Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 2 f spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. ■ Aumingja Omar Sharif. Hann er svo miður sín þessa dagana að hann hefur haft í hótunum um að yfirgefa hið Ijúfa líf í París, sem hann hefur stundað af eljusemi mörg undanfarin ár, og aldrei snúa þangað afur! Ástæðan til þessarar sorg- legu niðurstöðu er sú, að dag nokkurn ekki alls fyrir löngu gerðu franskir lögregluþjónar sér lítið fyrir og brutust inn í lúxusíbúð Omars í Pans. Erindið var að leita að sönnun- argögnum, sem gætu lcitt það í Ijós, að hann hefði þegar dvalist lengur í Frakklandi en hann hefði leyfi til og bæri því þaðan í frá að greiða skatta þar í landi, og það eigi alllitla. Umgengni lögrelguþjónanna þótti yfirgengileg og auk ann- ars gáfu þcir sér tíma til að lesa öll ástarbréf, sem Omar hefur haldið til haga, og var það sagt tímafrekt slarf. Nú hefur Omar hótað máls- höfðun til að sanna sakleysi sitt, enda hafi hann alltaf staðið hciðarlega í skilum með þær skattagreiðslur, sem hon- um hafi borið að inna af hendi.Við skulum bara vona hans vegna, að hann hafi ekki notið aðstoðar sama skattráð- gjafa og Sophia Loren! ■ Omar Sharif hefur sem kunnugt er ákaflega gaman af að spila bridds, en hætt er við, að hann eigi erfitt með að einbeita sér að spilamennsk- unni þessa dagana á meðan hann er að kljást við frönsk yfirvöld. Omar Sharif ofsóttur af lögreglunni ■ Jacqucline Bisset og Alexander Godunov eru í uppnámi eftir brottrekstur hans úr starfi, sem hann átti að hljóta 60.000 krónur að launum fyrir. ■ Lauren Bacall hefur alltaf haldið því fram, að hjónaband hennar og Humphrey Bogarts hafi verið fullkomlega hamingju- samt. Nú eru líkur til að henni verði ekki leyft að standa í þeirri trú framvegis. ÁTTI HUMPHREV BOGART HIAKONII? Mick vard reidur ■ Orðrómur hefur komist á kreik þess efnis, að nýhaldnir tónleikar Kolling Stones i Bretlandi verði þeir síðustu, sem þessi sívinsæla hljómsveit muni nokkurn tíma halda í sínu heimalandi. Þessi orðrómur hcfur nú verið borinn til baka af engum öðrum cn sjálfum Keitli Rich- ards, gítarleikara hljómsveitar- innar, sem kallar þetta „ein- tómt bull og þvaður“, eða citthvaö í þá veru. Sjálfur Mick Jagger er einn- ig sagður alveg æfur yfir þessum kviksögum, næstum eins æfur og þegar öryggis- verðir vísuðu frá kærustunni hans, henni Jerry Hall, og fylgdarliði hennar, þar sem meðal annars mátti kenna Sting í hljómsveitinni Police og leikarann Michael Caine, þegar þau hugðust ganga um inngang, sem ætlaður var innvígðum á einum hljómleik- um Rollinganna á VVembley. Öryggisverðirnir vísuðu gest- unum til sætis í blaöamanna- stúkunni, í óraljarlæð frá sviðinu. Eftir á báru þeir því við, að þeir hefðu ekki borið kennsl á þetta merkisfólk, en við þá skýringu varð Mick enn reiðari. ■ Því hefur löngum veriö haldið á lofti, aö hjónaband þeirra Lauren Bacall og Humphreys Bogart hafi verið full- komnunin uppmáluð og hafi þar enga veilu verið að fínna. