Tíminn - 25.03.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.03.1983, Blaðsíða 4
5 *> 115 FÖSTUDAGUR 25. MARS 1983 Þörungavinnslan hf., Þeir aöilar sem áhuga hafa á þangskuröi á komandi þangvertíð eru vinsamlegast beönir aö hafa samband viö verksmiöjuna sem fyrst. Þörungavinnslan hf., Reykhólum, sími 93-4740 Laus staða Við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum er laus til umsóknar staða dýralæknis með sérmenntun í sýkla- og ónæmis- fræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ítarlegar upplýsingar um námsferil og störf svo og eintök af vísindaritgerðum, sem peira hafa unnið, bæði prentuðum og óprentuðum. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 1. maí 1983. Menntamálaráðuneytið, 23. mars 1983. UTBOÐ Tilboð óskast í framkvæmdir við skurðgröft, útdrátt á jarðstrengjum og reisningu á götuljósastólpum fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 13. apríl 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fnkirkjuv«gi 3 — Sími 25800 Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki 2V SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 4415 66 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. Lfroslvai'k REYKJAVÍKURVEGI 25 Há'fnarfiröi sími 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. fréttir Norðurlandsmót í skák á Sauðárkróki: Pálmi Pétursson Norðurlandsmeistari SAUÐARKROKUR: Norðurlands- mót í skák var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þátttakendur voru 58 í tveim flokkum. í meistaraflokki voru 34 og tefldu 7 umferðir. Norðurlandsmeistari varð Pálmi Pétursson frá Akureyri með 6 1/2 vinning, 2. varð Áskell Örn Kára- son frá Akureyri með 5 1/2 vinning, 3. Gylfi Þórðarson frá Akureyri með 5 vinninga, 4. Bragi Halldórsson frá Sauðárkróki með 5 vinninga og 5. Pór Valtýsson frá Akureyri einnig með 5 vinninga. í uglingaflokki varð efstur Páll Jóns- son frá Siglufirði með 8 1/2 vinning af 9 mögulegum, 2. varð Árni Hauksson frá Akureyri með 7 vinninga' og 3. Erlingur Jensson frá Sauðárkróki með 6 1/2 vinning. Mótinu lauk með hraðskákkeppni, þar sem efstur varð Pálmi Pétursson með 15 1/2 vinning af 18 mögulegum, 2. Bragi Halldórsson frá Sauðárkróki með 15 vinninga og 3. Þór Valtýsson frá Akureyri með 13 vinninga. Kvenna meistari mótsins varð Sveinfríður Hall- dórsdóttir, úr Eyjafirði. - GÓ./Sauðárkróki Enn tölu- vert at- vinnuleysi á Sigló SIGLUFJÖRÐUR: “Það er alltaf töluverður hópur á atvinnuleysisskrá hjá okkur, aðallega sá hluti fólksins úr Lagmetisiðjunni sem ekki er enn kom- inn í störf. Síðast voru á skrá um 50-60 manns, þ.e. fyrir tímabilið frá 12/2 til 6/3, þ.e. áður en Siglóverksmiðjan byrjaði á rækjuvinnslunni" sagði Kol- beinn Friðbjarnarson, form. Verka- lýðsfél. Vöku á Siglufirði, spurður um atvinnuástandið. Hann kvað rækjuvinnsiuna hjá Sigló-síld hafa byrjað snemma í mars- mánuði, þannig að líklega hafi um þriðjungurinn af því fólki sem starfað hefur þar árum saman, eða um 15-20 manns, nú fengið vinnu á ný. Hitt fókið bíður eftir því að síldin sem veidd var fyrir verksmiðjuna í vetur verði nægilega verkuð til að vinna geti hafist við niðurlagningu hennar, sem Kolbeinn kvað ekki verða fyrr en undir vorið. En komi ekki eitthvað alveg óvænt upp á, þá ætti að verða töluvert meiri vinna hjá Sigló-síld þetta árið en á því síðasta, þegar verksmiðjan var aðeins starfrækt í um 3 mánuði. Hið nýja frystihús Þormóðar ramma kvað Kolbeinn hafa í för með sér einhverja fjölgun atvinnutækifæra-en þá einvörðungu fyrir konur. Hins veg- ar sé það mjög mikil breyting á allri vinnuaðstöðu að fara úr 50-60 ára gömlu húsi og í glænýtt. „Aðal áfallið hérna var hins vegar stöðvun loðnuveiðanna, sem guð veit hvenær lagast. í kringum 90 manns voru í ársvinnu við loðnuvinnsluna og þjónustustarfsemi í kringum veiðarn- ar. Sumir