Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 ■ Fyrirsátið. Teikning eftir Halldór Pétursson. Örlagaríknstn spor hests í sögu lands og þjóðar: „EKKI VEIT EG HVORT DAÐI FÓR ÞAR, EN ÞAR FÓR MARKtJSAR-BRIJNN” 1. Spor eftir hest á íslandi? Þau eru mörg og mismunandi og af þeim fara margar sagnir. Sum eru heilla- drjúg-önnurmiður. En hvert þeirra er stærst? Ætli það sé ekki Ásbyrgi, fótspor Sleipnis? Eða kannski spor Tólfdala-Brúns, sem Árni Oddsson reið yfir hálendið frá Vopnafirði til Þingvalla forðum til að klekkja á „Herlegdáð"? Nema það séu spor Flugu á heiðum uppi á fyrstu veðreiðum sem sögur segja frá á íslandi og mannslif voru lögð að veði? Eða ef til vill eru það enn önnur spor. Tæpast verða menn á eitt sáttir um hvert þessara spora hafi verið dýpst, eða með öðrum orðum, hvert þeirra hafi skapað íslendingum mest örlög. Mat manna byggist á mismunandi hugmyndum. Einhverjir sjá ef til vill hagnaðarvon í að selja útlendum ferðamönnum sögnina af Ásbyrgi, hin rómantiska hlið á ferð Árna Oddssonar heillar aðra og enn aðrir hrífast mest af stórbrotnu veðmáli, þar sem menn lögðu lifið að veði við fránleik hesta sinna, og stóðu við það. Og svo eru þeir sem telja að vegna fimi og þols Markúsar-Brúns hafi fyrsta og eina vopnaða uppreisn gegn valdhöfum á Islandi verið kæfð í fæðingu. Sé það réttur skilningur er varla að efa að hans spor eru stærst allra hesta- spora hér á landi. Lítum ögn nánar á það. 2. Jón Arason Hólabiskup er að flestra mati einn stórbrotnasti per- sónuleiki íslandssögunnar. Hann unni landi sínu og þjóð og vildi veg þeirra sem mestan. Á hans dögum voru íslendingar vel stæðir og vel vopnum búnir. Að formi til var deila hans við konungsvaldið sprottin af trúmálum eða kirkjaskipan. Fáum blandast þó hugur um að þar hafi fyrst og fremst verið tekist á um frelsi þjóðarinnar og Jón biskup og Ari lögmaður sonur hans hafi háð sína baráttu til að stemma stigu við erlendum yfirráðum á íslandi. Það er alls ekki fjarri lagi að áætla að fyrir dyrum hafi staðið vopnuð uppreisn og jafnvel má með nokkr- um sanni segja að hún hafi verið hafin, en verið kæfð með ósigri þeirra feðga. Hefði svo farið að þeir fengju sigur, hefði saga íslands orðið önnur en raun varð á. Sé tekið mið af þeirri niðurlægingu og eymd sem einkenndi þjóðlifið næstu aldir, verður að áætla að sagan hefði varla getað orðið verri, sennilegra að hún hefði orðið verulega miklu betri. En þeir feðgar komust ekki yfir fyrsta hjallann og má með nokkrum sanni segja að hestur hafi valdið þvi. 3. Daði sýslumaður Guðmundsson i Snóksdal i Dölum var annar svip- mikill höfðingi siðskiptaaldar. Hann var þó af allt öðru sauðahúsi en Jón Arason og synir hans. Á nútímavísu verður hann sennilega helst skilgreindur sem ævintýra- maður. Hann var ófyrirleitinn og harður og trúlega með óbifanlegt traust á eigið ágæti. Það var út af kvennafari að hann komst fyrst upp á kant við Jón Arason. Svo fyrirferðarmikill sem hann var hefur hann án efa verið djarftækur til kvenna, enda kemur það fram í frásögnum af honum. Þar kemur reyndar fram að hann hafi að jafnaði stundað hórdóm, vondan lifnað og illa breytni. Sá hreinhugsandi mað- ur, að þeirra tima siðferðishugmynd- um, Jón Arason gat ekki þolað slíkt og bannfærði Daða, þegar hann lét sér ekki segjast með öðrum hætti. En Daði var enginn „meðaljón“, sem lét aðra menn segja sér fyrir um sitt kvennafar, þvi vildi hann ráða sjálfur. 4. Marteinn biskup Einarsson, mág- ur Daða, dæmdi á prestastefnu sumarið 1549 öll biskupsverk Jóns Arasonar ógild, með fulltingi kirkju- skipunar Kristjáns konungs þriðja frá 1542. Eftir kvennafarsdeilur Daða og Jóns og með hliðsjón af mægðum Daða og Marteins, þarf engan að undra að Daðin varð einn harðasti andstæðingur Jóns í þeirri baráttu sem háð var. Eftir þennan dóm Marteins biskups má segja að deilan hafi snúist í að verða vopnuð uppreisn. Jón biskup og synir hans vildu tryggja sér strax sigur yfir helstu andstæðingum sínum og gripu til vopna. Norðanmenn fengu fregnir af þvi siðsumars að Marteinn biskup væri staddur á Staðarstað, þar sem hann var prestur áður. Þeir biskupssynir söfnuðu liði, sem heimildum ber ekki saman um hversu stórt var, sumar heimildir segja 120 manna, en aðrar 300. Síðan fara þeir fjöll, með eins mikilli leynd og kostur var, til að taka Martein biskup höndum og ætluðu í sömu ferð að ná Daða á sitt vald og öðrum andstæðingum sin- um, eftir því sem færi gæfist. 5. Þeir komu fyrst að Hítardal, þar sem þeir ætluðu að taka Áma prest i sina vörslu, en hann var þá ekki heima. Þeir stigu þá á bak aftur og riðu áfram vestur og fóru greitt. Þeir komu næst að Snorrastöðum, þar sem Moldar-Brandur, bróðir Mar- teins biskups bjó, en snarráður vinnumaður hans kom honum und- an. Enn er riðið áfram, farið vestur Löngufjömr og fara mikinn sem fyrr, enda eru Löngufjörurein besta reiðleið þessa lands, að margra dómi. Við Stakkhamarsfjömr mæta þeir Áma presti i Hítardal og taka hann höndum og riða svo áfram að Staðarstað. Þar var Marteinn bisk- up, en Daði hafði verið þar einnig en var nýfarinn út að Rifí. ■ Samkvæmt norlenskri heimild gekk afar illa að fá nokkurn mann til að taka að sér böðulsstarfið, þegar höggva átti Jón Arason, en um síðir fékkst „Jón nokkur Jónsson, hin herfílegasta kind af Suðurlande til starfans. En Daði i Snóksdal tók að sér verkstjómina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.