Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 15. april 1982 Útaefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Hclgar-Tim- ans: lllugi Jókulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. 'Ritstjórn. skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askrif targjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. á vettvangi dagsins . jjB Afvopnunarmálin eru kjarni allra alþjóðamála - sagði Ólafur Jóhannesson utanrfkisráðherra er hann fylgdi skýrslu um utanrlkismál úr hlaði Verkefni að vinna ■ Orkuöflun og orkunýting er mikið á dagskrá þessa dagana og er það að vonum, þvi hver ákvörðunin rekur aðra um að reisa orkuver og iðjuver fyrir norðan, austan og sunnan. Menn deila á Aiþingi og utan þess um röðun verkefna, virkjunarkosti og hvers konar verksmiðjur á að reisa á þessum staðnum eða hinum. Eðlilegt er að menn séu ekki sammála um þessi atriði enda er i stór verkefni ráðist, og i raun um að ræða byltingu i atvinnulifi íslendinga. Rikis- stjórnin hefur lagt fram stórhuga áætlanir um virkjanir og iðjuver sem á að framkvæma á rúm- um áratug. Þær deilur sem nú eru uppi standa ekki um hvort framkvæma eigi þessa áætlun eða ekki.um hana eru allir sammála,en menn greinir á um einstök atriði hennar og hvernig standa skuli að framkvæmdunum. Engin ástæða er til að ætla annað en að sættir náist og að orkuver og verksmiðjur risi á tilskildum tima og mali þjóð- inni það gull sem að er stefnt. Það er aðalatriði málsins. Það er einkum eitt grundvallaratriði sem ekki er samstaða um. Það er um eignaraðild að iðju- verunum. Sjálfstæðismenn hafa það að stefnu sinni og hafa lagt á það áherslu i umræðum, að erlent fjármagn verði fengið til að reisa og reka verksmiðjurnar en íslendingar selji orku og vinnuafl. Þannig er þessu farið með álverið i Straumsvik. Meira en litil brotalöm hefur verið á þeim samningum er gerðir voru og þarf ekki að rekja það mál. En ljóst er að útlendingarnir fá is- lenskt rafmagn fyrir aðeins um þriðjung af eðli- legu verði og íslendingar standa i ströngu við að fá leiðréttingu mála sinna. í ótrúlega orðmörgum umræðum um virkjunarframkvæmdir og orkuöflun á Alþingi, lagði Guðmundur G. Þórarinsson áherslu á stefnu framsóknarmanna i þessu efni. Hann vék m.a. að þvi,að ef orkunýtingarfyrirtæki hér á landi yrðu alfarið i eigu erlendra aðila þá myndu íslendingar fyrst og fremst njóta vinnu hjá slik- um aðilum, en ekki hafa virk yfirráð yfir fyrir- tækjunum og verða þar af leiðandi nokkurs konar vinnumannaþjóð, og ísland gæti orðið nokkurs konar hálfnýlenda erlendra fjölþjóðafyrirtækja. Framsóknarmenn leggja höfuðáherslu á meiri- hlutaeign íslendinga þó að hún geti myndast á nokkrum árafjölda. Yfirráðin verði að vera ótvi- ræð og full þátttaka i markaðsmálum, tæknimál- um og öðru þvi sem að rekstrinum lýtur. Um aldamót verður orkuvinnsla þreföld á við það sem nú er. Þá má gera ráð fyrir að 40-50% af útflutningstekjunum komi frá orkufrekum iðnaði. Það er þvi mikilsvert fyrir þá sem ekki vilja stefna að algjörum sósialisma, að fleiri aðilar en rikið eigi i fyrirtækjunum. Þar geta komið til samvinnufélög, almenningshlutafélög, sveitarfélög og einstaklingar. Það er óþarfi og frelsinu hættulegt að rikið eigi og reki bæði orku- verin og iðjuverin. Hér hljóta þvi fleiri aðilar að koma til hvernig svo sem að þvi verður staðið. Það er vandratað meðalhófið. Það verður að hafna algjörri eign útlendinga á atvinnutækjun- um og jafnframt að varast algjöran rikisrekstur. Þarna er verkefni við að glima þegar linnir deil- um um staðsetningu og framkvæmdaröð. OÓ ■ Skýrslu Ólafs Jóhannessonar um utanrlkismál var Utbýtt á Al- þingi um miðjan mars. Er hUn að vanda ftarlegt yfirlit um stefnu