Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 14
Island væri svo nærri sem Noregur ÍSLENDINGURINN JÓN ÓLAFSSON SEGIR FRÁ KYNNUM SÍNUM AF KRISTJÁNI 4. ■ Hvað skyldu íslendingar hafa hugsað um konung sinn, Kristján kóng 4.? Þær hugmynd- ir sem þeir gerðu sér um hann hafa eflaust verið heldur óljósar, því afar fáir þeirra sáu hann nokkru sinni og sjálfsagt hefur hann runnið saman við Guð almáttugan í hugar- heimi manna, eins og sjálfsagt þótti í þá daga. Best munu íslendingar hafa kynnst kónginum á þann hátt að þeir fengu víst refjalaust að borga sinn hluta af kostnaðinum af stríðum hans við þá „sænsku herjans skálka“, eins og sagt var. En einn var sá íslendingur sem lengi þénaði undir Kristjáni 4. bæði sem byssuskytta og liðsmaður á herskipum hans. Sá var Jón Ólafsson, Indíafari og hér tökum við upp þrjár stuttar sögur um kynni hans af konungi, sem Jón sá mörgum sinnum og hitti m.a. að máli um borð í herskipinu Patientia á leið til Noregs árið 1617: ■ Fallbyssur i gamla Týhúsinu, þar sem Jón Ólafsson gekk löngum um ganga. Nú er þar vopnasafn. Byssurnar munu flestar frá dögum Kristjáns 4. Hans frek elska til kvenna... „Einn morgun bar svo við nær menn tóku sinn morgunverð að einn af kóngs- ins hofjunkurum var sendur til að spyrj- ast fyrir um í skipinu hvort engir íslensk- ir væru innanborðs, hverjir, ef þar væru, skyldu án viðtafar með sér ganga fyrir kóng, því'hann svo bífaíaði. Honum var andsvarað að 2 af byssuskyttunum væru íslenskir, sem var Jón Halldórsson, ætt- aður úr Eyjafirði og Jón Ólafsson, sem var ég. Við gengum svo með honum upp á þiljur fyrir kóng og ríkisins aðmírál, Alberg Skiel. Kóngur bað mig bíða svo lengi sem hann við hinn eldri og stærri mann talað hefði. Hann spyr hann að ætt og nafni og með hverjum hann hefði út af landinu siglt og fyrir hverja orsök. Jón kvað enga vera utan alleina sína girnd, sem þar til hafi stórum langað. Kóngur kvað það ei vera mundr, heldur kvaðst hyggja að hans frek elska til kvenna því valdið hefði. Síðan kallar kóngur á mig og með sama hætti aðspyr mig að ætt og nafni og hvort ég hafi í skóla gengið, því ég sjái út til þess að ég hafi lærðra manna yfirlit og enn spurði hann mig að með hverjum ég héðan siglt hefði. Ég segi með Engelskum, því ég vogaði eigi þar um missegja. Kóngur spyr, hver nauðsyn mig hafi þar til dregið heldur en sigla með Dönskum. Ég kvað ei aðra en sjálfs míns vild þar til komið hafa. Hann spyr að minni reisu til Englands, þarveru og þaðanför og hvernig mér þar fallið hefði og margs fleira þar innanlands, um byggingar og vegarlengdir þar í milli borga, trúarbrögð og margs annars og upp á flest gaf ég kóngi svar og með- kenndi mig það allt satt segja og hafði gaman af þessu okkar samtali. Síðan minntist kóngur á Engelskra kaupskap hér við land og varð mér það til svara að hér kæmi oftlega á vor rekaís frá Grænlandi og burt tæki veiðarfæri manna og stæði menn þá eftir hjálpar- lausir. Kóngur kvaðst þetta fyrri heyrt hafa... Margt fleira var um þessa lands höndlan og háttarlag ríkra og fátækra talað, en ég ansaði fáu til. En svo var að merkja að kóngur væri margs vís orðinn hvernig hér til gengi og spurðist fyrir um falsaða vöru Danskra, hvort satt væri, sem þeir jafnan um knurruðu, þeir eð hér byggi, en þó kæmi héðan enginn með skjallega áklögun þar yfir, hvað honum mjög þótti, óskandi að ísland væri sér svo nálægt sem þá var Noregi... Og svo að þessu samtali í það sinn öllu enduðu lét kóngur kalla á sinn eigin víntappara, M. Christian Skammelsson og bífalaði honum eitt 12 marka vínstaup okkur að afhenda og að því meðteknu gafst okkur burtfararleyfi aftur þaðan.