Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 wmm 17 vita, skálda, leikhúsgesta, leikara og leikkvenna. Persóna í leikriti hennar The Amorous Prince (1671) segir að„ í þessari borg er ekkert stundað nema saurlífi" - orðaleikur sem bæði náði yfir kynferðislegu merkinguna og merkti einnig, á slangurmáli þeirra tíma, að fólk gerði ekkert annað en að eyða tíma sínum, orðum og at- höfnum, til einskis. Hún vísar oft til tísku lauslætisstefnunnar og hinnar nýju tegundar flagara, sem tæla konur hvar og hvenær sem þeim þóknast. Á einum stað les hetjan harkalega yfir konu sem hann er að reyna að draga með sér í rúmið, með því að segja henni að þær áhyggjur sem hún hafi aforðstírsínum séu komnar úr tísku: „Fussusvei Lára", segir hann, „þúsem ert alin upp hjá hirðinni og ert samt svo ókurteis að vilja ekki skemmta karlmanni í einrúmi! Svona uppgerðar feimni er ekki a-la-mode...“ Annarri hikandi ungri stúlku í ljóði eftir Aphra er sagt að það sé ekki lengur í tísku að vera „góð" stelpa. Menningarvitarnir höfðu dæmt kvenlegt skírlífi til dauða og höfnuðu öllum hefðbundnum hömlum, en áhrif hefðbundins siðgæðis voru þó ekki langt undan. Siðleysinginn beitti öllum ráðum til þess að fá konu upp í rúm með sér en þegar hún var þangað komin fyrirleit hann hana. Konur gátu ekki látið í Ijós löngun sína, þær sem gerðu það gátu verið vissar urri það að þeim yrði hafnað: „Ást mína deyfði og missti skjótt,/ stúlkan sem gafst mér á vald of fljótt", skrifaði Wycherley, Ef kona vildi vera eftirsóknarverð þá varð hún að vera fjarlæg. The Forsaken Mistress sem talar í samnefndu Ijóði Etheredges hefur skilið of seint þá kynferðislegu pólitík sem bjó að baki fagurgala elskhugans: „Segðu mér Strepthon huga þinn/“, biður hún elskhuga sinn, „hvers vegna flýrðu faðminn minn?/hefur ást mín þinni eytt?/ segðu mér, er ekki eftir neitt?" Hvort sem það var af hræðslu eða ekki þá flúðu menningarvit- arnir venjulega af hólmi ef þeir mættu kvenlegum viðbrögðum. Ismena, ung kona í öðru leikriti Aphra Behn segir við dæmigerðan endurreisr.ar- saurlífissegg: . þú ert bara ánægður með það sem þú hefur ekki, eins og flestir strákar af þínu tæi; og elskar konu af mikilli ástríðu þar til þu verður þess var að hún elskar þig líka, og þá hatarðu hana.“ Tvöfalt siðgæði Þrátt fyrir það kynfcrðislega frelsi sem kvenna- menn endurreisnartímans aðhylltust héldu þeir á borði fast við þær hefðbundnu hugmyndir um siðgæði kvenna sem þeir höfnuðu hástöfum í orði. Þetta tvöfalda siðgæði gerði konum mjög erfitt fyrir og Aphra Behn fjallaði víða í verkum sínum um það. Á einum stað spyr hún hvers vegna konur leggi á sig ómælt erfiði til að öðlast þá skammvinnu sælu sem ástir karlmanna eru. En hvað sem hugmyndafræði siðleysingjanna leið þá breytti hún engu um mótsagnakennda stöðu konunnar. Konur af kynslóð Aphra Behn voru aldar upp við strangar siðareglur sem höfðu mikil áhrif á þær hvort sem þær kusu að lúta þeim eða ekki. Óteljandi athugasemdir í bréfum. Ijóðum og leikritum benda til þess að sjaldgæft hafi verið að konur afneituðu algjörlega hinunt kvenlegu dyggðum, a.m.k. á yfirborðinu. Tilvísun Wycher- leys í formála að einu leikrita hans til þeirrar „siðferðilegu grímu sem allar konur bera opinber- lega fyrir andliti sínu" er dæmigerð um þetta. Sú sjálfsmynd var konum svo rótgróin að jafnvel alræmdar konur reyndu að halda siðgæðisgrím- unni. Ef þær viðurkenndu kynferði sitt og voru ánægðar með það þá misbuðu þær því sem þeim hafði verið kennt að væri gundvallarþáttur kvenleikans: dyggðinni. Ef þær á hinn bóginn héldu fast í heiður sinn þá fórnuðu þær lönguninni. Vegna þess hversu fáar sautjándu aldar konur ræddu slík mál í persónulegum bréfaskiptum sínum er erfitt að fullyrða um sjónarmið þeirra. En þær fáu heimildir sem til eru staðfesta að þessi innri árekstur hafi verið þeim erfiður viðureignar. Aphra Behn skrifaði (í einu af sínum síðustu verkum) um þann klofning á milli sálar og líkama sem uppeldi samtímakvenna