Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 12
12 28. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 63 641 -2,66% Velta: 18 milljónir MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ 2,34% ATORKA 1,54% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 29,17% FØROYA BANKI 3,45% ÖSSUR 1,52% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,80 +0,00% ... Atorka 0,66 +1,54% ... Bakkavör 5,10 -29,17% ... Eimskipafélagið 1,31 +2,34% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,37 -0,37% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 70,00 -1,27% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 84,50 -1,52% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: Tryggingasjóður á að greiða út bætur til inn- stæðueigenda Icesave- reikninga, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlits- ins í gær. Meta þarf hvert tilvik og það getur tekið upp undir níu mánuði. Óvíst er hvort sjóðurinn klárast eða hvort tekið verður lán til þess að standa undir skuldbindingum. Viðskipta- nefnd ræðir á morgun hvort stefna eigi Bretum vegna Icesave-málsins. „Nú getur hver og einn innstæðu- eigandi á reikningum Icesave gert kröfu á hendur sjóðnum,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Fjármálaeftirlitið ákvað í gær að greiðsluskylda hefði stofnast hjá sjóðnum vegna Icesave-reikn- inganna í Bretlandi og Hollandi þegar reikningarnir lokuðust í byrjun mánaðarins. Ætla má að um 400 þúsund manns eigi inn- stæðu á svona reikningum. Eiríkur Elís segir að hver og ein krafa verði tekin fyrir og sjóður- inn hafi þrjá mánuði til að meta hverja um sig. Við sérstakar aðstæður sé hægt að lengja frest- inn. Í allt getur Tryggingasjóðurinn, eftir því sem næst verður komist, dregið það í níu mánuði að taka afstöðu til kröfu. Deilt er um hversu mikla ábyrgð sjóðurinn ber, en honum er heimilt að taka lán til að standa undir skuldbindingum sínum. Sjóðurinn ætti að ábyrgjast innstæður að lágmarki 20.887 evrur. Verði lög um sjóðinn túlkuð þannig, má ætla að ábyrgð hans nemi um 600 millj- örðum króna. Um nítján milljarð- ar króna eru í sjóðnum. Sumir segja að sjóðurinn eigi aðeins að ábyrgjast innstæður sem því nemur. Áslaug Árnadóttir, stjórnarfor- maður sjóðsins, svaraði ekki skila- boðum í gær. Breski innstæðutryggingasjóð- urinn sagði á föstudag að eigendur Icesave-reikninga gætu tekið út af reikningum sínum innan fárra daga og sennilega megnið af inn- stæðunum í nóvember. Talsmaður sjóðsins segir við Markaðinn að í kjölfar samtals Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Darlings, fjármálaráðherra Breta, hafi sendinefnd farið þaðan hingað til lands til þess að ræða um þessi mál. Viðræðum sé lokið í bili en verði haldið áfram í náinni framtíð. Samtalið við talsmanninn skilst þannig að náðst hafi bráða- birgðasamkomulag um lyktir Icesave-málsins. Alþingismenn sem Markaður- inn hefur rætt við hafa nefnt, eins og fram hefur komið í fréttum, að Bretar krefjist 600 milljarða króna af Íslendingum. Stjórnvöld segjast ekki munu lúta þessum afarkostum. Við- skiptanefnd Alþingis kemur saman á morgun og ætlar meðal annars að ræða hvort stefna eigi Bretum vegna málsins. Meðal gesta nefndarinnar verða Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlög- maður. Þeir hafa nýlega lýst því í blaðagrein að tryggingasjóðurinn eigi aðeins að ábyrgjast innstæður upp á þá upphæð sem í sjóðnum er. ingimar@markadurinn.is Á FUNDI Í UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU Frá fundi 11. þessa mánaðar í utanríkisráðu- neytinu þar sem sendinefnd breskra embættismanna ræddi um Icesave við íslenska embættismenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Viðskiptanefnd ræðir hvort stefna eigi Bretum „Hætta er á að fjármagnsmarkaðir þiðni ekki jafnhratt og vonast var. Það mun hafa alvarleg áhrif á einka- neyslu, framleiðslu og atvinnustig. Afleiðingin yrði dýpri og lengri kreppa en óttast var,“ segir Klaus Schidt-Hebbel, aðalhagfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar (OECD). Ummælin birtast í nýju tölublaði OECD Observer, sem kom út í gær, mánudag. „Um miðjan september virðist allt traust hafa horfið úr