Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 Jumsjón: B.St. og K.L. ff að aka á nóttunni’' Sigrún leigubflstjóri ■ Nýlega barst okkur á Heimilis- tímanum í hendur grein, þar sem sagði frá degi t lífi stúlku, sem er leigubilstjóri í Moskvu. t>á var tilvalið að fá scm samanburð frásögn af degi í lífi islensks.kven-leigubilstjóra, og varð Sigrún Guðgeirsdóttir við þeirri bón, að segja okkur ýmislegt úr starfmu: Sigrún Guðgeirsdóttir er bifreiða- stjóri á BSR. Hún er Reykvikingur, nánar tiltekið Austurbæingur. Hún er einstæð móðir með tvö börn, 9 ára tclpu og 13 ára dreng, á sínu framfæri. Hún hcfur unnið ýmsa vinnu, svo sem við verslunarstörf o.fl., en líkar best að aka leigubil. „Það er frjálsara, maður ræður betur sinum vinnutima, og hefur meira upp úr sér en að standa i búð“, segir hún sjálf. „Bílstjóra-fjölskyldan“ Sigrún segir svo frá: „Eg tók bilpróf 17 ára, eins og svo margir unglingar, sem hafa bíladellu, en 26 ára fór ég á meiraprófs-námskeið, sem stóð i 6 vikur, og þá var ég komin með meira próf og gat þess vegna unnið sem leigubíIstjóri.“ Sigrún segir, að það hafi verið að brjótast um í henni i nokkur ár, að taka meirapróf, en mikið er um bílstjóra í fjölskvldu hennar. „Pabbi vann sem leigulbílstjóri yfir 20 ár og svo tók litla systír mín af skarið og fékk vinnu sem leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum. Égfylgdi svo í hennar spor rúmu ári seinna. Námskeið fyrir meirapróf stendur í rúmar sex vikur, og það er nokkuð erfitt, 4 timar á kvöldi - 5 kvöld í viku og svo einn eða tveir laugardagar að auki. - Ég fékk fyrst vinnu við leigubila- akstur með því að leysa systur mína af, þegar hún var í fríi, en nú ek ég á BSR.“ Sigrún Guðgeirsdóttir leigubílstjóri i Reykjavík. Best að aka á nóttunni Vinnudagurinn er mjög óreglulegur. Nú, þegar bömin eru i sveit, er ég frjálsari að vinna meira, en þegar þarf að halda heimili fyrir þau, en annars gengur það þannig til hjá mér, að ég ek kannski mest að nóttunni og hvíli mig svo þegar krakkarnir eru í skólanum. Þá getum við verið saman þegar þau koma heim úr skóla, og borðað saman á kvöldin. Um helgar er ekki óalgengur vinnu- dagur hjá mér 16-18 timar, en virka daga hef ég styttri vinnudag, þá læt ég 12 tima duga. - Ég er oft spurð að því, hvort ég sé ekki hrædd að keyra á nóttunni en ég svara: - Nei, alls ekki, það er ekkprt að hræðast, farþegamir em flestir - eða allir - gott fólk. Ef einhver er eitthvað órólegur, þá reynist mér best að tala rólega við hann - eða hana - og þá lagast þetta allt yfirleitt. - Það em allir dagar likir í þessu starfi: Ég fer út í bíl og í eitthvert stæðið, sem stöðin hefur. Þar byrjar vinnan, maður bíður eftir túr. Þegar lítið er að (Timamynd ARI) gera er ég oftast með góða bók að lesa, eða þá dagblöðin. Stundum nota ég timann og bóna bilinn á meðan ég bið eftir þvi að fá túr. Þegar liður á nóttina er einna mest að gera. Þá er fólk að koma heim af skemmtistöðum eða úr heimboðum, og milli 4-6 að morgni em margir flugfar- þegar, sem þurfa að komast út á Hótel Loftleiðir, að ná í rútuha á flugvöliinn, en margar vélarnar fara í loftið um klukkan 7 á morgnana. Áður en vinnudegi lýkur hjá mér, - sem oftast er snemma morguns - þá þríf ég bilinn að utan og innan, svo ég geti farið beint i vinnu þegar ég vakna. Minnisstæður vinnudagur Ég sagði áðan að í þessu starfi væri hver dagurinn öðmm líkur, en þó er einn dagur mér minnisstæðari en aðrir, en það var nokkuð óvenjulegur vinnu dagur. Það var i júlí í fyrra, en þá vann ég á Bæjarleiðum, að farið var i hina árlegu ferð með eldra fólkið i Langholtssöfn uði. Að þessu sinni vom yfir 20 bílar af Bæjarleiðum, sem óku með gamla fólkið, og var ferðinni heitið austur að Odda á Rangárvöllum. Það var lagt af stað frá safnaðarheimili Langholtskirkju, og var það glaður hópur. Fyrsti viðkomustaðurinn var Eden í Hveragerði, en síðan var ekið austur að Odda. Þar var skoðuð hin fallega kirkja og sögð atriði úr sögu staðarins. Eftir kirkjudvölina í Odda var haldið til Hellu. Þar tóku konur úr Kvenfélagi Bæjarleiða á móti fólkinu með hinum myndarlegustu veitingum. Þegar fólk hafði etið og dmkkið og rétt úr