Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. APRÍU 1983 um erfiðleikum með að skilja þær og vinna eftir þeiin." Öll afsökunarlátalæti svo og kvenlegt daður liefur gufað upp í bræði hennar yfir því að hún skuli beitt kynferðislegum órétti. Reiði hennar vegna þeirra viðtaka sem'The Dutch Lover' hlaut yfirvinnur loks hikið sem markaði fyrsta verkiö. Röksemdarfærsla hcnnar er tvíþætt: í fyrsta lagi gcfur Aphra í skyn að það sé ekki skortur á einhverjum eðlislægum möguleikum til að afla sér þekkingar scm hafi haldið konum frá pennanum, heldur hafi þcim verið meinaður aðgangur að menntun; cn í öðru lagi staðhæfir hún að sú menntun sem konum er neitað um sé á engan hátt nauðsynleg við ritun leikrita. Scm fyrr mótmælir hún útilokun kvcnna frá „þekkingunni" í sama andartakinu og hún ncitar þyí að það scm hún cr að gcra krefjist þekkingar í formi menntunar. Sú afstaða hennar að leikritunskuli ekki stjórnast af lærdómi rckst ofurlítið á umfjöllun hennar um afslöðu kvenna til þckkingarinnar. Sú gagnrýni sem hún varð fyrir hcfur grcinilega komið henni til að efast um eigið ágæti um ieiö og hún helur styrkt vaknandi kvenréttindahyggju hennar og vcitt hcnni afl reiðinnar. En hvaðsem mótsögnun- um í pistli hcnnar til lesenda líður þá var hann eins nálægt stefnuskrá (manifesto) og nokkur kvenrit- höfundur sem skrifaði fyrir álmennan áheyrenda- eða lesendahóp hafði komist. „Gæti aldrei framar sýnt andlit mitt...“ Róttækni hinnar bókmenntalcgu afstöðu sem Aphra tók og áhættan sem henni fylgdi verðurckki skilin nema í samhengi við það scm aðrar konur skrifuðu, hvcrnig þæ.r litu á skriftir sínar í tengslum við heiminn, og hvaða rhikilvægi þær vildu gcfa athöfninni sjálfri. Tvcir kvenrithöíund- ar af kynslóöinni á undan Aphra birtu bókmennta- verk sín undir cigin nafni og brutu þannig langa hcfð kvenlegs nafnlcysis. f>ær voru Katherinc Phil- ips, (1631-1664) og Margarct Cavcndish, her- togafrúin af Newcastlc (1624?-1664). Katherine Philips var í bókmenntaklúbbi ásamt skáldunum Jeremy Taylor og Henry Vaugh- an. Sir Edward Dering, ciginmanni Kathcrine og nokkrum konum sem notuðu dulnefni. Þau skrif- uðu hvert öðru hátleygan kveðskap um hciðurog dyggðir. Ljóð Kathcrine gengu manna á milli í handriti og höfðu getið sér góðan orðstír þegar hún byrjaði fyrir hvatningu jarlsins af Orrery, að þýða Pompey eftir Corneille. Þó flestum vina hennar væri kunnugt um að þetta var hcnnar verk var hún alvcg á móti því að leggja nafn sitt við útgefinn texta: hún skrifaði Sir Charlcs Cotterel, sent hún kallaði „Poliarchus": „Mig langar til að tilcinka hertogafrúnni hana (Pompey), cn þá vcrð ég að leggja nafn mitt við hana, sem éggæti aldrci hugsað mér... Ef nafn mitt birtist einu sinni á prenti held ég að ég gæti aldrci framar sýnt andlit mitt' Katherine kærði sig ckki um að hlanda sér í útgáfustarfið og trúði því Sir Cotterel fyrir því með aðeins einu skilyrði: „Eg samþykki hvaðeina sem þér finnst hæfa viðvíkjandi prentuninni," skrifaði hún skömmu síðar, „en treysti þér til þess, vegna gagnkvæmrar vináttu okkar, að leggja nafn mitt ekki við hana, nei, ekki svo mikið sem bendingu, er leitt gæti til þess að lesendúm rynni í grun hvaðan luin kemur." Nokkrum mánuðum scinna var gefin út í London bók mcö Ijóðum Katherine Philips, án vitneskju hennar ef marka má bréf sem hún skrifaðí Poliárchusi: „Það mein sem ' þessi prentari og útgefandi hefur unnið mér er meira en öll þau vandamál sem mig rekur ntinni til að hafa átt við að stríöa... sem aldrei á ævinni hef skrifað eina ltnuí þeim tilgangi að birta hana...stundum finnst mér Ijóðagerðin langt fyrir ofan getu mína og alls ekki hæfa því kyni scm ég tilheyri... hetðu mér borist aftur í hendur þessir flóttasneþlar væri ég fyrir löngu búin að varpa þeim á cldinn. Sannleikurinn er sá aðég hef alltaf haft ólæknandi tilhneigingu til að ríma cn hef einungis ætlað þann hégóma mér til skcmmtunar og hef því ekki barist eins mikið gegn henni og vitur kona hefði gert." „Hugir kvenna eru eins og búðir sem...