Fréttablaðið - 11.11.2008, Page 4

Fréttablaðið - 11.11.2008, Page 4
4 11. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR ATVINNUMÁL Vinnumálastofnun áætlar að um 13 þúsund útlending- ar séu nú á vinnumarkaði og að þeir verði um tíu þúsund í árslok. Fyrir ári voru þeir hins vegar um 17.500 að sögn Karls Sigurðsson- ar, forstöðumanns vinnumálasviðs hjá Vinnumálastofnun. Miroslaw Luczynski, ráðgjafi hjá Alþjóðahúsinu, segir að lönd- um sínum, Pólverjum, hafi hugs- anlega fækkað um 2.500 til 3.000 á síðustu tveimur mánuðum. „En svo er það stór hópur sem hefur fest rætur hér og það er ekkert fararsnið á honum,“ segir hann. „Margir þeirra hafa ekki skuld- sett sig en frekar safnað og sjá því að þeir standa betur að vígi en margur annar og þeir vilja því hjálpa til við að byggja upp nýtt Ísland, til dæmis með því að stofna lítil fyrirtæki og útvega þannig vinnu. Það er bara þannig, að ef þú gengur oft sömu götuna verður hún gatan þín og ef þú horfir oft á Esjuna verður hún Esjan þín.“ Hann segir enn fremur að flest- ir Pólverja fari ekki á atvinnuleys- isbætur lengur en í einn til tvo mánuði. „Vinnan er fyrir marga þeirra helsta tenging við samfé- lagið og ef hún er ekki til staðar finnst þeim þeir ekkert hafa hér að gera. Það er líka gott að menn séu ekki lengi á bótum því þær hrökkva skammt svo það er ekk- ert hægt að gera nema reyna að lifa af og þannig ástand getur oft leitt til félagslegra vandamála.“ Í síðustu viku stóðu Alþjóðahús og Mannréttindaskrifstofa Reykja- víkur fyrir málþingi um atvinnu- mál útlendinga á Íslandi. Þar kom fram í máli Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar Alþýðusambands Íslands, að sam- kvæmt könnun sambandsins þyki 34 prósentum fólks á aldrinum 18 til 35 ára það eðlilegt að Íslending- ar njóti betri kjara en útlendingar. Könnunin var gerð síðastliðið sumar. „Það sem kom okkur nokk- uð á óvart var að meðal þeirra sem yngri eru, til dæmis í hópnum frá 18 til 20 ára þá var þetta hlutfall jafnvel hærra,“ segir Halldór. „Við verðum að bregðast við þessu því slík viðhorf geta verið frjó gróðr- arstía fyrir útlendingaandstyggð.“ jse@frettabladid.is Pólverjar vilja taka þátt í uppbyggingu Útlit er fyrir að um 10 þúsund útlendingar verði á vinnumarkaði í árslok miðað við 17.500 í fyrra. Pólskur ráðgjafi segir að landar sínir sem standi vel að vígi vilji hjálpa til við uppbyggingu nýs Íslands. LÖGREGLUMÁL Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Við sögu komu fimm karlmenn. Þeir voru allir teknir í Reykjavík, þrír í miðborginni og einn í Hlíðunum og Árbæ. Í fórum þeirra fannst ýmist hass, amfetamín eða marijúana. Tveir mannanna eru á þrítugsaldri, tveir á fimmtugsaldri og einn um tvítugt. - jss Lögreglan í höfuðborginni: Fimm teknir með fíkniefni FÍKNIEFNI Þrjár tegundir fíkniefna voru teknar í fimm málum. KJARAMÁL Lögreglumenn hafa sam- þykkt með miklum meirihluta framlengingu kjarasamnings. Alls voru 709 á kjörskrá. Af þeim kusu 513. Alls sögðu 440 já, 60 sögðu nei og 13 skiluðu auðu. „Við erum ánægðir með þennan árangur í ljósi þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Við fáum hækkun upp á 20.300 kr., sem er það sama og aðrir hafa fengið. Þá eru ákvæði varðandi líkamsræktarmál, sem er algjört nýmæli.“ Samningurinn gildir til 21 maí. - jss Kjarasamningur framlengdur: Lögreglumenn samþykktu SNORRI MAGNÚSSON BANDARÍKIN, AP Ráðgjafar Baracks Obama, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, vinna nú að undirbúningi þess að tugir eða jafnvel hundruð fanga verði fluttir frá Guantánamo á Kúbu til Bandaríkjanna, þar sem þeir verða dregnir fyrir venjulegan dómstól. Hugmyndin er sú að sumir fanganna verði látnir lausir, en hugsanlega gæti þurft að stofna nýjan dómstól fyrir þriðja hópinn, sem tengist viðkvæmum ríkisleyndarmálum sem ekki mega koma fyrir almennings eyru. Obama hefur lengi gagnrýnt starfrækslu fangabúða