Fréttablaðið - 28.10.2008, Page 34

Fréttablaðið - 28.10.2008, Page 34
22 28. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason urðu um helgina sjöundu og áttundu íslensku knattspyrnumennirnir sem ná að vinna norsku úrvals- deildina í knattspyrnu, þegar þeir skoruðu saman fjögur af sex mörkum Stabæk í 6-2 sigri á Vål- erenga. Veigar Páll Gunnarsson hefur átt frábært tímabil með Stabæk og er sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar (14) og komið að flestum mörkum (24) þegar aðeins ein umferð er eftir. Veigar Páll skoraði þrennu í sigr- inum um helgina og varð þar með fyrsti íslenski leikmaðurinn sem nær að skora tíu mörk fyrir meist- aralið í Noregi. Pálmi Rafn Pálma- son var keyptur til liðsins á miðju sumri og hann hefur skorað mörk í síðustu tveimur leikjum aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Það er ekki nóg með að Íslend- ingar séu í aðalhlutverki hjá norsku meisturunum annað árið í röð heldur er þetta annað árið í röð þar sem silfurliðið, nú Fre- drikstad, hefur einnig Íslend- ing innan sinna raða. Í fyrra var það Veigar Páll Gunnarsson og félag- ar í Stabæk sem urðu í öðru sæti en í ár eru það Garðar Jóhannsson og félagar í Fre- drikstad sem vinna silfrið. Íslendingar hafa reyndar hreppt silfrið í norsku úrvalsdeildinni undanfarin fimm tímabil og þrjú skipti af þessum fimm hefur Íslendingaliðið gert betur árið eftir og tryggt sér meistaratitilinn. Þannig var það hjá Stabæk í ár og Brann í fyrra en eins unnu Árni Gautur Arason og félagar í Våler- enga norsku deildina árið 2005 eftir að hafa endað í 2. sæti á minnsta markamun árið á undan. Það verður því fróðlegt að fylgjast með Garðari og félögum í Fredrik- stad á næsta tímabili. Kristinn Björnsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að verða norskur meistari þegar hann var í herbúðum Vålerenga 1981. Kristinn fótbrotnaði reynd- ar í upphafi tímabils og fékk ekki mikið að spreyta sig eftir að hann kom aftur úr meiðslum. Hann er engu síður frumkvöðull í vel- gengni íslenskra knatt- spyrnumanna í norska fótboltanum. Gunnar Gíslason varð næstur á eftir Kristni til að vinna norska meistara- titilinn en það gerði hann með Moss árið 1987. Gunnar var þarna á sínu fyrsta ári með liðinu sem voru nýliðar í deildinni. Það liðu síðan ellefu ár þar til íslenskur leikmaður varð norskur meistari en þá kom Árni Gaut- ur Arason inn í hina ótrúlegu sig- urgöngu Rosen- borg og varð Nor- egsmeistari sex ár í röð þar af þrisvar sem aðal- markvörður liðs- ins. Þjálfari bæði Gunnars og Árna Gauts var Nils Arne Eggen sem alls gerði þrettán lið að norskum meisturum frá 1987 til 2002. Árni Gautur náði einnig að vinna norska titilinn með Vålerenga 2005 og hefur sjö sinnum orðið norskur meistari en hann er eini Íslending- urinn sem hefur unnið hann oftar en tvisvar. Ísland hefur einnig eignast meistara í kvennaboltanum. Katr- ín Jónsdóttir náði því að verða norskur meistari með Kolbotn árið 2002. Katrín skoraði þá 8 mörk í 18 leikjum og var í stóru hlutverki hjá liðinu. Fjórtán íslenskir leikmenn spil- uðu í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og ekki að ástæðu- lausu því það er ekki nóg með að þeir finni sig vel í norska boltan- um heldur hafa þeir sannkölluð meistaraáhrif á sín lið. ooj@frettabla- did.is Meistaraáhrif