikmenn leikanna með 53 sköpuð mörk en í öðru sæti er Kraus. Besti Spánverjinn, sem eru mótherjar íslenska liðsins í dag, er Juan Garcia sem er í 8. sætinu ásamt Guðjóni Vali Sigurðssyni. - óój Ísland á fjóra af átta marksæknustu leikmönnunum í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Peking: Fjórir íslenskir leikmenn í fremstu röð GUÐJÓN VALUR SIGURÐSS. 8. SÆTI 42 SKÖPUÐ MÖRK 33 MÖRK 9 STOÐSENDINGAR ÓLAFUR STEFÁNSSON 5. SÆTI 45 SKÖPUÐ MÖRK 19 MÖRK 26 STOÐSENDINGAR ARNÓR ATLASON 3. SÆTI 48 SKÖPUÐ MÖRK 21 MARK 27 STOÐSENDINGAR SNORRI STEINN GUÐJÓNSS. 5. SÆTI 45 SKÖPUÐ MÖRK 38 MÖRK 7 STOÐSENDINGAR Varnarleikur íslenska handboltlalandsliðsins hefur verið frábær í Peking og á stóran þátt í því að liðið er komið alla leið í undanúrslit. Þar hafa farið fremstir í flokki Eyfirðingurinn Sverre Jakobs- son og Breiðhyltingurinn Ingimundur Ingimundarson. „Þegar maður sér stóra drauminn rétt fyrir framan sig er maður til í að leggja ansi mikið á sig til þess að komast alla leið í úrslitaleikinn. Maður horfir bara á eitt og það er sigur,” sagði Sverre Jakobsson en hann er ánægður með sam- vinnu sína og Ingimundar. Segir gaman að spila með honum. „Það er búið að ganga einsog í lygasögu hjá okkur. Höfðum ekki spilað mikið saman áður. Við fundum strax að við værum á svipaðri línu. Okkur finnst gaman að fara út og vera í smá villimennsku. Við höfum náð geðveikinni upp fyrir flesta leiki og ætlum að ná henni upp fyrir þennan leik. Það er alveg klárt,” sagði Sverre ákveðinn Sverre er í 2. sæti yfir flest varin skot eftir sex fyrstu leikina á Ólympíuleikunum en hann hefur alls varið þrettán skot í þessum leikj- um. Sverre er sex skotum á eftir Spánverj- anum Carlos Prieto sem er efstur. Sverre hefur einnig látið finna vel fyrir sér því það eru aðeins tveir „gróf- ari“ leikmenn á leikunum ef marka má listann yfir flest refsistig. Sverre hitti Frakkann Nikola Karabatic fyrir viku síðan og sagði þá við hann að þeir myndu sjást aftur í úrslitunum. „Vonandi get ég hitt hann fyrir úrslitaleikinn og sagt: Hvað sagði ég við þig, kallinn minn?”. VARNARTRÖLLIÐ SVERRE JAKOBSSON: Í ÖÐRU SÆTI YFIR FLEST VARIN SKOT Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Okkur finnst gaman að vera í smá villimennsku PEKING 2008 Íslenska hand- boltalandsliðið spilar einn sinn stærsta leik í áraraðir í dag er það mætir Spánverjum í undanúrslit- um Ólympíuleikanna. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland kemst í undanúrslit á stórmóti en aldrei áður hefur Íslandi tekist að fara alla leið í úrslit. „Tilfinningin er mjög góð. Þessi dagur sem við fáum á milli leikja er lífsnauðsynlegur fyrir okkur sem og gæði handboltans. Spenn- an er búin að vera mikil allt mótið. Við lögðum dæmið þannig upp að við ætluðum að komast í átta liða úrslit og þar byrjuðu síðan bikar- úrslitin,“ sagði Guðjón Valur Sig- urðsson við Fréttablaðið í gær en hann hefur farið mikinn á mótinu eftir að hafa setið hjá í fyrsta leik sökum meiðsla. „Líkamlegt ástand manna er mjög gott og andlega erum við í toppstandi.“ Aðeins Guðjón Valur, Sigfús Sig- urðsson og Ólafur Stefánsson hafa upplifað þessa stöðu áður en þeir voru í liðinu sem fór í undanúrslit á EM 2002. Guðjón segir menn vel gera sér grein fyrir þessu ein- staka tækifæri sem þeir standa frammi fyrir. Ætla að nýta tækifærið „Við ætlum heldur betur að nýta þetta tækifæri. Við vitum í fyrsta lagi ekkert um það hvort við kom- umst aftur á Ólympíuleika. Það er ekkert sjálfsagt. Svo erum við ekki með á næsta stórmóti þannig að það er alls óvíst hvort við fáum slíkt tækifæri aftur. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná árangri,“ sagði Guð- jón Valur en hann segir sjálfs- traustið í liðinu vera gríðarlega gott. „Við höfum líka ýtt öllum hræðsluáróðri og draugum fortíð- arinnar frá okkur. Það er alltaf verið að tönnlast á því að við séum bara 300 þúsund manns og annað. Það er alveg fáránlegt að vera að fela sig á bak við eitthvað slíkt. Við erum einfaldlega þeir sem við erum. Fulltrúar þjóðarinnar en þó fyrst og fremst lið. Erum tilbúnir að gera allt hver fyrir annan og við leggjum þetta upp sem stríð. Erum tilbúnir að deyja fyrir það sem við trúum á núna í augnablik- inu. Við munum gera allt sem getum til þess að fá fallegan málm um hálsinn og um leið snúa öllu á haus á lítilli eyju úti á ballarhafi,” sagði Guðjón ákveðinn. Deyjum fyrir það sem við trúum á Guðjón Valur Sigurðsson segir strákana okkar vera meðvitaða um það einstaka tækifæri sem þeir standa frammi fyrir í dag. Hann segir liðið ætla að nýta það tækifæri og er allt fyrir fallegan málm um hálsinn. KÁTUR Guðjón Valur Sigurðsson fór ekki leynt með gleði sína eftir sigurinn á Pólverjum í átta liða úrslitum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is PEKING 2008 „Mönnum líður mjög vel. Þetta hafa verið eintómir stórleikir og þetta verða því ekki mikil viðbrigði fyrir okkur held ég,“ sagði línumaðurinn sterki Róbert Gunnarsson en hann hefur átt frábært mót líkt og félagar hans. „Menn eru í fínu standi. Eru duglegir að fara í nudd og halda sér við. Annars er engin þreyta í mönnum þegar þeir eru komnir í undanúrslit á Ólympíuleikum. Það liggur við að maður gæti spilað fótbrotinn,“ sagði Róbert léttur. - hbg Róbert Gunnarsson: Gæti nánast spilað fótbrotinn Á GÓÐRI STUNDU Línumaðurinn Róbert Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Margir íþróttamenn í Ólympíuþorpinu eiga það til að leiðast við að hanga þar svo dögum skiptir. Er því margt brallað í húsunum til að drepa tímann. Menn spila á spil, lesa og horfa svo á sjónvarpið meðal annars. „Við erum mikið að horfa á Fóstbræður. Þeir eru að koma sterkir inn. Venni Páer er eitthvað sem ég hafði ekki séð áður en það er alveg frábært dæmi. Hann hittir naglann með höfðinu líkt og hann sagði í þáttunum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson kátur. - hbg Vinsæl afþreying strákanna: Fóstbræður og Venni Páer PEKING 2008 Undanúrslitaleikur Íslands og Spánar í dag verður leikinn í stærri höll en riðla- keppnin og átta liða úrslitin fóru fram í. Þá var spilað í Olympic Sports Center Gymnasium sem er fín höll og tekur 6.000 manns í sæti. Undanúrslit og úrslitaleik- irnir munu draga að fleiri áhorfendur og því verður nú spilað í National Indoor Stadium en í þeirri höll hefur fimleika- keppnin farið fram.Sú höll er einkar glæsileg og tekur 20.000 manns í sæti - hbg Undanúrslitaleikurinn: Spilaður í mun stærri höll FYLGST MEÐ Það var áður keppt í fim- leikum í höllinni. NORDICPHOTOS/AFP >Báðir undanúrslitaleikirnir hafa tapast Íslenska handboltalandsliðið hefur tvisvar spilað undanúrslitaleik á stórmóti, fyrst á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og svo á Evrópumótinu í Svíþjóð 2002. Íslensku strákarnir þurftu að sætta sig við tap í bæði skiptin. Ísland tapaði 19-23 fyrir Samveldinu fyrir sextán árum og svo 22-33 fyrir heimamönnum á EM fyrir sex árum. Ísland var 16-15 yfir í seinni hálfleik á móti Samveldinu en gaf eftir í lokin. Valdimar Grímsson var markahæstur með 6 mörk og Geir Sveinsson gerði 5 mörk. Ísland gaf eftir í seinni hálfleik á móti Svíum 2002 og tapaði honum 10-19. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 6 mörk en Sigfús Sigurðsson skoraði fjögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.