hennar leiddi óhjá- kvæntilega til. „... heiður okkar kynsystranna krefst þess að við neitum elskhugum okkar um þær gjafir sem við þráum mest að gefa þeim, við erum svo mótsagnarkenndar að það er engu líkara en guðdómurinn sem skapaði okkúr hafi ekki verið sáttur við hönnun sína: því hann sáðí jafn miklu ósamræmi í hugi okkar og samræmið er í andlitinu. Við erum eins og skýjabakkar sem eldingunni slær niður úr annarri áttinni en þrurn- unni úr hinni. Orð okkar og hugsanir geta aldrel hljómað saman." Aphra skrifaði ljóð og leikrit sem fjölluðu um kynlífið á opinskáan hátt rétt eins og starfsfélagar hennar Rochester Wycherley 0g Etheredge. Hún áleit njónabandið kúgandi stofnun og aðhylltist ímynd kynferðislegs frelsis eins og þeir. En þar skildi með þcim. Hugmyndir Aphra um það hvernig samskiptum kynjanna ætti að vera háttað voru gjörólíkar hugmyndum karlkyns vina hennar og starfsfélaga.Hún ein varði sjónarmið kvenna í verkum sínum; en grundvallarmunuririn á Aphra og menningarvitunum var ekki einungis mismun- andi sjónarhóll eða valdaafstaða (karlar/konur) hcldur grundvallaðist hann á því hvaða augum hún leit ástina sem slíka. Kynferðispólitík endur- reisnartímans dró ástina niður á markaðstorgið Aphra fyrirleit „ástarleik" endurreisnartímans og þráði einlægni. Hún hafði orð fyrir að vera heiðarleg og einlæg og ætlaðist til þess sama af karlmönnum. 1 Ijóði sem hún skrifaði til manns sem hún var ástfangin af lýsir hún fyrirlitningu sinni á kynferðispólitík endurreisnartímans sem dregið hafi ástina niður á markaðstorgið. niður í forað verslunarog viðskipta. (Því miðurgefst ekki tími til að þýða Ijóð hennar hcr). Samkvæmt Aphra hafði elskhugi hennar krafist hærra gjalds t'yrir hjarta sitt en hún áleit réttmætt. Skilyrðihans voru þau að hún skyldi vera honum trú en hann skyldi aftur á móti vera frjáls að því að elska aðrar konur. Hún átti að gefast honum algjörlega en hann ætlaði að raða henni inn í pússluspil ástarævintýra sinna. „Þú verður óréttlátari með hverri stundu.../... neitar mér um frelsi mitt", mótmælir hún. Sjálf kærir hún sig ekki um það lauslæti sem hann telur forréttindi sín en hún vill heldur ekki láta neita sér um jafna möguleika. Frjáls ást krefst jafnréttis. Hagnýtingarsjónarmið höfðu að áliti Aphra neytt kynin út í hringekju eiginhagsmunasemi: karlar notuðu konur sent voru neyddar til að nota karla. Hið tvöfalda siögæði sem lagt var á konur ýtti þeim út í niðurlægjandi hræsni og svik: „Þær óheppilegu takmarkanir sem kyni okkarcru settar gera okkur allar slægar," segir^ein kvenpersóna hennar. Aphra sakaði samfélagslegar venjur um ástandið. en Ijóst er af mörgum staðhæfingum hennar bæði í bókmenntalegum textum hennar scm og öðrum textum hennar að hún áleit karlmenn að miklu leyti ábyrga fyrir því - þrátt fyrir allt orðagjálfur þeirra. I svari sent hún skrifaði elskhuga sem hafði sent Itenni „nokkur kvæði um umræðuna urn ástareldinn" efast hún um einlægni þeirrar ástar er hann játar með vörunum, fyrst hann geti hnotið um vísbending- arnar um Iöngun hennar og ástríður. Hann hafði augljóslcga frætt hana um það að það væri eðli mannsins að sleppa ímyndunarafli sínu og duttl- ungum lausum og að konur ættu engan rétt á því að mótmæla. Svar hcnnar felur í sér að hann sé einungis að nota aðrar konur til að komast hjá-því að tengjast henni of riáið. Sá „ástareldur" sem hann býður henni er aðeins fölnuð eftirlíking hins raunverulega að hennar áliti. Aphra álcit kynferðislega löngun cðlilegan þátt ástarinnar, cn ef hún væri skilin frá tilfinningunum yrði hún að óendanlegri endurtekningu. Kynferð- islegt frelsi, án ástar, var að hennar áliti allsekkert frelsi. Þá ímynd. frjálsrar ástar sem Aphra setti fram gegn lauslæti meriningarvitanna bvggði hún á heimspekilegukerfisem grundvallaði mikinn hluta verka hennar: félagslegar siðvenjur (eða sam- komulag um lclagslegar reglur) höfðu svipt cðlis- hvatirnar eðli sínu. Siðfræði hennar skilgreindi það sem gerðist eðlilega sem hið rétta. Samfélag- ið og siðfræði þess, scm byggð vará fölskum forsendum báru ábyrgð á þeirri spillingu er samskipti kynjanna mörkuðust af. Og hún var viss um hvort kynjanna var ábyrgt fyrir hinum fölsku forsendum og siðvenjum/reglum. „Hvað er nú það?