Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 4
4 28. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Í bréfi sem við- skiptaráðuneytið sendi breska fjármálaráðuneytinu hinn 5. okt- óber kemur fram að íslensk yfir- völd muni, ef þörf krefji, aðstoða Tryggingasjóð innstæðueigenda við að afla fjár til að sjóðurinn geti greitt út lágmarksbætur, kæmi til þess að Landsbankinn og útibú hans í Bretlandi færu í þrot. Þetta felur ekki í sér loforð af hálfu viðskiptaráðuneytisins, að mati Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra og staðgengils viðskiptaráðherra. „Í bréfinu kemur ekki fram að við hlaupumst undan ábyrgð en heldur ekki að við berum fortaks- laust og algjöra ábyrgð. Það er einmitt orðalagið „ef þörf krefur“ sem skiptir máli þarna. Það er ljóst að þörfin rís ekki nema það sé sátt um það að ríkisstjórnin beri þessa skyldu. Sú sátt er ekki fyrir hendi.“ Össur segir að í bréf- inu sé fetað ákveðið stig, þar sem Íslendingar segi að staðið verði við þær skuldbindingar sem sann- arlega þurfi að bera. „En þeir hins vegar fallast hins vegar ekki á kröfur Breta jafn fortakslausar og þær eru.“ - hhs EFNAHAGSMÁL Björgólfur Thor Björgólfsson gagnrýnir íslensk stjórnvöld í viðtali í fréttaskýr- ingaþættinum Kompás, sem sýnd- ur var í gær, og segir þau hafa gert hræðileg mistök við úrvinnslu vandans sem upp kom í lausafjár- kreppu bankanna. Til að mynda hafi yfirtakan á Glitni komið af stað hræðilegri atburðarás sem þjóðin verði lengi að vinna sig út úr. „Ég er hræddur um að þau skilji ekki áhrifin sem þau hafa haft á kerfið til langframa,“ segir hann og telur að það taki langan tíma fyrir íslensku þjóðina að vinna sig úr vandanum sem nú steðjar að. Hann segir að Landsbankinn hafi komið fram með tillögur til forsætisráðherra og seðla- bankastjóra um það hvernig vinna mætti úr lausafjárvanda Glitnis. Fréttablaðið hefur tvö minnisblöð frá Lands- bankanum með þessum tillögum sem send voru deginum áður en gert var opinbert að ríkið myndi yfirtaka Glitni. Í öðru þeirra segir: „Almennt er talið að ef einn íslensku bankanna lendi í vandræðum muni það hafa hröð keðjuverkandi áhrif sem setur aðra aðila í erfiða og alvarlega stöðu og upp kæmi mjög alvar- legur kerfisvandi.“ Í báðum er gert ráð fyrir að Landsbankinn, Glitnir og Straumur verði sameinaðir og muni ríkið eiga 40 pró- sent samkvæmt annarri tillögunni, en 19 prósenta hlut samkvæmt hinni, í sameinuðum banka. Þannig hefði ríkið ekki orðið ábyrgt fyrir innstæðureikningum erlendis. Einnig var gert ráð fyrir því að ríkið kæmi með 100-200 milljarða króna hlutafjáraukningu. Annarri tillögunni var hafnað en hinni var ekki svarað. Hann gagnrýnir íslensk stjórn- völd fyrir samskiptaleysi en eng- inn fulltrúi frá þeim hefði komið til að ræða þær hugmyndir sem Landsbankinn hefði til úrlausnar. Hann segir enn fremur að Icesa- ve-reikningarnir hafi verið svar bankans við lausafjárkreppu sem byrjuð var að segja til sín hjá íslenskum bönkum árið 2006. Það hafi verið álit allra sérfræðinga að skyn- samlegast væri að auka inn- lán til að mæta henni og hafi Landsbankinn verið lofaður fyrir hvernig til tókst með það. Síðan hafi bankinn verið að vinna að því að koma Icesave í breska lögsögu; þeirri vinnu lauk 6. október, að sögn Björgólfs Thors, þegar Seðlabankinn hafnaði Landsbank- anum um 38 millj- arða króna fyrir- greiðslu sem þurfti til að koma Icesave í breska ábyrgð. jse@frettabladid.is VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 9° 9° 4° 9° 9° 9° 10° 10° 8° 10° 20° 23° 10° 9° 23° 10° 18° 20° Á MORGUN Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. FIMMTUDAGUR Hæg breytileg átt. 0 1 2 1 0 1 -4 0 -2 0 -6 6 7 6 5 4 10 6 5 6 5 6 2 1 0 -2 1 2 0 -2 -4 2 HÆGLÆTIS VEÐUR FRAM UNDAN Síðdegis og í kvöld verður dálítil slydda eða snjókoma vestanlands en á morgun styttir upp að mestu þó stöku él gætu fallið v-til. Það eru horfur á hæglætis veðri og björtu næstu daga og því um að gera að njóta þess á meðan það varir. