Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 68
40 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusömust? Núna. Ef þú værir ekki leikkona hvað myndirðu þá vera? Kvikmynda- leikstjóri. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Leik- listarmenntun. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Að ég væri eins og Jóhanna frá Örk sem mér þótti alls ekki svo slæmt fyrr en sá hinn sami bætti við „barnaleg og þrjósk“ – það er kannski ekki svo slæmt heldur … Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar myndirðu vilja búa? Á millj- ón stöðum. Á eftir að heimsækja New York og væri gaman að búa þar í eins og eitt ár. Ítalía gæti líka verið dásemd í góðum félags- skap. Uppáhaldsleikskáld og af hverju? Ibsen – djúpur, friðsæll og klass- ískur… Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Það felur í sér ferska helgi úti á landi með góðri fjallgöngu, hestaferð og heitum potti. Uppáhalds Shakespeare-karakt- erinn og af hverju? Hamlet – dýn- amísk innri togstreita. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tíman gegnt? Það var þegar ég var þjónn eftir leik- listarútskrift í London – ég entist í einn dag og meðan aðrir þjón- ar hlupu fram hjá eins og þeir ættu lífið að leysa starði ég út í tómið og bjó til einhvern skáld- skap í hausnum á mér. Ákvað að vera heiðarleg við yfirmanninn og sjálfa mig og horfast í augu við að ég hefði með aldrinum orðin van- hæf í starfið. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- unni? Fårö á Gotlandi þar sem Ingmar Bergman bjó er falleg- ur staður og Skógafoss er í uppá- haldi. Ef einhver pótintátinn ætlar að virkja hann þá er mér að mæta – með sverð. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvað hlustar þú mest á í dag? Björk hefur haft mikil áhrif á mig en er að hlusta á Grieg í augnablikinu – elska góða tónlist. Kemst ekki í gegnum dag- inn án eðal tónlistar og frumsam- ins ódauðlegs nútímadanskafla. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Aðgerðir Ísraels- hers á Gasa á síðustu vikum. Ef þú gætir breytt einhverju í for- tíð þinni, hvað myndi það vera? Er mjög sátt, líka við mistökin því af þeim lærði ég nokkrar góðar lex- íur. Verð þó alltaf mjög döpur ef ég særi fólk. Annars held ég að fortíðin sé bara löngu farin og núið það eina sem sé til. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Ehhehehehehehheheheh- ehehehhehehehe! Áttu þér einhverja leynda nautn? Eee, já, eigum við það ekki öll? En leynd er ekki leynd nema það sé leynd. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Let me stand alone: heildarsafn dagbóka baráttukonunnar Rachel Corrie sem lést á Gasasvæðinu í Palestínu fyrir sex árum. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Allra sem hafa hugrekki til að þora að hlusta á hjartað, standa með sinni sann- færingu, hlýða sinni köllun og fara sína eigin frumsömdu leið. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Ég fæ illt í hjart- að við að fá svona spurningu. Er mjög fegin að það er kominn nýr forseti í Bandaríkjunum því mér fannst fyrirrennarinn á rangri hillu. Held í vonina með að Obama fái að stjórna pínulítið eftir eigin samvisku. Vona að kerfið valti ekki yfir mannúð hans. Uppáhaldsorðið þitt? Rassálfur. Hvaða eitt atriði myndi fullkomna lífsgæði þín? Hreint vatn, svo lífs- gæði mín eru fullkomnuð. Hvaða eitt hlutverk verður þú að leika áður en þú deyrð? Rachel Corrie. Hvað er næst á dagskrá? Að hefja æfingar á einleiknum „Ég heiti Rachel Corrie“ sem frumsýnt