Fréttablaðið - 01.11.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 01.11.2008, Síða 38
● heimili&hönnun „Ég hef verið að taka til hendinni með föður mínum, Páli Ólafi Páls- syni, en hann hefur rekið fyrirtæk- ið Vef í fjölmörg ár. Vefur hefur til dæmis þjónustað flest hótel á Ís- landi með textílvöru en nú ætlum við að breyta um áherslur og nafn. Fyrirtækið ber nú heitið Arctic Designs og ætlum við að leggja áherslu á nokkur fyrirtæki í efna- og veggfóðursbransanum sem eru hvað vinsælust á alþjóðavísu,“ segir Ragna Erwin sem rekur einn- ig virt textílfyrirtæki í London með fjórtán starfsmenn. „Fyrirtækið mitt, Chase Erwin, hefur höfuðstöðvar í London og er merkið orðið vel þekkt þar fyrir fal- leg silkiefni. Við erum með dreif- ingu og sölu í flestum heimsálfum,“ útskýrir Ragna hógvær en fyrir- tæki hennar var nýlega valið einn besti birgir fyrir Sunseeker þetta árið. Sunseeker er einn helsti fram- leiðandi skemmtisnekkja í heimin- um og eru verðlaunin veitt fyrir þjónustu og gæði. Er þetta í fyrsta sinn sem textílfyr- irtæki hlýtur þessi verð- laun. Hið nýja fyrir- tæki, Arctic De- signs, mun þó vera með aðrar áhersl- ur. „Það er margt nýtt hjá okkur, svo sem meira af náttúrulegum efnum, eins og hör, bómull, ull, íslensk skinn og fiski- roð. Efni og veggfóður eru í hlýjum og mildum litum eins og silkilínan mín er þekkt fyrir. Við erum einnig með ný vöru- merki sem ekki hafa verið til á Íslandi áður,“ segir Ragna og nefnir að innblásturinn fái hún helst frá landinu sjálfu en áferð og litir eru valin með tilliti til þess. „Mig hefur lengi langað til að að vinna með framleiðslu frá Ís- landi og hefur dreymt um að koma vörum héðan á framfæri erlendis. Úr þessum hugleiðingum varð Arctic-línan til.“ Ragna hann- ar sjálf fyrir Arctic-línuna og hefur unnið að henni í á annað ár. Línan verður kynnt í fyrsta sinn á sýningu í París í byrjun næsta árs. „Þetta er mjög spennandi verk- efni og er ég nú að leggja lokahönd á það, þar á meðal myndatöku hér á Íslandi fyrir auglýsingar og bæk- linga. Þó að Ísland hafi beðið mikla álitshnekki í Bretlandi undanfar- ið, sem er okkar stærsti markað- ur, ætla ég ekki að hætta við heldur halda ótrauð áfram því ég er jafn- stolt af því að vera Íslendingur og ég var fyrir tveimur vikum og tel mig geta haldið flagginu á lofti með einstakri vöru og góðri þjónustu,“ segir Ragna að lokum. - hs Íslensk náttúra veitti Rögnu innblástur við hönnun á nýju Arctic-línunni. Með breyttu nafni koma breyttar áhersl- ur í textílvöru Arctic Designs. Chase Erwin var nýlega valið besti birgir fyrir skemmtisnekkjufyrirtæk- ið Sunseeker þetta árið. Höfuðstöðvar Chase Erwin eru í London en þar er merkið vel þekkt. Ragna hannar sjálf mynstur og sendir efnin í vinnslu víða um heim. Íslensk textílhönnun og heillandi efniviður ● Ragna Erwin rekur hið virta textílfyrirtæki Chase Erwin í London en ætlar nú einnig að fara í samstarf með föður sínum hér á landi. Þau ætla að bjóða upp á nýja vöru og hefja út- flutning. Nýja Arctic-línan byggist á náttúruleg- um efnum og mildum litum. E instök húsagerð hefur verið áberandi í Pugliahéraði á Suður-Ítalíu í aldaraðir, einkum í bænum Alberobello. Trulli eða trullo eru húsin nefnd og eru hlaðin úr steinum án sements. Þökin eru eins og keila í laginu og mörg þeirra eru með táknum, meðal annars kristnum. Húsin hafa verið á náttúruminjaskrá UNESCO síðan 1996. Þótt rekja megi aðferðina við byggingu trullo til Grikkja sem voru fjölmennir í Puglia á 8. öld þá ruddi hún sér einkum til rúms á 17. öld. Sagan hermir að þá hafi skattar verið hækkaðir ótæpilega í héraðinu og að fátækir bændur sem ekki gátu staðið í skilum hafi getað rifið húsin sín með litlum fyrirvara ef fréttist af skattheimtumönnum á leiðinni. Einn steinn í þakinu var nefnilega burðarsteinn og hægt var að láta þakið hrynja með því að taka þann stein úr. Slíkt hrun er ekki óþekkt nú á dögum. Allt valt á einum steini Bærinn Alberobello er auðugur af trullo. Hægt er fá húsin keypt en sérstakar verndunarreglur gilda um endurbætur á þeim. MYND/ANNA BETA GÍSLADÓTTIR M Y N D /A R C T IC D E S IG N S M Y N D /C H A S E E R W IN ●ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ Fátt er betra en að koma sér vel fyrir uppi í sófa og hlusta á útvarpsleikrit. Öll fjölskyldan getur sameinast með rjúk- andi kakó í bollum í kringum útvarpstækið og átt saman notalega stund meðan kuldaboli krafsar á gluggann. Ríkisútvarpið frumflytur á morgun klukkan 14, útvarpsleikritið Annar maður eftir Brian FitzGibbon. Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverk í leikritinu sem fjallar um miðaldra mann sem missir stjórn á eigin lífi þegar hann heldur sig feigan. Hann heldur inn í ringulreið stórborgarinn- ar og leitar huggunar í áfengi. En spurningin er hvort hann sé virkilega kominn að leiðarlokum eða að hefja nýtt líf. Aðrir leikendur eru meðal annars Margrét Guðmundsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir, Róbert Arnfinnsson og Þórhallur Sigurðsson. Edda Heiðrún Backman leik- stýrir en leikritið þýddi Karl Ágúst Úlfsson. Höfundurinn er írskur að uppruna en hefur búið hér á landi frá árinu 1996. Ríkisútvarpið hefur áður flutt eftir hann leikritin Farðu til helvítis og Paparnir. kósí stund Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 30% afsl. Helgar tilboð af öllum nýútkomnum íslenskum bókum gegn afhendingu þessarar auglýsingar 1. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.