“ Leikrit Aphra, The Amorous Prince markast mjög af þessari heimspeki hennar. Aðalpersónan er ung kona, Chloris, sem er uppalin upp í sveit, utan við samfélagið og í algjöru sakleysi. Prinsinn Frederlck tælir hana til fylgilags og lofar að giftast henni en yfirgefur hana síðan undir því yfirskyni að aðkallandi ntálefni við hirðina krefjist nærveru hans. Chloris er svo barnaleg (eðlileg) að henni dettur ckki einu sinni í hug að hún kunni að hafa gert eitthvað rangt. Þegar vinkona hennar spyr hana hvort hún hafi gefið frá sér „meydóminn", svarar hún: „Hvað er nú það?" „Það er dálítið sem ungir spjátrungar eru alveg óðir í", segir hin veraldarvana Lucia henni „og þegar þeir hafa fengið það er sagt að þeir kæri sig ekki hætis hót uni gefandann lengur." Það kemur fljótt í ljós.að prinsinn er dæmigerður endurreisnargæi sem notaði Chloris blygðunarlaust og stefnir nú á vit annarra kvenna. Að auki lítur hann niður á Chloris vegna þess að hún á hvorki nafnbót né auð til að kaupa fyrir hjónaband. Hann iðrast þó hjartalausrar hegðunarsinnar þegarhonumberast þær röngu upplýsingar að Chloris hafi framið sjálfsntorð. Þegar hann heldur að hún sé dáin biossar ástin upp i brjósti hans. Leikritið endar síðan á því að bróðir hennar telur prinsinn á að giftast henni. Það scm Aphra hyggst sýna fram á í þessu lcikriti er það að dyggð kvenhetjunnar sé mun æðri en elskhugans. sem einungis miðar athafnir sínar við ríkjandi siðvenj- ur. Algengt viöfangseíni í öllunt verkum Aphra Behn er það hvernig fjárhagslegar vangaveltur vanvirða samskipti kynjanna. Auk þess sem Aphra Belin varfyrsta konan scrri hafði atvinnu af því að skrifa á cnska tungu var hún einnig fyrsta konan sent ræddi opinskátt um kynferðismál á prenti. Nafn hcnnar var eitur í beinum þeirrar kynslóöar sem á cftir henni kom vegna baráttu hcnnar gegn hinu tvöfalda siðgæöi og fyrir kynferðislegu frelsi kvenna. Næstu hundr- að árin ríktu þær rcglur aö það sern þótti ósæmilegt skyldi ekki lesiö, og tcllu verk hennar þá út af bókamarkaðinum. Það var ekki fyrr en í byrjun tuttugustu aldar að forvitinn lesandi.sem rekist hafði á nafn hennar, og langaði til að lcsa eitthvað eftir hana, gat átt von á því að komast í tæri við verk hennar. Árið 1905 bjrti Ernest Baker nokkrar af sögum Aphra Beltn í safnriti setn nefndist „Hálf gleymdar bækur". Svo sem nærri má gcta voru flcst verkin í því safnriti cftir konur. í formála sínutn að sögum Aphra Behn útskýrði Baker það að þar eö slaknandi siögæðiskröfur síöustu ára heföu í för ntcð sér að verk höfundar- ins „þættu ekki eins ósæmileg og áður" væri nú óhætt að endurprcnta þau án þess að valda miklu hneyksli. Mikiö erum við heppin að hafa hana aftur á mcðal okkar. Þýtt og endursagt.-sbj. ÍYCHF Mikil gæði á ótrúlegu verði Já þú færö mikið fyrir krónuna þegar þú kaupir SONY CHF kassettur. viö fullyröum aö gæöin eru langt fyrir ofan hiö hagstæöa verö: JAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 - SlMI 27133 REYKJAVÍK: Japis, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Grammið, Stuð, SS - Hlemmi, Hagkaup, Gallerý. KÓPAVOGUR: Tónborg. HAFNARFJÖRÐUR: Kaupfélagið, Músík og Sport. KEFLAVÍK: Studeo. AKUREYRI: Kaupangur.Tónabúðin. VESTMANNAEYJAR: Músíkog Myndir. NESKAUPSTAÐUR: Bókaverslun Höskuldar Stefánssonar. HÚSAVlK: Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar. REYÐARFJÖRÐUR: Kaupfélagið. SEYÐISFJÖRÐUR: Kaupfélagiö. ÍSAFJÖRÐUR: Eplið. BOLUNGARVÍK: Einar Guðfinnsson. AKRANES: Studeoval, Bókaverslun Andrésar Níelssonar. SAUÐÁRKRÓKUR: Radio og Sjónvarps- þjónustan. HELLA: Mosfell. VOPNAFJÖRÐUR: Bókaverslun Steingríms Sæmundssonar. SELFOSS: Radio og Sjónvarpsþjónustan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.