Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 23 á bókamarkaði ‘The Eariy Church GHenry Chadwick Henry Chadwick: The Early Church. Penguin 1981. ■ Þetta er fyrsta bindið í bókaflokki sem Penguin-forlagið gefur út um sögu kristinnar kirkju, en nú mun þessi flokkur hafa spannað söguna allt fram á okkar daga. Auðvitað byrjar þessi mikla saga hjágyðingum, fyrstu kristnu mennirnir voru jú gyð- ingar hvað sem síðar varð, fámenn- um hópi sérvitringa sem óx svo ört að eftir fáeinar aldir taldi rómverska heimsveldinu sér stafa ógn af honum og hóf hinar miklu ofsóknir sem náðu hámarki undir Díókletíanusi keisara. Þá var líka blómatími hinna miklu pislarvotta sem þoldu hræðilegustu pyntingar með gleðibros á vör og unnu trúnni ótal nýja fylgismenn. Síðan koma trúskipti Konstantínus- ar og það skeið þegar kirkjan fer að taka á sig mynd þeirrarmiklu6tofnun- ar sem hún síðar varð - þetta var timi ólíkra safnaða og trústefna sem oft fjandsköpuðust út i hvor aðra. Höf- undurinn setur svo punkt þegar páf- adómurinn er orðinn fastur í sessi með Gregoríanusi mikla. Henry Chadwick hefur verið prófessor í trúarbragðasagnfræði og guðfræði við háskólana í Oxford og Cambri- dge. ‘Sh««r phKtsure... to nwKl WotMwmeonWocMwm ts to i«ad Wodohoofo’ - Anthooy 8 urge&s In th« Oöserver P.G.Wodehouse: Wodehouse on Wodehouse. Penguin 1981 ■ Hann átti hundrað ára afmæli i fyrra - P.G. Wodehouse, var þá reyndar búinn að hvíla undir grænni torfu í sex ár, en lifir enn góðu lifi sem einhver frábærasti vitleysuhöfundur allra tíma. Og þá er orðið vitleysa notað í sinni bestu merkingu. Wode- house var óhemju afkastamikill höf- undur, skrifaði á annað hundrað bóka, en var alla tíð litið gefið um að skrifa eða tala um sjálfan sig. Þó lifði hann ekki óspennandi lífi. Því er þessi bók hreinn happadráttur fyrir fjölmarga Wodehouse-lesendur, hér eru samankomnar í eitt bindi þrjár bækur sem er hið eina sem Wodeho- use lét frá sér sjálfsævisögulegrar ættar. Þetta eru bækurnar „Bring on the Girls“, sem hann skrifaði i félagi við Guy Bolton; „Performing Flea“, en það sagði hann oft um sjálfan sig, að hann væri hin „tamda fló“ enskra bókmennta; og „Over Seventy". Þetta eru sjálfstæðar bækur, en gefa nokkuð heillega mynd af ævi hans og ritstörfum. Langt og skemmtilegt líf, hógvær og meinfyndinn maður sem kann að segja góða sögu. Joseph Wambaugh: The Glitter Dome. Bantam 1982. ■ Enn ein metsölubókin - i þetta sinn frá Ameríku. Sjötta metsölu- bókin í röð eftir þennan ágæta höfund, Jopseph Wambaugh, segir á bókarkápu. Okkur rámar í t vo titla - „The New Centurions" og „The Choirboys", sem út kom í hitteðfyrra. Sögusvið Wambaughs eru hin iðandi og hörðu stræti stórborganna athvarf glæpamanna, kynvillinga og vændiskvenna, og söguhetjur hans eru oftastnær hversdagslegir lögreglumenn sem lifa í eins konar styrjaldar- og umsátursástandi, en geta þó tekið á honum stóra sínum þegar á þarf að halda. Þessi bók gerist i Kaliforníu, i Los Angeles og Hollywood - og Joseph Wambaugh er þarna til að færa þetta allt í letur, morð, vændi, nauðganir plús privat-raunir lögreglumanna. Og annað veröur ekki sagt en að hann geri það ágæta vel, i harðsoðnum og hnifskörpum stil fyrirrennara á borð við Hammett og Chandler. Maðurinn er enda fyrrverandi lögga sjálfur. Segir Luigi. Deirdre Bair: Samuel Beckett - A Biography Picador 1981 ■ Það er vist ekki talið heiglum hent að skrifa ævisögu Samúels Beckett - mannsins sem skipulagði umferðar- öngþveiti í París til að komast hjá þvi að hitta útsendara Helgar- Tímans. Maðurinn er var um sig, hleypir ekki hverjum sem er inn á gafl, og einkalifið er algjört. Þau hjónin ræðast við gegnum innanhúss síma, annars ekki, er meðal þess sem maður veit eftir lestur þessarar bókar. Beckett veitti Deirdre Bair (hún er amrísk) litla sem enga aðstoð við smíð þessarar bókar, en lagði heldur ekki stein i götu hennar, kvaðst ekki ætla að lesa bókina. Bókin ber nokkur merki þess að hér er um brautryðjendastarf að ræða, fyrst og fremst staðreyndasöfnun, en hún er bæði afar læsileg og fróðleg. Hér kynnumst við Beckett (að nokkru), mömmu hans (sem er mikilvægt), J.Joyce, Peggy Guggen- heim („Kjánalegur bað hann mig að leggjast við hlið sér á sófann, brátt vorum við komin í rúmið og héldum þar kyrru fyrir þangað til um kvöldmatarleytið daginn eftir..“) og Murphy og Watt og Molloy og Malone og Mercier og Camier og Hinum ónefnanlega og Vladimir og Estragon og Lucky og Pozzo og Hamm og Clov en ekki Godot. ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. Tekiö skal fram aö hér er um kynningar aö ræöa en öngva ritdóma. AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF. 3 100 RJÓMASKYR Nýtt, mjúkt og ólýsan- lega bragðgott. RJÓMASKYR Próteinríkt, kalkríkt og sérlega hollt. Aðeins 67 h.e. í 100 grömmum. u RJÓMASKYR MEÐ MYNTUSÚKKULAÐI Splunkunýtt! Hefuralla kosti Rjóma- skyrs, en þetta nýja myntusúkkulaðibragð hefurðu tæpast fundið áðurafskyri. Aðeins 85 he. í 100 grömmum. „ió-nasW' dagleð8- o Fjórhjóladrifnar dráttarvélar 70 og 90 ha. Kynnið ykkur verð og kosti BELARUS Auglýsið í Tímanum Guðbjörn Guðjónsson heildverslun Kornagarði 5 — simi 85677. $

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.