Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 86
58 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Það hefur andað köldu á milli forráðamanna KR og Grindavíkur í vetur og ekki síst út af útlendingamálum. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, var aldrei í vafa um að Grindvíkingar myndu fá sér Kana og svaraði á kaldhæðinn hátt þegar hann var spurður út í hvort koma Nicks Bradford hefði komið honum á óvart. „Ég er gáttaður og trúi þessu ekki enn þá. Það er eins og ég sé í draumi og ég bíð eftir að Óli Björn veki mig,“ sagði Böðvar og vitnaði þar í formann körfuknatt- leiksdeildar Grindavíkur en sá lét hafa eftir sér að Grindavík hefði aldrei fengið sér Kana ef KR hefði ekki verið með Kana. „Við tökum því sem hrósi að við séum farnir að stýra körfuboltan- um hérna heima samkvæmt Grindvíkingum,“ sagði Böðvar. - hbg Böðvar Guðjónsson: Er í draumi og bíð eftir að Óli Björn veki mig BRATTUR Böðvari kom ekki á óvart að Grindavík fengi sér Kana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI 32-liða úrslit enska bikars- ins fara fram um helgina. Stórlið- in Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester United eru öll enn með í keppninni. Manchester United og Tottenham mætast á Old Trafford í stórleik dagsins í dag. Yfirlýsing knattspyrnustjórans Harry Redknapp hjá Tottenham fyrir leikinn, um að tefla fram eins „veiku“ byrjunarliði gegn United og hann mögulega getur til þess að spara leikmenn sína fyrir botn- baráttu úrvalsdeildarinnar kann þó að hafa tekið talsverðan sjarma af leiknum. Chelsea mætir b-deildarliðinu Ipswich á Brúnni í dag en Lund- únafélagið hefur hreint ekki verið sannfærandi upp á síðkastið og nægir því til stuðnings að nefna jafnteflið gegn c-deildarliðinu Southend á Brúnni í deildarbik- arnum á dögunum. Liverpool og Everton munu heyja enn eitt stríðið í rosaleg- um borgarslag á Anfield á morg- un. Erkifjendurnir Liverpool og Everton eru einmitt þau lið sem oftast hafa mæst í sögu kepnninn- ar, en þetta verður í 21. skipti sem þau mætast. Þess má geta að Liverpool er taplaust í öllum keppnum á Anfi- eld síðan liðið tapaði gegn Barns- ley í FA-bikarnum í fyrra. - óþ Fjórða umferð FA-bikarsins fer fram um helgina á Englandi: Blóðug barátta verður á Anfield BARÁTTAN UM BORGINA Steven Gerrard hjá Liverpool og Phil Neville hjá Everton mætast á morgun. NORDIC PHOTOS/GETTY > Bikarhafarnir mæta Haukum Dregið var í undanúrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta í gær og ljóst liggur fyrir að bikarhafar Stjörnunnar heimsækja Hauka að Ásvöllum og FH ferðast norður til Akureyrar og mætir 2. deildarliði KA/Þórs í KA-heimilinu. Haukar og Stjarnan eru búin að stinga af í N1-deildinni í vetur og há nú harða baráttu um toppsætið. Liðin mættust jafnframt í úrslitaleik N1-deildarbik- arsins milli jóla og nýárs og þá höfðu Stjörnustúlkur betur í hörkuspennandi leik. Leikirnir í undanúrslitunum fara fram 14.-15. febrúar. KÖRFUBOLTI KR og Grindavík mæt- ast í dag í undanúrslitum Subway- bikars karla og fer leikurinn fram í DHL-Höllinni og hefst klukkan 16.00. Þarna mætast tvö efstu liðin í deildinni en þau hafa mæst tvisv- ar í jöfnum og spennandi leikjum í vetur. Það er því búist við miklum körfuboltaviðburði fyrir framan troðfulla DHL-Höll í dag. „Það mætti ætla að þetta væri úrslitaleikurinn miðað við hvern- ig þessi lið hafa spilað í vetur. Það er ekki líklegt að Stjarnan eða Njarðvík séu að fara að blanda sér í það að