Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 2
2 6. september 2008 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Mikið verðfall varð á hlutabréfamörkuðum á föstudag. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll um 1,5 prósent, og hefur ekki verið lægri síðan í júní 2005. „Verðfallið skýrist að mestu af mikilli svartsýni á mörkuðum erlendis,“ segir Jón Bjarki Bents- son á greiningardeild Glitnis. Jón bætir þó við að lækkunin hér hafi verið tiltölulega lítil í samanburði við verðfall erlendis. Til dæmis hafi verð hlutabréfa í Skandinavíu fallið um 3 til 4 prósent. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og Bandaríkjunum féllu allir á föstudag, en bandaríska S&P hlutabréfavísitalan féll um 0,4 prósent í kjölfar 2,99 prósenta lækkunar á fimmtudag. Lækkanirnar á fimmtudag orsökuðust meðal annars af svartri spá frá greiningardeild Société Générale um að hlutabréfahrun á borð við það sem varð 2000 sé í vændum. Verðlækkunin í gær kom hins vegar í kjölfar þess að tilkynnt var að atvinnuleysi í Bandaríkjun- um í ágústmánuði hafi verið 6,1 prósent sem var umfram vænting- ar. Þessar tölur gefa til kynna að niðursveiflan í Bandaríkjunum sé verri en óttast var. Í viðtali við Bloomberg sagði William Poole, fyrrum yfirmaður seðlabanka St. Louis, að þær „ykju tvímælalaust líkurnar á að kreppa sé hafin í Bandaríkjunum“. - msh KAUPHÖLL NEW YORK Neikvæðar hagtölur og svartar spár skýra mikla svartsýni á mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins. NORDICPHOTOS/AFP Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur ekki verið lægri síðan í júní 2005: Markaðir falla beggja vegna hafs VIÐSKIPTI „Það er mjög óheppilegt ef misvísandi eða slaklega unnar upplýsingar af hálfu opinberra aðila rýra traust á íslensku efnahagslífi. Það eru óhemju miklir hags- munir undir eins og sést á falli krónunnar í gær,“ segir Ólafur Ísleifs- son, hagfræð- ingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. Ólafur segir tölur Seðla- bankans um viðskiptahallann ekki boðlegar og verði bankinn að leita leiða til að bæta söfnun, úrvinnslu og framsetningu gagna um stöðuna. „Þetta eru vinnubrögð sem ekki eru Seðlabankanum samboðin.“ Hann hvetur Seðlabankann til að leita eftir sérfræðiráðgjöf erlendra aðila á borð við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn til að bæta úr skák í þessu efni. - jab / sjá síðu 12 Seðlabankinn gagnrýndur: Óboðleg vinnubrögð ÓLAFUR ÍSLEIFSSON LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á mannsláti í íbúð á Skúlagötu neita báðir að hafa átt aðild að dauða mannsins, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ljóst er að mennirnir tveir eru þeir síðustu sem sáu manninn á lífi. Þeir sátu að sumbli með honum tveimur dögum áður en hann fannst látinn. Maðurinn var með skurð á enni þegar hann fannst. Mikið hafði blætt úr honum. Bráða- birgðaniðurstöður krufningar leiddu í ljós að áverkinn hefði getað leitt til dauða mannsins. - jss Skúlagötumennirnir: Neita báðir sök Heilsukoddar Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Yfir 30.000 sjúkraþjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic. LÖGREGLUMÁL Þjóðverjinn sem handtekinn var á Seyðisfirði 2. september hefur strokið ítrekað úr fangelsi erlendis. Þar hefur hann setið inni fyrir ofbeldisverk og önnur brot, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Vitað er að fanginn hefur heim- sótt Ísland áður og kom hann hingað í fyrra. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögreglu- þjónn staðfestir að fanginn hafi strokið oftar en einu sinni í heimalandinu, en gefur ekki upp hversu oft, né greinir hann frá glæpaferli mannsins. Þjóðverjinn, sem er á sjö- tugsaldri, situr í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni, eftir að leitar- hundar urðu varir við farm vímuefna í Nor- rænu. Efnin voru í bíl mannsins. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er mannsins gætt sérlega vel á Hrauninu. Til að mynda fylgi tveir fangaverðir honum í dag- lega klukkustundar útivist, en yfirleitt er einn vörður látinn duga. Margrét Frímannsdóttir for- stöðumaður vill ekkert segja um þennan fanga frekar en aðra og Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir hvorki né neitar því að tvo menn þurfi til að gæta hans. „En við höfum allan varann á,“ segir hann. „Við höfum áður verið með menn sem hafa strokið úr fang- elsum og munum grípa til viðeig- andi öryggisráðstafana vegna þessa manns,“ segir hann. Páll vill annars lítið úttala sig um ráð- stafanirnar, en segir að ákveðin viðbragðsáætlun sé til reiðu, þegar hætta þykir á flótta. Síðustu ár hafa nokkrir fangar strokið af Litla-Hrauni. Margrét var því spurð hvort hún teldi fangelsið vera í stakk búið til að taka á móti erlendum stroku- manni með mikla