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður GENF, AP Hjartasjúkdómar, smitsjúkdómar og krabbamein eru enn þrjár algengustu dauðaor- sakir heims, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni, WHO. Efst á blaði eru hjartaáföll og aðrir hjartasjúkdómar, sem kosta 29 prósent þeirra sem deyja ár hvert lífið. Af völdum smitsjúk- dóma látast 16,2 prósent manna, en krabbamein hefur dregið 12,6 prósent til dauða. Þessar upplýs- ingar eru byggðar á skráningum frá 114 löndum frá árinu 2004. Nýrri upplýsingar eru ekki til. Það ár létust 58,8 milljónir manna. - gb Algengustu dánarorsakir: Hjartað lætur oftast undan Björgólfur Thor segir ríkið hafa farið verstu leiðina Björgólfur Thor segir að Landsbankinn hafi komið fram með tillögur til stjórnvalda um úrlausn sem hefði komið í veg fyrir að ríkið væri ábyrgt fyrir reikningum bankanna erlendis. Þeim var hafnað eða ekki svar- að. Hann segist óttast að stjórnvöld átti sig ekki á þeim öflum sem þau hafi leyst úr læðingi. BJÖRGÓLFUR THOR Hann segir ríkið hafa valið verstu leiðina, sem hafi vond áhrif til lang- frama. TILLAGA LANDSBANKANS SEND 29. SEPTEMBER Landsbanki, Straumur og Glitnir sameinaðir undir merkjum Lands- bankans Ríkissjóður komi með 100 milljarða hlutafjáraukningu Seðlabanki veiti Landsbanka tíma- bundið 300 til 450 milljarða lánafyrir- greiðslu til að leysa úr lausafjárvanda Glitnis. Ríkissjóður kaupir hlut af eignum sameinaðs banka. Hinn nýi sameinaði banki reyni að selja eignir og draga þannig saman efnahagsreikning sinn Nýr banki tæki yfir samrunaviðræðum Glitnis og Byrs EIGNARHALD NÝJA BANKANS: Hluthafar Glitnis um 18% Ríkissjóður um 19% Hluthafar Landsbankans um 40% Hluthafar Straums um 23% Tillagan var send klukkan 15 hinn 29. september og hafnað þremur tímum síðar. TILLAGA NÚMER TVÖ Landsbanki og Straumur samein- aðir Ríkissjóður komi með 200 milljarða króna hlutafjáraukningu í Glitni Glitnir síðan sameinaður með Lands- banka og Straumi Seðlabanki veiti Landsbanka tíma- bundið 300 til 450 milljarða lánafyrir- greiðslu til að leysa úr lausafjárvanda Glitnis. Ríkissjóður kaupir hlut af eignum sameinaðs banka. Hinn nýi sameinaði banki reyni að selja eignir og draga þannig saman efnahagsreikning sinn Starfsemi nýja bankans í Bretlandi fært við fyrsta tækifæri yfir í dótturfé- lag svo Icesave væri þá alfarið undir bresku innlánstryggingakerfi. Sameinaður banki tæki við samruna- viðræðum Glitnis og Byr. EIGNARHALD HINS NÝJA BANKA: Hluthafar Glitnis 0% Ríkissjóður um 40% Hluthafar Landsbankans um 40% Hluthafar Straums 20% Tillaga send klukkan 20 þann 29. september en ekki svarað. VINNUMARKAÐUR Sú upphæð sem til er í Atvinnuleysistrygginga- sjóði mun duga fyrir greiðslu atvinnuleysis- bóta út næsta ár. Miðast það við fimm pró- senta atvinnu- leysi, sem er algeng spá fyrir næsta ár. Sumir hafa þó spáð meira atvinnu- leysi en það, meðal annars Samtök atvinnulífsins. Sextán milljarðar króna eru til í sjóðnum. Það er góð staða, að mati Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar. Vegna lítils atvinnuleysis hafi innstreymi í sjóðinn verið mun meira en útstreymi undanfarin ár. Hversu lengi þessir sextán milljarðar eiga eftir að duga er nær ómögulegt að spá fyrir um, að mati Gissurar. Það sé háð því hvað atvinnuleysi varir lengi og hversu mikið það verði. - hhs Atvinnuleysistryggingasjóður: Sextán milljarð- ar í sjóðnum VIÐVÖRUN Umsjónarmenn Reynisvatns vilja beina þeim tilmælum til barna og forráða- manna að það er lífshættulegt fyrir börn að leika sér úti á ísilögðu vatninu. Anna Kvaran, annar umsjónar- manna, segir að ísinn hafi ekki verið mannheldur á nokkrum stöðum. Vatnið er tveggja og hálfs til þriggja metra djúpt þar sem það er dýpst. „Ef börn fara í gegnum ísinn þá endar það bara á einn veg svo það er spurning upp á líf og dauða að börn séu ekki þarna eftirlitslaus,“ segir hún. - jse Frá umsjónarmönnum: Lífshætta við Reynisvatn „Ef þörf krefur“ lykilatriði í túlkun á bréfi til breska fjármálaráðuneytisins: Bréfið fól ekki í sér loforð ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Hann segir Íslendinga ekki bera fortakslausa ábyrgð á Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GISSUR PÉTURSSON GENGIÐ 27.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,6906 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,4 120,98 187,76 188,68 151,58 152,42 20,337 20,455 17,182 17,284 15,008 15,096 1,3188 1,3266 151,58 152,42 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.