Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 20
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 20 heimsmeistarar f skák SMYSLOV - misheppnaði óperusöngvarinn ■ Ef skákáhugamaður er spurður hverjir hafi verið heimsmeistarar i greininni og það vantar einhvern i upptalningu hans er alls ekki ólík- legt að það sé Vassilí Smyslov. Smyslov er langt í frá þekktasti heimsmeistarinn en þó var hann á sinum tima mjög öflugur skákmað- ur og er raunar enn. Arpad Eló, tölfræðingur skáklistarinnar, gaf fyr- ir nokkrum árum út bók þar sem hann freistaði þess m.a. að meta, í stigum þeim sem við hann eru kennd, hæsta styrkleikann sem nokkrir skákmeistarar náðu. Hæstir eru Capablanca, Lasker, Bótvinn- ik og Tal, en siðan kemur Smyslov jafn Alekhine og Morphy. Þessar tölur eru auðvitað ekki nema mátu- lega áreiðanlegar en þó má af þeim ráða að er Smyslov var upp á sitt besta gaf hann hinum frægari félög- um sínum ekkert eftir. Ástæða þess að hann er fremur lítið þekktur liggur því sennilega í sjálfum per- sónuleika hans og skákstil. Hann er rólyndur og gæfur maður, lítt gefinn fyrir að trana sér fram og á bestu árum sinum var hann i skugga Bótvinniks. Skákstill hans er hreinn og beinn, hann er hvorki tilrauna- maður né flækjumeistari en falleg- ustu skákir hans eru sem dýrmætar perlur. Hann var heimsmeistari i aðeins eitt ár og tólf daga - viku lengur en Mikhail Tal, en báðir hafa verið kallaðir „vetrarkonungar skáklistarinnar". Vassilí Smyslov fæddist í Moskvu 24. mars 1921. Faðir hans var all- sterkur skákmeistari og hafði m.a. sigrað Alekhine á skákmóti i Sánkti Pétursborg árið 1912, náttúrlega var það hann sem kenndi syninum að tefla. Strákur fékk áhuga á leiknum og þar eð hann hafði aðgang að vönduðu skákbókasafni föður síns tók hann stórstigum framförum. Mest áhrif á hann höfðu kenningar Nimzowitsch og Tarrasch, þó hann fylgi forskrift sovéskra yfirvalda og segi jafnan að uppáhaldsskákmenn hans séu Tsígórin og Alekhine. Á síðari hluta fjórða áratugarins hóf Smyslov að tefla á ýmsum sovéskum mótum en hann vakti ekki verulega athygli fyrr en 1940, á skákþingi Sovétríkjanna það ár. Eftir 14 umferðir var hann efstur, taplaus, en náði aðeins 2.5 vinning- um úr síðustu 5 umferðunum og Bondarévskíj og Lilienthal skutust fram úr honum. Smyslov varð þriðji, hálfum vinningi á eftir sigurvegaran- um en sjálfur Bótvinnik, helsta von Sovétmanna um heimsmeistara, deildi fimmta sæfinu. Til að gefa honum annað tækifæri var ári síðar haldið mót sex efstu manna þar sem Bótvinnik vann örugglega en Smys- lov sannaði styrk sinn með þvi að lenda í þriðja sæti. Árið 1945 var Alekhine spurður að því hverjir væru að hans áliti efnilegustu skákmenn heims. Hann sagði: „Austur í Rússlandi er Smys- lov nokkur sem teflir mjög vel og mun ná afar langt." Þá vissu nær engir á Vesturlöndum hver Smyslov var en nokkrum vikum síðar malaði hann sjálfan Rehevsky í tveimur skákum sem þeir tefldu i útvarpsein- vigi milli Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. 