Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1982 Friðjón Guðröðarson sýslumaður á Höfn: ff Fráleitt ad berja endalaust á fólki” ■ „Opinberum gjöldum fylgir lögtaks- réttur og lögtaksrétturínn fyrnist á tveim árum. Hinsvegar fyrnast opinberar kröfur almennt á fjornm árum,“ sagði Friöjón Guðröðarson sýslumaður á Höfn í Hornafirði, þegar við lögðum spurninguna fyrir hann. Næst spurðum við hvernig framkvæmdin væri hjá hans embætti. „f samræmi við þetta tel ég að okkur innheimtumönnum ríkissjóðs sc ekki heimilt að innheimta cldri þinggjalda- kröfur heldur en fjögra ára. Jafnframt tel ég að okkur beri skylda til að leiðbeina ólöglærðu fólki um rétt sinn, í þessu efni sem öðrum. Þarna á ég einkum við að embættunum eru oft sendar kröfur frá öðrum og þá kynnum við auðvitað kröfuna, en látum þess getið hver réttur fólks sé til að andmæla kröfunni ef hún er orðin eldri en fjögra ára. Það er alveg á hrcinu, frá mínum bæjardyrum að þetta cru eðlilegar reglur og sjálfsagðar í þjóðfélaginu af því að við vitum að það má ekki ganga þannig að fólki í skattheimtu, frekar en öðrum málum, hjá hinu opinbera, að það beinlínis lami þrek fólks til að afla tekna, svo að það sjái ekkert nema vonleysi og eilíft skuldabasl. Maður verður að ætla að þegar kröfurnar urðu til, þessar sem eru orðnar gamlar, hafi gjaldandinn ekki verið gjaldfær, eða að öðru leyti að innheimtuembætti hafi verið svifaseint, en hvort heldur er, þá er alveg fráleitt að vera endalaust að berja á fólki í þessum efnum. Maður vcit þess mörg dærni að menn hafi hreinlega gefist upp fyrir fjallháum skattabyrðum, semi orðið hafa til á örðugum tímum við aðstæöur, og sjá ekki fram á að geta nokkurn tíma orðið sjálfstæðir og nýtir þegnar fyrir sjálfa sig og sína. Þetta getur beinlínis orsakað stór vandræði.“ - Hvernig tekur fólk því, þegar þú bendir því á þennan möguleika að það geti borið fyrir sig fyrningu? „Flestum virðist koma þar á óvart, sem gefur það til kynna að það virðist vera töluvert útbreidd skoðun að skattar fyrnist ekki, eins og aðrar kröfur, hafi einhver meiri rétt og standi lengur." - Nýtir fólk þennan rétt, þegar það veit af honum? „Já, oftast nær. En ýmsir, sem geta og vilja, borga eldri kröfur, því er ekki að neita. Auðvitað er það best ef aðstæður þess hafa batnað svo að það geti lokið þessu, því að auðvitað urðu þessar kröfur til með réttum hætti og auðvitað eiga allir að vera stoltir af að borga skattana sína.“ „Telur þú það vera vansæmd fyrir skuldara að bera fyrir sig fyrningu? „Það finnst mér ekki vera, það er ekkert óeðlilegt við það, ég tala nú ekki um ef fólk sér ekki fram úr hlutunum með því að halda áfram að fást við þessar gömlu skuldir," sagði Friðjón sýslumaður. SV Skatfurinn fyrnist á fjórum árum: ÓLÍKAR AÐFERDIR INNHEIMTUMANNA ■ Jóhannes Árnason sýslumaður. Jóhannes Árnason sýslumadur á Patreksfirði: „Hér hafa ekki verið inn- heimtar fyrndar skuldir” ■ „Kríifur, sem liafa lögtaksrétt fyrn- ast á Ijórum árum og lögtaksrétturinn fyrnist á tveimur árum,“ svaraði Jóhann- es Árnason sýslumaðurá l’atrcksfirði og bætti við: „Fólki hcfur verið gerö grein fyrir þessu hér við emhættið, eftir því sem tilcfni liefur verið til. Ég licld að mér sé óhætt að segja að hér liafi ekki verið innhcimtar fyrndar skuldir, ekki kannast ég við það.