“ Með góöum vilja var varla hægt að finna neitt hnevkslanlegt í hinum útgefnu ljóðum. Viðfangs- efni þeirra voru ákaflega siðleg og gerð þeirra svo vönduð að lesandinn veltir því fyrir sér hvort þau hafi ekki í rauninni verið skrifuð með útgáfu í huga. Kathcrine Philips hafði greinilega mlkla löngun til að skrifa og henni fannst fullkomlcga eðlilegt að karlkyns skáldin í þeim hópi sem hún tilheyrði birtu verk sín; en hvort sem henni tannst óhugsandi eða ekki að kona „auglýsti" sig á þennan hátt þá skrifaði hún bréf til allra vina sinna þar sem hún afsalaði sér ábyrgðinni á útgáfunni og bað þá um að segja fleirum frá því. Þannig kvartaði hún við Dorothy Osborne: „Ég get aldrei framar sýnt andlit mitt á mcðal heiðar- legs fólks, vegna þess að einhver skálkur hefur komist yfir Ijóðasafn eftir mig og farið með það til prentara scm ég frétti að sé rétt að fara að gefa það út og þetta hefur farið svo illa meö mig, bæði það aö heimska mín skuli aflijúpuð á svo ósnyrti- legan hátt og svo hitt að ég hcld að flestir muni halda að þetta sé gert með mínum vilja, að ég hef verið alveg miður mín síðan ég frctti þetta..." Katherine Philips gckk svo langt að halda fram að þessi atburður hefði lagt hana fárveika í rúmið. Henni tókst að lokunt að stöðva útgáfuna og neyddi prentarann til að biðjast afsökunar og auglýsa í Lundúnablaðinu Intellingencer 18da janúar 1664, þá ætlun sína að draga bókina til baka. Katherine lést sex mánuðum síðar af völdum bólusóttar. Ljóð hennar voru gefin út að henni látinni, en á titilsíðunni var birt bréf hennar þar sent hún vísar frá sér ábyrgð á útgáfunni og heldur því fram að ljóðagcrð „hæfi ekki kyni hcnnar". Síðan var henni haldiö frant sem fyrir- mynd kynsystra sinna, sönnun þess aö konur gætu verið „gáfaðar". Hún var oft kölluö hin „skírlíta Orinda",- og kvcnréttindafólk - sem hljóp yfir Aphra Behn - tilnefndi hana scm fyrirmynd allra kvenna. Margarct Cavendish, hertogafrú af Newcastle, var jafn annt um siðlegan orðstír sinn og í sjáfsævisögu sinni segist hún vera skírlíf bæði að cðlisfari og uppeldi auk þess sem hún hafi megnustu andúð á „óskírlífri hugsun". Hún virðist þó ekki hafa álitið útgáfu verka sinna flekka mannorð sitt og gekk meira að segja svo langt að fullyrða að hún skrifaði fyrir „frægðina" og „ódauðleikann". Um lcið minnti hún lcsendur sína hvað eftir annað á meuntunarskort sinn og hæfilcikaskort kynsystra sinna í ríki andans: „Hugir kvenna eru cins og búðir sem versla með smádóf," sagði hún við aðra konu, „í sumum þeirra fæst fallegt glingur en ekkert sérstaklega dýrmætt." „Þótt ég svæfi ekki í hálfan mánuð...“ Ung stúlka, sem greinilega hefur sótt í sig vcðrið þegar hún sá aðra konu birta verk sín, skrifaði hertogafrúnni og fékk til baka þetta svar: „Frú, þú sagðir í bréfi þínu að ég hafi gefið kynsystrum okkar sjálfstraust og kjark til að skrifa, og til þess að birta það sem þær skrifa á prenti; en leyfðu mér auðmjúklega að segja þér að það eru engin meðmæli með mér að ég skuli gefa þeim sjálfstraust og kjark ef ég get ekki gefið þeim gáfur." Margaret Cavendish var gift hinum valdamikla og auðuga hertoga af Newcastle. Hann var mörgum árum eldri en hún.