1946 varð hann þriðji, á eftir Bótvinnik og Euwe, á geysi- sterku skákmóti i Groningen og 1948 var hann meðal fimm útvalinna sem tefldu um hver skyldi vera eftirmaður Alekhines sem nú var látinn. Smyslov varð í öðru sæti á eftir Bótvinnik og mátti vel við una. Um þetta leyti breyttist skákstíll hans nokkuð, frá því að stefna að flækjum tók Smyslov nú að einbeita sér að stöðulegum þrýstingi. Hann er einnig rómaður fyrir góðan undir- búning sinn, öðlaðist með tímanum mjög yfirgripsmikla þekkingu á byrj- anakerfum og fáir voru honum samviskusamari í að skilgreina eigin veikleika. Um 1950 virtist sem Bronstein ætlaði að skjóta Smyslov ref fyrir rass í keppninni um eftirmann Bótvinniks á heimsmeistarastóli en Smyslov lét sig ekki, stefndi sífellt upp á við þótt hægt færi og 1954 tefldi hann fyrsta heimsmeistaraein- vígi sitt við Bótvinnik. Hann hélt jöfnu, eins og Bronstein hafði gert þremur árum fyrr, en fékk annað tækifæri 1957 og nú lét hann ekki happ úr hendi sleppa. Hann sigraði Bótvinnik nokkuð örugglega en varð síðan að þola það að tapa aðeins ári siðar í öðru einvigi og missa tignina. Ýmislegt bendir til þess að skákmeistarar séu ekki sálfræðilega reiðubúnir til að verja heimsmeistaratitil sinn svo skömmu eftir að hafa náð honum og i nokkur ár var Smyslov ekki nema skuggi af sjálfum sér. Hann tefldi þó nokkr- ar mjög fallegar skákir og hér sjáum við lok einnar þeirra sem tefld var í Zagreb 1959, andstæðingurinn sem hefur hvítt og á leik í stöðunni, er enginn annar en Robert J. Fischer. 1. Bxh6 - gxh6 (2.Dxh6 reyndist vera ófullnægjandi vegna 2. - Hd8 3. Bc2 - Bg7 4. Dh+ - Kf8 5. Bxe4 - dxe4 og nú má ekki leika 6. f6 vegna 6. - Bxf6.) 2. - Bg5 3. f6 - Hb8 4. Bxe4 - dxe4 5. Hg3 (Nú virðist Smyslov glataður vegna þess að 5. - Kf8 er svarað með 6. Hxg5.) 5-Df5 6.Kgl-Dg6 7.De2-Hc6 8. h4-Hxf6 9.Hxf6-Dxf6 10.Dh5 - Df411. Kh2 - Kg712. hxg5 - hxg5 13. Dxg5+ - Dxg5 14. Hxg5+ - Kf6 (Smyslov var mikill sérfræðingur með hrókum og peðum. Sjáið hvern- ig hann fer að.) 15. Hh5- Hbl 16. Kg3 - Hfl 17. hh4 - Kf5 18. hh5+ - Ke6 19. hh6+ - f6 20. hh4 - e3 21. He4 - f5 og nú gafst hvítur upp. Smyslov hefur sjaldan gengið vel á meistaramótum Sovétríkjanna. Á árunum 1963-66 var hann efstur á átta skákmótum i röð en tókst síðan aðeins að ná tíunda sæti á skákþingi Sovétrikjanna 1966-67. Og fleiri dæmi má nefna. En þar sem skák- ferill Smyslov er flestum aðgengileg- ur sem áhuga hafa á skulum við nú líta á skák sem hann tefldi í Spartakíöðu-keppni Sovétríkj anna i Ríga 1968. Hún sýnir að þeir fara villir vegar sem halda að Smysiov getí ekki fléttað og fórnaö tyfir óljósa stöðuyfirburði þegar hann sér ástæðu til. Andstæðingur hans, sem hefur svart, er Vladimir Liberzon, sem nú teflir fyrir ísrael. Ath* Skoðið þessa skák ekki nema þið hafið góðan tíma. Hún er mjög flókin og möguleikamir ótelj- andi en hún er svo sannarlega rannsóknar virði. 