“ Kóngur skammtaði púðrið Nú skulum við heyra byssuskyttuna Jón Ólafsson segja frá tilburðum herkon- ungsins, þegar prófa skyldi 52 ný fall- stykki, sem nýlega voru komin úr deigl- unni og skyldu nú reynd í fyrsta sinn. ekki verður annað sagt en að löngum hefur kóngur verið sjálfum sér líkur: „Á þessum morgni var oss öllum K. M. byssuskyttum með prófossins hrópi strengilega tilsagt að vér skyldum koma upp á þá Gömlu Myntu, er svo nefnist, koma hver og einn undir hæsta lífsstraff, þar klukkan var 6 um morguninn, sem er miður morgun, er vér hér svo köllum, hvað og skeði að vér þar komum í nefndan tíma. Kóngur var þar fyrir og strax vorum vér munstraðir og með nafni sérhver upplesinn af Jurgin Hans- syni, týhússins munsturskrifara. Kóngur stóð sjálfur hjá skrifaranum að hugleiða ef nokkurn brysti. Rodgyderen, það er stykkjasteyparinn, hét Hartvig og var þýskur. Þessi, nær að kóngur upphóf að vega sjálfur í metum púðrið í einni skálinni, en lóðið í annarri, bað kónginn að vægja sér, fátækum svaramanni, með voginni að ætla ei svo mikið púður til hvers stykkis sem til jafns vægist við hvert lóð, er þeir kalla kugel, því hann meinti að stykkin mundu það ei þola. En hvert það stykki sem springur, nær það í fyrstu verður próberað, það hlýtur meistarinn aftur upp á sinn eigin kostnað að steypa og til þess verks heldur hann 5 sveina, hverjum hann stórum launar. Kóngur gaf sér fátt að hans umræðu, en kvað meir gilda líf manna en litlir fémunir og honum óhægara að borga en stykkið aftur ferðugt að gjöra. Hartvig bað oss alla með gráti með sér bæn að gjöra, svo vel lukkaðist, hvað Guð veitti, svo ei eitt stykki brast af 52, utan litill moli á eins munning og kvað kóngur jafn gott vera fyrir þess sakir og gaf meistarinn oss drykkjupeninga og varð fullur fagnaðar. Þau koparstykki kosta mikið gjald, sum 400, sum 800, sum 1200,1600 dali...“ Vinstra brjóst jómfrúarinnar Enn segir Jón Ólafsson frá raunum góðra manna í skiptum við kóng og aftur kemur deiglan við sögu. En nú segir frá því er Jón var settur aðstoðarmaður ítalsks listamanns, sem steypa átti styttu fyrir Kristján 4.: „Tveir meistarar úr Ítalía komu til kóngsins... Hinn annar hét Samúel. Við vorum af kónginum 8 útvaldir honum til liðs um einn næturtíma að gjöra hvað hann oss skikkaði. Hann hét oss drykkju- peningum ef sér vel lukkaðist. Þangað sem stykkin voru steypt hafði hann oss. Hann trakteraði oss vel með öl og mat um kvöldið. En leirhnyðju hafði hann með að fara. Hann lét oss tappa þeirri smámoldu í kring þessa leirhnyðju, er vant var að hafa umkring þá forma, er stykkin voru steypt í. Þetta leirform var að hæð vel sem ég og jafnhátt því var moldin.stöppuð. Þctta var vort verk um nóttina. Hann biður oss til bænar að leggjast mcð sér og biðja Guð um að hann vilji sér góða lukku til síns erfiðis gefa. Þetta gjörðum vér, þó með veik- legum hætti væri. En koparinn sem til formsins var