fjármálakerfinu, sem hefur leitt til hruns millibanka- markaða og alþjóðlegra hlutabréfa- markaða,“ segir Schmidt-Hebbel, en tekur fram að stjórnvöld virðist gera sér ljóst hversu alvarleg ógnin sé og hafi gripið til samræmdra aðgerða. Aðgerðirnar telur hann að komi í veg fyrir að kreppan verði jafn alvarleg og síðasta heimskreppa á fjórða áratug 20. aldar. Schmidt-Hebbel segir mikilvæg- asta lærdóm fjármálakreppunar vera að ofurlaun stjórnenda hafi hvatt til óeðlilegrar áhættusækni, auk þess sem skortur á reglum og eftirliti hafi ýtt undir markaðsbresti og ógagnsæi í fjármálakerfinu. - msh Hætta á langri kreppu Hlutabréf Bakkavarar voru færð á athugunarlista Kauphallarinnar í gær. Í tilkynningu segir þetta gert vegna umtalsverðrar óvissu varð- andi félagið. Telji Kauphöllin hættu á ójafnræði meðal fjárfesta í kjöl- far sjónvarpsviðtals við Lýð Guð- mundsson, stjórnarformann félags- ins, á laugardag. Lýður sagði í samtali við Björn Inga Hrafnsson, viðskiptaritstjóra Fréttablaðsins í Markaðnum á Stöð 2, stöðu Bakkavarar erfiða. Allt laust fé fyrirtækisins, 150 milljón- ir punda, 30 milljarðar króna, hafi verið flutt heim og sett inn á reikn- ing Kaupþings í lok september. Skömmu síðar hafi breska fjár- málaeftirlitið ráðist inn í Kaupþing í Bretlandi. Það keyrði bankann í þrot og tók íslenska ríkið yfir inn- lenda starfsemi hans í kjölfarið. „Þetta fé er fast. Það fæst að sjálf- sögðu einhvern tíma. Á meðan er staðan erfið,“ sagði Lýður, sem jafnframt er stjórnarformaður Existu, sem var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn féll. Exista var stærsti hluthafi Bakkavarar með tæpan fjörutíu prósenta hlut. Þeir bræður Lýður og Ágúst, sem stofnuðu fyrirtækið árið 1986, keyptu félagið af Existu 10. október síðastliðinn fyrir tæp 8,4 milljarða króna. Gengi bréfa Bakkavarar féll um 27,78 prósent í Kauphöllinni í gær í þremur viðskiptum upp á rúma 1,2 milljónir króna í gær. - jab LÝÐUR OG ÁGÚST GUÐMUNDSSYNIR Lýður Guðmundsson (t.h.) sést hér með Ágústi bróður sínum. Þeir stofnuðu Bakkavör fyrir 22 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lausafé Bakkavarar fast Líklega væri nú staða fjármála- kerfisins hér með öðru sniði hefði Ísland verið aðili að Evrópusam- bandinu (ESB) með evru sem gjaldmiðil og öruggt bakland í Seðlabanka Evrópu þegar óveðrið skall á. Þetta mat kemur fram í Morgunkorni, fréttabréfi Grein- ingar Glitnis. Þar segir að landinn væri þá að minnsta kosti ekki að takast á við gjaldeyriskreppu og spurning væri hvort hér væri bankakreppa, eins og raunin er. „Forsætisráðherra Írlands sagði fyrir skömmu að aðild að ESB og upptaka evrunnar hefði bjargað Írlandi frá því að hljóta sömu örlög og Ísland í fjármálakrepp- unni. Þá var Ungverjaland talið standa skör framar meðal þeirra ríkja sem leitað hafa til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (IMF) vegna þeirrar verndar sem Ungverjar njóta nú þegar í gegnum aðild sína að ESB. Enda kom Ungverjaland að opnum dyrum í Seðlabanka Evrópu og hlaut fimm milljarða evra fyrirgreiðslu til að styðja við gjaldmiðilinn sinn, forintuna, sem hefur líkt og aðrar hávaxtamyntir verið undir miklum þrýstingi und- anfarnar vikur. Það má öllum vera ljóst að Ísland hefði fengið meiri stuðning frá Evrópuþjóðum og Seðlabanka Evrópu ef við hefðum verið aðilar að Evrópusamband- inu. Þetta hlýtur að vega þungt þegar við munum skoða hvernig hægt verði að koma í veg fyrir að atburðarás síðustu vikna endur- taki sig,“ segir enn fremur í frétta- bréfi greiningardeildarinnar. Þar segir einnig að aðild að Evr- ópusambandinu kunni að skjóta frekari stoðum undir þá miklu uppbyggingu fjármála- og hag- kerfisins sem nú standi fyrir dyrum hér á landi. Reynsla Svía og Finna bendi eindregið í þá átt að stefnuyfirlýsing stjórnvalda þess efnis að nú skyldi stefnt að aðild virtist hafa lyft grettistaki í þeirri endurskipulagningu sem átti sér stað í kjölfar bankakrepp- unnar sem reið þar yfir. - bih Ættum ekki í gjaldmiðla - kreppu með evrunni GJALDMIÐLARNIR VEGNIR Greining Glitnis bendir á það mat Íra að evran hafi líkast til forðað þeim frá örlögum Íslands. „Ef við eigum fyrir launum, kostnaði og leigu erum