sér og skoðað sig svolitið um að Hellu, var haldið aftur í bílana. í einum bílnum var góður leiðsögumaður, sem talaði í gegn um talstöðvamar i bilnum og fræddi fólk um merka staði og ömefni á leiðinni. Þegar komið var i bæinn var ekið með hvem og einn heim til sin eftir ánægjulegan dag. Það er orðin hefð hjá Bæjarleiðum, að bjóða upp á eina slíka ferð á ári. Kvenféiag Langholtssóknar heldur svo Bæjarleiðamönnum kaffiboð seinna á árinu sem þakklætisvott fyrir aksturinn. ,A ig vi nn ac >ein« i á dagim jbflstjóri Kljena leigubflstjóri í Moskvu ■ Nú segir frá Eljenu Kaljúsninaja, sem er 23 ára leigubílstjóri í Mosvku og hefur unnið við það starf i tvö ár. Í hennar frásögn segir, að margir telji að leigubilaakstur sé ekki við hæfi stúlkna, en Eljena lét ekki telja sig af þessari ákvörðun sinni. Hún segist hafa verið hrifin af bilnum frá barnæsku. Venjulegur vinnudagur Eljenu Fyrstu tíu dagana ók Eljena með reyndum bilstjóra. Hann var í bílnum hjá henni allan daginn og leiðbeindi henni við starfið. Fyrstu misserin mega nýir ökumenn ekki vinna yfirvinnu, en 8 tima vinna er látin nægja. Á stöðinni, þar sem Eljena vinnur eru 1500 ökumenn með 750 leigubíla. Eljena vinnur enn aðeins á daginn. Þegar hún kemur í vinnu tekur hún eyðublað i afgreiðslunni. Siðan fer hún til læknis fyrirtækisins, sem mælir blóðþrýsting, hlustar hjartsláttinn, skoð- að er í háls og fl. Sé allt i lagi setur læknirinn stimpil sinn á eyðublaðið. Síðan er farið til bifvélavirkjans. Hann fer yfir ástand bifreiðarinnar og setur sinn stimpil á blaðið. Nú má Eljena fara að aka. Hún fer næstum alltaf á Kiev-járnbrautarstöð- ina. Hún er þarna rétt hjá, og henni þykir gaman að aka ferðamönnum sem koma til borgarinnar. Nú eftir 2 ár má Eljena fara að vinna 12 tima vinnudag, en þá hefur hún frí næsta dag. Þannig vinnur hún alltaf annan hvern dag. Eftir 12 stunda vinnudag kemur Eljena aftur á stöðina, þar sem hún þvær bilinn, skilar af sér peningunum í afgreiðsluna, fer í sturtu og síðan heim. Hún er ánægð með launin, sem hún segir að séu góð „karlmannslaun". Framtiðardraumur Eljenu er að halda áfram námi i kvöldskóla og verða bifreiðahönnuður og hanna bifreiðar, sem ekki menga andrúmsloftið. ■ Eljena Kaljúsjnaja, leigubílstjóri i Moskvu. Er þetta karlmannsstarf? Leigubílstjórar á þessari Moskvu- stöð, sem spurðir voru, voru á því að starfið væri karlmannsstarf, en konumar mótmæltu þvi.Eljena segir, að sér finnist aksturinn engu síður vera kvenmannsstarf en karls, - en þegar eitthvað kemur fyrir, þá hefur mér alltaf verið hjálpað, segir hún. Einnig tekur hún fram, að konur séu yfirleitt aldrei látnar aka leigubil að nóttu til. Tómstundir Eljenu íþróttir er stór þáttur í tómstundum Eljenu. Á veturna stundar hún skíðaí- þróttina, en á vorin og sumrin kappakst- ur og rally-keppni. Eljena spilar á gitar, og fór nýlega að spila í hljómsveit stöðvarinnar, Hún hefur líka verið i tímum í listaskóla, og fyrir kemur að hún tekur málaratrönurn- ar fram og fer að mála. Hún segist alltaf hafa góða bók í bilnum, og eftirlætishetj- ur hennar eru persónur úr verkum Jack London. Eljena segist vera hrifin af starfi sínu og hafi hún ekki i hyggju að skipta i bráð. Hvað segir svo Sigrún? Sigrún hló, þegar hún var spurð, hvort hún hefði haft með sér reyndan leigubílstjóra fyrstu dagana, sem hún vann sem leigubilstjóri á stöð. - Það er bara að standa sig, segir hún, ef meiraprófið er fengið er yfirleitt fengin það mikil reynsla, að maður fer hiklaust i umferðina. - En hvað með læknisskoðunina? - Áður en meiraprófsskirteini fæst er farið í læknisskoðun, en siðan ekki meir, nema við endumýjun ökuskirteina, að ég held. Bilamir era auðvitað skoðaðir, og á hverju ári er hreinlætisskoðun á vegum borgarlæknis á hverjum leigubíl, - en ekki bílstjóranum! - Finnst þér þetta vera „karlmannsstarf"? - Ekki finnst mér það. Ég skipti um dekk og kíki i vélina til að sjá hvort allt sé i lagi, svipað og aðrir leigubilstjórar. - Hvað með fristundimar? - Þær era fáar. Börnin og heimilið fylla allan minn fritima. Dagur í lífi kven-leigubflstjóra í Reykjavík og Moskvu:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.