Íslendinga í Noregi Níu af síðustu ellefu meistaraliðum í Noregi hafa verið með íslenskan leikmann í sínum liðum. Fimm ís- lenskir leikmenn orðið norskir meistarar á síðustu tveimur tímabilum, þar af tveir í ár með Stabæk-liðinu. MEÐ BIKARINN Pálmi Rafn Pálmason og Veigar Páll Gunnarsson fagna norska titlinum sem þeir unnu með Stabæk á sunnudaginn. MYND/JOHAN STUB SJÖFALDUR MEISTARI Árni Gautur Arason hefur unnið norska titilinn sjö sinnum á sínum ferli en hann vann norsku 1. deildina með Odd Grenland um helgina. SCANPIX ÍSLENSKIR MEISTARAR Í NORSKU DEILDINNI Kristinn Björnsson Vålerenga 1981 Gunnar Gíslason Moss 1987 Árni G. Arason Rosenborg 6 sinnum (1998, 1999, 2000, 2001, 2002, 2003) Árni Gautur Arason Vålerenga 2005 Kristján Örn Sigurðsson Brann 2007 Ólafur Örn Bjarnason Brann 2007 Ármann Smári Björnss. Brann 2007 Veigar Páll Gunnarss. Stabæk 2008 Pálmi Rafn Pálmason Stabæk 2008 FÓTBOLTI Svo gæti farið að síðari leikur Íslands og Írlands í umspili EM geti ekki farið fram á fimmtu- dag. Völlurinn er frosinn og ekki í leikhæfu ástandi sem stendur. „Snjórinn sem féll síðast á völl- inn er frosinn í grasinu og í raun bara klaki. Það er spáð rigningu eða slyddu á miðvikudag og ef því fylgir hiti yfir frostmarki gæti þetta sloppið fyrir horn,“ sagði Jóhann G. Kristinsson vallarstjóri en hann og vaskar hjálparhellur mokuðu völlinn er snjór féll á hann fyrir bikarúrslitaleikinn og hann fór því fram á settum tíma. „Þá féll snjór ofan á mjúkan völlinn og því ekkert mál að moka hann. Sá snjór sem er á vellinum núna er aftur á móti frosinn í gras- inu og því í raun ekkert sem við getum gert. Við getum ekki einu sinni farið út á völlinn því þá gætum við skemmt grasið,“ sagði Jóhann sem er hæfilega bjartsýnn á að leikur- inn fari fram á fimmtudag. Gangi það ekki eftir verður aftur reynt á föstudag og síðan á laugardag. „Við vonum það besta og munum gera allt sem við getum til að leik- urinn fari fram á áætluðum tíma,“ sagði Jóhann að lokum. - hbg Leikur Íslands og Írlands á fimmtudag í uppnámi: Laugardalsvöllur frosinn SKAUTASVELL Laugardalsvöllur er ekki í leikhæfu ástandi í dag. Snjórinn á vellinum er frosinn og ekkert hægt að gera sem stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kvennalið Hamars er á toppnum í Iceland Express-deildinni í körfu- bolta eftir að hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir er ekki gömul (26 ára) en tekur samt að sér hlutverk reynsluboltans í hinu unga liði Hvergerðinga. „Þetta er frábær byrjun og við ætlum að halda alveg ótrauðar áfram. Við höfum verið að bæta varnarleikinn leik frá leik. Við stefnum á að bæta vörnina og þá kemur hitt með,“ segir Dúfa sem er fyrirliði liðsins. „Það hefur orðið ákveðin hugarfarsbreyting í liðinu, stelpurnar í liðinu eru farnar að vilja ná árangri og þess vegna farnar að leggja meira á sig til þess að hann komi. Sigurinn á móti KR var rosalega stór og gaf liðinu mikið sjálfstraust enda sýndi þetta okkur að þetta er alveg hægt og þessi lið eru ekki ósigrandi,” segir Dúfa sem er sá leikmaður í deildinni sem skilar af bekknum í fyrstu þremur umferðum deildarinnar. Dúfa sættir sig alveg við það hlutverk að vera ekki í byrjunarliðinu. „Það er bara þjálfarinn sem ræður og ef hann vill að ég sé í þessu hlutverki þá skilar maður bara sínum mínútum. Á meðan maður skilar einhverju til liðsins þá er það bara gott mál að koma inn af bekknum,“ segir Dúfa og bætir við. „Mitt hlutverk er meira að reyna að miðla minni reynslu til yngri leikmannanna og vera þeim innan handar ef það er eitthvað. Ég mun reyna að halda leikmönnunum niðri á jörðinni af því að þær hafa aldrei lent í því áður að vera í efsta sæti eftir þrjá leiki.