tslands i utanrfkismálum og um alþjóða horfur yfirleitt. Skýrslan var tekin til umræðu rétt fyrir páska og er þeirri umræðu enn ólokiö. ólafurfylgdiskýrslunni Ur hlaöi með þvi að fara yfir nokkur aðalatriði skýrslunnar og einnig vakti hann athygli á einstökum atriöum, sem eitthvað hefur gerst 1 aö ráöi siðan skýrslan var bUin til prentunar og hæst ber i al- þjóöamálum um þessar mundir. Hér fer á eftir meginhluti ræðu utanrfkisráðherra við upphaf um- ræðnanna: Um alþjóöamálin almennt er það að segja, að á allra siöustu árum hefur ástandið f þeim efn- um fariö hriðversnandi. Spennan eykst og ágreiningsefnin verða æ fleiri og alvarlegri. Þaö eru mikil viðbrigði frá þeim friðarvonum, sem óx fiskur um hrygg lengst af áttunda áratugarins. Hiö kalda striö færist nU hvarvetna i auk- ana. Ég leyfi mér aðundirstrika þaö sem sagt er um þetta i' skýrslu minni: Andstæðurnar milli austurs og vesturs eru nú skarpari en þær hafa verið allt frá timum kalda striðsins og ná til flestra þátta i samskiptum þess- ara aðila. Ófriðarblikur hafa enn á ný aukist i Austurlöndum nær, spennan hefur vaxið i' Miö-Ame- riku og litið miðar i afvopnunar- viðræðum og norður-suður við- ræöunum um nýskipan alþjóða efnahagsmála. Við þetta bætast siðan þeir efnahagsöröugleikar sem gengið hafa yfir flest iðn- vædd riki á vesturlöndum og at- vinnuleysi tugmilljóna manna.” Tilvitnun lýkur. Þvi miöur verður að viður- kenna aö mannkynið stendur nú andspænis meiri óvissu og öryggisleysi en oftast áöur, svo að ekki sé meira sagt. Tyrkland og El Salvador 1 upphafskaflanum um alþjóöa- mál er rætt um málefni Tyrk- lands og E1 Salvador og annarra mið-Amerikurikja. Um Tyrkland má bæta þvi við að Efnahags- bandalag Evrópu hefur fjallað itarlega um ástandiö þar og tók forseti ráðherraráðsins, Leo Tindemans, utanrikisráöherra Belgíu.sérsérstaka ferð á hendur til Tyrklands fyrir hálfum mánuði siðan til að kanna stöðu mála. Eftir þá ferð virðist banda- lagið bjartsýnna en áður á að yfirlýsingar hershöföingjanna um endurreisn lýöræðis standist, bæði er varöar timasetningar og efnisatriöi. f ráöherranefnd Evrópuráðsins hafa málefni Tyrklands einnig verið til athug- unar. Má búast við að á fundi sin- um um miöjan apríl taki nefndin ákvörðun um aðgeröir, sem hún telur heppilegastar til aö stuðla að þvi að lýðræöi og mannréttindi verði endurreist i Tyrklandi sem fyrst. Þaðeraugljóst, að fyrir þvi eru takmörk hve lengi Tyrkland getur verið aðili að Evrópu- ráöinu, án þess aö lýöræöislegir stjórnarhættirverðiþar afturupp teknir. Kosningar hafa nú fariö fram i E1 Salvador. Kosningaþátttakan varö meiri en ráð hafði verið gert fyrir. Þótt kristilegir demókratar hafi fengið flest atkvæöi þeirra flokka sem þátt gátu tekið i þess- um kosningum tókst þeim ekki að ná meirihluta. Þvi miður litur svo út sem samvinna nokkurra helstu öfgaflokkanna til hægri geti oröiö ofaná og þarf þá litlum getum að þvl að leiöa að líkurnar á samningaviðræöum milli stríð- andi afla i samræmi viö ályktun allsherjarþingsins eru enn fjar- lægarienáöur.Nefna má, að for- seti Mexikó hefur átt visst frum- kvæði isáttaumleitunum.Ekkier vitað hvort sú tilraun beri nokk- urn árangur. Afvopnunarmál 1 skýrslunni er vikið að sam- skiptum austurs og vesturs og fjallað um afvopnunarmál. Ég visa til þess er þar segir, en vil bæta við örfáum orðum. Eins og ég vik að i skýrslunni er ráögert að annað aukaallsherjar- þingið um afvopnunarmál komi saman iNew York dagana 7. júni til 9. júlí næstkomandi. Þvi miður er varla við þvi að búast að þetta þing marki tlmamót i sögu af- vopunarmála. Grundvöllurinn fyrir raunhæfri afvopnun eða a.m.k. samdrætti I vopnabúnaöi er gagnkvæmt traust milli rikja og æði