Tíminn - 25.03.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.03.1983, Blaðsíða 11
mzm eftir leikinn „Við erum bestir“ „Þessi sigur sýnir þuö að viö erum bestir", sagöi Torfi Magnússon fyrir- liði Vals eftir leikinn. „Við sáum það best sjálffr núna, og þaö reyndar allt of seint, að þessif menn scpi við höfum verið að geyma á bekknum gefa liinum ekkert eftir, við höfum frábæran hóp.“ „Vorum sofandi“ „Við vorum sofandi alltof lengi í þessum leik, börðumst of lítið", sagði Jón Steingrímsson Valsmaður eftir leikinn. „Við vorum alltof íengi í gang, við höfðum ekki einbeitt okkur nægilega að þessum leiít. Við vorum búnir að stefna allt of stíft á leikina við Keflavík, og erum búnir að leika tvo úrslitaleiki þcgar að þessum keniur. Við vöknuðum upp þegar Tim Dwyer fór útaf, þá ioksins fórum við að berjast." „Unnum á varnar- leiknum“ „Við unnum þcnnan leik mcst á góðum varnarleik í síðari há(jleik. Þegar 11m fór útaf sáum við að við yröum að gera þctta sjálfir. Við fórum að berjast í vörninni, og þá fór þetta að ganga." „Sóknarlidið vann“ „Sóknarliðið vann þcnnítn leik, og varnarliðið þurfti að láta 4 minni . pokann", sagði Kristján Ágústsson Valsmaður. „Tim Dwyer var í raun- inni aldrei mcð-f þcssum leik, og þegar hann fór útaf þá byrjuðum við að bcrjast." „Agalegt“ „Þetta var agalcgt, sagði Hreinn Þorkelsson ÍR-ingur eftir leikinn. *„Þcgar Tirn fór útaf þá fór aðganga illa, og þegar Torfi fór útaf klúðruð- um viö þessu alvcg." FÖSTUDAGVR 25. MARS 1983 FÖSTUDAGUR 25. MARS 1983 íþróttir íþróttir | Umsjón: Samúel örn Erlingsspn 6 blaklandsleikir efftir helgina: Færeyingar vinna mjög öflugt unglingastarf — landsleikir f blaki í fyrsta sinn f Keflavík ■ íslcnsku kvenna og karlalandsliðin í blaki leika á mánudag, þríðjudag og miðvikudag við Færeyinga. Lands- lcikirnir verða í íþróttahúsi Hagaskóla í Reykjavík á mánudag og miðvikudag, en á þriðjudag í Keflavík. íslendingar og Færeyingar hafa leikið 10 landsleiki i karlaflokki í blaki, fyrst 1975. Öll skiptin hafa íslendingarsigrað, en þó naumlega á stundum. Litlu munaði í Þórshöfn 1976, þá sigruðu íslendingar 3-2, og enn minnu í Reykjavík 1977, þá sigruðu íslendingar einnig í oddahrinu, 15-12. Síðast léku þjóðirnar 1979, og þá sigruðu íslendingar örugglega 3-0 í báðum leikjunum hér í Reykjavík. Síð- an hafa þjóðirnar ekki leikið karlalands- leiki, enda þá orðinn verulegur getum- unur á liðum þjóðanna. En Færeyingar hafa unnið öflugt ung- lingastarf í blakinu, enda blak mjög vinsæl og almenn íþrótt í Færeyjum, þar er leikið í þremur deildum karla og tveimur deildum kvenna í færeyska meistaramótinu, og unglingastarf mjög öflugt. Til dæmis hafa unglingalið þeirra Færeyinga verið við stífar æflngar síðast- liðin tvö ár, það er að segja liðin sem eiga að taka þátt i NIVI unglinga 1985! íslendingar og Færeyingar hafa leikið 5 unglingalandsleiki pilta, 18 ára og yngri, og hafa Færeyingar sigrað í þeim öllum. 