Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI SKOKKA SÉR TIL SKEMMTUNAR Fjöldi fólks tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í gær, en alls hlupu 10.722 manns í mismun- andi vegalengdum. Hinn breski David Kirkland bar sigur úr býtum í maraþonhlaupi karla en samlandi hans, Rozalyn Alexander, kom fyrst í mark í kvennaflokki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 24. ágúst 2008 — 229. tölublað — 8. árgangur Hittumst á Hellu! LANDBÚNAÐARSÝNINGIN HELLU 22.-24. ÁGÚST 2008 SÍÐASTI SÝNINGARDAGUR – OPIÐ TIL KL.18 www.landbunadarsyning.is HELGIN 12 NÚNA ER ALLT Í LAGI Emilíana Torrini um lífið og ástina, óbeit á álverum og lamandi tíu rétta ítölsk matarboð. matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]ágúst 2008 Up k Nanna Rögnvaldardóttir skrifar Kál í hvers kyns rétti Sigrún HjálmtýsdóttirÆvintýri að fara út í skóg og tína sveppi Tínt í matinnBláberjabaka FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SAMGÖNGUR Fyrsti áfangi sam- göngumiðstöðvar í Vatnsmýri verð- ur ekki tekinn í gagnið á næsta ári, eins og samgönguráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík ráð- gerðu í vor. Í samkomulagi sem Kristján L. Möller og Ólafur F. Magnússon inn- sigluðu í lok mars var stefnt að því að taka miðstöðina í notkun fyrir árslok 2009 og að hún yrði full- byggð 2010. Í sama samkomulagi kom fram að Reykjavíkurborg gerði ráð fyrir að ljúka skipulags- vinnu vegna byggingar miðstöðv- arinnar „á næstu 100 dögum“. Þeir hundrað dagar eru liðnir og gott betur. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skipulags- og byggingar- sviði Reykjavíkur hafa flutningar sviðsins og sumarhlé á störfum ráða borgarinnar orsakað tafir verksins. Það mun enn á borðum arkitekta sviðsins . Eftir því sem næst verður kom- ist er nú stefnt að því að taka fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvarinnar í gagnið árið 2010 og að hún verði fullbúin sex árum síðar. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra upplýsti í síðustu viku að vinna við nýja og stærri flugstöð við Akureyrarflugvöll væri hafin. Þær framkvæmdir eiga að hefjast að ári og vera lokið haustið 2010. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir stækkun flugstöðvarinnar á Akur- eyri eðlilegt framhald lengingar flugbrautarinnar en furðar sig á að ekki hafi áður tekist að koma flug- stöðvarmálum í Reykjavík í við- unandi horf. Hús Flugfélagsins var reist á stríðsárunum og er löngu úr sér gengið. Reykjavíkurborg hefur hafnað óskum félagsins um að fá að byggja á lóð sinni og vísað til þess að flugsækin starfsemi við Reykja- víkurflugvöll eigi að vera í og við samgöngumiðstöðina. Þar til hún er risin geti Flugfélagið ekki boðið farþegum betri aðstöðu en nú er. - bþs Samgöngumiðstöðin frestast um sex ár Skipulagsvinnu vegna samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri er ekki lokið. Gert var ráð fyrir að miðstöðin yrði fullbyggð 2010. Nú er ráðgert að það verði 2016. ÍÞRÓTTIR Úrslitaleikur Íslendinga og Frakka um Ólympíugullið í handknattleik karla verður víða sýndur í dag. Útsending sjónvarps- ins hefst klukkan 7.15 með upphitun fyrir leikinn en leikurinn hefst svo klukkan 7.45. Leikurinn verður sýndur beint í Vetrargarðinum í Smáralind. Einnig verður hann sýndur á risaskjá í Vodafone-höllinni, að Ásvöllum í Hafnarfirði, í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi og í félagsheimili Þórs á Akureyri. Þá munu Sambíóin sýna leikinn í bíóhúsum sínum í Álfabakka í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. Fyrri hugmyndir um að sýna leikinn á risaskjáum á Klambra- túni voru slegnar út af borðinu í gær. Að auki verður leikurinn sýndur á fjölmörgum veitinga- og skemmtistöðum um land allt. - ovd Úrslitaleikurinn við Frakka: Strákarnir hvattir áfram við risaskjái LANDSLIÐIÐ STUTT Stuðningsmenn landsliðs Íslands í handknattleik láta ekki sitt eftir liggja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sandra Jóhannsdóttir Sýnir Áströlum hvað einangrun er með ljós- myndum frá Íslandi. Myndirnar sýna samband fólks og náttúru og dramatískt landslag. AFBROT „Vinnuferðin okkar hefur farið í að þrífa og ganga frá eftir einhverja drullusokka,“ segir Magnús Tómasson, gjaldkeri skála- nefndar ferðaklúbbs 4x4. Magnús fór um helgina í vinnu- ferð í fjallaskála ferðaklúbbsins, sunnan við Hofsjökul ásamt öðrum úr klúbbnum. Þegar komið var að skálanum var búið að brjóta allt og bramla. Bjórflöskur og matarleifar voru á gólfinu og síminn slitinn úr sambandi. „Engu var stolið en það var búið að skemma margt. Búið var að brjóta rúðu og sparka upp klósett- hurðinni. Síðan grilluðu þeir greini- lega innandyra á gólfinu. Það má þakka fyrir að þeir kveiktu ekki í húsinu því það var stór bruna- blettur á gólfinu,“ segir Magnús. Hann segir líklegast að sníkju- dýrin hafi brotist inn á fimmtu- dagskvöldið þegar mikil rigning var á svæðinu. „Síðan hafa þeir leit- að skjóls hjá okkur því þessir leppa- lúðar þoldu ekki rigninguna eins og sannir Íslendingar.“ Búið er að kæra málið til lög- reglu - vsp Brotist var inn í fjallaskála ferðaklúbbsins 4x4 og allt brotið og bramlað: Grillað á gólfi fjallaskálans PEKING Að minnsta kosti tólf slösuðust í innkaupaæði í Peking þegar sérlega lágt verð var boðið á matarolíu og eggjum í verslun einni á fimmtudag. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús. Þeir sem æðið rann á voru flestir ellilífeyrisþegar. Sú elsta sem slasaðist var 81 árs. Þrír létust í svipuðu útsöluæði í borginni Chongqing í Kína í fyrra. Ríkisstjórn landsins fyrirskipaði þá stórmörkuðum að hafa stjórn á slíkum ofurútsölum. - vsp Aldraðir útsöluóðir í Peking: Tólf slösuðust í innkaupaæði FER AÐ RIGNA Í dag verða suð- austan 5-13 m/s hvassast suðvest- an til. Úrkomulítið í fyrstu en fer að rigna sunnan og suðvestan til síðar í dag. Hiti 8-15 stig, hlýjast eystra. VEÐUR 4 11 12 13 11 11 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.