reynslu af vel heppnuðum flóttatilraunum. „Við tökum á móti öllum,“ segir Margrét Frímannsdóttir. Þess má geta að í júní fannst einnig farmur vímuefna í húsbíl aldraðs Hollendings, sem kom til landsins með Norrænu. Ekki er ljóst hvort málin tengjast beint. klemens@frettabladid.is jss@frettabladid.is Hættulegur Houdini fastur á Litla-Hrauni Þjóðverjinn roskni, sem tekinn var í Norrænu í byrjun mánaðarins, er ofbeldis- maður sem hefur ítrekað strokið úr erlendum fangelsum. „Við grípum til við- eigandi öryggisráðstafana vegna þessa manns,“ segir fangelsismálastjóri. EFTIRLIT Á LITLA-HRAUNI Héðan hafa nokkrir strokið síðustu árin. Nú situr á Hraun- inu Þjóðverji sem getur státað af því að hafa sloppið ítrekað úr erlendum fangelsum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR PÁLL WINKEL Við höfum áður verið með menn sem hafa strokið úr fangelsum og munum grípa til viðeigandi öryggisráð- stafana vegna þessa manns. PÁLL WINKEL FANGELISMÁLASTJÓRI Sturlaugur, er þetta blátt áfram hneyksli? „Það fer að minnsta kosti óþarfa orka í svona vitleysu.“ Bæjaryfirvöld á Akranesi voru komin á fremsta hlunn með að samþykkja tillögu arkitekts um bláan lit á íþróttamannvirkj- um bæjarins. Sturlaugur Sturlaugsson, formaður ÍA, segir að guli liturinn sé samfélagsleg auðlind. LÖGREGLUMÁL „Ég veit hreinlega ekki hvað gerðist. Kannski hef ég sofnað, en altént man ég ekkert fyrr en ég vaknaði á heilsugæslunni,“ segir Sveinn Finnsson, bóndi í Eskiholti skammt norðan við Borgarnes. Betur fór en á horfðist þegar vöruflutn- ingabíll rakst utan í dráttarvél sem Sveinn ók um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld. Bæði ökutækin enduðu utan vegar og kastaðist Sveinn af dráttar- vélinni. Hann slapp án alvarlega meiðsla. Tildrög slyssins voru þau að Finnur var á leiðinni heim í Eskiholt á dráttarvélinni, með heyvinnuvél í eftirdragi, eftir að hafa sótt dekk í viðgerð í Borgarnesi. Þegar flutningabifreiðin ók fram úr dráttarvélinni á Vesturlandsvegi, skammt frá Gufuá, beygði dráttarvélin skyndilega til vinstri, og rakst afturendi bílsins í framhjól dráttarvélarinnar. Bæði ökutækin enduðu utan vegar, og þurfti að kalla út tæki til að koma bílnum upp á veg og dráttarvél- inni frá veginum. Dráttarvélin er mikið skemmd. Sauma þurfti fjögur spor í höfuð Sveins, auk þess sem hann tognaði á vinstri öxl. Hann fékk að fara heim eftir nótt á heilsugæslunni í Borgarnesi. Sveinn segist muna eftir að hafa orðið var við flutningabílinn í baksýnisspegli sínum. „Þá var bíllinn langt í burtu. Svo man ég ekki meir. Ég var ekki þreyttur, en hef greinilega alveg rotast. Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki meiðst alvarlega, því flutningabíllinn var á mikilli ferð,“ segir Sveinn. - kg Mildi þykir að ekki fór verr þegar bóndi kastaðist af dráttarvél í fyrrakvöld: Hef greinilega alveg rotast ÞAKKLÁTUR Sveinn Finnsson bóndi slapp vel þegar keyrt var á dráttarvél hans. Hann kastaðist út úr ökutækinu. SKESSUHORN/MM NÁTTÚRA Ungur fálki fluttur á Náttúrustofu Norðlands vestra í fyrradag. Samkvæmt fréttavef stofunnar var það heimilisfólkið á Flugu mýrarhvammi sem hafði samband við og lét vita af fuglinum, sem þótti heldur ræfilslegur og sinnulaus um mannfólkið í kringum sig. Fyrst eftir komuna á náttúru- stofuna var fuglinn frekar máttlaus en þegar leið á daginn var hann aðeins farin að hressast og var farin að geta staðið í lappirnar. Var þó ákveðið að koma honum í hendur starfsmanna Húsdýragarðsins, sem hafa reynslu af því að taka á móti villtum dýrum í hremmingum. - kdk Norðurland vestra: Ungur fálki í hremmingum UNGUR FÁLKI Fálkinn var sinnulaus um mannfólkið í kringum sig. MYND/NÁTTÚRUSTOFA NORÐURLANDS VESTRA AP, GEORGÍA Herskipið Mount Whitney, sem er flaggskip Miðjarðarhafsflota Bandaríkj- anna, er nú í höfninni í Poti í Georgíu. Rússar ráða höfninni að nokkru leyti. Þetta er í fyrsta sinn síðan stríðinu, sem braust út í kjölfar innrásar Georgíumanna í Suður-Ossetíu, lauk, að bandarísk skip koma inn á svæði undir stjórn Rússa. Vesturlönd saka Rússa um að virða ekki vopnahléssamkomulag sem kveður á um brotthvarf rússneskra herja. Rússar hafa lýst undrun sinni á notkun á stórum herskipum í hjálparstarfi Bandaríkjamanna. - kóp Spenna í heimsmálum: Bandarískt her- skip í Georgíu LÖGREGLUMÁL Fleiri tugir kanna- bisplantna voru gerðir upptækir í fjölbýlishúsi við Skeljagranda í Reykjavík í gærkvöld. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og færður á lögreglustöð. Við yfirheyrslur gekkst hann við ræktuninni. Íbúðin var undirlögð af kannabisplöntum Þetta er eitt af mörgum málum á þar sem lögregla kemur upp um stórfellda kannabisræktun í heimahúsum að undanförnu. - jss Handtekinn á Skeljagranda: Umfangsmikil kannabisrækt SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.