vinna titilinn en hvað veit maður, þetta er bikarkeppni. Bik- arkeppni er keppni í heppni og þar getur allt gerst,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavík- ur og íslenska karlalandsliðsins. KR-ingar hafa unnið báða inn- byrðisleiki liðanna naumlega í vetur, fyrst á sigurkörfu Jasons Dourisseau í Powerade-bikarn- um og svo með tveimur stigum í deildinni. Fjórir leikmenn KR og Grinda- víkur hafa skilað hærra framlagi í innbyrðisleikjum liðanna í vetur en þeir hafa gert að meðaltali í deild- inni í vetur. Þetta eru þeir Jason Dourisseau og Jón Arnór Stefáns- son hjá KR og þeir Brenton Birm- ingham og Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík. Jason (27,5) og Brent- on (27,0) eru með hæsta framlagið í innbyrðisleikjum liðanna á tíma- bilinu. Nú hafa Grindvíkingar hins vegar styrkt liðið sitt með því að ná í Nick Bradford og Fréttablaðið fékk Sigurð Ingimundarson, fyrr- um þjálfara Bradford hjá Kefla- vík, til þess að meta hverju hann breytir í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. „Þeir voru refir að næla sér í Bradford því honum finnst ekk- ert eins gaman og að fá að spila svona leiki. Hann kemur með sjálfstraust inn í liðið. Hann er fullur af sjálfstrausti sjálfur og rúmlega það og smitar því til ann- arra og það er ekki verra að hafa slíkan mann í sínu liði,“ segir Sigurður um Bradford. Sigurður segir hann vera það kláran körfuboltamann eins og fleiri í Grindavíkurliðinu að þeir finni einhverjar lausnir á því að láta alla spila þrátt fyrir að í liðinu séu margir líkir leik- menn. „Hann þorir að taka mikilvæg- ar ákvarðanir í stórum leikjum og það sem menn leita helst eftir þegar menn eru að styrkja liðið með Kana er að þeir geri aðra betri og Bradford er frábær í því. Þar liggur hans helsti styrk- ur.“ Sigurður er viss um að Brad- ford búi ekki bara til stemningu hjá sjálfu Grindavíkurliðinu held- ur einnig hjá grindvískum áhorf- endum. „Bradford býr til vandræði fyrir varnarmenn. Hann er tveggja metra karl en getur spil- að eins og bakvörður og á það til að hitta mjög vel og þá er erfitt að eiga við hann. Hann er líka gríðar- lega góður varnarmaður. Hann er ágætur í öllu án þess að vera frá- bær í neinu. Ef hann er einbeitt- ur þá getur hann fundið galla í vörninni á móti honum og þá er hann baneitraður,“ segir Sigurð- ur en ræður Bradford þá úrslitum í þessum leik. „Ég ætla ekki að spá neinum sigri í þessum leik því bæði lið eiga jafna möguleika. KR-ingar eiga kannski meiri möguleika af því að þeir eru á heimavelli ef ég horfi kalt á þetta þrátt fyrir að Bradford sé með Grindavík. KR-ingar hafa spilað vel og þeir eru ennþá með jafn gott lið þótt Bradford sé kominn. Bæði liðin, maður fyrir maður, eru bara þrælgóð. Eins og oft í svona bikarleikjum þá snýst þetta um að hitta á rétta daginn. Þetta er einstakt tæki- færi til að horfa á frábæran leik og umgjörðin verður örugglega mjög skemmtileg. Þetta er draumaleikur fyrir marga.“ ooj@frettabladid.is Draumaleikur í DHL-höllinni í dag „Þeir voru refir að næla sér í Bradford,” segir Sigurður Ingimundarson, fyrrum þjálfari hans hjá Keflavík sem vill þó ekki spá því að Grindavík verði fyrst til að vinna KR í vetur í undanúrslitum Subwaybikarsins. ÖFLUGIR Þeir Brenton Birmingham og Jason Dourisseau hafa spilað mjög vel í inn- byrðisleikjum KR og Grindavíkur í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HVERNIG FER LEIKURINN? Valur Ingimundarson, Njarðvík „Ómögulegt að segja. Grindavík er sýnd veiði en ekki gefin fyrir KR.