Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 18
Fimmtudagur 15. april 1982 26 menningarmál Ashkenazy ■ Loks hittust allir styrktar- félagar Tdnlistarfélagsins á einum stað til að hlýöa á Ashkenazy spila, og fylltu náttúrlega Austurbæjarbió út úr dyrum hinn 8. april. Þar mátti kenna margt fyrir- menni, sem sjaldan sést á tónleikum þegar minna er i húfi, enda er Ashk- enazy að frægð og snilli tal- inn i allra fremstu röð nú um stundir. A efnisskránni voru verk þriggja höfunda: Skrjabins, Ravels og Mussorgskýs. Skrjabin (1872- 1915) er kunnastur að þvi að skrifa svo erfiða pianótónlist, aö varla sé spilandi, og 6. só- nata hans óp. 62, sem Ashke- nazy lék þarna, er sögö vera tæknilega erfiðasta verk, sem skrifað hefur verið á þessari öld. Þessa sónötu kynnti ég mér allvel á upptöku fyrir tón- leikana, og þótti hún vera marklitill grautur. En i hönd- . um Ashkenazys var hún nær þvi óþekkjanleg, þvi einkenni hanser þaö hversu dæmalaust skýr og tær leikur hans er, og höfuðlinur verksins vel markaðar. Tækni hefur vist aldrei veriö honum neitt mál, enda varekkisýnilegt að hann fyndi fyrir neinu, sem hann spilaði þarna. A undan 6. só- nötunni spilaöi Ashkenazy þrjá þætti úr hvoru, ópus 51 frá 1906 og ópus 56 frá 1908 — ég get ekki imyndað mér, að þetta verði betur gert. Skrjabin hóf feril sinn sem mikill aödáandi Chopins, siðar „uppgötvaði” hann Debussy og Richard Strauss i ferð til Evrópu, og upp úr þvf varð til nýtt hljómakerfi hjá honum, sem átti aö tengja tónlist og guðspeki — af þvf tagi eru sumar leiðbeiningar hans um það hversu spila skuli 6. sónöt- una: leyndardómsfullt — inn- hverft — framandi — upphafið — glitrandi — dularfullt — æs- andi. Gaspard de la nuit eftir Ra- vel (1875-1937) er talið róman tisktverk, „þrjár svart-hvitar skissur” byggðar á kvæði eftir Aloysius Bertrand. 1 Ondine heyrist lokkandi söngur haf- meyjarinnar — hana lék Edda Erlendsdóttir hér á dögunum við góöan oröstir. I Le Gibet ■ gálganum — sést hinn hengdi i blóörauöu sólarlaginu, þar sem suð skordýranna er eina hljóðið sem rýfur þögnina. En i Scarbo, þriðja þættinum, sér sögumaður, frávita af hræöslu, hvar draugur svifur um i tunglsljósinu, þar til hann loks hverfur, likt og blásið sé á kertaljós. Og að endingu — fyrir utan tvö aukalög — spilaði Ashke- nazy Myndir á sýningu eftir Mussorgsky (1839-81), lang- þekktasta verkið á þessum tónleikum. Ashkenazy er rösklegur maður og kvikur i hreyfingum, enda lék hann „Promenade” hraðar en ég hef áöur heyrt þaö — liklega mundi hann skoöa málverka- sýningu einmitt þannig. Þaö er mikiö ævintýri að heyra svo frábæran tónlista- mann sem Ashkenazy spila hér, enda verður mér æ ljósari sannleikur þeirra orða stjórn- andans Celibidache, að hið skrifaða verk sé aöeins beina- grind— tónlistina sjálfa skapi flytjandinn á staðnum. Og sé hann mikill listamaðúr getur jafnvel hinn magrasti efnivið- ur oröið að listviðburði á sama hátt ogBeethovenstínata getur orðið að moði i höndum h vers- dagsmanns. Auk þess var það þakkarvert að fá sjtín- deildarhring sinn ögn vikkað- an með flutningi „sjald- heyröra” verka i bland. 