“ Dúfa segir kvennaliðið fá mikla athygli í bænum. „Við finnum fyrir miklu meiri áhuga á liðinu og maður heyrir að allir séu að fylgjast með. Það eru líka allir jákvæðir sem veitir ekki af á þessum tímum. Við erum eiginlega gleðigjafarnir í blómabænum þessa dagana,“sagði Dúfa í léttum tóni. Hamar heimsækir Grindavík í næsta leik. „Næstu leikir skipta öllu máli. Ef við förum að tapa næstu leikjum þá skiptir byrjunin engu máli og gleymist bara.“ DÚFA DRÖFN ÁSBJÖRNSDÓTTIR, FYRIRLIÐI HAMARS: HAMAR Í TOPPSÆTINU Í KVENNAKÖRFUNNI Erum gleðigjafarnir í blómabænum þessa dagana MYND/KAREN ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR FÓTBOLTI Heimaliðunum gekk ekki vel um helgina í fyrri leikjum sínum í umspili Evrópukeppni kvenna í Finnlandi 2009. Jafntefli Íra gegn Íslendingum var besti árangur heimaliðs í þessum fimm umspilsleikjum því í öllum hinum leikjunum vann „sterkara“ liðið sigur á útivelli. Ítalir unnu í Tékklandi (1-0), Hollendingar unnu á Spáni (2-0), Úkraína vann í Slóveníu (3-0) og Rússar unnu í Skotlandi (3-2). Ítalir voru í riðli með Írlandi og unnu báða leikina, 2-1 í Dublin og svo 4-1 á heimavelli. Slóvenar voru aftur á móti með íslenska liðinu í riðli. Seinni leikur Íslands og Írlands fer fram á Laugardalsvellinum klukkan 18.10 á fimmtudag. - óój Ísland í umspili fyrir EM: Eina útiliðið sem vann ekki ALLT UNDIR Í NÆSTA LEIK Dóra María Lárusdóttir í landsleik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í leikmannahópi Barcelona sem sækir Benidorm heim í spænska bikarnum í kvöld. Þetta verður því fjórði leikur- inn í röð sem Eiður missir af vegna meiðsla sem hann varð fyrir í landsleiknum á móti Makedónum. Eiður missti einnig af deildarleikjum á móti Bilbao (1-0) og Almeria (5-0) og var heldur ekki með í 5-0 sigri á Basel í Meistaradeildinni. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ákveðið að hvíla þá Victor Valdés, Rafael Márquez, Carles Puyol, Xavi, Andrés Iniesta og Lionel Messi í þessum leik en auk Eiðs Smára þá glíma einnig Gabriel Milito, Pedro og Seydou Keita við meiðsli. - óój Bikarleikur hjá Barcelona: Eiður missir af fleiri leikjum MEIDDUR Eiður Smári missir af fjórða leiknum í röð í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY > Ian Jeffs til Vals Valsmenn tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu gert samning við miðjumanninn Ian David Jeffs. Sá hefur leikið í mörg ár hér á landi, fyrst með ÍBV og nú síðast með Fylki. Jeffs hefur staðið sig afar vel og mun styrkja Valsliðið talsvert. Þetta er annar leikmaðurinn sem Valur semur við á skömmum tíma því varnarmaðurinn Reynir Leósson gekk í raðir þeirra fyrir nokkrum dögum síðan. Vals- menn seldu tvo sterka leikmenn frá félaginu í sumar og virðast vera eina félagið sem er ekki í krepputeygjunum þessi misserin því ekkert annað félag hefur verið að styrkja sig.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.