ætlaður, var í deiglukatlin- um, sem var inn múraður um kvöldið fyrir miðjan aftan í látið að smeltast og undir eldur kveiktur og brann alla þá nótt út til miðs morguns. Um það leyti kom kóngur sjálfur ríðandi og spyr að hversu nær að komið væri. Meistarinn kvað innan skamms koparinn smeltan vera. Kóngur sté af hesti sínum og gekk inn í gothúsið og að deiglukatlinum, áhrærði með sínum staf við það smelta kopar og hélt til fullnægju smelt vera. Hann kvað litla stund biðleika yrði, fyrr en hlaupa skyldi. Kóngur hélt þar í móti og gekk til hanans sem við rennuna lá til formsins, snéri honum, lét koparinn út hlaupa í rennuna sem lá til formsins, gekk svo út, sté á hest og reið síðan ásettan veg til Fredrichsborgar, sem liggur 4 mílur frá Kaupinhafn. En nær meistarinn sá að sá tilvegni kopar rann ekki allur í formið, afsinnaðist hann stórum, gekk aftur og fram með stórri hugarangist, óskaði sér dauða, felldi á oss fjandskap og reiði og kenndi um vor bænræktarleysi. Þar féllu af oss allar virðingar, veitingar og drykkjupeningar. Að því nær liðinrú eykt rennur af honum þessi samviskuþungi nokkuð, svo hann skipar oss þessari mjúku mold burt frá forminu að moka, sú er var 3 ára gömul og síðan taka oss hamar hver í hönd að mola leirformið gjörvallt í sundur og að því skeðu birtist oss ein jómfrú á stóli með sitt sitt og krúsað útslegið hár. Til hennar vinstri handar var einn svanur með löngum hálsi og eitt sveinbarn honum ríðandi með útslegið hár. En þann kopar sem formið tók ci við og út var runninn til ónýtis á moldina, vantaði vinstra brjóst jómfrúarinnar og svein- barnsins og hlaut svo að nýju annað form að gjöra með stóru ómarki hvar til hann hélt 3 sveina fyrir stóra umbun og bataði sig upp aftur hvað honum vel tókst og upp bar ýkja gjald hjá kóngi og þetta handverk þótti hin mesta gersemi vera, bæði kóngi og innanlands og utan herrum og höfðingjum er það litu og stendur nú þennan dag upp á Fridrichs- borg. Og lyktar svo þar framar um að tala.“ Kristján sjóli stóð látin fara, því nú hafði sá gamli komið auga á girnilegri veiði. Sú var vart 17 ára aðalsmær, Kirsten Munk að nafni og sendi hann móður hennar bónorðsbréf í mars 1615. Móðir- in flýtti sér ekki að svara og mun hafa ráðið því sú ætlan hennar að hafa sem mest upp úr krafsinu. Auðvitað kom jákvætt svar um síðir og á gamlaárskvöld gat kóngur skrifað í dagbókina: „Þann 31. desember kom jómfrú Kirsten Munk hér til þess að giftast mér.“ Engin kirkjuleg vígsla fór fram og því litu ýmsir hópar meðal hirðarinnar og aðalsins aðeins á ungfrú Munk sem ástmey kóngsins. En hann leit glögglega á hana sem eiginkonu sína og skrifar „mín elskulega kona“ er hann ávarpar hana í bréfum og undirritar þau: „Þinn kæri og trúi húsbóndi." Það mun hafa verið fegurð Kirsten Munk sem fyrst og fremst heillaði Krist- ján fjórða, auk þess sem hún var mjög lífsglöð, söng og dansaði og tók af fjöri þátt í ýmsum leikjum við hirðina. En andleg áhugamál hafði hún fá og hæfi- leikar hennar á því sviði munu ekki hafa verið miklir. Hún er talin hafa verið sjálfselsk og nautnafrek, skapofsamann- eskja mikil og erfið í umgengni við þá sem hún daglega átti saman við aðsælda. Hún nennti alls ekki að sinna móðurhlut- verkinu, eins og fyrri kona kóngsins hafði gert, og