12.4. Sigurður Steinþtírsson Siðustu Háskóla- tónleikarnir ■ Hásktílatónleikum 1981-82 lauk föstudaginn 2. april með knéfiðlukonsert Gunnars Björnssonar og Jónasar Ingi- mundarsonar. Þetta voru 15. tónleikar vetrarins, allir hafa þeir verið i Norræna hdsinu, og allir nema einir i hádeginu á föstudögum — „Svipmynd Jónasar Tómassonar” voru tónleikar haldnir i samvinnu við Myrka múslkdaga á föstu- dagskvöldi. Með þessu há- degistónleikaformi er gerð til- raun til þess að gefa kost á tónlist án pipuhatts — tón- listarmenn flytja þarna verk sem þeirsjálfir vilja flytja, og þurfa ekkiað hafa áhyggjur af aðsókninni, a.m.k. fjárhags- lega, og áheyrendur fá þarna stund milli stri'ða, mitt i" erli dagsins, og slá tónleikunum jafnvel saman viö snarl á matstofu Norræna hússins. Séra Gunnar segist i blaða- viðtölum æfa sig á hverjum degi, minnst tvo tima en oft meira.Ogáþessum tónleikum sannaðist þaö aö það borgar sig að vera duglegur aö æfa sig, þvi aldrei hefi ég heyrt Gunnar spila jafnvel: hann kunni öll verkin utanbókar og hafði á þeim fullkomiö vald, tónninn fallegur og safamikill. Þeir félagar léku þessi verk: Sónötu i g-moll eftir Henry Eccles (1670-1742), sem var tónskáld og spilamaður við hirðir Vilhjálms 3. af Óraniu og Lúðviks 14. Frakka- kóngs— „sónatan i g-moll fyr- ir selló og hljómborð er eftir- læti hljómleikagesta enn i dag.” Couplets des Foiles d’Es- pagne eftir Marin Marais (1656-1728), hirðmúsikus hjá Lúðvik 14. — „flest meiri hátt- ar tónskáldhafa fengist við að semja tilbrigði um La Folia, þótt tilbrigði Corellis fyrir fiölu séu kannski þekktust. Lagiö er aðeins fjórir tónar, heillandi í einfaldleik sinum.” Og loks Tólf tilbrigöi eftir Beethoven um stef úr óratori- unni Júdas Makkabeus eftir Ha'ndel. Beethoven samdi til- brigöin 26ára gamall. Hér rik- ir fullkomið jafnræði með pianói og knéfiðlu, n'ema pianóinu sé gert ennþá hærra undir höfði, enda var tón- skáldið frægur virtúósi á pfanó um þessar mundir — en séra Gunnar lét sinn hlut og kné- fiðlunnarhvergi, og fluttu þeir Jónas tilbrigðin ttílf af miklum glæsibrag. Enda var þeim vel fagnaö, og máttu taka nokkur aukalög. Þetta voru sérlega ánægju- legir tónleikar, eins og raunar flestir Háskólatónleikarnir i vetur. Aheyrendur voru með fleira móti, um90, en aðstand- endur tónleikanna eru raunar þeirrar skoðunar, að með þeim skuli stefnt að góðri og ánægjulegri — og helst ekki of venjulegri — tónlist, en minni gaumur gefinn að áheyrenda- fjölda. 12.4. Sigurður Steinþórsson Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist flokkstarf Aðalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Framnes verður haldinn mánudaginn 19. april n.k. kl. 20.30 i Hamraborg 5 Kópa- vogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. A fundinum verður afhent jöfnunarhlutabréf og hlutabréf eftir siöustu hlutafjársöfnun. Stjórnin Framsóknarfélag Árnesssýslu 50 ára Afmælishátið á Flúðum siðasta vetrardag 21. april. Dag- skrá: kl. 18.30 kvöldverður. Agrip af sögu félagsins Agúst Þorvaldsson, kl. 22.00 Ávarp Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins. Jóhannes Kristjánsson, eftirhermur. Bændakvartett. Hljómsveitin Rætur leikur fyrir dansi. Miðapantanir I kvöldverð verða að berast fyrir 14. april n.k. til Vernharðs Sigurgrimssonar simi 6320 eða Guðmars Guðjónssonar simi 6043. Garðars Hannessonar simi: 4223, Hans Karls Gunnlaugssonar simi: 6621 og Leifs Eirikssonar simi: 6537 Allir velkomnir Stjórnin Konur i verkalýðs- og samvinnuhreyfing- unni. Öpinn fundur um konur i verkalýðs- og samvinnu- hreyfingunni verður haldinn á vegum kvenfélags Fram- sóknafélagsins