Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 50

Fréttablaðið - 24.01.2009, Side 50
● heimili&hönnun Húsin við Vegamót standa við inn- keyrsluna á Dalvík, þegar komið er frá Akureyri. Þar búa hjónin Kristín Aðalheiður Símonardóttir, kölluð Heiða, og Bjarni Gunnars- son. „Við fluttum á Vegamót fyrir þremur árum en þar bjó á sínum tíma langamma mín, Ingigerður Sigfúsdóttir, og afi minn, Snorri Arngrímsson,“ segir Heiða. „Íbúð- arhúsið var tekið í notkun árið 1957 en við hlið þess er lítið og sætt hús sem byggt var árið 1914. Þar bjó langamma mín en í húsinu bjuggu um fimm manns á einungis 30 fermetrum.“ Mörg hús af svip- aðri gerð voru byggð á Dalvík og í Svarfaðardal en þetta er það eina sem enn er uppistandandi. Ætlunin var að gera gamla húsið upp og hefur síðan í sept- ember verið unnið að endurbótum á gamla bænum. „Við höfum notið fulltingis þeirra Hólmsteins Snæ- dal og Vésteins Finnssonar, húsa- smíðameistara frá Akureyri, við lagfæringar. Hólmsteinn er einn af helstu sérfræðingum lands- ins í endurgerð gamalla húsa og hefur meðal annars gert upp mörg af elstu og fallegustu húsum Ak- ureyrar,“ segir Heiða ánægð en hún er þekkt fyrir að vera nýtin og handlagin. Að sögn Heiðu telja þau hjón- in það skyldu sína að heiðra minn- ingu þeirra sem þarna bjuggu og viðhalda í leiðinni einu af elstu húsum Dalvíkur. „Margir af eldri kynslóðinni hafa komið að máli við okkur og lýst yfir ánægju með framtakið. Sumir kunna sögur af heimsóknum sínum í gamla Vega- mótabæinn og viljum við gjarn- an heyra frá fleirum sem þekkja sögu hússins.“ Húsið hefur ekki einungis verið íbúðarhús í gegnum árin því þar var fjós um tíma. Enn má sjá merki þess þar sem kýrnar hafa nagað og sleikt innanhúspanel- inn. „Við höfum alltaf haft mik- inn áhuga á að stuðla að varðveislu gamalla minja og húsa í sveitarfé- laginu og höfum áður endurbyggt gamalt hús á Dalvík,“ segir Heiða, sem fékk niðurrifi gamalla fjár- húsa við bæjarmörkin frestað með undirskriftalista og hefur sínar hugmyndir um notkun þeirra. „Ég fékk milljón króna styrk í gegnum atvinnumál kvenna til að útbúa viðskiptaáætlun og vinna að hönnun. Hugmyndin var að koma á fót sögusetri um Bakkabræður og hafa ýmsa viðburði í kringum það. Síðan höfum við áform um byggingu smáhýsa fyrir ferða- þjónustu á lóðinni okkar,“ segir Heiða, sem ætlar líka að flytja annað 100 ára gamalt hús á lóð- ina, en auk þess að vinna að varð- veislu gamalla húsa starfar hún á bókasafni Dalvíkurskóla og rekur blómabúð. - hs Húsin við Vegamót ● Hjónin Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson á Dalvík hafa áhuga á varðveislu gamla tímans. Þau hafa gert upp hús frá árinu 1914 og eru með annað í bígerð. Íbúðarhúsið var tekið í notkun árið 1957 en við hlið þess er lítið hús sem byggt var árið 1914. Þar bjó langamma Heiðu. Skápinn fékk Heiða gefins frá vinafólki í Kópavogi sem var að flytja til útlanda. Servanturinn ofan á skápnum var líka gjöf. MYND/BJARNI GUNNARSSON Ljósakrónan var keypt í Danmörku. Klukkan er frá 1872 og kemur austan af fjörðum. Hana fékk Bjarni að gjöf þegar hann var svaramaður vinar síns en eng- inn hafði viljað hana fram að því. Mikið verk var fyrir höndum þegar hjón- in hófust handa við að gera upp gamla bæinn en nú sér fyrir endann á því. Húsið hefur verið íbúðarhús og fjós. Gamli bærinn á Vegamótum er eini fulltrúi húsa af þeirri gerð sem byggð voru meira af nauðsyn en efnum þegar fólk tók að setjast að við Dalvíkina. hönnun ● GEORGE NELSON George Nelson (1908- 1986) var einn af frumkvöðlum bandaríska módernismans ásamt Charles og Ray Eames. Með frægari verkum hans voru klukkur sem hann hannaði í ýmsum formum. Fyrirtæki hans, George Nelson Associates, hannaði nærri 300 veggklukkur fyrir fyrirtækið How- ard Miller Clock Company. Margar af hönnunum sem kenndar eru við Nelson voru þó hannaðar af starfsmönnum hans. ● ÁHÖLD SÓLEYJAR Í FRAME Íslensk hönnun sækir í sig veðrið á alþjóðavettvangi. Gaman er frá því að segja að útskrift- arverkefni Sóleyjar Þórisdóttur frá vöruhönnunardeild LHÍ, Áhöld, fékk umfjöllun í desemberhefti hollenska hönnunartímaritsins Frame. Tímaritið er virt fyrir faglega umfjöllun um hönnun, listir og arkitektúr. Í sama tölublaði er meðal annars fjallað um hollenska listamanninn Germaine Kruip og breska hönnuðinn Sam Buxton. 24. JANÚAR 2009 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.