þeirra vinn. að vísu ennþá hjá S.R., sumir eru atvinnulausir og enn aðrir hafa flust héðan í burtu, sagði Kolbeinn. - HEI Ibúdabygging- ar á ísafirði s.l. 20 ár: Prefölduð- ust á 7. ára tugnum frá þeim 6. ÍSAFJÖRÐUR: Gífurleg aukning hefur orðið í íhúðabyggingum á ísa- firði á síðasta áratug, miðað við þann næsta á undan, að því er fram kemur í yfirliti yfir fullgerðar íbúðir á ísafirði á árunum 1962-1982 frá byggingarfull- trúanum á ísafirði. Má segja að árang- ur hins oft nefnda „framsóknaráratug- ar" verði glöggt lesinn af því yfirliti. Á árunum 1962 til 1971 var lokið við alls 103 íbúðir, þar af voru 36 íbúðir byggðar á fclagslegum grundvelli og því aðeins 67 íbúðir af einkaaðilum. Frá 1972 til 1982 hefur hins vegar verið lokið við byggingu 249 íbúða, þar af 62 á félagslegum grundvelli og 187 af einkaaðilum, eða nær þrisvar sinnum fleiri íbúðir en áratuginn á undann. - HEI Frá Ólafsvík: Tímamynd -HEI Vertíöin í Ólafsvík: Afli virtist heldur að glæðast — íbyrjun vikunnar ÓLAFSVÍK: “Það virtist svolítið vera að glæðast í gær, en þó ekki alveg að marka það því þetta var tveggja nátta fiskur. Afli bátanna hjá okkur varð frá 4 og upp í 36 tonn í gær“, sagði Gskar Þorgilsson, verkstjóri í Hraðfrystihúsi Glafsvíkur er við forvitnuðumst um gang vertíðarinnar hjá honum s.l. þriðjudag. Fyrrnefndir bátar eru allir á netum. Allt fram undir þetta sagði Gskar afla hafa verið heldur dræman . En mikil loðna hafi verið í fiskinum um helgina og hann því sjálfsagt komið með loðnunni og þeim straumi sem verið hafi um helgina. Gska kvað um 30 manns starfa hjá Hraðfrystihúsinu - nær allt húsmæður úr Glafsvík og ekki nema þrjá að- komumenn. Tekist hafi að halda átta tíma vinnu á dag, svona mikið til, en þó komið dagar sem enginn afli var til vinnslu. - HEI Vertíðin í Höfn: Minnkandi afli fremur en hitt — um 6 tonn í róðri að meðal- tali í síðustu viku HÖFN í HORNAFIRÐI: „Þetta gengur lítið og hægt frá okkur - minnkandi afli frekar en hitt. í síðustu viku komu bátarnir með um 570 tonn í 90-100 sjóferðum eða aðeins um 6 tonn í róðri til jafnaðar. Vikuna þar á undan fengum við um 1.200 tonn, en síðan hefur þetta farið dagminnk- andi", sagði Egill Jónasson, yfirverk- stjóri í frystihúsi K.A.S.K. á Höfn. spurður um aflabrögðin og gang ver- tíðarinnar austur þar. Aflann sagði hann nær allt þorsk, sára lítinn ufsa. Egill kvað því auðvitað hafa verið sára Iitla vinnu, en þói reynt að halda átta tímunum. - Er starfsfólkið ekki orðið langeygt eftir að eitthvað lifni yfir? - Sjálfsagt, en það er ekkert skárra annarsstaðar. En kannski lagast þetta líka í apríl, maður verður a.m.k. að vona það. Það er t.d. kominn meiri afli á land núna en var á sama tíma árið 1981, sem var besta vertíðin okkar á undanförnum árum, en þá kom allur fiskurinn í aprílmánuði. Þá fór að lifna yfir þessu upp úr 20. mars og síðan fengum við 7.400 tonn frá 1. apríl til 8. maí. Við erum því að vona að það sé að þorna upp fyrr stóru gönguna. Aflahæsta bátinn sagði Egill kominn mcð 336 tonn s.l. þriðjudag, en flestir voru þá með rétt innan við 300 tonn. - HEI Rökkurkór- inn skemmti Skagfirð- ingum SKAGAFJÖRÐUR: Fyrir rúmri viku hélt Rökkurkórinn söngskemmtun í Varmahlíð fyrir fullu húsi. í kórnum eru nær 50 söngfélagar, flestir úr framsveitum Skagafjarðar, og er þetta 4. starfsár kórsins, sem raunar á þó nokkru lengri sögu og aðdraganda. Söngstjórar hafa verið Heiðmar Jónsson, Sveinn Árnason og nú síðast Gróa Hreinsdóttir. Dagskrá Söngskemmtunar Rökk- urkórsins var fjölbreytt, einsöngur, tvísöngur, karlakvartett og kvenna- kór. Þá skemmtu 2 kórfélaganna börn- um með atriðum úr Dýrunum í Hálsa- skógi: Söngskemmtun Rökkurkórsins var síðan endurtekin í Miðgarði s.l. þriðju- dagskvöld. - Á.S. - Mælifelli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.