Tíminn - 23.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.07.1983, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 ■ „Það er heilmikið af laxi hér fyrir framan og hann hefur undanfarna daga verið að flengjast fram og aftur - greini- lega að leita að staðnum þar sem hann á að ganga. Mér sýnist hann rólegri núna og það bendir til að hann hafi áttað sig á hvar hann á að fara inn - þótt enn sé enginn genginn,“ sagði Sveinbjöm Oddsson, starfsmaður hafbeitarstöðvar Fjárfestingafélagsins í Vogum á Vatns- leysuströnd, þegar Tíminn var þar á ferð í gær. Sveinbjörn taldi líklegt að ekki væri nógu mikill kraftur á vatnsdælum, sem dæla fersku vatni í sjóinn um skurð sem liggur frá lóninu, sem fiskurinn á að ganga upp í. Nú um helgina er ætlunin að útvega kraftmeiri dælur og kvaðst Sveinbjörn bjartsýnn á að þá myndi fiskurinn ganga. „Við dælum vatninu um ker með nokkrum Iaxaseiðum og við vonum að laxinn hérna fyrir framan renni á lykt- ina,“ sagði Sveinbjörn. Hann sagði ennfremur að sleppt hefði verið um 18.000 seiðum frá stöðinni í fyrra. Um skilaprósentu væri erfitt að spá, en þó myndu menn gera sig ánægða með 5% - þótt ekki væri útilokað að yfir 10% skiluðu sér. „Þetta er ótrúlega spennandi akkúrat núna. Hér fyrir fram- an horfum við á seiðin sem við slepptum í fyrra og eru nú orðin að 5-6 punda löxum. Næstu vikur skera úr um hvernig til tekst,“ sagði Sveinbjörn. ■ Sveinbjörn Oddsson, laxeldismaður, við lónið. Þegar laxinn hefur gengið inn er grindin sett fyrir og lóninu lokað. Tímamyndir Róbert .HEILMIKIÐ AF LAXI HÉR FYRIR FRAMAN” segir Sveinbjörn Oddsson, starfsmaður hafbeitar- stöðvarinnar íVogum Aðspurður um framtíðinasagði Svein- áhuginn í Vogum er mikill.“ björn: „Þetta er bara tilraun. Aðeins Tilraunirnar á Vatnsleysuströndinni dropi í hafið miðað við það sem koma fara fram á vcgum Fjárfestingafélagsins skal. Það hefur verið talað um að reisa og bandarísks fyrirtækis, sem er mjög hér stóra hafbeitarstöð, með allt að 30 stórt á þessu sviði. manns t' vinnu. Enda finnur maður að -Sjó. Nýr vígslubiskup vígd- ur á Skálholtshátídinni — 20 ÁR FRÁ VÍGSLU SKÁLHOLTSKIRKJ U « ■ Á Skálholtshátíð á morgun verður hinn nýi vígslubiskup í Skalholtsstifti, séra Olafur Skúlason dómprófastur, vigður. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, annast vígsluna en vígslu- vottar verða prófastamir sr. Sigmar Torfason á Skeggjastöðum í Bakkafirði, sr. Jón Einarsson á Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd, sr. Þórarinn Þór á Patreksfirði og sr. Jón Bjarman fangaprestur Reykjavík. Sr. Bjöm Jónsson á Akra- nesi lýsir vígslu, en Skálholtsprestur, sr. Guðmundur Óli Ólafsson og prófastur Arnesinga, sr. Sveinbjörn Svcinbjöms- son í Hmna þjóna fyrir altari ásamt biskupum. Að lokinni vígslu sr. Ólafs verða fimm menn með biskupsvígslu innan þjóð- kirkjunnar og munu hinir fjórir taka þátt í athöfninni, þeir dr. Sigurbjörn Einars- son, sr. Sigurður Guðmundsson á Grenj- aðarstað vígslubiskup í Hólastifti og dr. Sigurður Pálsson sem verið hefur vígslu- biskup í Skálholtsstifti og lætur nú af kirkjulegu embætti eftir hálfrar aldar þjónustu, auk biskups fslands. Er það fátítt í síðari tíma kirkjusögu. Skálholtskórinn undir stjórn Glúms Gylfasonar syngur við athöfnina m.a. nýja þýðingu dr. Sigurðar Pálssonar úr latínu á lofsöngnum Te Deum. Biskups- vígslan hefst kl. 13.30. Á Skálholtshátíð verður þess einnig minnst að Skálholtskirkja var vígð fyrir 20 árum. Arkítekt hennar er Hörður Bjamason húsameistari. Samkoma verður í kirkjunni síðdegis og mun dr. Sigurbjörn Einarsson biskup verða það aðalræðumaður. Mattías Jó- hannessen skáld mun flytja hátíðarljóð sitt sem hann flutti við vígslu kirkjunnar en hefur nú endurort. Frægur þýskur kór frá Nikolaikirkjunni í Hamborg mun flytja tvö kirkjuleg tónverk. Samkoman hefst kl. 16.30. 