átti það jafnt við stjúpbörn hennar og þau tólf börn sem hún sjálf eignaðist á árunum 1618-1629, en af þeim komust átta á legg. En það má Kristján 4. eiga að hann var umhyggjusamur faðir og vitað er að hann pantaði sjálfur efni til fatagerðar handa börnunum, ákvað í hvaða röð þau skyldu sitja í vögnunum er hann flutti sig milli halla sinna og þar fram eftir götu- num. Hefði hann ekki fengið fregnir af þeim og líðan þeirra, spurði hann eftir þeim og var óþolinmóður að svör bærust. Fjórstrikaður kross í augum útlenskra sendiboða var lífið við dönsku hirðina fremur óheflað og á margan hátt óbrotnara en þeir höfðu búist við að finna hjá svo ríkum hilmi sem Kristjáni 4., en á fyrri ríkisstjórnar- árum hans var Danmörk eitt fremsta og voldugasta land Evrópu. Einkum þoldi hirð hans lítt samanburð við fágun og siðprýði þá sem tíðkaðist við hirðirnar í Fakklandi, Spáni og á ftalíu. Þó var hirð Kristjáns 4. á ýmsan hátt í fremstu röð, til dæmis hvað tónlist snerti, en hljóð- færaleikarar og söngvarar höfðu sig þar mikið í frammi. Annars skemmtu menn sér við tafl og spil og var þá jafnan veðjað um leikslok, því spilafíkn var mikil á þessum stað. Einkum voru þeir miklir spilafélagar, konungur og Eske Brok, ríkisráðsmaður. Eske Brok val iðinn dagbókarritari og hefur skýrt í bókunum frá mörgum skemmtilegum kvöldum með konungi. Hafði hann þann sið að merkja kross í dagbókina, færu kóngurinn og kumpán- ar hans á gott fyllirí og bætti hann striki á krossinn, væri gleðskapurinn í meira lagi skrautlegur. Þannig merkir Brok þrjú strik á krossinn, er þeir félagar höfðu verið gestir hjá biskupinum í Bergen að afloknu dómþingi þar í bæ og endurtók það sig er Kristján IV hafði boð mikið um borð í flaggskipi sínu „Victor" kvöldið á eftir. Þó kastaði tólfunum þegar þeir höfðu verið gestir ríkisstjórans í Noregi sem ekki að ástæðulausu var nefndur hinn „glaði." Gerði Brok þá þrjú strik á krossinn og bætti við á latínu „Libera nos Dom- ine...“ (Guð almáttugur hjálpi mér). Konunglegar „trakteringaH' Ekki jafnast krossar Brok þó á við frásögn aðalritarans í kansellíinu, Sivert Grubbe, sem hér á eftir lýsir glöðu kvöldi með konungi. Sivert segir: „Þann 4. maí var konungur hjá Enevold Kruse fjárhirslumeistara og við drukkum langt fram á nótt. Er við vorum komnir til Höjbro á leið til hallarinnar spurði konungur hvar híbýli mín væru og kvaðst vilja sjá þau. Einkum vildi hann vita hvort þar væri ekki fagrar meyjar fyrir að hitta. Ég ■ Ekki verður annað sagt en að það sópi að Danasjóla á þessari mynd. Brugðið sverð í hægri hendi, en byssan i þeirri vinstri, hjálmurinn með strútsfjörðinni og svartur f ákurinn, - allt í besta samræmi við þær hugmyndir sem síðari tíma menn hafa gert sér um Krístján 4. sagði að matmóðir mín væri kona gömul, en víst væru í húsinu fagrar þjónustu- meyjar. Þar að auki kvaðst ég eiga flösku af ensku víni, „Rose de Sol," sem ég hefði fengið um borð í ensku skipi daginn áður. „Þetta líkar mér vel,“ sagði konungur og ég sendi þjón minn heim á undan mér og lét opna hliðið og draga fram flöskuna. Þegar kóngur hafði smakkað á víninu sagði hann: „Þetta er gott vín, ekki eins og brennivín, en líklega eimað við sólarhita. Varla skaðar að bragða á þessu.