Fréttablaðið - 01.11.2008, Page 46

Fréttablaðið - 01.11.2008, Page 46
30 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR É g held að fólk yngist upp við að fá sér Royal-búðing,“ segir Sigurður F. Kristjáns- son, verkstjóri í verk- smiðju Agnars Ludvigssonar, sem framleiðir Royal-búðing og hefur gert síðan 1955. Óumbreytanleiki búðingsins sem bragðast eins og hann hefur alltaf gert og, það sem ekki er síður mikilvægt, er í nákvæmlega eins umbúðum og hann hefur verið síðan á sjötta áratugnum, fram- kallar fortíðarþrá hjá stórum hluta þjóðarinnar. Royal-búðingur hefur verið til í hillum íslenskra kaupmanna síðan innflutningur á Royal-vörum hófst hjá Agnari Ludvigssyni. En síðan framleiðslan á honum hófst hefur hann verið búinn til í lítilli verk- smiðju á Nýlendugötu. Sú verk- smiðja lætur lítið yfir sér en þar er búðingurinn framleiddur og pakkað í umbúðir sem bera umbúðahönnun sjötta áratugarins fagurt vitni. „Þær eru prentaðar í Kassagerðinni af litfilmum sem búnar voru til á sínum tíma,“ segir Sigurður og bendir á að vegna þess sé erfitt að breyta umbúðunum sem eru á ensku en með leiðbein- ingum á íslensku. „Því ekki viljum við breyta umbúðunum, Íslending- ar vilja hafa Royal-búðinginn alveg eins og hann hefur alltaf verið.“ Sigurður veit hvað hann syngur, hann hefur meðal annars það starf með höndum að gæða- prófa framleiðsluna og veit að nákvæmnina verður að hafa að leiðarljósi svo neytendur fái vör- una sem þeir þekkja og halda tryggð við. Vinsældir búðingsins hafa verið miklar og stöðugar og því hvarflar ekki að eigendum að breyta til, til hvers að breyta því sem virkar? Auk þess að framleiða Royal búð- ing í fimm bragðtegundum, súkku- laði, vanillu, karamellu, sítrónu og jarðarberja, er samnefnt lyftiduft líka búið til í verksmiðjunni. Starfsfólkið pakkar duftinu í pökk- unum inn eftir kúnstarinnar regl- um en dósirnar eru fluttar inn. „Við teljum dósirnar vera á sama stað í hönnunarsögunni og litla kókflaskan,“ segir Stefán Guðjóns- son, forstjóri John Lindsey, heild- sölunnar sem keypti fyrirtækið Agnar Ludvigsson fyrir áratug. Það fyrirtæki er nú að byggja nýtt húsnæði í Klettagörðum og þang- að mun verksmiðjan flytjast og allir starfsmenn vera undir einum hatti. Verksmiðjan gamla verður yfirgefin og umhverfi starfsfólks- ins verður öllu nútímalegra. Dyggum starfsmönnum verk- smiðjunnar líst vel á flutninginn þó greina megi söknuð vegna gamla vinnustaðarins. Áhrif efnahagskreppunnar eru ýmiss konar í þjóðfélaginu og segir Stefán greinilega söluaukn- ingu í lyftiduftinu síðan hún skall á. „Fólk bakar meira og kaupir þá auðvitað Royal lyftiduft, það er íslensk framleiðsla.“ Búðingur með nostalgíubragði Royal-búðingur er örugglega einn af vinsælustu eftirréttum þjóðarinnar. Hann hefur um áratuga skeið verið framleiddur í verksmiðju við Nýlendugötuna sem bráðum verður flutt í nýtt húsnæði. Aðdáendur búðingsins þurfa þó ekki að örvænta, uppskriftinni verður ekki breytt. Sigríður B. Tómasdóttir pældi í eftirréttinum ómótstæðilega. NÁKVÆMNI SKAL GÆTT Royal-búðingur er framleiddur í fimm bragðtegundum og þess vandlega gætt að hann bragðist alltaf eins. Súkkulaði og karamella eru vinsælustu bragðtegundirnar. GLATT Á HJALLA J. Jing Zhang og Jónína Flosadóttir standa vaktina við færibandið á Nýlendugötu. Í tvöhundruð manna matar- veislu fannst matgæðingnum Áslaugu Snorradóttur við hæfi að gera köku sem heitir því fallega nafni Rússakarlotta eða Charlotte Russe. Hún bjó þó til eigin útfærslu á kökunni sem er ábætisréttur með langa sögu en gefum Áslaugu orðið: „Ég hef aðeins þrisvar komist í kynni við Rússakarlottu, meðal annars í Finnland á barnum hans Aki Kaurismäki, þá fékk ég með henni vodka standard silfur filteraðan sem er besti vodka í heimi. Stuttu seinna útbjó ég tvöhundruð manna afmælisveislu við 20 lítra af vodka standard og var þá vissulega við hæfi að útbúa eina Karlottu.“ Karlottan umrædda var þó ekki hefðbundin, en sá eftirréttur skartar búðingi milli laga af ladyfingers. Útfærsla Áslaugar krefst þess af geranda að hann kaupi Royal búðing, matar- lím og rúllutertur frá Myllunni. Í stórveislunni áðurnefndu fóru hvorki meira né minna en 20 lítrar af Royalbúðingi og 10 rúllutertur í kökuna en svo var búðingurinn hertur með matarlími „svo Karlottan færi ekki á skrið.“ Magnið fer hins vegar eftir stærð skálarinnar sem kakan er löguð í. Heppilegast er að nota vanillubúðing að sögn Áslaugar sem þó telur súkkulaðibúðing eflaust vera ágætan líka. En svona er uppskriftin: „Fyrst er að finna heppilega skál fyrir réttinn, til dæmis grunna og breiða, eða háa og mjóa. Svo er Royal dufti blandað með mjólk eins og segir á pakk- anum, gæti einnig verið rjómabland en þá allra helst á jólunum. Tvö til þrjú matarlímsblöð þarf á hvern lítra af búðingi. Matarlímið er leyst upp í heitu vatni. Rúllutertan er skorin í sentimetraþykkar sneiðar, skálin fóðruð með plastfilmu og sneiðunum raðað eins og sést á meðfylgandi mynd. Því næst er búðingnum hellt ofan í skálina og sett í kæli í nokkrar klukkustundir. Að lokum er réttur diskur valinn og hvolft úr skálinni. Það kemur vel til greina að krydda búðinginn, ég mæli með vanillu, kanil, kardimommum eða anis. Verði ykkur að góðu.“ Rússakarlotta að hætti Áslaugar Snorradóttur – með Royal búðing í lítravís FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N M YN D /Á SL A U G S N O R R A D Ó TT IR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.