Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 69
SUNNUDAGUR 24. ágúst 2008 25 Umræðufundur um ástandið í Pal- estínu verður í haldinn húsnæði Ungra jafnaðarmanna, Hallveig- arstíg, í dag. Þar munu Anna Pála Sverrisdóttir og Eva Bjarnadóttir segja ferðasögu sína, en þær ferð- uðust til Ísraels og Palestínu um liðna verslunarmannahelgi til að skoða stjórnmálaumhverfið þar. „Við ætlum bara að reyna að leyfa fólki að upplifa þetta eins og við gerðum á eins og lifandi hátt og mögulegt er,“ segir Anna Pála. „Fyrir mér var Palestínudeilan oft svo fjarlæg einhvern veginn og maður heyrði bara af henni í fréttunum. En við ætlum að segja sögur af fólki sem við hittum og sýna myndir af því, af „check- points“ og handtökum og fleiru, en líka af djamminu og stuðinu og öllu þessu skemmtilega. Reyna að gera þetta aðeins mannlegra og útskýra hvernig fólkið sem býr þarna upplifir deiluna og raun- veruleikann,“ útskýrir Anna Pála. Fundurinn hefst klukkan 16. - kbs Segja ferðasögu frá Palestínu Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control, eða Þú hefur völdin, verður haldin á Hótel Sögu dag- ana 15. til 16. október á vegum Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Ráðstefnan er haldin í sam- starfi við Útflutningsráð og fjall- ar um ný viðskiptamódel á sviði afþreyingar- og listmiðlunar. Á meðal gesta verða Steve Schnur, yfirmaður tónlistar- og mark- aðssdeildar Electronic Arts, Jane Dyball hjá Warner Chappell, Amy Phillips, fréttastjóri vefsíð- unnar Pitchforkmedia.com og Einar Örn Benediktsson. Hægt er skrá sig á ráðstefnuna á heimasíðunni www.iceland- music.is. Góðir gestir á ráðstefnu UPPLÝSA UM ÁSTANDIÐ Anna Pála og Eva segja frá sinni upplifun af ástandinu í Palestínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINAR ÖRN BENEDIKTSSON Einar Örn flytur erindi á ráðstefnunni You Are In Control sem verður haldin í október. Breski grínistinn Ricky Gervais hefur fest kaup á íbúð í New York ásamt kærustu sinni, Jane Fallon. Fregnir herma að íbúðin hafi kostað litlar 135 milljónir króna, enda á besta stað í borginni. Á meðal þeirra sem hafa búið í sömu byggingu eru stjörn- urnar Grace Kelly, Candice Bergen, Joan Crawford og Liza Minelli. Leikarinn Nicolas Cage mun fara með aðalhlutverkið í hasarmynd- inni Kick-Ass, sem er byggð á ofbeldisfullum teiknimyndasögum Marks Millar. Myndin fjallar um menntaskólanema sem ákveður að verða ofur- hetja þrátt fyrir að hafa ekki yfir að ráða neinum merkilegum eigin- leikum. Hlutirnir breytast heldur betur þegar hann rekst á hóp glæpa- manna með byssur á lofti. Söngkonan Dido gefur í nóvember út sína fyrstu plötu í fimm ár. Plat- an nefnist Safe Trip Home og fylgir eftir plötunni Life For Rent sem seldist gríðarlega vel á sínum tíma, sérstaklega í Bretlandi. Útgáfu plöt- unnar hefur verið frestað nokkrum sinnum síðan Dido missti föður sinn í desember árið 2006. Fyrsta smáskífulag plötunnar nefnist Don´t Believe in Love, en Dido ætlar að gefa aðdáendum sínum annað lag, Look No Further, á heimasíðu sinni. Hollywood-stjörnurnar Jamie Foxx, Fran Drescher og Lucy Liu voru á meðal þeirra sem mættu í gala- kvöldverð í Beverly Hills til stuðn- ings forsetaframbjóðanda demó- krata, Barack Obama. Hver gestur í veislunni borgaði fúlgur fjár í aðgangseyri og rennur peningurinn beint í kosninga- sjóð Obamas. Veitir ekki af því enda kostar það skildinginn að komast alla leið í Hvíta húsið í Washington. FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið VERSLAÐU ATVINNUBÍLA AF ÞEIM SEM GETA ÞJÓNUSTAÐ ÞIG! Renault Kangoo Mest seldi atvinnubíll íslands á frábæru tilboðsverði. Eigum aðeins 7 stk. eftir af einum vinsælasta atvinnubíl fyrr og síðar, Renault Kangoo. Nýr Kangoo er á leiðinni til landsins og því höfum við ákveðið að selja þá sem við eigum fyrir á lager á ótrúlegum verðum. Sölumenn eru tilbúnir við símann. Hringdu í 575 1224 eða sendu póst á arnif@bl.is til að tryggja þér eintak. Fyrstir koma fyrstir fá. LAGERLOSUN LAGERLOSUN Á VINSÆLASTA AT VINNUBÍL FYRR OG SÍÐAR. FYRS TIR KOMA FYRS TIR FÁ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.