1. c4 - e5 2. Rc3 - Rc6 3. g3 - g6 4. Bg2 - Bg7 5. hbl (Hyggur á peðaframrás upp drottningarvæng- inn. Smyslov kom fyrst fram með þennan leik á ólympiuskákmótinu nokkrum mánuðum áður en þessi skák var tefld. Andstæðingur hans þá Rúmeninn Ungureanu.) 5. - d6 6. b4 - a6 (Hér lék Ungureanu 6. - f5, sem er betri leikur. Nú fær hvitur færi á að opna a-línuna.) 7. e3-f5 8.Rge2-Rf6a. d3-0-0 10. 0-0 - Bd7 ll.a4 (Eðlilegt framhald af 5. Hbl.) 11. - Hb8 12. b5 - axb5 13. axb5 - Re714. Ba3 (Til að koma í veg fyrir 14. - c5. Nú yrði þvi svarað með 15. bxcó og peð svarts veikjast mjög illa.) 14. - Be6 15. Db3 (Kemur enn i veg fyrir 15. - c5 16. bxc6 - bxc6 17.Dxb8 - Dxb8 18. Hxb8 - Hxb8 19. Bx6. Þar að auki er drottningin vel staðsett til árása á miðborðið.) 15. - b6 16. d4 (Hugmyndin er að leika 17. dxe5 - dxe5 18. hfdl.) 16. -e4 17. d5 - Bf7 18. Rd4 - Dd7 19. Bb2. (Út úr byrjuninni hefur hvítur fengið meira rými en svartur. áður en hann hefur sóknaraðgerðir verð- ur hann að koma mönnum sínum fyrir á bestu hugsanlegum stöðum og til þess er biskupsleikurinn. Einnig rýmir hann mikilvæga línu fyrir hróknum.) 19. - g5 (Ef 19. - Ha8, þá 20. Hal, og síðan 21. Ha6 og svartur getur ekki skipt upp á hrókum nema færa hvitum hættu- legt fripeð. Yudovich hélt þvi fram að 19. - Hbe8 væri sterkara.) 20. Rce2 (Til að hindra 20. - f4) 20. -Kh8 21. Hal -Rg6 (Enn hyggur hann á 22. - f4.) 22. f4 - exf3 (Svartur þurfti að taka erfiða ákvörðun. 22. - gxf4 23. Rxf4. 24. Hxf4 færir hvitum öfluga sókn, en 22. - g4 kemur í veg fyrir að riddarar svarts nái að beita sér og kóngsstað- an verður þröng. Þá getur hvítur einnig hafið árás með23. Ha7.)23. Hxf3 - Re7 24. Rc6 - Hbe8 (24. - Rxc6 er greinilega veikt.) 25. Red4 (Staða svarts er þröng. Liberzon fann fallega fléttu sem virðist færa honum talsverða möguleika.) 25. - Rfxd5 26. cxd5 - Bxd5. 27. Rxf5! - Hxf5 (Ef 27. - Bxb3, þá 28. Bxg7+ - Kg8 29. Rcxe7+ -Hxe7 30.Bxf8-Kxf8 31. Ha8+-Kf7 (ekki 31. - He8 32. Rxd6+) 32. Rd4+ og vinnur auðveldlega. 32. Bh3, sem Jenö Kapu stakk upp á, leiðir til glæsilegs framhalds. Ef 32. - Be6, þá 33. Rd4+ - Kg7 (eða 33. - Kg6 34. Rxe6 - Hxe6 35. hg8+ - Kh6 36. hf6+) 34. Bxeó - hxe6 35. hd8 og vinnur. Ef svartur léki 27- Rxf5 í stað 27.Bxb3 þá yrði framhaldið 28. Dxd5-Bxb2 29. Hafl og hvitur er manni yfir.) 28. Bxg7+ - Kg8 (Besti leikurinn. Hvítur ætti auðvelt um vik eftir 28. - Kxg7 29. Dc3+ - Kg8 30. hxf5 - Dxf5 31. Hfl (31. e4 vinnur sömuleiðis) 31. - De6 32. Hf6.) 29. hxf5! (Hann ræðst beint að kónginum og lætur öryggi drottningar sér i léttu rúmi liggja.) 29. -Bxb3 30. Hxg5 - Rg6 (Ekki má 30. - h6 i þessari hættulegu stöðu vegna 31. Rxe7+-Hxe87 32.Ha8+ 33^ Bxh6+ - Kh7 34. Hg7+.) 31. Bh6 (Hvitur hótar meðal annars að leika Rd4 og siðan Bc6. Svartur verður að koma drottningu sinni i spilið en hún á engan góðan reit.) 31. -De6 (Ekki 31. - Hxe3 32. hxg6+.) 