1980 tvo leiki í Færeyjum, sem Færeying- ar sigruðu 3-0 báða, og þrjá hér á landi á síðasta ári, og voru úrslit þeirra 3-0, 3-1 og 3-2, allt spennandi leikir, og sigruðu Færeyingar í síðasta leiknum í oddahrinu 16-14. í fyrra var einnig svo komið að unglingalið Færeyinga sigraði A-landlið örugglega í æfingaleikjum. Landslið Færeyinga nú er skipað 6 leikmönnum . sem léku í unglingalandslið- inu í fyrra, og eru þeir allir 19 ára. Má því búast við spennandi leikjum, þar eð færeyska liðið er að líkindum mun sterkara en það hefur lengi verið, og íslenska liðið er að mestu skipað reynslu- litlum leikmönnum að þessu sinni. Skipan liðsinssést hér í dálkinum til vinstri. íslenska kvennalandsliðið hefur leikið 11 landsleiki gegn Færeyingum, fyrst 1979. íslenska liðið hefur sigrað í öll skiptin, nema eitt, í fyrra, þá sigruðu færeysku stúlkurnar 3-2. íslenska liðið sigraði í hinum leikjunum sem leiknir voru í fyrra 3-0. Færeyska liðið hefur tekið stÓFStígum framförum frá því þjóðirnar léku fyrst, og er það mest að þakka miklu og góðu uppbyggingar- starfi í unglingaflokkum. sem í karla- flokknum. í framhaldi af leikjunum við Færey- inga nú í karla og kvennaflokkum, fara unglingalandslið íslands, karla og kvenna til Færeyja og leika þar um páskana. Nánar verður fjallað um þá atburði eftir helgi í Tímanum. Leikið í Keflavík Blaklandsleikir verða í fyrsta sinn í Keflavík á þriðjudaginn. Það hefur löngum verið siður Blaksambands ís- lands að leika landsleiki víðar en í Reykjavík, og kynna þar með blak- íþróttina, og um leið gefa fólki kost á að sjá landsleiki í blaki þar sem blak er í hávegum haft. Þess vegna hafa blak- landsleikir farið fram á Akureyri, Sel- fossi og á Akranesi, og nú verður leikið í Keflavík, en blakíþróttin á þar vaxandi vinsældum að fagna, til dæmis í Fjöl- brautaskóla Suðaurnesja. Landslcikirnir verða sem hér segir: Iþróttahús Hagaskóla mánudag 28. mars klukkan 18.30 konur, klukkan 20.00 karlar. íþróttahúsið í Keflavik þriðjudag klukk- an 18.30 konur, og 20.00 karlar. íþróttahús Hagaskóla klukkan 17.30 konur og klukkan 20.00 karlar. ■ „Heiðurskoss skaltu hljóta, þú sigurvegari.“ Helgi Agústsson formaður KKl kyssir Lindu Jónsdóttur fyrirliða við verðlaunaafhendinguna. Ekki virðast allar stúlkumar samt vera alltof upprifnar af tiltæki formannsins. Bikarkeppnin í körffuknattleik: KR bikarmeist- ari fkvennaflokki Bikarkepni krenna í kört&nattleik Laugardalshöll: KR-Njarðvík 56-47 (23-23) Stigin: KR: Linda Jónsdóttir 14, Kristjana Hrafnkelsdóttir 14, Emilía Sigurðardótt- ir 12, Cora Barker 8, Björg Kristjáns- dóttir 6, Ema Jónsdóttir 2. VMFN: Katrín Eiríksdóttir 17, MaryJo Pisko 16, Þómnn Magnúsdóttir5, Hulda Lárusdóttir 5, Helga Friðriksdóttir 2. Það var jafn fyrri hálfleikur í leik KR og Njarðvíkur um bikarinn í kvenna- flokki, en í síðari hálfleik miðjum' tóku KR-stúlkurnar af skarið og skoruðu grimmt, meðan Njarðvíkurstúlkurnar Lokastaðan í úrvalsdeildinni ■ Lokastaðan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, sem lauk á mánudagskvöld varð þessi: svöruðu ekki fyrir sig í þeim efnum. KR-stúlkurnar voru sterkari, þeim leyfð- ist líka nokkur harka, meðan Suðurnesj- astúlkurnar voru fullprúðar fyrir leikinn, eins og hann þróaðist. Skemmtilegum körfubolta brá fyrir í leiknum, en stúlk- urnar í íslenskum körfuknattleik eru samt enn of hægfara. Það var líka sýnilegt að það var öðru fremur úthaldið sem brást Njarðvíkurstúlkunum, það var í raun ekki svo mikið sem bar á milli. Felumótið ■ Úrslit á felumóti HSÍ, úrslitakeppni botnliða fyrstu deildar hafa verið þessi í vikunni: Þróttur-Fram 29-23 Valur-ÍR 34-19 Þróttur-Valur 22-19 Fram-ÍR 34-21 Valur hefur nú 21 stig, Þróttur 19, Fram 16 og ÍR ekkert. Bestar í KR-Iiðinu voru þær Emilía, sem er ódrepandi baráttujaxl. Linda og Kristjana sem var mjög sterk undir körfunni, sérstaklega í sókn. I Njarðvíkurliðinu voru bestar Mary Jo, sem sýndi á stundum virkilega fallega takta, og Katrín, scm var mjög örugg með boltann og skoraði mikið. Það verður áreiðanlega ekki langt að bíða þess að Suðurnesjamenn eigi topp- lið í kvennaflokki eins og í karlaflokki, það var sýnilegt í leik kvennaliðanna í gær. Uppbyggingarstarfið í körfuknatt- leikum er með ólíkindum á Suður- nesjum, og efniviðurinn virðist þar óþrjótandi. Eitt dæmi um það ec kvenna- lið þeirra Njarðvíkinga, annað dæmi hinir mörgu og bráðefnilegu leikmenn sem hafa verið að reyna fyrir sér í fyrsta sinn með Njarðvík í úrvalsdeildinni í vetur, og þriðja dæmið toppliðið frá Keflavík, sem á fyrsta ári í úrvalsdeild er í toppbaráttu. Til hamingju Suður- nesjamenn. vellinum, og þá fjórðu sem aukanúmer, þar eð hann þurfti að segja dómaranum fullgróflega álit sitt, tvær tæknivillur í röð. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk kappinn flmmtu villuna, og tæknivillu í þokkabót. ÍR hafði þá yflr 52-49. ÍR komst í 56-51, en þar með var draumurinn búinn, Vals- menn ruku upp stigatöfluna, komust naumlega yflr, og höfðu yflr 70-66, þá fékk Torfl Magnússon sína 5.villu, og þá varð einhverjum að orði, nú er það búið. En það var alls ekki búið og 3 og hálf mínúta eftir. Halsteinn Hafsteinsson tók stöðu Torfa, skilaði henni með prýði, og alltaf virtust Valsmenn geta bætt við með Kristján Ágústsson sem besta mann, sigruðu 78-75 eftir að hafa haft yfir 78-71. ÍR-ingar börðust vonlausri baráttu í lokin við sekúndurnar sem tifuðu áfram, meðan að Ríkharður Hrafnkelsson sem átti stórleik með Val, hélt boltanum von úr viti og barðist eins og berserkur. Villuvandræði hrjáðu ekki bara Valsmenn, þeir misstu ekki nema Torfa og Dwyer útaf, (þó það væri áreiðanlega nóg fyrir öll lið önnur), ÍR missti út af einn sinn besta mann, Gylfa Þorkelsson þegar tæpar 7 mínútur voru eftir. Munar um minna, þar eð breiddin er ekki ýkja mikil hjádiðinu. Áður en yfir lauk fór Hreinn Þorkelsson bróðir Gylfa einnig útaf, en hann gat lítið beitt sér í síðari hálfleiknum með 4 villur á bakinu næst- um allan hálfleikinn. En það var liðsheildin sem skóp Valssigur, einn kom þá annar fór og aðdáunarvert hve þeir léku vel Hafsteinn Hafsteinsson sem tók stöðu Torfa, og Leifur Gústafsson sem var innrá meira og minna allan tímann. Valsmenn fóru fyrst almennilega í gang þegar Tim fór útaf, en þá slökuðu ÍR-ingar full mikið á, og síðan varð hálfgert vonleysi. Bæði lið eiga þó hrós skilið, Valsmenn eru sannir meistarar, og ÍR mjög gott lið. Fyrri hálfleikur þessa leiks var það besta sem sést hefur í körfuknattleik hér á landi, í vetur að mati undirritaðs. SÖE Enska knattspyrnan ■ Eftirtaldir lelkir í ensku knattspyrn- unni hafa verið í vikunni: Brighton-Liverpool 2-2 Watford-Brimingham 2-1 Man.United-West Ham 2-1 Arsenal-Ipswich 2-2 Norwich-Coventry 1-1 