“ - Hafi skuld ekki fengist greidd innan fjögra ára frá gjalddaga, er þá hætt öllum innheimtuaðgeröum og skuldin afskrifuð? „Þá á að vera búið að reyna á hvort skuldin fáist greidd eða ekki. Ég hef þann hátt á að gera lögtak hjá greiðanda á hausti álagningarársins, hafi hann ekki staðið í skilum, og þá cr tekið fyrir fyrningu. Svo cr það íramkvæmdaatriöi hvernig innheimta getur gengið, hvort gengið verður að skuldaranum." - Hvernig fer cf skuldarinn er einstaklingur, sem engar eignir á? „Þá er ekkert hægt að gera.“ - Er hann þá gcrður gjaldþrota? „Ég hef ekki gert það þannig, ég hef aldrci krafist gjalþrotaskipta hjá ein- staklingum. Ég tek þaö fram að yfirleitt borga menn hér gjöldin sín og hjá einstakling- um hefur voðalega lítið rcynt á lögtök. En sé skuldin fyrnd, leiðbeini ég fólki með þaö,“ sagði Jóhannes. ■ Opinhcr gjöld fyrnast á fjórum árum, hafi ekki vcriö tekiö logtaki fyrir þeim. Skuldari getur þá boríö fyrir sig fyrningu og skuldin, ásamt áföllnum dráttarvöxtum, fellur niður. Þaö virðist þó vera almcnn og útbreidd trú hér á landi, að sá sem liefur orðiö langt á eftir með gjöldin sín, sé tilneyddur að sveitast blóðinu við að borga dráttarvexti af gömlum gjöldum og nýjum, æfina út, nema hann vinni í happdrætti eða getraun- um. Sumir innheimlumenn opinberra gjalda gera „viðskiptavinum" sínum grein fyrir þessum rétti, þegar það á við, en aðrir tclja fráleitt að gera nokkuö slikt, og lelja sjálfsagt að halda áfram að lierja á skuldaranum, meðan hægt er að koma á hann höggi. Þckkir þú einhvcrn. sem hefur lent í vandræðum mcð aö borga gjöldin sín? Ég á ekki við þetta venjulega basl með skattana, sem flcstir eiga í, tlest ár, heldur það þegar maður getur með engu móti borgaö gjöldin í ciit eða tvö ár. Ástæðurnar geta vcriö af ýmsu tagi, vcikindi, atvinnuleysi eða tekju- tap af cinhverjum öðrum ástæðum. En gjöldin standa ógrcidd, safna á sig dráttarvöxtum og vcrða tröllaukin að fyrirferð og stöðugt bætast ný við. Gjaldheimtumenn gefa skuldaran- ■ Flestir eru fljótir til að borga gjöldin sín, en ekki eru allir svo heppnir að vera færir um það. Þeir geta lent í hinum mcstu erfiðleikum. Myndin er af langri biðröð fólks, sem bíður eftir að fá að borga. um ekki stundlegan frið og fyrr en varir er sá armi skuldari kominn á eilífan tlötta, skrifar einhvcrn annan fyrir bílskrjóðnum sínum og þorir ckki einu sinni að eiga stól til að sitja á, af ótta við að hann verði tckinn lögtaki. Og þá er tilgangslaust að stunda fasta vinnu. því launin eru umsvifalaust rifin af manninum, upp í dráttarvexti af vangoldnum gjöldum. Fyrir dyrum stcndur uppgjöf og í versta falli drykkjuskapur og fjölskylduslit. Þelta er heldurófögur mynd, en því rniður er hún ckki skáldsaga cða hugarórar, heldur sannleikur úr okkar cigin íslenska samfélagi. Tíminn spurði þrjá sýslumenn og gjaldheimtustjórann í Reykjavík um starfshætti þcirra í þessu cfni og mat þeirra á skyldum innheimtumanna og rétti skuldara. Viðtölin fara hér á eftir og eins og sést af þeim eru sjónarmiðin æði ólík. Og við ræddum líka' við Árna Kolbeinsson lögfræðing hjá Fjármála- ráðuneytinu og hann útskýrði í grófum