þau bjuggu ígeysistóru og eyðilegu sveitasetri og áttu engin börn. Til þcss að hún hcfði eitthvaö viö að vera hvatti hann hana til þess scm hún kallar „mína skaðlausu dægradvöl að skrifa", og eflaust einnig til þess að halda henni frá öðrum karlmönnum. Hann greiddi prenturum fyrir að gefa út verk hennar og vemdaði hana með því að skrifa inngang að nær öllum bókunum. .4 eftir inngangi hans fylgdi síðan bréf frá henni þar sem hún þakkaði honum fyrir það að hann skyldi leyfa sér að birta verk sín-en það vargreiði, benti hún á, sem fáir eiginmen'n gerðu konum sínuni. Hún gætti þcss ævinlcga vandlega að undirstrika lægri stöðu sína og skrifaði um mann sinn: „Hann skapar sjálfan sig með pennanum, skrifar það sem snilld hans segir honum, en ég eyði tíma mínum frernur vjð að krota en skrifa, mcö oröuni fremur en snilld... ég er svo langt frá því að álíta sjálfa mig færa um að kenna að ég óttast að ég hafi ekki hæfileika til að læra. en samt verð ég að segja heiminunt að aldrci hefur neinn haft betri kennara en ég, því ef ég hefði ekki gifst manninum mínum hefði ég áreiðanlega aldrei skrifað með það fyrir augum að birta verk mín." Þrátt fyrir hógværð hertogafrúarinnar hvað hæfileikana varðar hneykslaði löngun hennar til að kveða sér hljóðs í bókmenntaheiminum sant- tímamenn hennar. Dirfska hennar var álitin nálgast vitfirringu: þegar fyrsta Ijóðabók hennar var gefin út árið 1653, skrifaði Dorothy Osborne unnusta sínunt og bað hann að senda sér eintak og sagði 'síðan: „Vesalings konan er vissulega dálítið rugluð, annars myndi hún aldrei haga sér svo fáránlega að skrifa bók og það í bundnu máli. Þótt ég svæfi ekki í hálfan mánuð mundi mér aldrci verða svo á í messunni." Dorothy Osborne var ung kona meðgreinilega ■ Francis Bacon (1561-1626) frumkvöðull reynsluhyggju í heimspeki, en hún var ríkjandi í heimspeki endurreisnartímans. hæfileika og hvöt til að skrifa - um sjö ára skeið streymdu bréfin frá henni til kærastans listilega skrifuð með lýsingum á umhverfi hennar í sveitinni, á því sem hún las og því slúðri sem henni tókst að krækja sér í úti í sínu einangraða horni. Samt sem áður þótti henni það svívirðilegt að kona skyldi skrifa fyrir almenning: „Þú þarft ekki að senda mér bók hertogafrúarinnar því að ég er búin að sjá liana og ég er þcss fullviss að það eru ntargir heilbrigðari einstaklingar áI/Kleppi', að vinir hennar skuli ekkj hafa hindrað útgáfuna..." Þurfti ekki að gæta heiðurs neins annars en sjálfrar sín Almenningsálitið var samhljóða Dorothy Os- borne, Margaret Cavendish var fordæmd fyrir gönuhlaup sitt: eftir að hún gaf út bókina var hún kölluö „Magga málóða", og hún lokaði sig af á sveitasetrinu og tók einungis á móti þeirn gestum sem samþykktu gerðir hennar og hrósuðu henni, oft í eiginhagsmunaskyni. Eiginmaður hennar hélt áfram að gefa út ljóð hennar og heimspekileg verk.enleikrit hennar.sem öll voru ætluð leikhús- inu, komust ekki á svið. Skelfing Katherine Philips yfir því að nafn hennar tengdist útgefnu bókmenntaverki og hin ofstækisfullu viðbrögð sem mættu hertogafrúnni af Newcastle þegar hún gaf út verk sm, sýna Ijóslega þá andstöðu sem mætti kvenrithöfundum þcssa tíma. Katherine naut stuðnings vina sinna; hertogafrúin af Newcastle naut forréttindaauðæfa sinna; og báðar nutu samþykkis og hvatningar elskulegra eiginmanna. Aphra Behn naut einskis af þcssu tæi: Hún var ein og varð að sjá fyrir sér. En ef til vill frelsaði nauðsvnin hana þrátt fyrir allt. Hún hafði engan til að vernda sig og halla sér að en hún þurfti heldur ekki að gæta heiðurs neins annars en sjálfrar sín. Það sem fyrst og fremst stóð í vegi fyrir því að konur skrifuðu og birtu verk sín á sautjándu öldinni og áður. var í fyrsta lagi sú skoðun að ríki andans tilheyrði karlmönnunum og í öðru lagi ótti kvenna við að misbjóða kvenlegri „hæversku". Hið fyrra er svosem nógu skýrt en hið síðarnefnda er óljósara. Upptök þess er að finna í flóknu samspili táknrænnar og áþreifanlegrar túlkunar á því hvar konur skyldu staðsettar í tilverunni. Aðgreining reynslusviða karla og kvenna skildu „heiminnfrá „heimilinu", hið opinbera frá einka- lífinu; konum var neitað um aðgang að hinu fyrrnefnda og bundnar því síðarnefnda samkvæmt „venju". Ef kona dirfðist að stíga út úr dyggðum prýddu sviði einkalífsins og út í hinn spillta