Tottenham-Aston Villa 2-0 Það sem helst er títt varðandi þessa leiki er að ian Rush skoraði bæði mörk Liverpool og bætti enn forystu sína í markaskorun í fyrstu deild, bjargaði reyndar stigi fyrir Liverpool, þeir voru tveimur mörkum undir um tíma í leiknum. Þór í þriðja sæti ■ Þórsarar frá Akureyri höfnuðu í þriðja sæti fyrstu deildar í körfuknattleik þegar upp var staðið, enda var ekki við öðru að búast eftir að hinn sterki leikmaður Robert McField yfirgaf þá á dögunum. Þórsarar voru lengi vel í baráttunni um úrvalsdeildarsætið, ásamt Haukum og ÍS, en eins og flestir vita fóru Haukarnir upp með sæmd. Þrír síðustu leikirnir í fyrstu deild fóru fram í kringum síðustu helgi, og töpuðu Þórsarar tveimur leikjum, fyrir Haúkum 59-112, og fyrir Grindavík 88-107. Grindvíkingar unnu einnig Borgnesinga um helgina, 102-61. Lokastaðan i deildinni varð þessi: Haukar 16 14 2 1556-1131 28 ÍS 16 11 5 1408-1131 22 Þór Ak. 16 10 6 1323-1303 20 Grindavík 16 5 11 1175-1330 10 Skallagrímur 16 0 16 1007-1563 0 Borgnesingar halda sæti sínu í fyrstu deild, þó neðstir séu, því að fjölga á í deildinni. Haukar fara í úrvalsdeild eins og áður er sagt, en Fram kemur niður í fyrstu deildina. ■ Á morgun heldur íslenska Unglinga- landsliðið í badminton áleiðis til Helsinki til að taka þátt í Evrópumóti unglinga í badminton sem hefst á mánudag og stendur út næstu viku. Sex unglingar voru valdir af hálfu B.S.Í. til fararinnar og voru þeir allir meðal þátttakenda í nýafstöðnu N.M. - unglinga sem fram fór i Uppsölum. Liðið sem heldur utan er þannig skipað: Þórhallur Ingason IA Indriði Björnsson TBR Ólafur Ingþórsson TBR Þórdís Edwald TBR Inga Kjartansdóttir TBR Elísabet Þórðardóttir TBR Evrópumót unglinga fer fram með sama sniði og E.M. fullorðinna, þ.e. fyrri hluti keppninnarerlandsliðakeppni en síðari hlutinn er einstaklingskeppni. AIls taka 17 þjóðir þátt í keppninni og leikur ísland í 5. riðli ásamt Finnum, Svisslendingum, Pólverjum og Frökkum. Á mánudag leikur liðið sinn fyrsta landsleik gegn Pólverjum og sama dag gegn Finnum. Á þriðjudag leikur liðið síðan gegn Frökkum og S^isslend- ingum. Um styrkleika andstæðinganna er lítið sem ekkert vitað nema þó Finna sem sigruðu okkur á N.M 4:2 fyrir okkar komist langt í keppninni þar sem við mjög erfiða andstæðinga verður að etja, en þó má telja víst að einhverjir leikir vinnist. Mótinu lýkur svo á laugar- dag með undanúrslita- og úrslitaleikjum. Ferð sem þessi er gífurlega kostnaðar- söm og hafði B.S.Í. enga möguleika áað standa undir fararkostnaði nema að hluta til. Vegna þess var því hafist handa við fjársöfnun til styrktar unglingalands- liðinu og hafa unglingalandsliðs- mennirnir átt stærstan þátt í þeirri söfnun. Leituðu þeir til einstaklinga og fyrirtækja og mættu þar miklum velvilja hjá flestum, og færir B.S.Í. öllum þeim aðilum sérstakar þakkir sem gerðu það að verkum að hægt var að senda lið til þátttöku. Farastjóri í ferðinni verður Sigurður Kolbeinsson stjórnarmaður B.S.