verður á Litla sviði Borgarleik- hússins 19. mars og opna vefinn www.egheitirachelcorrie.com FULLT NAFN: Þóra Karítas Árnadóttir STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Barnapía, arfareitari, fiski- kona, bréfberi, þjónn, hótelstarfskona, sjónvarpskona, blaðamaður, skrifta, ritstjóri, fararstjóri, kynningarfulltrúi, aðstoðarleikstjóri, framleiðandi, leikkona … FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1979 - Gullfoss var friðlýstur og þar með bjargað frá virkjun þökk sé hugsjónakonu sem gafst ekki upp. ÞR IÐ JA G R Á Ð A N Lít upp til allra sem hafa hug- rekki til að þora að hlusta á hjartað, standa með sinni sann- færingu, hlýða sinni köllun og fara sína eigin frumsömdu leið. Aðgerðir Ísraelshers hafa haldið fyrir mér vöku Leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir tekur að sér hlutverk baráttukonunnar Rachel Corrie í byrjun mars, en hún lést á Gasasvæðinu fyrir sex árum. Anna Margrét Björnsson fékk Þóru í þriðju gráðu yfir- heyrslu og fékk að heyra um uppáhaldsstaði og leyndar nautnir. ÞÓRA KARÍTAS ÁRNADÓTTIR LEIKKONA Uppáhaldsstaðurinn er Farö á Gotlandi, þar sem Ingmar Bergmann bjó. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON ■ Á uppleið Appelsínugulur er liturinn núna, fjölmargar áskor- anir ganga á net- inu um að vera appelsínugulur, lesist; friðsam- legur í mótmæl- um. Sem tákn um viljann er hvatt til þess að menn klæðist appel- sínugulu, sem væri góð hugmynd ef liturinn klæddi hinn venjulega bleiknefja Íslending ekki afspyrnu illa. Millivegurinn er að binda borða um handlegginn, sem er kannski besta lausnin. Hnattlíkön Töff stofustáss sem þar að auki auðveldar ferðalög í hugan- um, sem eru einu ferðalögin sem fólk hefur efni á um þessar mundir. Hægt að kaupa í bókabúðum og víðar, stundum í Kola- portinu til dæmis. Hera Björk Eftir að hafa fest í hlutverki bakraddasöng- kvenna í Eurov- ision-keppnum Íslands hefur hún fært sig upp á skaft- ið og er í aðalhlutverki í lagi í dönsku Eurovision-for- keppninni. 26 kílóum léttari en fyrr. Hér er kona á öruggri uppleið. Þorramatur Þorrinn hófst í gær og þá er um að gera að slafra í sig slátri, sviðasultu, hrútspungum og harðfiski. Margir borða nú ekkert annað en það síðastnefnda af hinum hefðbundna þorramat á hlaðborðum og kýla svo vömb á hangiketi og síld, sem er svindl. Það er ekkert kúl að sneiða hjá því sem bragð er að í þessum efnum. ■ Á niðurleið Ofbeldi Það er öllum til minnk- unar að beita ofbeldi. Óeirðaseggir á meðal mótmælenda eru ekkert annað en óeirðaseggir sem koma upp um smánarlegt eðli með því að kasta hnullungum í lögreglumenn sem gera sitt besta í að sinna starfi sínu af alúð og einbeitingu. Friðsam- leg mótmæli eru málið. Tímarit Þau erlendu fást ekki innflutt vegna gjaldeyrishafta, þau íslensku fara sum hver í óskilgreind leyfi. Styttist kannski í að erlendir vinir fari að senda tímarit til Íslands eins og fágætan munaðarvarning sem lesinn verður þegar vorskipin leggja að bryggju. Töggun Að „tagga“ fólk á Facebook í asnalegu ástandi eða með asnaleg- um vinum er ekkert sniðugt lengur. Þegar vinnufélagarn- ir eru farnir að góna á fyllir- ísmyndir eða matarboð hjá hver öðrum er kominn tími á smá prívatlíf. Skinkur Lúkkið sem samanstendur af þröngum vakúm- pökkuðum fötum, sólbrúnku og þrýstnum barmi er algerlega úti. Hins vegar er farið að þykja töff hjá anti- skinkum að segjast vera að „skinka sig upp“ þegar þær hafa sig til á djammið. MÆLISTIKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.