mikið skortir nú á, að þær forsendur séu til staöar. Á fyrsta aukaallsherjarþinginu um af- vopnun, tóku kjarnavopnaveldin m.a. undir það að frekari tilraun- irmeðkjarnavopn yrði að stöðva. A þeim fjórum árum, sem siðan eru liðin, hafa tilraunir meö kjarnavopn fariö fram einhvers staðar i heiminum að meðaltali einu sinni i viku. Allsherjarþing Sameinuðu þjóöanna hefur falið afvopnunamefndinni I Genf að semja um fækkun kjarnavopna en þau riki sem yfir þeim ráða, hafa hingaö til á allan hátt tregð- ast við að fjalla á raunhæfan hátt um slika samningsgerð I nefnd- inni. Þar sem starf nefndarinnar byggir á reglunni um samþykki allra, endurspeglar hUn vida- hlutföllin i heiminum og geta meirihlutaályktanir frá Samein- uöu þjóðunum litlu brey tt þar um. Meöan tortryggnin ræður rikjum er vonin um raunhæfar aðgeröir litil.Gildirþáiraunþað sama um störf aukaallsherjarþingsins um afvopnun i sumar þótt þær um- ræður sem þar fara fram og þær hvatningar, sem það mun væntanlega samþykkja, geti vart orðiö til annars en einhvers góös. Samskiptiausturs og vesturs og vigbúnaöarkapphlaupiö er alvar- legasta áhyggjuefniö i okkar heimshluta.Það þarf aö draga úr vigbúnaöinum — ekki hvað sist úr kjarnorkuvlgbúnaðinum. Mest ábyrgð hvDir á stórveldunum, og þá alveg sérstaklega á risa- veldunum. En ábyrgö hvilir einn- ig á öllum öðrum rikjum. Þvi að öll rlki, sem geta, keppast við að vigbúast. Afvopnunarmálin eru i sjálfheldu. Þann vltahring þarf að rjúfa. Einhliöa afvopnun kem- ur ekki til greina og verður ekki framkvæmd. Það er ekki raun- sætt. Afvopnunin veröur að vera gagnkvæm. En einhver verður að stiga fyrsta skrefiö. Það er ekki fjarri sem sænski utanrikis- ráðherrann hefur sagt, að hugsunin á bak viö vigbúnaðar- kapphlaupið er i raun og veru ósigur fyrir mannlega skynsemi. Ég hef ekki um þetta fleiri orð, en visa til skýrslunnar, og þá sér- staklega þess, sem segir um Pól- land. En Póllandsmálið er einnig aðalþröskuldurinn á Madrid- ráðstefnunni. En eins og stendur eru afvopnunarmálin að mlnu mati kjarni allra alþjóðamála. í stjórnarsáttmálanum er lögö sérstök áhersla á að sinnt sé starfi I S.Þ. og Norðurlandaráði. Þeirri stefnu hefur verið reynt að fylgja. Það er meginþáttur is- lenskrar utanrikisstefnu, að öll- um rikjum, hvort sem þau eru stór eða smá, beri að standa við skuldbindingar slnar samkvæmt sáttmála S.Þ. A það hefur hvar- vetna veriö lögð áhersla af Is- lands hálfu. Varnarmál Við greinina um varnarmála- deild ætla ég að bæta fáeinum orðum. Störf varnarmáladeildar eru margþætt og margvisleg. Varnarmáladeild fer meö mál er varöa samskipti við varnarliðið og hefur umsjón með lagafram- kvæmd á varnarsvæðunum.Sam- skipti við varnarliöið hafa verið góð en alltaf koma upp ýmis mál, sem Ur þarf að greiöa. Hefur það yfirleitt tekist vel að mi'num dómi. Ég vil taka þaö fram að á þeim tima, sem ég hefi gegnt embætti utanríkisráðherra hefi ég aldrei orðið þess var, að varnarliðið hefði eða gerði tilraun til að hafa afskipti af innanlandsmálum. Ég tel, að allar fullyrðingar um hið gagnstæða séu sprottnar af mis- skilningi, enda hefi ég ekki heyrt nefnd nein rökstudd dæmi um slikt. Það liggur i augum uppi, að það er forsenda fyrir dvöl várnarliðs- ins, að það hafi ekki afskipti af innanlandsmálum. Yrði mis- brestur I þvl efni væri brostin veruleg forsenda fyrir dvöl varnarliðsins hér á landi. Þvi hljóta allir að gera sér grein fyrir og það hljóti allir að skilja. Vinnuálag á varnarmáladeild er mjög mikiö. Þar er þvi þörf á auknum starfskröftum. Við hliö varnarmáladeildar starfar svo varnarmálanefnd, sem sérstaklega fjallar um fram- kvæmdir á vegum varnarliösins I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.