Í. og formaður landsliðsnefndar. Mun hann einnig sitja þing Badmintonsambands Evrópu, sem haldið er í tengslum við mótið. Hrólfur Jónsson landsliðsþjálf- ari, sem jafnan hefur fylgt liðinu til keppni, kemst ekki frá að þessu sinni vegna anna heima fyrir, en samt sem áður hafði Hrólfur lagt á ráðin með liðinu áður en það lagði af stað til Helsinki. Liðið er síðan væntanlegt heim á páskadag. ■ Torfi Magnússon fyrirliði Vals hampar bikarnum í gær, glaður í bragði. Tim Dwyer er ekki eins glaðhlakkalegur við hlið hans, þrátt fyrir að hann hafi svo sannarlega haft ástæðu til. Hann virtist reyndar í fýlu allt kvöldið. „ Valsmenn eiga heiður skilinn" ■ „Valsmcnn eiga heiður skilinn", sagði Jim Dooley þjálfari ÍR og lands- liðsins eftir leikinn. „Mig langar að óska þeim til hamingju, þeir eru sannir meist- arar. Sérstaklega langar mig til að óska þeim Kristjáni, Ríkharði, Leifi og Haf- steini til hamingju með sinn skerf. Að öllum ólöstuðum var Kristján Ágústsson maður þessa leiks. Ríkharður var einnig mjög góður, og það er leitt að hann sé að fara úr úrvalsdeildinni, hann er virkilega skemmtilegur lcikmaður." „Það var okkur að kenna sjálfum að við töpuðum þessum leik, við gerðum stærstu vitleysu sem eitt köirfuboltalið getur gcrt, við héldum að við ættum unninn leik á tímabili í lciknum, og það var banabitinn. Samt hafa mínir menn staðið sig vel í vetur, það var langt í land í haust, en þeim hefur farið mjög mikið fram. Það var ekki bara að Pétur Guð- mundsson kæmi til liðsins, hinir leik- mcnnirnir þurftu að aðhæfa sig alveg nýjum leikstíl, og nýjum hugsanagangi inni á vellinum." „Þcgar liðerorðiðgott, hefurþað náð stöðugleika, við erum að ná honum. En við erum sárir að tapa þessu, þetta er í fimmta sinn sem ég er með lið í bikarúrslitum í vetur hér, og alltaf tap. En öll fimnt liðin sem ég hef þjálfað hjá ÍR fengu verðlaun, og það er gott. mánuði síðan þannig að engu er hægt að spá um úrslit leikjanna að svo komnu. Sterkustu þjóðirnar í Evrópu, Danir og Englendingar verða að sjálfsögðu meðal þátttakenda og má telja næsta víst að þær leiki til úrslita um Evrópumeistara-, titilinn á miðvikudag. Það lið sem sigrar í 5. riðli mun leika gegn botnliðinu í 4. riðli um réttinn til að leika í 4. riðli á næsta E. M., en mót þessi eru haldin annað hvert ár og er þetta í annað skipti sem ísland er meðal þátttakenda. Einstaklingskeppnin hefst svo á fimmtudag með keppni í einliðaleik og síðar í tvíliða- og tvenndarleik. Varla þarf að gera því skóna að unglingarnir ■ íslenska unglingalandsliðið í badminton, sem hélt utan í morgun, ásamt fararstjóra sínum. A myndinni eru taldið frá vinstri: Ólafur Ingþórsson, Þórhallur Ingason, Elísabet Þórðardóttir, Inga Kjartansdóttir, Indriði Björnsson, Þórdís Edwald og Sigurður Kolbeinsson fararstjóri. son 6, Ragnar Torfason 4, Hjörtur Oddsson 2. Það leit ekki gæfulega út fyrir Vals- menn í hálfleik, staðan 45-41 ÍR í hag, og Tim Dwyer í kjaftbrúksstuði, fékk sína þriðju villu á leið út af Bikarkeppni karla í körfuknattleik: Laugardalshöll. Valur-ÍR 78-75 (45-41) Stigin: Valur: Ríkharður Hrafnkelsson 21, Kristján Ágústsson 17, Jón Steingríms- son 11, Tim Dwyer 9, Torfí Magnússon 9, Leifur Gústafsson 7, Tomas Holton 2, Hafsteinn Hafsteinsson 2. 1R: Pétur Guðmundsson 27, Hreinn Þorkelsson 14, Kristinn Jörundsson 12, Gylfí Þorkelsson 10, Kolbeinn Kristins- Landsliðið i körfuknattleik ■ Polar Cup, cða Norðurlandamótið í körfu- knattleik (karla) verður í Svíþjóð H-17.apríl. 