að Hótel Heklu mánudaginn 19. april kl. 20.30. Ræður flytja: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar, Sigrún Eliasdóttir formaður Alþýðusambands Vesturlands/Katrin Marisdóttir formaður Starfsmanna- félags Sambandsins. Fyrirspurnir — upplestur — kaffiveitingar. Fundarstjóri verður Gerður Steinþórsdóttir. Ritari: Kristin Eggertsdóttir. Fjölmennum og fræðumst um stöðu kvenna i þessum tveimur alþýðuhreyfingum. Stjórnin. Borgarnes»nærsveitir Munið félagsvistina á Hótel Borgarnesi föstudaginn 16. april kl. 20.30. Slðasta kvöldið i 3ja kvölda keppni. Framsóknarfélag Borgarness. Rangæingar Framsóknarvistin á Hvoli sunnudagskvöldið 18. april kl. 21.00. Góð kvöldverðluan. Framsóknarfélag Rangæinga. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur aðalfund sinn mánu- daginn 19. april kl. 21.00 i Framsóknarhúsinu við Sunnu- braut. Venjuleg aðalfundarstörf. — önnur mál. Stjórnin. Hafnarfjörður Kosningaskrifstofan að Hverfisgötu 25 verður opin virka daga frá kl. 16-19. Allt stuðningsfólk Framsóknarflokksins velkomið. Fulltrúaráð. Vorferð til Vinarborgar. Brottför 30. mai. — Komið heim 6. júni. Nánari upplýsingar i sima 24480. Fulltrúaráö Framsóknarfélaganna f Reykjavík. Kópavogur Fundur um stefnuskrá flokksins fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar 22. mai veröur i kvöld 15. april kl. 20.301 Hamra- borg 5. Simi skrifstofunnar: 41590. Kosningastjórn Framsóknarfélaganna. Til leigu traktorsgrafa í stór og smá verk Vélalelga Jóns H. Eltonssonar Engihjalla 25 Kópavogi Sími 40929 Kvikmyndir Sími 78900 | Nýjasta Paul Newman myndin Lögreglustöðin í Bronx (ForlApache the Bronx ) Bronx hvérfið V New YórÍT\.» * Unemt. Þaö fá þeir Paul Newman og Ken Wahl aö finna fyrir. Frábær lögreglumynd AÖalhlutv. Paul Newman, Ken Wahl, Edward Asner Bönnuö innan 16 ára 1 lsl. texti I Sýnd kl. 3, 5.15, 9 og 11.20 Lífvörðurinn (My bodyguard) Every kid should have one... MY BODYGUAAD I Lifvöröurinn er fyndinn og frábær mynd sem getur gerst hvar sem er. Sagan fjallar um ungdóminn og er um leiö skilaboö til alheims- ins. Aöalhlutverk Chris Makepeace, Asam Baldwin Leikstjóri Tony Bill lsl. texti | Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Fram í sviðsljósið (Being There) r\... ,-c X Grinmynd i algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék.I, enda fékk hún tvenn óskarsverölaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley ! MacLaine, Melvin Douglas, Jack | Warden. lslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 5 og 9 Draugagangur f fHsonawawiwnÉ voj. VQUR Sýnd kl. 3 og 11.30 Klæði dauðans (Dressed to kill) EveryNkhitmarh I IasABhuinninu... TIIIsONI.NIHVHREM'S. Myndir þær sem Brian de Palma | gerir eru frábærar. Dressed to kill sýnir þaö og sannar hvaö i honum býr. Þessi mynd hefur fengiö hvell aösókn erlendis. Aöalhlutv: Michael Cainc, Angie j Dickinson, Nancy Allen Bönnuö innan 16 ára lsl. texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 11.30 Endless love Enginn vafi er á þvi aö Brooke Shields er táningastjarna ungl- inganna I dag. Þiö muniö eftir henni úr Bláa lóninu. Hreint frá- bær mynd. Lagiö Endless Love er til útnefningar fyrir besta lag I kvikmynd i mars nk. AÖalhlutverk: Brooke Shields, Martin Hewitt, Shirley Knight. | Leikstj.: Franco Zeffirelli. íslenskur texti. Svnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.