20 ár eru liðin frá vígslu Skálholts- kirkju um þessar mundir. Bygging henn- ar var fyrsta skrefið í endurreisn Skál- holtsstaðar en staðurinn var kominn í mikla niðurlægingu og bar þess lítil merki að þar hefði verið sá stóri staður kirkjusögunnar. Eftir heimsstyrjöldina síðari hófust nokkrir áhugamenn handa um eflingu staðarins og var Skálholtsfélagið stofnað 1948. Formaður þess var dr. Sigurbjörn Einarsson, þá dósent við Háskóiann. Félaginu tókst að vekja áhuga almenn- ings og stjórnvalda og brátt hófst upp- bygging Skálholtsstaðar. Hornsteinn Skálholtskirkju var lagður 24. júní 1956 og lagði hann Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands. Kirkjan var síðan vígð sunnudaginn 21. júlí 1963 af biskup íslands, herra Sigurbirni Einars- syni. Vígsluathöfnina sóttu um 6000 manns, og 8 biskupvígðir menn aðstoð- uðu við vígsluna. Það voru fyrrverandi biskup fslands, herra Ásmundur Guð- mundsson, vígslubiskupamir Bjarni Jónsson og Sigurður Stefánsson og einn biskup frá hverju hinna Norðurland- anna. Dr. Páll ísólfsson lék á nýtt pípuorgel kirkjunnar en dr. Róbert A. Ottósson söngmálastjóri stýrði söngsveit sem hlot- ið hafði nafnið „Skálholtskórinn." Að vígsluathöfninni lokinni flutti dr. Bjarni Benediktsson, dóms- og kirkju- málaráðherra, ræðu og afhenti Þjóð- kirkju ísiands, fyrir hönd ríkisstjórnar- innar, Skálholtsstað til eignar og um- ráða. I ávarpi sínu við vígsluathöfnina mæltist Bjarna Benediktssyni m.a. á þessa leið: „Vonandi verður gifturíkur árangur af þessu frumkvæði á tímum sívaxandi alþjóðlegs samstarfs, þegar meira liggur við en nokkru sinni fyrr, að bræðralags- hugsjónir kristindómsins verði öllum öflum ófriðar og gereyðingar yfirsterk- ari...“ Þjófnaður úr bifreid: Þrír piltar voru staðn- iraðverki ■ Lögreglan í Reykjavík stóð í fyrri- nótt 3 pilta að verki þar sem þeir voru að skrúfa elektróníska kveikju úr bil sem stóð við Höfðatún. Piltarnir, voru á aldrinum 18—22ja ára. Áður hafði verið stolið vélarhlutum úr þessum sama bíl, m.a. blöndungnum o.fl. Lögreglan handtók einnig tvo pilta við Flúðasel í fyrrinótt þar sem þeir voru að dæla bensíni af bíl sem þar stóð. Bifreið piltanna mun hafa orðið bensínlaus þama í nágrenninu og,þeir voru greinilega þeirrar skoðunar að í þannig tilfellum bryti nauð$yn lög! - GSH Léleg spretta í Þing- eyjarsýslu Suður-Þingeyjarsýsla: „Það er lítið að frétta - menn bt'ða hér yfirleitt eftir grassprettunni til þess að geta farið að slá,“ sagði Vigfús Jónsson bóndi á Laxamýri, spurður tíðinda úr sveitinni. Hann kvað sprettu hafa verið hæga það sem af er og ekki komna slægju á tún. Vorið hafi farið framhjá á þessum slóðum og tíðarfarið misjafnt það sem ,af er sumri. Kuldakast gekk yfir um síðustu helgi, en hlýindi undanfarna daga þó sólin hafi lítið látið sjá sig. „Ég hugsa nú samt að ef það kemur þurrkur þá fari nú einhverjir að slá, a.m.k. einhverja bletti,“ sagði Vigfús. - HEI „Útlaginn” sýndur með enskum texta ■ Kvikmyndin „Utlaginn" verður sýnd með enskum texta f Nýja bíói í sumar. Fyrsti sýningardagur er á mánudag og er fyrirhugað að myndin verði sýnd á einni sýningu daglega. Að sögn Jóns Hermannssonar fram- leiðanda mun þetta vera í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd er sýnd hérlend- is með enskum skýringartexta. Þessar sýningar eru eðlilega miðaðar við er- lenda ferðamenn en sjálfsagt munu íslendingar einnig nota sér þetta tæki- færi til að sjá myndina. Jón sagði aö eintakið sem sýnt verður sé annað tveggja sem var notað erlendis og sýnt á kvikmyndahátíðum. - GSH Bergþóra, Pálmi og Tryggvi: Með þriðju tónleika sfna í Norræna húsinu ■ Vegna fjölda áskorana hafa þau Bergþóra Ámadóttir, Pálmi Gunnars- son og Tryggvi Hiibner ákveðið að endurtaka öðru sinni tónieika sína í Norræna húsinu, og verða því þriðju tónleikar tríósins nú á þriðjudaginn, þann 26. júlí kl. 21.00. Gísli Helgason verður sérstakur gestur á þessum tónleikum og mun hann leika á blokkflautur með tríóinu. Þar að auki kemur Sveinbjöm Bein- teinsson allsherjargoði í heimsókn og kveður rímur. Forsala aðgöngumiða verður í Norr- æna húsinu mánudagíhn 25.' júlí kl. 17-19 og sömuleiðis þriðjudaginn 26. frá sama tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.