dráttum lögin um fyrningu opinberra gjalda. sv Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri í Reykjavík: „Fráleitt að tilkynna gjaldandanum hvaða rétt hann á” ■ „Ég held að það sé alveg fráleitt að við förum að tilkynna gjaldandanum hvaða rétt hann á til að bera fyrir sig fyrningu," sagði Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri í Reykjavík um tilkynningaskylduna. Hann bætti við: „Þetta stendur i lögum, eins og önnur réttindi, sem menn hafa, en það er ekki þar með sagt að það sé alltaf veríð að halda því að þeim. Með því værum við að gera því skóna að verið væri á einhvern hátt að ganga á rétt þeirra. Þvert á móti teljum við okkur vera að gera það sem við eigum að gera, samkvæmt lögum og séum ekki að ganga á rétt borgaranna og það sé þess vegna ekki ástæða til að vera að vara þá við okkur á neinn hátt. Það held ég að sé fráleitt að við færum að taka upp þann sið. Ef við vitum að við séum komnir yfir strikið, þá gerum við ekki hlutina. þar af leiðandi þurfum við ekkert að vera að vara borgarann við því að hann ætti að fyrra bragði eitthvað að fara að hafa sig í frammi gagnvart okkur." -Þýðir það að þú mundir ekki taka við kröfu utan af landi, sem varð til fyrir fimm árum? „Jú, ég mundi taka við henni, vegna þess að ég hefði enga ástæðu til annars en ætla að fógetinn hefði tryggt að hún væri ófyrnd." -Er óheimilt að innheimta kröfu. sem er orðin fjögra ára gömul og ekki hefur verið komið í veg fyrir fyrningu á? „Það er í sjálfu sér ekkcrt óheimiit. því manninum er heimilt að borga." ■ Guðmundur Vignir Jósefsson gjald- heimtustjóri. -Telur þú það vera vansæmd fyrir mann að bera fyrir sig fyrningu á opinberum gjöldum? „Ég hef ekki nokkrar meiningar um það, skil ekki að það sé nein vansæmd. Hins vegar eru það okkar vinnubrögð hér að það á naumast að geta komið fyrir að menn hafi ástæðu til að bera fyrir sig fyrningu. Ef svo er eru eitthvað illa rekin tryppin," sagði gjaldheimtustjóri. gy ■ Sigurður Gizurarson sýslumaður. Sigurdur Gizurarson sýslumaður á Húsavík: „Þykir oft lélegt að bera fyrir sig fyrn- ingu” ■ „Við reynum að koma í veg fyrir að nokkur skapaður hlutur fyrnist," sagði Sigurður Gizurarson sýslumaður á Húsa- vík. „En það er ákvæði í fymingarlögun- um, sem tekur til opinberra gjalda." - Á hvað löngum tíma fyrnast þau? „Þau fyrnast á tíu árum, held ég. Ég ætla annars að fletta þessu upp.“ Og stundu síðar: „Hér stendur að kröfur, sem lögtaks- rétt hafa fyrnist á fjórum árum." - Er haldið áfram að innheimta kröfurnar og jafnvel gera lögtök, eftir að þær eru fyrndar, samkvæmt þessum lögum? „Já. það getur vel verið. Fyrningaregl- urnar eru einkaréttarlegs eðlis og þá er aðalsjónarmiðið að aðili beri fyrir sig fyrninguna. Jafnvel þótt fyrningarfrest- ur sé liðinn, þykir oft af siðferðilegum ástæðum lélegt að bera fyrir sig fyrningu, vegna þess að tíminn getur liðið einmitt vegna þess að kröfuhafinn ber umhyggju fyrir skuldaranum, sem getur verið í erfiðri aðstöðu. Mér finnst óeðlilegt að líta þannig á að því opinbera beri nokkur skylda til þess að gera mönnum grein fyrir að fyrningafrestur sé að líða," sagði Sigurður Gizurarson sýslumaður á Húsavík. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.