Banda- ríkjahers á Kúbu og sagt þær vera „dapurlegan kafla í sögu Bandaríkjanna“. - gb Barack Obama: Undirbýr lokun Guantánamo ILLRÆMDAR FANGABÚÐIR Hundruð fanga eru þar án dóms og laga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VINNUMARKAÐUR Félög opinberra starfsmanna á Norðurlöndum, NOFS, styðja Íslendinga og skora á ríkisstjórn landa sinna að styðja íslensku þjóðina. Um leið hafa þau opnað á möguleikann að geta stutt félaga hvers annars í gegnum landssamböndin. Í ályktuninni kemur fram að NOFS lýsi yfir samstöðu sinni og stuðningi við íslensku þjóðina almennt og sérstaklega við BSRB. „Fulltrúar stéttarfélaganna í norrænu löndunum hvetja ríkisstjórn sína til að styðja Ísland þannig að íbúarnir þurfi ekki að líða fyrir frelsi markaðskraft- anna.“ - ghs Systurfélög BSRB: Ríkisstjórnir styðji Ísland LÖGREGLUMÁL Ljóst þykir af ummerkjum í sumarbú- staðnum í Grímsnesi, þar sem látinn karlmaður fannst um helgina, að þar hafi gleðskapur verið í gangi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Eftir því sem næst verður komist voru áverkar á höfði mannsins. Staðfest hefur verið að þeir voru af manna- völdum. Dánarorsök mannsins er þó ekki ljós þar sem niðurstaða réttarkrufningar liggur ekki fyrir. Þá er beðið niðurstöðu vettvangsrannsóknar sem tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði með höndum. Fjögur sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Þau voru öll úrskurðuð í varðhald til 28. nóv- ember næstkomandi. Þrjú þeirra, karlmaður og tvær konur, voru handtekin fyrir austan en sá fjórði, sem er karlmaður, var handtekinn skömmu síðar í Reykja- vík. Fólkið er á aldrinum 18 til 32 ára. Maðurinn sem lést var fæddur árið 1970. Fólkið hefur verið búsett hér að undanförnu, en það er allt samlandar frá Aust- ur-Evrópu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. - jss Ummerki benda til þess að gleðskapur hafi verið í sumarhúsinu í Grímsnesi: Hinn látni með áverka á höfði VETTVANGSRANNSÓKN Lögregla höfuðborgarsvæðisins sá um vettvangsrannsókn í sumarbústaðnum. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 20° 13° 11° 15° 11° 13° 12° 11° 12° 12° 22° 10° 10° 26° 4° 14° 19° 11° Á MORGUN Sunnan 5-10 m/s FIMMTUDAGUR Austan 3-8 m/s -1 -2 -2 -3 -4 -2 -2 1 0 1 -7 6 7 7 7 3 6 7 11 4 7 6 1 3 3 -1 -2 3 0 -2 1 4 VÍÐAST FROST Það er ekki hlý- indum fyrir að fara þennan daginn. Frost um megin- hluta landsins í dag og á morgun koma fremur veikluleg hlýindi upp að sunnanverðu land- inu. Þau ná illa inn á norðanvert landið og því verður áfram frost þar að minnsta kosti til landsins. Eins og staðan er nú gæti hlýnað á landinu öllu á sunnudag. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Nepalskur matur Innrétta á veitingastað sem framreiðir indverskan og nepalskan mat á þrem- ur hæðum á Laugavegi 60 samkvæmt umsókn B.R.A.S. ehf. til byggingarfull- trúans í Reykjavík. Á Laugavegi 60 er meðal annars Tískuhúsið Ziksak. REYKJAVÍKURBORG ÁÆTLAÐUR FJÖLDI ÚTLENDINGA Á VINNUMARKAÐI nóvember 2008 13.000 árslok 2008 10.000 árslok 2007 17.500 Telur þú eðlilegt eða óeðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara og réttinda en útlendingar sem koma hingað til að vinna? RÁÐGJAFINN AÐ STÖRFUM Miroslaw Luczynski telur að tæplega 3.000 Pólverjar hafi yfirgefið landið á síðustu tveim- ur mánuðum en margir þeirra sem fest hafi rætur hér séu nú að huga að uppbyggingunni. 15% 19% 6% 29% 31% Mjög eðlilegt Mjög óeðlilegt Frekar eðlilegt Hvorki eðlilegt né óeðlilegt Frekar óeðlilegt FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Fólk á aldrinum 18 til 35 ára var spurt í könnun á vegum ASÍ. GENGIÐ 10.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,6054 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,47 129,09 202,73 203,71 165,54 166,46 22,225 22,355 19,017 19,129 16,553 16,649 1,2910 1,2986 191,05 192,19 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.