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og lítur nú helst út fyrir að þetta hjónaband hafí svo sem lítið verið frá- brugðið öðrum Holly- wood hjónaböndum. Sjálf hefur Lauren í sjálfsævisögu sinni lýst hjónabandi þeirra Bogi- es sem fullkomlega ham- ingjusömu og án hliðar- spora af þeirra beggja hálfu í þau 14 ár, sem það varði. En nú er væntanleg á markað bók, þar sem kona nokkur heldur því fram, að hún hafí verið í nánum kunningsskap við Bogie bæði áður og eftir að hann kvæntist Lauren. - Ann Sheridan kynnti okkur í kvikmyndaveri Warner-bræðra 1942 og við fórum þegar að hittast á laun, segir Verita Thompson. - Hann var ekki búinn að vera giftur Lauren nema 3 mánuði, þegar hann var aftur kominn til mín. Auðvitað hefði ég átt að reka hann frá mér, en þegar maður er ást- fanginn, kemst skynsem- in hvergi að. Eg held, að Lauren hafí aldrei vitað um samband okkar. Ég var viðstödd jarðarför Bogies 1957 og hún var mjög vingjarnleg við mig þar. Ég hef aldrei sagt neitt misjafnt um hana og hef ekki hugsað mér að gera það nokkurn tíma. Frá mínu sjónar- miði átti hún sinn tíma með honum og ég minn, segir Verita. Lauren Bacall hefur ekki séð ástæðu til að láta neitt frá sér fara um þetta mál. ÞÁ ER ÚTl VINATTAN ■ Nú er vinálta rússnesku dansaranna Mikhail Baryshni- kov og Alexanders Godunovs farin úl um þúfur með brauki og bramli. Margt er samciginlcgt með þeim Mikhail og Alexender. Báðir stunduðu þeir ballett- nám í Ríga í I.cttlandi og dönsuðu síðan með þekktum ballettflokkum í Sovétríkjun- um. Síðan bárust þeir báðir hælis í Bandaríkjunum, settust þar að og gerðust ríkir og frægir, og báðir eru í tygjum við vel þekktar kvikmynda- stjörnu. Baryshnikov býr mcð Jessicu Lange, sem frægust hefur orðið fyrír hlutverk sitt í King Kong, og Godunov býr með Jacqueline Bisset. En allir þessir sameiginlegu drætt- ir komu þó ekki í veg fyrir, að Baryshnikov, sem er listrænn stjómandi American Ballet Theatre, léti þennan samlanda sinn fjúka úr góðu starfi við leikhúsið. Sem eðlilegt er, er Godunov ekki fyllilcga sáttur við þessa framkomu Baryshnikovs og einkum og sér í lagi ckki með, hvaða aöferö hann beitti við brottreksturinn. - Hann henti mér frá sér eins og kartöflu- rusli. Á hverjum degi sáumst við í leikhúsinu, en Mikhail var ekki að hafa fyrir því að segja mér sjálfur frá ákvörðum sinni. í staðinn tilkynnti hann umboðsmanni mínum, að mér værí hér með kastað á dyr og þar með basta. Þetta er bara rétt eins og í Sovétríkjunum, segir Godunov æfur. ■ Adam Anls daist að hæfileikum I.izu Minnelli Gagnkvæm aðdáun tengir þau saman ■ Nú er söngvarinn Adam, sem kenndur er við hljónisveitina Ants, nýlega skilinn við konu sína, og þó að það hafi farið hljóðlega. hefur það ekki fariö frani hjá neinum, aö hann leikur nú lausum hala í samkvæmislífi Lundunahorgar. Oftast er hann þar einn á ferð. en athygli vakti fyrir skemmstu. þegar hann sást i fvlgd Lizu Minelli á vinsælum skemmtistað í l.ondon. Vildu viðstaddir halda því fram aö þau sæju tkki sólina hvort fyrir öðru, en þeir, sem betur þekkja til mála, segja það tóman misskilning. Segja þeir gagnkvæma aðdáun þeirra hvort a öðru standa eingöngu í sambandi við starfið, þau hafi sama smekk á íburöarmiklum söng - og dansatriðum og hafi brennandi áhuga á að koma saman fram i slíkunt atriðum í Bretlandi eða Bandaríkjunum. eða helst beggja vegna Atlantshafsins. F.ftir er að sjá, hvort nokkuö verður úr þessum áformum þeirra, en eitt er víst. Þau eiga saman löng og tíð símasamtöl um þessar mundir um þetla áhugaefni sitt. ■ Mick Jaggcr brást rciður við, þegar öryggisverðir á Wembley báru ekki kensl á vinkonu hans, Jerry Hall, og lciddu hana og fylgdarlið til sætis sem lengst frá sviðinu, þar sem hann var að skcmmta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.