14 manna hópur hefur verið valinn til æfinga fyrir mótið, og mun sá hefja æfingar 26. mars, og æfa daglega fyrir mótið. Um páskana verður valinn 11) manna hópur til að leika á mótinu. Eftirtalinn hópur hefur verið valinn til æfinga. Landsleikjafjöldi er með. Jón Sigurdsson.KR ‘ 112 Jón Kr. Gíslason, ÍBK" is' Axel Nikulásson, ÍBK, ' 21 RíkbarOur Hrafnkclsson, Val 65 Páinmr Sigurdsson, Haukum 7 Björn V. Skúlason, ÍBK 1 Jónas Jóhannesson. Rcyni 56 Torfí Magnússon. Val 82 Valur Ingimundarson.UMFN 30 Kristján Ágústsson, Val 56 Hrcinn Þorkelsson, ÍR I Viðar Þorkelsson, Fram 4 Flosi Sigurðsson, Univ.of Wash 4 Þorvaldur Geirsson, Fram 17 Þjálfari er Jantes Dooicy og honum til aðstoðar Einar Ólafsson. Vcgna túlkunar FIBA á áhugamennsku- reglum mun Pétur Guðmundsson ckki leika með á NM., cn í hans stað var Flosi Sigurðsson fenginn frá Bandaríkjunum, þar scnt hann leikur með University of Washing- ton. Simon Ólafsson Fram getur ekki verið með vcgmt veikinda, og Þorsteinn Bjarnason gaf ekki kost á sér. Landsliðin í blaki ■ Landsliðin sem lcika gcgn Færcyinguin eftir hclgina í blakinu hafa verið valin, og hafa reyndar æft nú síðastiiðna viku. Kvennalandsliðið er þannig skipað í réttri númeraröð, landsleikjafjöldi fyrir aftan hvert nafn, B-landslcikir í sviga: Sigurborg Gunnarsdóttir, UBK 6 (2) Björg Björnsdóttir, Þróttur 6 (2) Þorbjörg Rögnvaldsdöttir. UBK 6 (2) Gjjdmunda Birna Krístjánsd.,ÍS 3 Auður Aðalsteinsdóttir, ÍS 3 Oddný Erlendsdóttir, UBK 2 Jóhanna Guðjónsdóttir. Þrótti 6 Málfriður Pálsdóttir, ÍS 8 (2) Margrét Aðalsteinsdóttir. ÍS 3 Hulda Laxdal Hauksdóttir, Þrótti 5 Sigurlín Sxmundsdóttir, UBK 0 Þjálfari: Lcifur Harðarson. Karlalandsliðið er þannig skipað, í réttri númeraröð, 1-12 landsleikjafjöldi fyrir aftan, unglingalandsleikir í sviga: Samúel Örn Erlingsson. HK 6 Jón Árnason.Þrótti 4 Arngrtmur Þorgrimsson, Víkingi (I Þórdur Svanbergsson, ÍS 0 Lárentsinus H. Ágústsson, Þrótti 4 Sveinn Hclgason. Þrótti 4 Gunnar Árnason.Þrótti 37 Sigurður Þráinsson, ÍS 8 Jason ívarsson, Samhygð 12 Þorvaldur Sigfússon, ÍS 0 (2) Leifur Harðarson, Þrótti 24 Friðbcrt Traustason, ÍS ' 8 Þjálfari: Valdemar Jónasson. Gunnar bætir metið ■ Allar líkur cru á þvl að Gunnar Árnason leikmaður með Þrótti í blaki bæti landsleikjamet Gudmundiu E. Pálssonar fyrrum Þrótlara eftir hetgina. Guðmundur lek alla 39 fyrstu landsleiki íslands, og hefur því leikið alla landslciki fslands hingad til i karlaflokki. Guðmundur býr nú í Osló, og leikur þar með norska liðinu KFUM Osló. Guðmundur gaf ekki kost isér í liðið nú. Gunnar ' Árnason hefur lcikið .V.landsleiki. alla hingað til nema fyrstu tvo, en þá lék hann ekki sökum þess að hann handarbrolnaði á æfingu viku fyrir leik. Aðrir en Guðmundur sem ekkigáfu kost á sér i landslið karla voru Tómas Jónsson, KFUM Osló. Friðjón Bjarnason ÍS, og Haraldur Gcir Hlöðvers- son Þrótti, en hann býr í Vestmannaeyjum, og á því óhægt um vik. Valur 20 15 5 1796-1619 30 ÍBK 20 14 6 1684-1666 28 ÍR 20 9 11 1586-1600 18 UMFN 20 8 12 1640-1690 16 KR 20 8 12 1694-1775 16 Fram 20 6 14 1705-1755 12 íslenska unglingalandsliðið f badminton: KEPPIR A EM I HELSINKI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.