“ Svo drakk hann mér til og ég drakk mínum kumpán til þannig gekk flaskan á milli okkar fjögurra sem þarna vorum. En er ég hafði drukkið um hríð varð ég svo ölvaður að ég lagðist á gólfið. Þegar Joakim Búlow sá það vildi hann styðja mig inn á herbergi mitt, en gat það ekki og ultum við báðir um sofandi. Þegar Börge Trolle sá hve áhrif drykkur- inn hafði tók hann flöskuna og hellti úr henni á gólfið. Nú sá konungur að ekki var meira eftir í flöskunni. Tók hann hana og braut alla gluggana í stofunni með henni. Er hann fór vildi hann heimsækja Christian Barnekow í næsta herbergi, en dyrnar voru læstar. Þá vildi hann skríða inn um gluggann, en féll þá á skeftið á sverði sínu og fékk sár á hægra auga. Daginn eftir ætlaði konung- ur til Krónborgar, en komst ekki nema til Vartov og var hann þar um nóttina. Við Joakim Búlow vorum mjög lasnir og neyddumst til að dvelja um hríð í Kaupmannahöfn og hlúði matmóðir mín að okkur með steiktri feiti og soðnu káli. Þegar ég hitti kóng tveimur dögum síðar sagði hann: „Þú trakteraðir mig bæri- lega, líttu á nýja augað sem ég hef fengið." Hét hann því að smakka aldrei aftur þennan enska drykk. Þegar kon- ungur kom heim til drottningar sinnar, sagði hún við svein minn sem viðstaddur var: „Hann Sivert þinn hefur trakterað herrann hérna heldur þokkalega." Ég bað hana síðar margfaldlega afsökunar og sagði að konungur hefði átt að fara og halla sér, líkt og við Joakim Búlow gerðum..." Munnsöfnuður konunga... Faðir Kristjáns 4., Friðrik 2., hafði átt í löngum og ströngum útistöðum við Svía (Sjö ára stríðið) og því fór fjarri að sonurinn hefði gleymt þeim væringum. Hann hafði látið mála sænsku kórónurn- ar þrjár á Bláturn á krýningardag sinn og það sagði sína sögu. Enn deildu Svíar og Danir um yfirráð yfir nyrstu héruðum Svíþjóðar og þegar árið 1599 sigldi Kristján 4. norður fyrir Noreg undir íshaf, til þess að lýsa yfir umráðum sínum þarna. Þá deildu Danir og Svíar um völd yfir svæðum við botn Eystrasalts og fleira kom til sem við endumst ekki að rekja hér. Reyndu nú báðir hvað af tók að afla sér sem traustastra banda- manna meðal Evrópuríkja og varð Kris- tjáni öllu betur ágengt en hinum gamla Svíakóngi, Karli 9. sem var sonur Gúst- afs Vasa. Árið 1611 var svo komið að Kristján vildi ólmur halda í stríð við Svía og fékk því ráðið, þrátt fyrir að danska ríkisráðið reyndi að telja hann af því. Hélt Kristján með 5-6000 manna lið yfir landamæri Svíþjóðar hinn 1. maí 1611 og sótti að virkinu í Kalmar, sem var helsta virki í Svíþjóð. Margt gekk Kristjáni í óhag í þessum ófriði, því bændur í Svíþjóð studdu innrásina lítið eða ekkert, eins og kóngur hafði vænst. Sextán ára gamall sonur Karls 9. Gustaf Adolf, sem síðar átti eftir að leika Kristján 4. hart, gerði honum þann grikk í þessu stríði að gera áhlaup á virkið Kristianopel, sem var hið voldugasta er Danir áttu í Bleking. Voru dátarnir í virkinu ölvaðir er þetta átti sér stað og höfðu því ekki haft rænu á að draga vindubrúna upp sem lá yfir virkissíkið. Fengu Danir að vonum mikla hneisu af þessu. Þeim tókst þó um síðir að vinna Kalmar, en misstu borgina aftur í hendur 20 þúsund manna her ■ Bitur og gamall konungur snýr vinstrí vanga að málaranum til þess að fela andlitslýtin. Hann gerðist fátalaður og uppstökkur og stundum var augnaráðið svo æðisgengið