heim öðlaðist athöfn hennar kynfcrðislega merkingu. Að birta verk sín var að „opinbera" sig: afhjúpa sig fyrir „heiminum". Konur sem gerðu það ógnuðu kvenlegri hæversku bæði með því að stíga út fyrir þann ramma sem þeim var ætlaður í tilverunni og einnig með því að veita ókunnum augum aðgang að því sem átti að vera falið og nafnlaust. „Ekkert gæti komið mér til þess að birta nafn mitt opinberlega“ Hamslaus ótti Katherinc Philips við að verða „afhjúpuð" heiminum með útgáfu ljóða sinna verður skiljanlegri þegar hann er séður í þessu ljósi. Ósk Dorothy Osborne að verða ósýnileg til þess að geta þannig varið mannorð sitt, tjáir reynslu sem eflaust.hefur verið óteljandi konum nægileg ástæða til að halda nafni sínu leyndu. Þannig skrifar óþekkt kona í formála að bók sinni sem gefin var út 1696: „ekkert gæti komið mér til þess að birta nafn mitt opinberlega... mannorð okkar kynsystranna er svo viðkvæmt... veldur því að ég er mjög varkár og afhjúpa nafn mitt ekki slíkum eiturgufum." Anna von Schurman biður Johannes Beverovicious í bréfi sem er endurprent- að í bók hennar Thc Learned Maid or Whether a Maid may be a Scholar? um að tileinka sér ekki bók sem hann var um það bil að gefa út, vegna þess að það gæti spillt mannorði hennar: „Ég bið þig innilega, já vegna órjúfanlegrar vináttu okkar. að tileinka mér ekki bókina," skrifar hún, „því að Jtú veist hve illum augum flestir karlmenn líta það sem fremur ætti að vera okkur til lofs." Hún óttaðist sem sagt að illar tungur myndu kalla hana ástkonu hans. Á titilsfðu hinnar lærðu ritsmíðar sinnar segir Anna von Schurman að hún sé skrifuð af „jómfrú". Þannig hafa jafnvel þær konur sem voru nógu sterkar og nógu menntaðar til að ráðast gegn einkarétti karla á sviði þekkingarirmar fundið sig knúnar til að standa vörð um siðgæði sitt, hæversku og háttprýði sem voru svo mikilvæg- ir eiginleikar á „kvenlega sviðinu". Þessi þvingun myndaði klofning í hugurn þeirra kvenna sem höfðu bókmenntalegan metnað, sem neyddi sumar þeirra til nafnleyndar, aðrar til þess að bera af sér ábyrgð á birtingu verka sinna og enn aðrar neyddust til þess að vera sífellt að biðjast auðmjúklega afsökunar á sjálfum sér. Og það er einmitt þessi hefð ósýnileikans sem gerir kröfu Aphra Behn til jafnréttis og viðurkenningar á bókmenntasviðinu svo sláandi. Ef til vill hefði Aphra Behn hvorki haft kjark né þrek til þes að berjast á þessum vígstöðvum hefði andrúmsloft endurreisnartímabilsins ekki verið svo hagstætt sem /aun var á. Það var almennt viðurkennt, að á sjöunda áratug aldar- innar hafi orðið það sem kalla mætti „kynferðislega byltingu". Þegar Karl annar komst aftur til valda var siðfræði púritananna hafnað. Þörf hans til þess að greina sig á allan liátt frá fyrirrennurum sínum - auk tilhneiginga hans sjálfs - varð til þess að menn aðhylltust lauslæti, léttúð og hvers konar óhóf og öfgar sem félagsleg norm á næstum því jafn kreddukenndan hátt og púritanarnir höfðu áður boðað sínar ströngu siðgæðisreglur. Fram- hjáhöld voru hluti af daglegu lífi „séntilmanns- ins", jafn mikilvæg félagslegri stöðu hans og frönskukunnátta, hárkolla og sverð. Kóngurinn gaf tóninn með því að halda við fjölda kvenna, stofna til skyndikynna við fjölmargar konur og sæma konur sínar og óskilgetin börn nafnbótum, fasteignum og auði. Hin „nýja" lauslætisstefna lét í fyrstu einkum að sér kveða í efri lögum samfélagsins í London - í hirðinni og á meðal aðalsiris, í leikhúsinu, á kaffihúsunum og þar eð þessir hópar voru mest áberandi og áhrifaríkustu hópar samfélagsins virtust þeir einnig stjórna öðrum þrcpum santfélagsins. Ekki lengur í tísku að vera „góð“ stelpa Þær breytingar sem urðu á kynferðislegu sið- gæði voru mjög áberandi í félagslegu umhverfi Aphra Bchn - á meðal hirðmanna. menningar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.