32.h4! (Enn einn óvæntur leikur. Það lá að baki drottningar- fórn Smyslovs að drottning Liber- zon er illa staðsett.) 32. - Dxe3+ 33. Kh2 - Dx3 34. Hfl - Bc4 35. Hf2 (Ekki 35.Hcf? - Dxcl 36.Hxg6+ - hxg6 37. Bxcl—Bxb5.) 35. - Del 36. Hgf5 - Bxb5 (Kannski besta vörn svarts. 37. h5 er mjög slæm ógnun.) 37. Bd2 - Dbl (Drottningin er næstum gagnstaus, hvort sem er til sóknar eða varnar.) 38. Bd5+ - kh8 (Ef 38. - Kg7, þá 39. Hf7+ - Kh8 40. Bc3+ - Re5 41. Rxe5 - dxe5 42. hxc7 og þó drottningin eigi um sextán reiti að velja getur hún ekkert gert til að koma i veg fyrir 43. Bxe5+ og 44. hf8 mát.) 39. Bc3+ - Re5 40. Rxe5 - dxe5 41. hxe5 og svartur gafst upp. Snjallt, ekki satt? Tvær ástæður hafa einkum verið nefndar fyrir því að Smyslov tókst ekki að halda sér á toppnum til lengdar. Sú fyrri snertir metnað. Það er ekkert leyndarmál að Smyslov hefði fremur kosið að komast á toppinn sem söngvari en skákmaður. Hann hefur góða rödd og eftir að hafa „aðeins“ náð þriðja sæti á áskorendamótinu árið 1950 hafði hann hugsað sér að leggja skákina á hilluna. Hann sótti um inngöngu i kór Bolshoi-leikhússins en féll naumlega. f hjarta sér Iítur hann áreiðanlega á skákina sem aðeins hið næstbesta. Á meðan á áskorendamótinu í Sviss stóð árið 1953 söng hann nokkrar aríur í svissneska útvarpið og hefur oftar haldið söngskemmtanir, stundum í tengslum við skákviðburði, en stundum ekki. Hin ástæðan er rólyndi hans. Hann er hávaxinn, hægur í hreyfing- um, glaðlegur á hæglátan hátt og varkár i orðavali. Hann hefur alltaf forðast að gagnrýna aðra nema á mjög kurteisan hátt. Þannig að hann hefur ekki aflað sér ncinna óvina en hann virðist heldur ekki eiga marga nána vini. Til dæmis var það ekki fyrr en eftir þriðja heimsmeistara- einvigi þeirra sem þeir Bótvinnik kynntust nokkuð að ráði. Smyslov kann spænsku vel og frá árinu 1962 hefur hann verið nokkurs konar fulltrúi sovéskrar skákhreyfingar i spænskumælandi löndum, og hon- um virðist falla vel við óformlegt andrúmsloftið i þessum löndum. Hann er dyggur sveitakeppnismað- ur og tefldi á níu ólympiumótum fyrir land sitt og enda þótt hann tapaði aðeins tveimur af 113 skákum sinum á slíkum mótum hefur hann alltaf lagt sig mest fram fyrir alla sveita, fyrir hópinn, fremur en sjálfan sig. Dálitið meiri sjálfselska og aukin drápfýsn hefðu áreiðanlega leitt til þess að Smyslov hefði náð enn lengra en hann gerði i raun og veru. En þetta á hann ekki til, og sér sjálfsagt ekkert eftir því. En hann nær enn mjög góðum árangri þegar hann tekur sig til, sem dæmi má nefna að 1977 varð hann þriðji á hinu geysisterka Leníngrad skák- móti (1.2. Tal og Rómanisjin, 3: Smyslov, 4.-5. Karpov og Vaganjan o.fl.) og í fyrra varð hann i2.-4. sæti á enn sterkara móti i Moskvu, aðeins Karpov var framar. í næstu viku segir frá ferli Mikhaíls Tals sem sannarlega hefur verið upp og ofan... -ij tók saman, þýddi og endursagði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.