Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.07.1983, Blaðsíða 11
Mimhm ■ Krístján Vídalín við kotið sem hlaðið var að fyrirmynd Klappargerðis í Eiðaþinghá, en það er bæjardyr, baðstofa, hlóðareldhús og búr. I Klappargerði bjó forðum Túnis bóndi ásamt konu sinni og einu hrossi en bæjardyrnar voru einnig hesthús þeirra hjóna. ■ Hér er áætlað að setja upp verslun í gömlum stð, en húsið stóð áður á horni Laugavegs og Vitastígs. ■ Anna Jóhannsdóttir selur aðgöngumiða, bæklinga um safnið, póstkort og möppuna góðu að ógleymdu sælgæti og gosi. ur fjölskyidunnar gallerí í yngra húsinu þar til nú í vor.“ - Telurðu það rétta stefnu að flytja gömul hús á söfn í stað þess að gera þau upp og varðveita þar sem þau standa svo að fólk geti búið í þeim eða notað þau á annan hátt? „Tilgangurinn með því að flytja hús á safnið er sá að fræða fólk og gefa því tækifæri til að sjá hvernig svona hús er að innan og um leið að gera fólki grein fyrir mikilvægi þess að varðveita og nota þessi hús á sínum stöðum. Við höfum ekki eina stefnu heldur viljum við bæði varðveita húsin á sínum stað og nota þau eðlilega en við viljum einnig flytja sum hús. Það hefði verið mjög erfitt að varð- veita húsið á Suðurgötu 7 á sínum stað. Það er búið að þrengja mjög mikið að því og fara illa með það auk þess sem gatan hefur hækkað svo mikið að einnig hefði þurft að lyfta húsinu upp. Ef átt hefði að varðveita þetta hús á staðnum hefði þurft að gera svo miklar endurbætur að einstaklingur hefði tæp- ast staðið undir kostnaðinum. En þetta er mjög merkilegt hús og því hefur lítið verið breytt síðustu hundrað árin. Þetta er því gott hús í safnið. Nú er einnig unnið við húsið sem áður stóð á horni Laugavegs og Vitastígs, en það var sett á grunninn nú í vor. Það var steinsmiður sem byggði húsið á stein- kjallara árið 1901 en um 1920 var kjallarinn hækkaður og innréttuð í hon- um búð. Sigurður Jónsson var þar síðan með nýlenduvöruverslun fram undir 1950 en síðast var þar barnafataverslun. Við vonumst til að geta sett þarna upp verslun í gömlum stíl, en nú er þarna bráðabirgðainnrétting og nýr inngangur að safninu.“ í þessu gamla húsi sem margir muna eflaust eftir af Laugaveginum kaupir maður aðgöngumiðann og þar fást einnig möppur með fjórum teikningum af gömlum kortum og lýsingum af Reykja- vík. I Eimreiðarskemmunni er í sumar smásýning á gömlum Reykjavíkurupp- dráttum. Og þá er bara að drífa sig í Árbæjarstrætó því að í Árbæjarsafni er margt merkilegt að sjá og forvitnilegt að skyggnast inn í lífshætti forfeðra sinna og formæðra. -sbj. SÖLUSÝNING hjá Kaupfélaginu Þór Hellu um helgina og alla næstu viku Dl 07 i driffjöður framkvæmda KRONE rúllubindivél og heyhleðsluvagn NIEMEYER sláttuþyrla m/knosara HEUMA múgavél NIEMEYER stjörnu rakstrarvél Einnig sýnum við: jarðtætara áburðardreifara og sturtuvagn Vandaðar vélar borga sig best Kaupfélagið Þór Hellu Simi 22123. Pósthólf 1444. Trvggvagotu. Reykjavík. h

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.