við sátt. Við ætlum að lifa þetta af og viljum að kúnnarnir geti áfram verslað við okkur,“ segir Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Föt og skór, sem rekur meðal annars Herragarðinn og Hugo Boss. Hákon auglýsti fyrir helgi að allar vörur í verslun- um hans yrðu seldar með 20 prósenta afslætti út árið og lofaði að engar hækkanir yrðu hvað sem á dyndi. „Ef við færum að verðleggja allt eftir gengisvísitöl- unni 200 færi verðið algjörlega út úr korti og salan myndi hrynja. Varan verður að vera á því verði sem fólk ræður við. Við sömdum því við okkar birgja um að þeir tækju á sig hluta gengishrunsins.“ Forsenda hagstæðra samninga segir Hákon vera traust og löng viðskiptasambönd. „Ég hef verið að selja þessi merki í áratug, aukið markaðshlutdeild þeirra og menn vilja halda góðum viðskiptasambönd- um. Ég hef ekki getað sent greiðslur út í tvær vikur, en birgjarnir sýna því skilning, enda ríkir gagnkvæmt traust á milli okkar.“ Hákon segist ekki óttast um jólaverslunina, og segist „þokkalega bjartsýnn“. Íslendingar muni líklega fara minna í verslunarferðir til útlanda fyrir þessi jól. Í staðinn muni jafnvel útlendingar koma til Íslands til að nýta sér lágt gengi krónunnar. „Útlend- ingarnir streyma inn, því nú fá þeir merkjavöru hér á Íslandi á langlægsta verði í heiminum. Jakkaföt sem kosta 60 þúsund hjá okkur kosta 100 þúsund í Danmörku.“ Hákon vonast til þess að ástandið lagist fljótlega og gjaldeyrisviðskipti komist í eðlilegt horf, „en maður sér ekkert fram undan annað en að það verði sótt um aðild að Evrópusambandinu og tekinn upp nýr gjaldmiðill. Það er algjörlega útilokað að stunda atvinnurekstur með þennan gjaldmiðil.“ - msh Erlendir birgjar sýna skilning Framkvæmdastjóri Fata og skóa segir útilokað að stunda hér atvinnurekstur með krónu og sér ekki annað fram undan en evru og Evrópusambandsaðild. ÚR KRINGLUNNI Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins Föt og skór, segir erlenda birgja hafa sýnt sér skilning, og að „kannski hafi hjálpað að enginn þeirra sé í Bretlandi“. MARKAÐURINN/VILLI Olíuverð hélt áfram að falla í gær og fór lægst í 61,3 dollara tunnan. Verðið hefur ekki verið lægra frá maí 2007. Ástæða lækkunarinnar er talin ótti við að fram undan sé djúp efnahagslægð um allan heim. Á föstudag samþykkti OPEC að draga úr framleiðslu til að styðja við olíuverð, en verð féll um 11 prósent í síðustu viku. Þrátt fyrir fallandi olíuverð hefur neysla á olíu haldið áfram að dragast saman í Bandaríkjunum. Þar í landi dróst akstur saman um 5,6 prósent milli ára í september. Það er mesti samdráttur síðan mælingar hófust. Á sama tíma hefur notkun almenningssam- gangna aukist um 6,2 prósent. - msh Olíuverð lækkar, dregur úr notkun „Þetta var brunaútsala,“ segir Sverr- ir Berg Steinarsson, forstjóri Árdeg- is, sem átti og rak raftækjaverslanir Merlin í Danmörku þar til um helg- ina. Árdegi seldi á sunnudag rekstur Merlin til Elbodan, einnar umsvifa- mestu raftækjaverslunar Danmerk- ur. Merlin óskaði eftir greiðslustöðv- un í gær. Árdegi keypti Merlin fyrir þrem- ur árum og stokkaði reksturinn upp. Gert var ráð fyrir hagnaði nú, þeim fyrsta í tólf ár. Sverrir segir að í kjölfar yfirtöku ríkisins á viðskiptabönkunum þremur í byrjun mánaðar og gjörbeyttum aðstæð- um í íslensku efnahagslífi hafi þau fyrir- tæki sem tryggðu birgja Merlin fyrir úttektum fellt þær niður með þeim afleið- ingum að vörur bárust ekki í verslanir. Þá segir Sverrir Árdegi hafa verið komið langt með sölu á Merlin þegar hremmingarnar riðu yfir. „Ég hefði aldrei trúað breytingunni sem varð eftir það á svo stuttum tíma. Allir sem ætl- uðu að kaupa Merlin drógu sig í hlé vegna óvissunnar.“ Á endanum var ákveðið að fá Elbodan að borðinu á ný, sem keypti ákveðnar eignir af fyrir- tækinu með um þrjátíu prósenta afslætti. Frekari útfærslu á sölunni er þó ólokið. Sverrir segir Árdegi vera að fara yfir áætlanir sínar nú enda Merlin ein stærsta eign félagsins. Heildarvelta Árdegis nam um fjórtán milljörðum króna í fyrra. Þar af var velta Merlin tíu milljarðar króna. - jab Merlin selt á brunaútsölu SVERRIR BERG STEINARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.