Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 5 stuttar fréttir Ólafsfjörður. Video-væðiragin til Ólafsfjarðar Ólafsljörður: í nýlegri fundargerð bæjarráðs Ólafsfjarðar kemur fram að þar hefur Skúli Pálsson farið fram á leyfi til að leggja „Video“ kapla um flæðahverfi. Þess má vænta að íbúar þar geti áður en langt um líður farið að skemmta sér við skjáinn, þar sem bæjarráð mælti með þvi að bæjar- stjóm amist ekki við þessum fram- kvæmdum Skúla svo fremi að hann skemmi ekki götur bæjarins eða önnur mannvirki. Bæjarráð vill þó hafa vaðið fyrir neðan sig að þessu leyti, því tekið er skýrt fram að Skúli geri þetta alveg á eigin ábyrgð og bæjarsjóður komi ekki til með að greiða neinar skaðabætur þótt starfs- menn hans eða tæki valdi skemmd- um á þessum lögnum. Þetta mun vera fyrsta videovæðingin á Ólafs- firði, þ.e. um kaplakerfi, en eitthvað mun um að menn séu búnir að fá sér tæki til eigin nota. - HEI 225 tonn af fiski unnin á Borgarfirði frá áramótum Borgarfjörður-eystri: Fyrri helming ársins var tekið á móti 255 tonnum af físki til vinnslu síðan um áramót. Þar af voru 85 tonn togarafiskur, sem ekið var frá Reyðarfirði til vinnslu á Borgarfirði, og 170 tonn línufiskur. En tveir bátar hafa róið þaðan með línu og afli sagður allgóður þegar gefið hefur á sjó. í frystihúsinu höfðu verið frystir 3.379 kassar af fiski um miðjan júní, 7 tonn hafa farið í skreiðarverkun og unnin 23 tonn af saltfiski. í frystihúsinu eru nú framleidd óroð- flett flök fyrir Evrópumarkað. En þannig vinnsla er sögð koma betur út miðað við vinnslugetu hússins. Bflaflutningar KEA aukast norður AKUREYRI: ■ Á síðasta ári fluttu langflutninga- bílar KEA samtals 3.848 tonn af vörum til verslana og iðnfyrirtækja KEA á Akureyri og 2.983 tonn af iðnaðarvörum frá verksmiðjum KEA til Reykjavikur. Flutningarnir suður voru um 12,7% eða 434 tonnum minni en árið 1980, en aftur á móti jukust flutningarnir norður um 151 tonn, eða rúm 4%. Bifreiðadeild KEA sér um rekstur á samtals 19 bifreiðum sem eingöngu aka fyrir deildir og fyrirtæki kaup- félagsins. Skiptast þær í 7 lang- flutningabifreiðar, 7 mjólkur- flutningabifreiðar og 5 vöru - og sendibifreiðar, að mestu til innan- bæjaraksturs. Fastráðnir starfsmenn Bifreiðadeildarinnar eru 21 auk tveggja lausráðinna. Saga Isafjarð- ar í smíðum en myndir vantar ísaljörður: Nýlega afhentu hjónin Ásta Guðmundsdóttir Thoroddsen og Eðvarð Malmquist ísafjarðar- kirkju gamla mynd af Isafjarðarbæ, sem tekin var árið 1907. En myndin var þá gefin af Isfirðingum til Skúla Thoroddsen alþingismanns. Voru þeim hjónum færðar þakkir fyrir þennan hlýhug. Nú er unnið að ritun sögu ísafjarðar, eða hins forna Eyrar- hrepps. Hún er samin af Jóni Þ. Þór, sagnfræðingi. í bókina vantar sem mest af gömlum myndum og væri æskilegt ef brottfluttir ísfirðingar athuguðu hjá sér hvort ekki gætu leynst í fórum þeirra einhverjar gamlar myndir og lánuðu þær þá eða gæfu til bókarinnar. Slíkt væri sannarlega vel þegið. - G. Sveinsson. Hætta á verð- lækkun lax- veiðiánna vegna lélegrar veiði Suður-Þingeyjarsýsla: „Þá helst hvað laxveiðin er léleg. Maður er því orðinn hálf hrelldur, svaraði Stefán Skaptason i Staumnesi i Aðaldal er Tíminn spurði um fleiri almennar fréttir en slæmar heyskaparhorfur, sem áður hefur verið sagt frá i Timanum. Hann sagði veiðina lítið hafa glæðst enn. Aðspurðúr kvað hann vafa á því að tvö slæm laxveiðiár í röð fari að hafa áhrif á verð og endursölumöguleika ánna og lax- veiðileyfanna, sem eðlilegt sé. En veiðina sagði hann mjög lélega i öllum þeim ám á svæðinu sem hann hefði haft spumir af. - HEI Ný saltfisks- og skreiðar- skemma byggð á Reyðarfirði Reyðarfjörður: Fiskvinnsla Kaup-1 félags Héraðsbúa á Reyðarfirði hefur tekið við 1.141 tonni á tímabilinu frá áramótum til 20. júni s.l. og var það eingöngu afli af togurunum Snæfugli Hólmanesi og Hólmatindi. Vinnslan skiptist þann- ig, að 58 tonn hafa verið söltuð, 25 tonn hengd upp til skreiðarverkunar og 9.862 kassar af frystum fiski unnir [ f frystihúsinu. Að sögn kaupfélagsstjóra vantar | tilfinnalega betri aðstöðu til saltfisks j og skreiðarverkunar á Reyðarfirði. Hefur stjóm KHB heimilað bygg- ] ingu á skemmu í því skyni að bæta þar úr. - HEI Reykjavík — Sprengi- sandur — Mývatn Brottför frá BSÍ laugar- daga kl. 08.00. Ekiö um Þjórsárdal — Sprengi- sand — Báröardal aö Skútustööum og Reykja- hlíö. Mývatn — Sprengi- sandur — Reykjavík Brottför frá Hótel Reyni- hlíð sunnudaga kl. 08.30 og Skútustöðum kl. 08.50 Fargjald ásamt nestispakka í há- degi kr. 600.-, báðar leiðir kr. 1.100.-. Upplýsingar BSÍ sími 22300. Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR H/F., Borgartúní 34 — Sími: 83222. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Það kostar aðeins 3.146,- krónur fyrir 5 manna fjölskyldu*að fljúga frá Reykjavíktil ísafjarðarogtil baka Aukinn afsláttur og rýmkaðar reglur um fjölskyldufargjöld Flugleiða gera það að verkum að nú er síst dýrara fyrir fjölskyldur að ferðast innanlands með flugi en í rútu eða einkabíl. Forsvarsmaður fjölskyldunnar greiðir alltaf fullt gjald, maki og börn 12-20 ára 50% og börn 11 ára og yngri 25%. Afslátturinn er óháður því hve margir ferðast saman. Hver kýs ekki frekar þægilegt flug en þreytandi vegi. Leitið nánari upplýsinga hjá næsta umboðsmanni. *Hjón, tvö börn á aldrinum 12-20 ára, og eitt barn yngra en 12 ára, flugvallarskattur er innifalinn. Verð með rútu 4.140. - krónur. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.