Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 Ctmitm auðkýfingi. Hann seldi vopn til Argen- tínu, og komst þá í kynni við Juan Peron hershöfðingja og forseta þar. Þau við- kynni styrktu mjög stöðu hans í ítölskum undirheimum, og urðu til þess að honum var boðið að gerast félagi í leynilegustu reglu ítalskra frímúrara, reglu þar sem menn sáu ástæðu til að skýla andlit sín svörtum hettum á fundum. Áhrif Gellis innan P2, sem upphaflega hafði verið stofnuð fyrir einni öld í því skyni að berjast gegn erlendum áhrifum á Ítalíu, jukust smátt og smátt og hann varð leiðtogi reglunnar. í forystutíð hans var skipulega unnið að því að fá til liðs við regluna háttsetta stjórnmála- menn, jafnt úr röðum hægri sem vinstri manna. Ef menn féllust ekki á að ganga í hópinn með góðu, voru önnur meðul notuð, m.a. fjárkúgun og hótanir. „bankastjóri GUÐS“ FESTIST í NETI GELLIS í hópi þeirra sem Gelli tókst að festa í netinu var Roberto Calvi, bankastjóri Banco Ambrosiano, sem vegna fjár- málalegra tengsla við Páfagarð gekk undir nafninu „bankastjóri Guðs.“ Calvi tók þátt í hundruð milljóna dollara fjársvikum til að efla hag banka síns, sem er í einkaeign, og Gelli beitti áhrifum sínum meðal valdamanna til að hindra að upp kæmist um svikin. Um nokkurt skeið blómstraði svika- starfsemin, og Banco Ambrosiano, sem hafði verið nær gjaldþrota, varð öflugur og vaxandi banki á ný. Hlutabréf bank- ans jukust að verðgildi meir en dæmi voru til um áður. Tilraunir Seðlabanka Ítalíu til að kanna málefni bankans urðu að engu vegna þess að einhver áhrifa- mikill aðili kippti í spotta. Lögreglan komst á slóðir frímúrara- stúkunnar P2 þegar hún var að rannsaka önnur fjársvikamál og hermdarverk, m.a. hryðjuverk hægri manna á járn- brautarstöð í Bologna 1980. í Ijós kom að Licio Gelli hafði náin tengsl við hermdarverkamennina. FLÓTTI ÚR LANDI Gelli sjálfur komst úr landi áður en hann var handtekinn, en skjöl á heimili hans leiddu, sem fyrr segir, í ljós tilveru P2, fjársvik Calvi bankastjóra og fleira. Talið er fullvíst að Gelli hafi þó tekist að hafa á brott með sér ýmis skjöl og gögn, sem varpa kynnu ljósi á ýmis helstu hneykslismál á Ítalíu eftir stríð. Handtaka Gellis í Genf í fyrra, þar sem hann ferðaðist á fölsku argentísku vegabréfi, vakti vonir um að spillingin í stjórnmála- og fjármálalífi ftalíu yrði nú afhjúpuð rækilega. Menn vonuðu líka að hann gæti varpað ljósi á hvernig Roberto Calvi bankastjóri lést, en hann fannst hengdur undir brú við Tempsá í Lundúnum eftir flótta þangað í fyrra- sumar. Upphaflega var talið að Calvi hefði fyrirfarið sér, en nú er talið sennilegra að hann hafi verið myrtur. Enginn vafi leikur á því að Gelli þekkir til mála Calvis. Reikningurinn sem hann var að reyna að taka út úr 120 milljónir dollara er hann var handtekinn, var stofnaður af Calvi. Á meðan á vistinni í Champ Dollon fangelsinu stóð var Gelli þögull sem gröfin, væntanlega í þeirri vissu að hinir áhrifamiklu vinir hans á Ítalíu mundu brátt launa þagmælsku hans og koma honum undan réttvísinni. Sú virðist líka hafa orðið raunin. 5 HVAÐ MEÐ MG? Nú fer að líða að síðustu ferðunum, rigningin látlaus og ekki eftir neinu að bíða. Síðustu ferðir báðar leiðir, úr landi og heim aftur, hefjast héðan þann 31. ágúst og 7. september. Uppselt er í ferðina 24. ágúst. Við bjóðum sæludaga á sjó Svo sem allir landsmenn vita er mikið um dýrðir um borð. Matur góður, verðlag lágt og valinkunnir íslenskir skemmtikraftar jafnan í för auk hinnar ágætu föstu danshljómsveitar skipsins. Framfarir hafa orðið miklar frá tímum Nóaút- ge'-ða^'inar, enda langt um liðið og bíllinn flýtur að sjálfsögðu ókeypis með. Má bjóða þér hringsól Hringsólir þú með Eddunni eina ferð: Reykjavík - Newcastle - Bremerhaven og til baka, lifir þú í vellystingum með glæsibrag. Morgunverður og kvöldverður er innifalinn í fargjaldi: Kr. 9.730 Ýmsar sérferðir Flug og sigling Þú getur flogið úr landi, eða heim og notið siglingar um borð í ms. Eddu hina leiðina. Á milli hafnarborgar og þess flugvallar, sem þú kýst að nota ferð þú á þann hátt sem þér best hentar. Við getum t.d. útvegað þér bílaleigubíl á hagstæðu verði i Bremerhaven. Honum máttu skila í Luxemborg. Bílinn heim síðar Þeir sem fara utan með síðustu ferðum ms. Eddu geta tekið bílinn sinn með, þótt þeir fljúgi sjálfir heim. Eimskip og Hafskip bjóða þessum farþegum að flytja bílinn heim í áætlunarferðum skipafélaganna á sérstöku afsláttarverði Ennfremur Við minnum á að auk þessa auglýsa eftirtaldar ferðaskrifstofur margs konar ferðir tengdar áætlunarferðum Eddu:____________________________ Ferðaskrifstofa FÍB Flugferðir - Sólarferðir Ferðaskrifstofa Stúdenta Samvinnuferðir, Landsýn. Ferðaskrifstofan Atlantic Ýmsar sérferðir bjóðast þér einnig, t.d.: Verslunarferð til Newcastle á kr. 8.800 Gisting í tvær nætur á þriggja stjörnu Swallow hóteli er innifalin í fargjaldi. Litasjónvarp og bað fylgir hverju herbergi. Golfhelgi í Gosforth Park á kr. 9.780 fyrir ferðir, vallargjald og gistingu, þ.á.m. tvær nætur á Gosforth Park Hotel ásamt morgunverði þar og kvöldverði. Gosforth Park er 5 stjörnu hótel. r /Ifbragðsgóð greiðslukjör Gengi 15.8 '83 FARSKIP AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVlK SIMI 2 5166 HAflN MOI KARUm VISSIHVAÐ HATÍPi SOHG Gylmir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.