Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 2
2 , . SUNNUDAGUR17. JÚLJ1983 faralds fæti ■ Prag, höfuðborg Tckkóslóvakíu er einstaklega falleg borg, og gamli borg- arhlutinn þó alveg sérstaklega. Þar iðar allt af lífi og gleði á fögrum sumardegi, eins og ég fékk að reyna nú fyrir skömmu, enda komst ég að þeirri niður- stöðu, á mínum örstutta stans sem ég gerði þar, áður en ég hélt austur til Norður-Kóreu, að það væri ekki að ástæðulausu sem Prag hefur svo oft verið nefnd París þeirra Tékka. í fylgd nor- rænna starfsfélaga, sem þekkja Prag mætavel ráfaði ég um gamla borgarhlut- ann dagpart að sjálfsögðu með viðeig- andi áningum á vinalegum bjórknæpum, þar sem til skiptis var drukkinn hinn víðkunni „Svarti-bjór" þeirra Tékka, eða hinn ekki síður kunni Pilsner þeirra. í 30 stiga hita runnu báðar tegundir jafnljúft niður. Eftir þessa skyndiyfirreið um aðeins lítinn hluta gamla borgarhlutans, get ég alls ekki sagt að ég þekki Prag mun betur en ég gerði áður, en þá þekkti ég hana ekki neitt. Hins vegar get ég með góðri samvisku sagt, að eftir þessa örstuttu viðkynningu mína af borginni, langar mig virkilega til þess að kynnast henni vel, og hef reyndar einsett mér að það muni ég síðar gera. Það sem fyrst vakti athygli mína, var hversu elskulegir í viðmóti Tékkarnir virka. Það er sama hvar þú ert - úti á götu, í sporvagni, í neðanjarðarlest, á hóteli og spyrð þá til vegar. Allir eru þess alviljugir að greiða úr spurningum þínum, og þegar þú spyrð hvar þessi eða hin fræga kráin liggur, þá brosa þeir í kampinn en segja þér síðan svo nákvæm- lega til vegar, að hægt er að nota leiðbeiningar þeirra sem þær væru götu- kort. Sömu undirtektir færðu, ef þú vilt fá að vita hvar þessi eða hin sögufræga byggingin eða klaustrið liggur, en þá brosa þeir ekki svo mikið, heldur segja þér til vegar, stoltir á svip. Þótt maður sé með öllu ókunnugur í Prag, þá er mjög auðvelt að ferðast innan borgarirfnar, bæði er sporvagna- kerfi borgarinnar, svo og neðanjarðar- lestakerfi hennar aðgengilegt, ódýrt og vel skipulagt, þannig að það er ekki nokkrum vandkvæðum háð að notast við þau farartæki. Hins vegar virtist mér sém leigubílar væru heldur dýrir, enda varla þörf á að nota þá mikið, nema þá kannski yfir blánóttina, á meðan að lestir og sporvagnar ganga ekki, en það eru aðeins örfáir klukkutímar. Annað sem gerði það að verkum að ég myndi treysta mér til þess að ferðast á eigin vegum, hvort sem er í Prag eða Tékkóslóvakíu, er að það virðist vera mjög gott að gera sig skiljanlegan í landinu, án þess þó að maður kunni stakt orð í málum landsmanna. Það er varla nokkur maður sem við ræddum við, sem ekki annað hvort talaði ensku eða þýsku, þannig að það fór ekki mikið ■ Eins og ég segi frá í greininni var um 30 stiga hiti þennan dag í Prag, og fólk því ekki ýkja mikið klætt. Þessi litli angi vakti athygli mína í sporvagni í Prag, er við vorum á leið á milli hverfa. Faðir hans var með hann nákvæmlega svona, í þessum vagni, og engin ábreiða eða nokkuð, og ég spurði því hvað litla krílið væri eiginlega gamalt. Jú, hann var tveggja vikna gamall. Tímamyndir - Agnes ■ Af brúnni yfir Moldá er fallegt útsýni til fomra bygginga Prag. ■ Það þarf ekki mörg orð til þess að lýsa byggingarstilnum í gamla borgarhlutanum í Prag. Myndin talar fyrir sig sjálf. FagraPrag PansTekka Ráfað um gamla borgarhlutann einn eftirmiðdag og bergt á víðfrægum bjór þeirra Tékka fyrir tungumálavandamálum. Á leiðinni austur í lönd, dvöldum við á Parkhótel í Prag, sem er prýðisgott hótel - eitt hótelanna í Interhótelkeðj- unni. Matur og þjónusta á þessu hóteli er hvort tveggja til fyrirmyndar, og verðlagningin virðist mjög sanngjörn, eins og reyndar á öllum þeim stöðum sem við komum á. Því miður get ég lítið gert af því að nefna ákveðin nöfn á krám inn á hvern staðinn á fætur öðrum, sem allir hafa sinn sérstaka sjarma. Til upplýsingar þeim sem vilja eitt- hvað vita um verðlag matar og drykkjar þá get ég sagt að í fínni veitingasal Parkhótel snæddum við kvöldið fyrir brottför, og fengum okkur það glæstasta sem til var á glæsilegum matseðli, - ég fékk mér rjómasveppasúpu, tornadeo- steik, ís í líkjör, rauðvín og kaffi og koníak - sem sagt hrein og klár veisla. Herlegheitin lögðu sig á tæpa 10 dollara, sem samsvarar um 300 krónum, þannig að þac fer enginn á hausinn við að borða fínt í Tékkóslóvakíu og auðvitað er engum vandkvæðum háð að ná sér í ágætis máltíð fyrir eins og fjórðunginn af þessu verði. Nú, eins og lesendur glöggt sjá, er hér um mjög yfirborðslegt pár að ræða, þar sem ég reyni að gefa einhverja hugmynd um hvernig Prag kom mér fyrir sjónir á einum sumareftirmiðdegi, í þeirri von að þessi skyndimyndalýsing verði öðrum hvatning til þess að sækja þessa fögru borg heim. Þeir verða örugglega ekki sviknir af þeirri heimsókn sinni. ■ Skipst á skoðunum yfir nokkrum krúsum af Pilsner, á einkar vinalegri krá í gamla borgarhlutanum. Konan fyrir enda borðsins er þýskur ferðamaður sem átti vart orð til þess að dásama Tékkóslóvakíu, sem hún, ásamt manni sínum hafði ferðast um í 3 vikur. Aðrir á myndinni eru norrænir starfsfélagar. ■ Þegar komið er yfir brúna yfir Moldá er aðeins fimm mínútna gxngur í einn frægasta bjórkjallara Pragborgar, og þar rennur „Schwarz-Bier“ Svarti-Bjór í lítratali niður þurrar kverkar. og veitingahúsum, því mér láðist að skrifa þau hjá mér, og minnið nær ekki svo langt aftur að ég treysti mér til þess að stafsetja nöfnin rétt. Það held ég hins vegar að skipti ekki svo miklu máli, því þeir sem á annað borð heimsækja Prag, þeir sækja eflaust án undantekninga í gamla borgarhlutann og munu þá ramba

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.