að menn þorðu varla nærrí honum að koma. ■ Þessi einkennilegi steinn sem Krístján 4. lét höggva til að setja niður í garðinum við Friðriksborgarhöll er einstætt minnismerki um brostnar ástarvonir. Kóngurinn lét setja steininn þarna daginn eftir að Kirsten Munk lokaði herbergjum sínum fyrir honum. Slglu Nútímamaðurinn mundi ekki eiga erf- itt með að koma auga á marga ágalla þessa kóngs, sem samtíðinni voru huldir, - því Kristján 4. var 17. aldar maður og þjóð hans 17. aldar þjóð. Þannig mætti segja að þær glæsilegu byggingar sem hann lét reisa séu minnismerki um hræðilegan þrældóm og ánauð hins danska bændalýðs. En þær bera líka vitni þeim fagurkera sem þrátt fyrir allt blundaði undir breiðri bringu konungs og hann átti sér að sögn margar gleði- stundir meðal fjólanna í hallargörðum sínum og hafði mætur á fagurri hljómlist. í stríðsmanninum bjó nefnilega nokkuð listamannseðli, - og það ekki svo lítið. Kvennamál Þau Kristján 4. og fyrsta kona hans, Anna Katrine af Magdeburg gengu í heilagt hjónaband í nóvember árið 1597 og í júní árið á eftir var hún krýnd drottning. Lítillátari drottningu hafa Danirvarla átt. Hún sinnti móðurhlutverkinu af mestu samviskusemi, en maður hennar gat við hcnni sex börn, áður en hún sofnaði burt úr hcimi árið 1612. Þá hafði konungur þegar tekið upp ástarsamband við eina af hirðmeyjum hennar, Kristínu nokkra Madsdóttur, dóttur borgarstjór- ans í Kaupmannahöfn. Eignaðist hún soninn Christian Ulrik Gyldenlöve 3. febrúar 1611, daginn eftir að sjálf drott- ningin ól sitt sjötta barn. Eftir dauða drottningar tók kóngur Kristínu í höllina til sín, en hún dó, litlu síðar. Sjálfselsk og nautnafrek Við brúðkaupsveislu eina árið 1613 kom kóngur auga á unga Kaupmanna- hafnarmey af borgaralegum ættum, Kar- en að nalni, dóttur skrifarans á Brimar- hólmi. Hún var að vísu trúlofuð prests- efni nokkru, en honum var ýtt til hliðar á þægilegan hátt með því að fá honum gott brauð í Köge og yngri systur Karcnar. Karen var nú með kóngi um hríö og fæddi honum tvær dætur, cn var „Við skyldur sínar óaðfinnanlega á morgn- ana. íþróttir og útilíf stóðu og ætíð huga hans nærri. bæði veiðiferðir, og ekki síst sjóferðir, en sem „sækonungurinn" er Kristján ekki síst í hávegum hafður meðal Dana. Ungur hafði hann lært siglingafræði og kunni vel skil á byggingu skipa og útbúnaði. Málamaður var hann bærilegur, þótt latínukunnáttu hans þætti ábótavant. Hann kunni vel þýsku og á dönsku gat hann tjáð sig með miklum ágætum og hefur þótt kunna konunga best í Dan- mörku að beita tungu feðranna. Er til marks um það mikill fjöldi bréfa sem varðveist hefur með hcndi hans. Þó var það á mannfundum sem per- sónuleiki konungs kom bcst í Ijós. Stórkarlaleg og lítt hefluö kímnigáfa hans naut sín vel er hann sat í glöðum hópi og þá leið honum best er athyglin beindist að honum einum, sem auðvitað var oftast raunin. Kom þar til hégóma- girnd hans og rík tjáningar- og útrásar- þörf. Sem áður segir birtist þetta líka í drykkjusiðum hans en ekki síður þegar kom að kvcnnamálum. Þargerðist hann tilþrifameiri en viðeigandi mætti sýnast fyrir þjóðhöfðingja í rammlúthersku landi, - en samtíð hans leið honum það samt. Hann stóð ofar lögunum. ... í svælu og reyk”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.