Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 67
SUNNUDAGUR 24. ágúst 2008 23 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 24. ágúst 2008 ➜ Myndlist Bjarni Bernharður sýnir 20 akrýl- myndir í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15. Opnunartími: Mán-föst. 10-18, lau. 10-16, sun. 13-17. Lesið í minni Ásdís Birgisdóttir sýnir þrykkt verk úr silki í Listmunahorni Árbæjarsafns. Sýningin er opin dag- lega og stendur til 31. ágúst. ➜ Tónlist 13.00 Þjóðlagahátíð á Árbæjarsafni Tékkneski barna- og unglinga-þjóðlagahópurinn Osminka frá Prag flytur tékkneska þjóðlaga- tónlist og sýnir dansa. Að auki mun koma fram danshópurinn Sporið sem sýnir íslenska þjóðdansa og dúóið Funi sem flytur íslensk þjóð- lög. Samtímis verður á Árbæjarsafni sýning á íslenska faldbúningnum og handverkssýning. 17.00 Í Hallgrímskirkju verða fluttar tvær kantötur eftir J. S. Bach en einnig verður frumflutt kór- og hljómsveitarverk eftir Mist Þorkelsdóttur. 12.00 og 14.00 Einleiksfantasíur G. P. Telemann Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari halda tónleika í völdum kirkjum víðs vegar um landið. Í dag verða þær í Stykkishólmskirkju. 16.00 Söngur, gítarspil og gleði Steinunn S. Skjenstad sópransöng- kona og Solmund Nystabakk gítar- leikari halda tónleika í Gljúfrasteini. ➜ Leiklist Sviðslistahátíðin artFart sem haldin er af áhugafólki um sviðslistir, sýnir tvö leikverk í kvöld. 20.00 Uppljómunin, höf. Snæ- björn Brynjarsson. Flutt á Kaffi Rót 20.00 Vinir, höf. Símon Birgisson. Flutt í Kassanum. ➜ Stuttmyndir Reykjavík Shots&Docs Heimildar- og stuttmyndahátíð í Austurbæ, Snorrabraut 37. 15.00 Thom Andersen 17.00 Red Hollywood 20.30 Óður til Íslands 23.00 Sundance stuttar og úrval Miðasala opnar kl. 14.30. Nánari upplýsingar á http://www.short- docs.info ➜ Ljóð Ljóðahátíð Nýhils 2008 14.00 Líf ljóðabókanna Málþing um óháða útgáfu- starfsemi og ljóðabókaútgáfu á Íslandi og erlendis. Jón Karl Helgason stjórnar umræð- um í Þjóðminjasafni Íslands. ➜ Viðburður 20.00 Raddir fyrir Tíbet Menningarviðburður til styrktar flóttamannamiðstöð í Dharamsala. Ýmsir listamenn koma fram. Nánari upplýsingar www.tibet.blog.is. Salurinn, Hamraborg 6, Kópavogi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Á þriðjudagskvöld heldur Íslenski saxófón- kvartettinn tónleika í sumartónleikaröð Sigurjónssafns á Laugarnesi. Hann leikur fjölbreytta efnisskrá sem inniheldur suðræna tangótóna, endurreisnartónlist og verk eftir kvikmyndatónskáld, auk hefð- bundnari saxófóntóna. Íslenski saxófónkvartettinn er fyrsti og eini starfandi klassíski saxófónkvartettinn á landinu. Hann hefur starfað frá árinu 2006 og flutt fjölda verka sem upprunalega voru samin fyrir saxófónkvartett. Íslenska saxófónkvartettinn skipa Vigdís Klara Aradóttir á sópransaxófón, Sigurður Flosason á altsaxófón, Peter Tompkins á tenórsaxófón og Guido Bäumer á barítón- saxófón. Hljóðfæraleikararnir hafa allir fjölbreyti- legt nám og reynslu að baki. Vigdís Klara stundaði nám í klassískum saxófónleik í Sviss ásamt klarinettnámi og námi á fimm klappa klarinett og chalumeau, Sigurður er vel þekktur djassleikari sem stundaði einnig nám í klassískum saxófónleik hér heima og í Bandaríkjunum, Peter stundaði nám í London og er óbóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og formaður Bach-sveitarinnar í Skálholti, Guido stundaði nám í Þýskalandi, Sviss og Bandaríkjunum og er einnig menntaður þverflautukennari. Efnisskrár eins og þær sem kvartettinn leikur hafa ekki heyrst áður á Íslandi enda hefur undantekningalítið verið um að ræða frumflutning verkanna á Íslandi. Að þessu sinni er efnisskrá tónleikanna mjög fjöl- breytt. Leikin verða verk eftir endurreisn- artónskáldin Orlando Gibbons og Girolamo Frescobaldi en einnig suðræn tangótónlist eftir Astor Piazzolla, hefðbundin frönsk saxófónkvartetts-tónlist og verk eftir hið þekkta kvikmyndatónskáld Michael Nyman. Miðasala á tónleikana fer fram við inngang- inn, en einnig er hægt að kaupa miða í síma 553 2906. Saxófónablástur í Laugarnesinu HLJÓMLEIKAR Saxófónkvartettinn íslenski er með alþjóðlegum bragðlaukum og kryddi. BUILDING-DESIGNING-THINKING Laugar- og sunnudag, 30.-31. ágúst kl. 10.30 Þriðja alþjóðlega Alvar Aalto-ráðstefnan um nútíma byggingarlist í samvinnu við Jyväskylä-háskólann og Alvar Aalto-akademíuna. Ráðstefnan fer fram á ensku. 1988 FEGURÐ MÁLSINS Þriðjudagur 26. ágúst kl. 20.00 Thor Vilhjálmsson vann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1988. Hann rifjar upp þennan og fl eiri bókmenntaviðburði ásamt Halldóri Guðmundssyni rithöfundi. Tómas R. Einarsson og félagar spila og Ragnheiður Gröndal syngur. 2008 HANNAÐUR VERULEIKI Fimmtudagur 28. ágúst kl. 18.30 Charlotte Engelkes fl ytur einleikinn Sweet sem er sambland af leikhúsi, kabarett og uppistandi. Tónlist frá Retro Stefson, Reykjavík! og FM Belfast. Listahópurinn 128 hendur sýnir í anddyri hússins. 40 ár í Norræna húsinu Afmælisdagskrá 22.-31. ágúst Nánari upplýsingar á www.nordice.is 1978 NORRÆN SAMVINNA Mánudagur 25. ágúst 12.00 Vísnasöngkonan Hanne Juul og tríó. 20.00 Björgvin G. Sigurðsson, samstarfs ráðherra Norðurlanda og Þorbjörn Broddason, prófessor leiða umræður um Norræna húsið og norræna samvinnu. Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson fl ytja tónlist. 1998 UMHVERFI OG NÝSKÖPUN Miðvikudagur 27. ágúst kl. 20.00 Umhverfi smálin voru ofarlega á baugi 1998. Hefur einhver árangur náðst? Prófessor Þorsteinn Ingi Sigfússon og Andri Snær Magnason rithöfundur gefa álit. Hjaltalín spilar tónlist og fjöl lista konan Charlotte Engelkes sýnir brot úr einleiknum Sweet. 2018 KOMANDI TÍMAR Föstudagur 29. ágúst kl. 18.30 Næsta kynslóð tekur völdin í Norræna húsinu. Gjörningahópurinn Kúmíkat, hljómsveitirnar Sykur, Ásgeir Eysteinn & Sæji og danska sveitin Skandals leika framtíðarmúsík. Leikverk nemenda úr Vinnuskóla Reykjavíkur. JAZZHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Laugardagur 30. ágúst kl. 19.00 Færeyska stórsveitin Thórshavnar Stór Band ásamt klarinettleikaranum Hauki Gröndal fl ytja tónlist. Aðgangur er ókeypis á afmælisdagskrá og sýningar. Bókasafn og sýningar eru opin alla daga vikunnar kl. 12-17. Bistro Alvar A er opið virka daga kl. 10-17, helgar kl. 12-17 og þegar viðburðir eru í húsinu. Þökkum eftirtöldum aðilum fyrir góðan stuðning við afmælishátíðina: VOX Restaurant / Bistro, Olís, Globus ehf, Norræna Félagið og Statens Kulturråd í Svíþjóð JÓN KARL HELGASON MIST ÞORKELSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.