“ Lykillinn að sigri? „KR er besta varnarliðið og Grindavík er besta sóknarliðið. Það er spurning hvað verður ofan á í baráttunni.“ Einar Árni Jóhannsson, Breiðabliki: „Þetta verður í járnum allan tímann en KR vinnur þetta að lokum 88-86.“ Lykillinn að sigri? „Ég held að Jakob Örn muni gera gæfumuninn fyrir KR.“ Kristinn Friðriksson, Tindastól: „Ég held að KR vinni þetta eftir fram- lengdan leik.“ Lykillinn að sigri? „Bakvarðaparið Jón Arnór og Jakob Örn hjá KR ráða úrslitunum.“ Hlynur Bæringsson, Snæfell: „KR á eftir að vinna og eigum við ekki að segja að þetta fari 85-81.“ Lykillinn að sigri? „Það verður bara blanda af Jóni Arnóri og heimavellinum.“ SIGUR Í HÖFN Nick Bradford og Sigurður Ingimundar- son. FRÉTTABLAÐ- IÐ/VILHELM Víkingar fögnuðu sínum fyrsta sigri í N1-deild karla þegar liðið vann óvæntan sigur á Akureyri fyrir norðan á fimmtudagskvöldið. Róbert Sighvatsson er greinilega á réttri leið með þetta unga lið Víkinga sem hefur verið vaxandi í allan vetur. „Það var mjög mikilvægt fyrir strákana að sýna það að þeir geta unnið. Það var kærkomið að sýna það á útivelli og á Akureyri, einum skemmtilegasta útivelli sem hægt er að fara á,“ sagði Róbert sem tók við Víkingsliðinu á síðasta ári. Víkingar töpuðu aðeins með einu marki fyrir Fram í síðasta leik fyrir jólafrí og verið nálægt því að ná í stig í nokkrum leikjum í deildinni í vetur. „Við erum búnir að vera að narta í hælana á hinum liðunum en við höfum ekki komist fram í tær,“ segir Róbert en hann lítur ekki á sem svo að liðið sé í fallbaráttu. „Við erum ekki að horfa á þetta þannig að við séum að reyna að halda okkur í deildinni. Við erum að bæta okkar leikmenn og okkar umgjörð í kringum Víking. Allt sem heitir sigur er mjög ánægjulegt en við höldum bara áfram okkar striki, að búa til leikmenn með því að gefa þeim tækifæri á að fá að spila með Víkingi,“ segir Róbert. Róbert er mjög sáttur við að liðið er að bæta sig leik frá leik. „Desembermánuður hjá okkur var allur upp á við og menn lögðu sig allir extra mikið fram í þessu fríi. Við erum búnir að byggja ofan á það og höldum ótrauðir áfram. Það hefur ekkert verið að stoppa okkur og það mun ekkert stoppa okkur. Þarna er efniviður til þess að búa til mjög gott lið og stóra liðsheild og þangað stefnum við,“ segir Róbert. Róbert var atvinnumaður í Þýskalandi í mörg ár og þjálfaði þá einnig Wetzlar-liðið um tíma. „Maður er búinn að vinna í grunninum og er að reyna að byggja aftur upp þetta dauða starf í Víkinni,“ segir Róbert og hann mælir árangur frekar í bætingu leikmanna en í stigum í töflunni. „Það er ekkert stress í neinu hjá okkur og við erum ekki að hugsa um hvar við stöndum heldur hvað við erum að gera. Hjá okkur er falldraugurinn ekki til heldur aðeins næsti leikur og næsta verkefni,“ sagði Róbert og hann skorar á alla Víkinga að hjálpa liðinu í næstu leikjum. RÓBERT ÞÓR SIGHVATSSON, ÞJÁLFARI VÍKINGA Í N1-DEILD KARLA Í HANDBOLTA: FYRSTI SIGUR VETRARINS Í HÖFN Hjá okkur Víkingum er falldraugurinn ekki til FÓTBOLTI Hinn moldríki arabi, Dr. Sulaiman al-Fahim, eigandi Man. City, er sagður vera á þeim bux- unum að gera tilboð í Chelsea ásamt þýskum fjárfestum. Talið er að eigandi Chelsea, Roman Abramovich, hafi farið afar illa út úr heimskreppunni en þrátt fyrir það segja forráða- menn Chelsea að félagið sé ekki til sölu. - hbg Eigandi Man. City: Íhugar kaup á Chelsea
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.